Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 41

Morgunblaðið - 12.11.2020, Side 41
MINNINGAR 41 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Óskilvirkni rammaáætlunar veldur því að ný verkefni í raf- orku hafa ekki fengist sam- þykkt í sjö ár. Auðveldlega má líta á þá stöðu sem alvarlega viðskipta- hindrun. Rammaáætlun bætir litlu við aðra samþykktarferla sem verkefni þurfa að fara í gegn- um lögum samkvæmt og tef- ur verkefni um mörg ár með miklum tilkostnaði. Samkvæmt raforkulögum nr. 65 frá 2003 þá er frjáls samkeppni í vinnslu og sölu raforku (lög nr 65/2003). Til- gangur þess er að tryggja lægsta verð til almennings. Allar hindranir sem koma í veg fyrir framboð má því líta á sem viðskiptahindrun sem gæti leitt til hærra verðs vegna ónógs framboðs. Rammaáætlun er heiti yfir lög nr. 48/2011 um verndar- og orkunýtingaráætlun en í lagafrumvarpi sem varð að lögum segir: „Markmið laga þessara er að tryggja að nýt- ing háhitasvæða og land- svæða þar sem er að finna virkjunarkosti fallvatna byggist á langtímasjónar- miðum og heildstæðu hags- munamati þar sem tekið er tillit til verndargildis náttúru og menningarsögulegra minja, hagkvæmni og arð- semi ólíkra nýtingarkosta og annarra gilda er varða þjóð- arhag, svo og hagsmuna þeirra sem nýta þessi sömu gæði, með sjálfbæra þróun að leiðarljósi.“ Þetta markmið næst í gegnum önnur lög sem gilda um sömu verkefni og því er rammaáætlun ofaukið. Núgildandi rammaáætlun, niðurstöður 2. áfanga, var samþykkt á Alþingi með þingsályktun þann 14. janúar 2013. Síðan þá eru liðin 7 ár og ekkert nýtt verkefni hefur fengist samþykkt, sem er óviðunandi ástand. En er einhver þörf á rammaáætlun? Í dag gilda um ný verkefni ýmis lög og reglugerðir, m.a. lög um um- hverfismat nr. 106/2000, skipulag nr. 123/2010 (lands- skipulagstefna, svæðisskipu- lag, aðalskipulag, deiliskipu- lag, framkvæmdaleyfi) og reglugerð um skipulag nr. 90/ 2013 og 100/2011 um lands- skipulagsstefnu, lög um mann- virki nr. 160/ 2010, bygging- arreglugerð nr. 112/2012 (fram- kvæmdaleyfi og byggingarleyfi), lög um bruna- varnir nr. 75/ 2000, raforkulög nr. 65/2003 (virkjunarleyfi) og reglugerð nr. 1040/2005, lög um holl- ustuhætti og mengunarvarnir nr. 7/1998 og reglugerð nr. 941/2002. Þessi lög tryggja að verkefni eru ekki samþykkt; á svæðum sem eru friðuð, sem hafa ófullnægjandi áhrif á umhverfið, sem brjóta í bága við heilbrigðisreglur og byggingarreglur. Hvað er það þá sem rammaáætlun bætir við þenn- an nú þegar flókna feril? Við skoðun þá er það fátt. Sam- kvæmt starfsreglum verk- efnastjórnar rammaáætlunar, reglugerð nr. 515 frá 2015, kemur fram í 6. grein að: „Áð- ur en virkjunarkostur og landsvæði eru tekin til form- legrar umfjöllunar í faghóp- um skal fullnægjandi upplýs- inga aflað um eftirfarandi þætti: 1) Jarðminjar og vatnafar, 2) Lífverur, 3) Vist- kerfi og jarðveg, 4) Landslag og víðerni, 5) Menning- arminjar, 6) Ferðaþjónustu og útivist, 7) Landnytjar.“ Athyglisvert er að öll þessi atriði eru til skoðunar í um- hverfismati verkefna sem eru 10 MW uppsett rafafl eða meira (Viðauki 1 við lög nr. 106, gr. 3.02), sjá lög nr. 106 frá 2000 og reglugerð nr. 660 frá 2015. Samkvæmt 15. grein reglu- gerðarinnar skal fram- kvæmdaaðili leggja fram matsáætlun til Skipulags- stofnunar þar sem fram koma ýmsar upplýsingar, s.s. al- menn atriði um staðsetningu og lýsingu verkefnis. Einnig skal koma fram samkvæmt 2. b.-lið „lýsing á staðháttum framkvæmdasvæðis: lands- lagi, gróðurfari, dýralífi og landnotkun, yfirlit um vernd- arsvæði og kvaðir og tak- markanir á landnotkun, s.s. vegna náttúruvár“, og sam- kvæmt 2. d.