Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 37
37
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020
Hinn 27. maí á næsta ári verða
hundrað ár liðin frá því Elliðaár-
virkjun tók til starfa. Hún var
fyrsta vatnsaflsvirkjun Reykvík-
inga, var starfrækt til ársins 2014
er aðrennslisrör hennar gaf sig og
var þá ein elsta virkjun í heim-
inum sem enn var í notkun.
Um langt árabil hefur Árbæjar-
stíflan myndað samfellt lón beggja
kvísla Elliðaánna yfir vetrartím-
ann, með yfirfalli á stíflunni.
Snemma á vorin hefur lónið verið
tæmt, fyrst með því að opna fyrir botnloka í
syðri kvíslinni og síðan opna lokurnar í Árbæj-
arkvíslinni svo Árbæjarlónið tæmist. Nokkr-
um dögum síðar hefur svo vatnsborðið verið
hækkað nokkuð í Árbæjarkvíslinni og Árbæj-
arlóninu þannig viðhaldið.
Náttúruperla
Þegar komið er upp fyrir stíflu hefur Ár-
bæjarlónið verið ein af perlum Elliðaárdalsins
í hundrað ár. Lónið hefur verið fagurt og
veigamikið kennimark í náttúru dalsins og fyr-
ir íbúa hverfisins. Kennimark sem sést víða
að, hvort sem horft er niður einbýlishúsabotn-
langana frá Rofabænum, frá Höfðabakkanum
eða frá Árbæjarlauginni. Í blíðviðri hefur
norðurbakki lónsins iðað af mannlífi enda vin-
sælasta göngu- og áningarsvæðið á þessum
slóðum. Lónið laðar einnig að sér óvenju fjöl-
skrúðugt fuglalíf sem tekur stöðugum árs-
tíðabundnum breytingum, ungum sem öldnum
til yndisauka.
En nú er lónið okkar horfið fyrir fullt og
fast. Hinn 12. maí sl. var haldinn rýnifundur
Orkuveitu Reykjavíkur og Hafrannsókna-
stofnunar um varanlega landmótun við Elliða-
árnar fyrir ofan Árbæjarstíflu. Þar var ákveð-
ið að opna í eitt skipti fyrir öll allar lokur
stíflunnar, árið um kring, og gera skarð í einn
þröskuld hennar, Árbæjarmegin, með þeim af-
leiðingum að Árbæjarlónið hverfur endanlega.
Furðuleg ákvörðun
Þessi ákvörðun er lyginni líkust, hvernig
sem á hana er litið. Þeir sem að henni stóðu
voru fjórir háttsettir starfsmenn Orkuveit-
unnar, einn fulltrúi frá Orku náttúrunnar og
tveir fulltrúar frá Hafró. Ákvörðun þessi var
ekki borin undir stjórn OR. Þá hefur umhverf-
isráð Reykjavíkurborgar ekkert fjallað um
þetta mál og fékk ekkert að vita af ráðabrugg-
inu fyrr en í sjónvarpsfréttum er búið var að
tæma lónið í síðasta sinn. Málið var heldur
aldrei borið undir Náttúrufræðistofnun Ís-
lands, Hollvinasamtök Elliðaárdalsins og/eða
íbúaráð, íbúasamtök eða íbúa almennt í Árbæ
og Breiðholti.
Eftir því sem næst verður
komist með hliðsjón af minn-
ispunktum Orkuveitunnar var
þessi ákvörðun tekin eftir
ábendingu frá Fiskistofu og
súrefnismælingu Hafró. Fiski-
stofa benti á að skyndileg tæm-
ing heildarlónsins hefði í för
með sér „snögga rennslisbreyt-
ingu“ (nema hvað?) ásamt fram-
burði aurs, úr lóninu, niður ár-
farveginn. Hafró mældi síðan
súrefnismagn í ánum fyrir neð-
an stíflu þegar stíflislokur voru
opnaðar í vor sem leið og kom þá í ljós að súr-
efnismagnið féll mjög í ánum meðan á tæm-
ingu stóð. Þá fékk Orkuveitan það álit frá
dýravistfræðingi hjá Verkís að það ætti ekki
að hafa teljandi áhrif á fuglalíf í og við lónið
þótt lónið hyrfi! Ekki verður séð að aðrar vist-
fræðiathuganir liggi til grundvallar þessari
furðulegu ákvörðun. Hér má svo enn bæta við
að rafstöðin við Elliðaár, með öllum sínum
mannvirkjum, er friðuð. Árbæjarlónið er hluti
af manngerðri umhverfismótun stöðvarinnar
og því líklega einnig friðað.
Ekki leitað umsagnar
Náttúrufræðistofnunar Íslands
Ég hef enga trú á því að ekki sé hægt að
tempra rennsli ánna um stífluna á varanlegan
hátt án þess að þurfa að fórna öðru hvoru, fiski
og seiðum í ánum, eða Árbæjarlóninu og
fuglalífi þess. En til þess þarf þá mun víð-
tækari vistfræðirannsóknir og yfir lengra
tímabil. Þá væri nú ekki verra að umhverf-
isráð Reykjavíkurborgar fengi að fjalla um
málið og fylgjast með því og þeir aðilar sem
málið helst varðar fái upplýsingar um það í
tíma. Því hef ég farið fram á að fulltrúar Orku-
veitunnar komi á fund umhverfisráðs borg-
arinnar til að ræða málið. Þá mun ég enn
fremur óska eftir umsögn Náttúrufræðistofn-
unar Íslands enda er lónið á náttúruminjaskrá
og ber Orkuveitunni samkvæmt lögum að leita
umsagnar Náttúrufræðistofnunar Íslands sem
ekki var gert.
Eftir Björn Gíslason
»Umhverfisráð Reykja-
víkurborgar hefur ekkert
fjallað um þetta mál og fékk
ekkert að vita af ráðabrugginu
fyrr en í sjónvarpsfréttum
er búið var að tæma lónið
í síðasta sinn.
Björn Gíslason
Höfundur er borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins
og situr í umhverfisráði Reykjavíkurborgar.
Árbæjarlón þurrkað upp
eftir furðuleg vinnubrögð
Við erum atvinnurekendur með 177
starfsmenn á launaskrá og vinnum með
sóttvarnareglur í landinu, sem heftir
verulega alla möguleika til tekjuöflunar.
Er okkar fyrirtæki svo sannarlega ekki
eina fyrirtækið í þeirri stöðu. Fjöldinn all-
ur af fyrirtækjum er að berjast á hverjum
degi til að finna nýjar leiðir til að halda
sínum rekstri gangandi og margir farið
langt út fyrir boxið í þeim tilraunum.
Eins og allir aðrir landsmenn höfum við
fylgt í hvívetna þeim sóttvarnareglum
sem settar hafa verið og reynt að vinna
með stöðuna á jákvæðan og upp-
byggilegan hátt.
Covid-19 er engum að kenna og þetta
er ástand sem við stöndum öll frammi fyr-
ir að þurfa að kljást við tímabundið. En
tímabundið er afstætt hugtak. Ævi hús-
flugu er tímabundin óþægindi fyrir okkur
en ævistarf húsflugunnar.
Á Íslandi eru 70-80% allra fyrirtækja
lítil og millistór fyrirtæki. Þetta er
hryggjarstykki atvinnulífs hér á Íslandi. Þetta
eru fyrirtækin sem halda uppi efnahag landsins
og hagvexti. Eigendur og starfsmenn þessara
fyrirtækja eru að stærstum hluta millistéttin í
þessu landi. Millistéttin er þegjandi meirihluti
þjóðarinnar sem heldur uppi efnahag landsins.
Núna er að myndast mikið hættuástand hjá
millistéttinni og það virðast ekki vera neinar til-
lögur sem virka frá stjórnvöldum til að fyrir-
byggja það.
Þær tillögur sem lagðar hafa verið fram eru
bitlausar og virka ekki. Þær voru eflaust lagðar
fram í von um virkni, en svo er ekki. Því miður.
Ráðamenn þurfa, líkt og atvinnulífið, að vera
tilbúnir að meta stöðuna hratt og vera tilbúnir
að bakka með fyrri tillögur og koma með nýjar.
Það er kapphlaup allra atvinnurekenda og slíkt
þarf líka að vera upp á teningnum hjá ráða-
mönnum á svona stundum.
Í stað þess að nota blekið í að tala um hvað
virkar ekki langar okkur að leggja fram eina til-
lögu sem er raunhæf, réttlát og gætir jafnræðis
fyrir öll fyrirtæki sem lúta þurfa takmörkunum
í sóttvarnaaðgerðum þjóðarinnar.
Staðgreiðsluskatti og virðisaukaskatti verð-
ur slegið á frest (lánaður) af ríkinu, vaxtalaust á
þeim tímabilum sem takmarkanir standa yfir.