-lið hvernig fram- kvæmdin samræmist fyrir- liggjandi skipulagsáætlunum og samkvæmt 3. a.-lið „grein- ing á því hvaða þættir fram- kvæmdar og starfsemi, sem henni fylgir, séu líklegir til að valda umhverfisáhrifum og lýsing á þeim…“, og sam- kvæmt 3. b.-lið „greining á því hvaða þættir umhverf- isins er talið líklegt að geti helst orðið fyrir áhrifum þeg- ar tekið er tillit til allra um- hverfisáhrifa framkvæmdar- innar…“. Til að uppfylla þessi skil- yrði þarf framkvæmdaaðili að framkvæma víðtækar og mjög kostnaðarsamar rann- sóknir á umhverfi verkefn- isins, s.s. fornminjum, fugl- um, gróðri, jarðlögum, ásýnd, áhrifum á ferðamenn, hljóð- vist og fleira. Að rannsóknum loknum leggur fram- kvæmdaaðili fram skýrslu um umhverfismat verkefnisins og leiðir til mótvægis ef með þarf. Umhverfismatið fer í gegnum strangt og tímafrekt ferli með víðtæku samráði við stofnanir og almenning sem getur tekið allt að tveimur ár- um að ljúka við. Að þessu sögðu þá er það niðurstaða undirritaðs að rammaáætlun bæti litlu við það faglega ferli sem önnur lög kveða á um að fram- kvæmdir þurfi að undirgang- ast. Rammaáætlun bætir hins vegar við mörgum árum í bið- tíma fyrir eigendur verkefna með tilheyrandi kostnaði sem er á fárra færi að standa und- ir. Í raun mætti segja að tvö- falt kerfi sé í gildi í dag því verkefni sem fara í gegnum rammaáætlun þurfa engu að síður að fara í gegnum um- hverfismat og uppfylla öll önnur ofangreind lög til að öðlast tilskilin leyfi. Ramma- áætlun er því óþarfa við- skiptahindrun í samkeppn- isumhverfi og velta má því fyrir sér hvort hún samræm- ist kvöðum sem Ísland hefur undirgengist með EES- samningnum um frelsi í raf- orkuiðnaðinum. Er rammaáætlun nauð- synleg eða skaðleg? Eftir Magnús Björgvin Jó- hannesson » Tvöfalt kerfi er í gildi í dag því verkefni sem fara í gegnum ramma- áætlun þurfa að fara í gegnum umhverfismat og uppfylla önnur lög. Magnús Björgvin Jóhannesson Höfundur er framkvæmda- stjóri Storm Orku. ✝ Þorgrímur Eiríks-son fæddist 11. október 1938 í Kaup- mannahöfn. Hann lést á Vífilsstaðaspítala 5. október 2020. Foreldrar hans voru Eiríkur Magn- ússon kennari frá Hurðarbaki í Austur- Húnavatnssýslu, fæddur 3. apríl 1904, lést 9. september 1941 og Guðrún Sigríður Þorgríms- dóttir verslunarkona frá Laug- arnesi í Reykjavík, fædd 28. febr- úar 1911, lést 25. júní 1972. Hálfbróðir sammæðra er Þórður Valdimarsson, fæddur 9. júlí 1951, kona hans er Unnur Guðbjartsdóttir, fædd 10. febrúar 1946. Fyrri kona Þorgríms er Björg Irene Andreassen frá Þránd- heimi í Noregi, fædd 2. nóvember 1945. fæddur 26. mars 1948 og Marís Rúnar Gíslason, fæddur 6. októ- ber 1960, kona hans er Sigríður Ellertsdóttir, fædd 8. desember 1962. Afabörnin eru 13 og langafa- börnin orðin 7. Þorgrímur missti föður sinn úr berklum aðeins 3ja ára og ólst hann upp hjá móður sinni við gott atlæti á Laugamýrarbletti nr. 33 í Laugarnesinu. Eftir að hafa klár- að gagnfræðapróf frá Laug- arnesskóla lá leið hans í Mennta- skólann í Reykjavík. Þorgrímur lauk síðan námi í byggingarverkfræði frá háskól- anum í Þrándheimi í Noregi. Eft- ir námið hóf hann störf hjá VSO verkfræðistofu þar til hann stofn- aði sína eigin stofu undir nafninu Klettur. Þorgrímur var virkur félagi í Oddfellowreglunni frá 1973 þar sem hann gegndi ýmsum trún- aðarstörfum innan reglunnar. Útför hans fer fram frá Laug- arneskirkju í dag, 12. nóvember 2020, klukkan 13. Streymt verður frá útförinni: http://y2u.be/ARN-HWJtGUQ Virkan hlekk á slóð má nálgast á: https://www.mbl.is/andlat Dóttir þeirra er Sigrún Þorgríms- dóttir Höiberg, fædd 13. nóvember 1965, maður hennar er Arve Höiberg, fæddur 18. nóv- ember 1965. Seinni