Fyrirtæki, sem gert er að takmarka starfsemi
sína og hefur bein áhrif á þeirra áætlanir, veltu
og greiðslugetu, fá með þessu vaxtalausan
greiðslufrest frá ríkinu til að halda þeim við
efnið. Greiðslufresturinn er eðlilega tengdur
þeirri veltu sem þó er enn til staðar og með því
gætir þessi tillaga jafnræðis. Tillagan veitir fyr-
irtækjum tækifæri á því að standa undir skuld-
bindingum sínum, sem minnkar neikvæð marg-
feldisáhrif á atvinnulífið. Tillagan er ekki
styrkur, heldur greiðslufrestur (lán). Ríkið
mun fá sitt á endanum þegar úr Covid er kom-
ið, þannig að þetta er ekki styrkur eða peningur
út um gluggann. Þetta eru fjármunir sem skila
sér bara síðar. Sem er réttlátt. Greiðslufrest-
urinn er vaxtalaus þar sem ríkið hefur gríð-
arlegan hag af því að fyrirtækin haldi áfram
rekstri. Ekki er hægt að svindla á þessu kerfi,
enda upphæð greiðslufrestsins alltaf miðuð við
þá veltu sem hefur verið í fyrirtækinu. Upp-
greiðslu á þessum greiðslufresti er síðan stillt
upp með þeim hætti að fyrirtæki eigi auðvelt
með að brúa endurgreiðsluna þegar allt er
gengið yfir. Horfa mætti til 12 mánaða sem
dæmi (fer þó eftir lengd faraldursins). Tak-
markanir sem settar væru á fyrirtæki þessu
tengt væru bundnar við argreiðslur, hlutfall af
hagnaði o.fl.
Með þessari tillögu er verið að veita öllum líf-
vænlegum fyrirtækjum sem hafa þurft að þola
miklar takmarkanir á sinni tekjuöflun ákveðið
svigrúm og andrými til að standa við skuldbind-
ingar sínar. Þetta mun spara gríðarlega fjár-
muni hjá hinu opinbera til skamms tíma og
hvað þá lengri tíma.
Án þess að geta talað fyrir hönd allra lítilla
og millistórra fyrirtækja (enda eiga þau fyrir-
tæki ekki sín eigin hagsmunasamtök) þá er
öruggt að öll lítil og millistór fyrirtæki sem hafa
orðið fyrir takmörkunum á rekstri vegna sótt-
varnaaðgerða munu fagna þessari tillögu.
Gerum þetta saman!
Eftir Sigmar Vilhjálmsson og
Óla Val Steindórsson
»Með þessari tillögu er verið
að veita öllum lífvænlegum
fyrirtækjum, sem hafa þurft að
þola miklar takmarkanir á sinni
tekjuöflun, ákveðið svigrúm og
andrými til að standa við sínar
skuldbindingar.
Sigmar Vilhjálmsson
Höfundar eru eigendur Hlöllabáta, Barion og
Minigarðsins.
Katrín Jak. og Bjarni
Ben. – hér er tillaga
Óli Valur Steindórsson
Ólöf Kristjánsdóttir, verkfræð-
ingur og fagstjóri hjá Mannviti hf.,
og Meta Reimer Brödsted, frá
danska ráðgjafafyrirtækinu
COWI, birtu grein í Morgun-
blaðinu 6. nóvember sl. Í þeirri
grein var gerð tilraun til að upp-
lýsa almenning um að borgarlínan
myndi færa landsmönnum ein-
hvern félagshagfræðilegan ábata.
Sú tilraun misheppnaðist hrap-
allega enda birtist borgarlínan þar
í felulitum.
Í frétt af vef Mannvits frá 12.
september 2019 segir að „Mannvit í samstarfi
við Cowi var hlutskarpast í útboði Vegagerð-
arinnar á gerð nýs samgöngulíkans fyrir höf-
uðborgarsvæðið […]“. Einnig segir í sömu frétt
að verkefnið væri „[…] samvinnuverkefni Vega-
gerðarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höf-
uðborgarsvæðinu“. Almennt er nú svo um slík
útboð að samningssambandið hér er annars
vegar verktaki og hins vegar verkkaupi, þ.e.
Vegagerðin og Samtök sveitarfélaga á höfuð-
borgarsvæðinu. Þar sem Samband íslenskra
samvinnufélaga er löngu liðið undir lok og lítið
um samvinnufélagaform almennt er ekki séð að
fyrirkomulagið sé nokkuð annað en verið hefur
um áratugi, þ.e. hefðbundið samningssamband
milli verktaka og verkkaupa.
Í grein þeirra Ólafar og Metu er leitast við að
svara gagnrýni á nýlega útgefna skýrslu um
félagshagfræðilega greiningu á
borgarlínuverkefninu. Það hefur
komið fram að sitt sýnist hverjum
og hér er leitast við að koma öðru
sjónarmiði að.
Ólöf og Meta nefna til leiks
Teresu. Það er heitið á arðsem-
islíkani því sem samgöngu-
ráðuneyti Danmerkur gefur
hverjum sem verða vill. Hef ég
m.a. nálgast Teresu á vef danska
ráðuneytisins. Það er alveg ljóst
að Teresa er álíka snúin og grein
þeirra Ólafar og Metu, a.m.k. sú
útgáfa af henni sem ég fékk. Sú
Teresa sem ég fékk var reyndar
galtóm og óútfyllt en með áhugaverðum skýr-
ingum. Þar mátti þó sjá að gert hafi verið ráð
fyrir 4% ávöxtunarkröfu í henni annars
óspilltri. Teresa er í raun ekkert annað en
danskt excel-skjal á sterum.
Í grein sinni staðfesta þær Ólöf og Meta að
þær hafi náð tökum á Teresu, fyllt hana og tekið
hana „út á lífið“. Úr varð borgarlína, uppfull af
ábata. Um þá aðferð fjölluðu þær í grein sinni
og allan þann rómans.
Í krafti umboðsins sem ég fékk í síðustu
sveitarstjórnarkosningum hef ég sett mig í
samband við fulltrúa Verkefnastofu borgarlínu
og Ólöfu Kristjánsdóttur hjá Mannviti. Mark-
miðið var að fá að sjá þessa Teresu sem Ólöf
segist þekkja vel. Það er skemmst frá að segja
að ég hef hvorki fengið svör né skýringar.
Þær skýringar sem lesa má út úr grein þeirra
tveggja, Ólafar og Metu, lýsa fremur trúboði.
Þar segir m.a. að lausn „[…] fælist í fjöl-
breyttum samgönguvalkostum sem auka afköst
í samgöngum og gæði hins byggða umhverfis“.
Hver getur hafnað fegurð þessari? Eftir útlist-
un á draumsýn verktaka Vegagerðarinnar og
SSH er aðeins eitt eftir. Það er að fá að vita
hvað „heilaga“ Teresa hefur sjálf um þetta að
segja.
Þrátt fyrir ítrekanir og eftirgangsmuni, m.a. í
ljósi þess að ég sit í svæðisskipulagsnefnd höf-
uðborgarsvæðisins fyrir hönd hluta íbúa svæð-
isins, þ.e. Mosfellinga, sem eiga m.a. að borga
kostnaðinn, hefur ekkert svar borist. Engin
gögn hafa komið fram sem útskýra útreikninga
Teresu eða hvar hún er niður komin.
Með þessari grein minni ítreka ég enn og aft-
ur óskir mínar um að fulltrúar Verkefnastofu
borgarlínu, SSH og Vegagerðin, þ.e. verk-
kaupar, kalli eftir þessum upplýsingum, ná-
kvæmum skýringum og að Teresa verði fram-
seld frá Danmörku til Íslands hið fyrsta.
Þar sem skattborgarar hér á landi hafa þurft
að greiða fyrir útfyllingu excel-skjalsins góða er
rétt að þeir sem hafa unnið að því fyrir opinbert
fé skýri aðferðirnar og skili niðurstöðunum út-
skýrðum betur en nú er. Þeim ber skilyrðislaus
skylda til að útlista ítarlega alla útreikninga og
koma þessu öllu á þannig form að almenningur
geti áttað sig á hvað býr að baki. „Aumir“ trú-
leysingjar og fulltrúar þeirra sem eiga allt að
borga eru afskiptir í öllu ferlinu á meðan Teresu
er beitt úr mikilli fjarlægð á fremur fáfróða ís-
lenska stjórnmálaelítu. Er það kannski mark-
miðið?
Svo er það með ávöxtunarkröfuna blessuðu
sem brúkuð er við núvirðisútreikninga Mann-
vits og Cowi. Venja er að ákvörðun um slíka
kröfu liggi hjá eigendum verkefna, ekki verk-
taka úti í bæ. Þar hafa trúboðarnir tekið sér
meira vald en telja má að Teresa boði í raun. En
fjarlægðin gerir víst fjöllin blá og Teresu töff.
Hvers vegna í ósköpunum notaði Mannvit þá
5% ávöxtunarkröfu við mat á „fluglest“ fyrir fá-
einum misserum? Mat á því ástarævintýri
Reykjavíkurborgar og Mannvits gat af sér
þennan „króga“ árið 2014 sem virðist ættaður
frá Bifröst og virðist belgja út ábata eftir pönt-
un. Hvatberi þess verkefnis starfar nú ötull við
að byggja fyrir Reykjavíkurborg ofan í veg-
stæði Sundabrautar á Gufunesi.
En Teresa, hún fékk aðeins notið 4% ávöxt-
unarkröfu en það virðist alveg hafa nægt fyrir
Ólöfu og Metu til að fylla hana. Ástæðan kann
að vera sú að Teresa sé í raun dönsk.
Borgarlínuverkefni í felulitum – Hvar er Teresa?
Eftir Svein Óskar Sigurðsson
Sveinn Óskar
Sigurðsson
»En Teresa, hún fékk
aðeins notið 4% ávöxtun-
arkröfu en það virðist alveg
hafa nægt fyrir Ólöfu og
Metu til að fylla hana.
Höfundur er bæjarfulltrúi Mosfellsbæjar og situr
í svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins
(SSH).