kona Þor- gríms er Ansa Sús- anna Hansen frá Sörvogi í Færeyjum, fædd 25. ágúst 1936. Börn þeirra eru Eiríkur Þorgrímsson, fæddur 24. nóv- ember 1972, kona hans er Martha Holst, fædd 21. febrúar 1967 og Sigríður Þorgrímsdóttir, fædd 13. maí 1974, maður hennar er Páll Ingi Haraldsson, fæddur 26. maí 1967. Börn Önsu Súsönnu eru Guð- björg Gísladóttir, fædd 15. ágúst 1956, Andrea Jenný Gísladóttir Aas, fædd 5. september 1957, maður hennar er Annar Aas, Nú er komið að leiðarlokum hjá Togga okkar og reiknum við með að hann sé hvíldinni feginn, enda reyndust síðustu árin honum erfið vegna veikinda hans. Hann kvart- aði þó aldrei því það var ekki hans stíll og tókst hann á við sjúkdóm- inn með sama jafnaðargeði sem einkenndi allt hans lífshlaup. Þol- inmæði og þrautseigja endur- speglaðist í persónuleikanum. Hann Toggi kom inn í líf okkar systkina fyrir um hálfri öld síðan þegar hann hóf sambúð með móð- ur okkar, sem fyrir átti okkur þrjú. Fimmtíu ár er langur tími og margt er að minnast. Til dæmis þegar hann kom fyrst að heilsa upp á mömmu, sem hann hafði hitt á balli. Hann stóð þarna í dyra- gættinni rúmlega þrítugur, fjall- myndarlegur með hatt og blóm- vönd. Að ganga þremur börnum í föðurstað hefur heldur ekki verið auðvelt alla daga en það hlutverk axlaði hann með miklum sóma. Enda var hann barngóður með eindæmum og hampaði öllum jafnt hvort sem um væri að ræða hans eigin börn eða stjúpbörnin, svo ekki sé talað um barnabörnin eða langafabörnin. Annað dæmi um persónuleik- ann er eftirfarandi saga af Systu. Henni var gefið bílpróf þegar þeg- ar hún hafði aldur til og með nýtt próf upp á vasann fékk hún bílinn lánaðan til að fara með vinkonurn- ar á rúntinn. Skemmst er frá því að segja að bílnum var ekki skilað i sama ástandi og hann var fenginn, enda straujaður frá húddi til aft- urstuðara. Toggi brosti kíminn þegar hún skömmustuleg kom og skilaði lyklinum. Næsta dag bauð Toggi henni bílinn og sagði að öðr- um kosti myndi hún aldrei læra að keyra almennilega. Svipaðar sög- ur mætti segja um okkur hin tvö. Svona var Toggi okkar, örlátur og með hjarta úr gulli. Aldrei bar skugga á í samskiptum okkar og ávallt hægt að leita til hans þegar eitthvað bjátaði á. Toggi var sælkeri mikill og var skúffan með suðusúkkulaðinu og lakkrís vel þekkt og eftirsótt af börnum og barnabörnum. Ekki vitum við hvort mamma hafi sagt honum frá því að ef hún ætlaði að fela sætindi fyrir Togga þá var það geymt í pottaskápnum, enda var hann maður sinnar kynslóðar og átti sjaldan erindi þangað. Hann kom okkur því rækilega á óvart þegar mamma sextug fór til Noregs í nám. Hann þurfti þá að bjarga sér sjálfur á heimilinu. Eft- ir nokkur óhöpp með þvottavél, ryksugu og jafnvel heitt vatn gekk allt betur. Vissulega hafði hann marga aðra hæfileika þótt þeim væri ekki alltaf flaggað. Undanfarinn áratug var Gran Canaria vetrardvalarstaður for- eldra okkar og voru mikil lífsgæði fólgin í því að geta flúið skamm- degið á Íslandi og notið sólar og yls á suðrænum slóðum. Þar þótti þeim gott að vera innan um stóran hóp samlanda. Voru þau dugleg að taka þátt í öflugu félagslífi, s.s. minigolfi og félagsvist. Þar eign- uðust þau góða vini og kunningja. Okkur þótti mjög gaman að fara í heimsókn til þeirra og oftar en ekki mættum við flest systkinin með mökum og voru það góðir tímar. Elsku Toggi okkar, þótt göngu þinni sé lokið hér á jörðu þá ertu með okkur í minningunum um ald- ur og ævi. Takk fyrir allt. Við söknum þín, Guðbjörg, Andrea (Systa) og Rúnar og fjölskyldur. Þorgrímur Eiríksson eða Toggi eins og hann var ætíð kallaður meðal ættingja og vina var hálf- bróðir minn. Fyrstu minningar mínar um Togga voru þegar ég var 4-5 ára. Hann hafði verið á sjó í 1-2 mánuði og kom heim seint að kveldi, kaf- loðinn og ófrýnilegur. Hann vakti mig og brá mér svo að sjá þennan villimann að ég fór að hágrenja. Ári síðar var Toggi niðri í kjall- aratröppum að reykja pípu. Ég suðaði og suðaði að fá að prófa, en Toggi þverneitaði, en gaf sig að lokum. Ég saug hressilega að mér, og svo fór allt að hringsnúast fyrir mér og svo ældi ég eins og múkki. Ég hef ekki reykt síðan. Toggi vann sem sendill á vespu eitt sumar og tók hann þá litla bróður í túra um hverfið á vesp- unni. Þetta hefur kannski orðið til að vekja mótorhjóladelluna hjá mér. Er Toggi útskrifaðist sem verk- fræðingur var ákveðið að fara í Evrópuferð. Ég og mamma okkar fórum til Hamborgar og hittum Togga og Björgu konu hans. Keyptur var bíll, tjald og viðlegu- búnaður og keyrt alla leið niður til Júgóslavíu, og svo til baka upp til Þrándheims. Þar beið Sigrún eins árs dóttir Togga eftir okkur. Toggi var búinn að kaupa risastór- an bangsa handa henni og koma flautu fyrir í nebbanum á bangs- anum. Alla tíð síðan var Toggi með áráttu fyrir því að ýta á nebb- ann á börnum og segja „dýddd“. Stuttu eftir að Toggi kom heim frá Noregi, þá fráskilinn, var hann svo heppinn að kynnast Súsönnu Hansen. Saman eignuðust þau tvö börn, en fyrir átti Súsanna þrjú börn sem Toggi gekk í föðurstað. Margs er að minnast. Allar veislurnar hjá Súsönnu og Togga. Svíþjóðarferð, hittingar á Kanarí og fleira. Ég varð þeirrar gæfu aðnjót- andi að við vorum með skrifstofu- herbergi hlið við hlið í 15 ár og hittumst nær daglega. Þar kom berlega í ljós víðtæk menntun og kunnátta Togga á flestum grein- um verkfræðinnar. Einnig var hann víðlesinn og minnugur og fletti maður oft upp í honum í stað- inn fyrir Google. Oft var kátt á hjalla í kaffistofunni og margt rætt. Toggi minn. Ég vil þakka fyrir allan þann stuðning og ánægju sem þú, stóri bróðir minn, hefur veitt mér í lífinu. Þín er sárt saknað, en minning- arnar lifa. Súsönnu, börnum, barnabörn- um, barnabarnabörnum ásamt vinum og ættingjum votta ég mína dýpstu samúð. Þórður Valdimarsson. Nú þegar Þorgrímur vinur minn hefur kvatt og haldið á vit hins ókomna er ljúft að minnast trausts og góðs vinar. Fyrir mig var það sérstakt að fundum okkar bar fyrst saman fyrir rúmum þrjá- tíu árum þegar við áttum báðir í talsverðu basli og ógöngum og var samfylgd með vini mínum Þor- grími í öll þessi ár mikill styrkur og lán, svo ég gleymi ekki öllum gleði- og ánægjustundunum. Þorgrímur var einstakt ljúf- menni, vel að sér um allt sem við- kom mannlegum samskiptum, víðförull og vel heima á flestum þeim sviðum og það var því gaman og fróðlegt þegar hann sagði frá. Segja má að allt mögulegt hafi borið á góma og þá ekki síst það, sem kom að hönnun, en Þorgrím- ur var flinkur verkfræðingur, reynslubolti eins og sagt er, með mikla þekkingu á aðstæðum bæði hér heima við byggingu stórhýsa og við veituhönnun erlendis m.a. í Keníu. Hann hafði því frá mörgu að segja og fyrir mig upplýsandi og gefandi. Þá unnum við saman að nokkrum verkefnum hér heima. Það sem var einkennandi fyrir Þorgrím í samstarfi var hvað hann var athugull og sanngjarn, setti sig vel inn í annarra hug- myndir, en var fastur fyrir ef svo bar undir og varð þá ekki bifað þótt reynt væri. Þorgrímur og Súsanna kona hans dvöldu yfir vetrarmánuðina um árabil á Kanaríeyjum og nutu þar veðurblíðunnar í góðum fé- lagsskap, langt frá kulda og regni hér heima. Við Maí heimsóttum þau hjón nokkrum sinnum þar syðra og nutum þar góðs fé- lagsskapar með þeim. Síðari ár átti Þorgrímur við vanheilsu að stríða eftir erfiðar skurðaðgerðir, sem drógu mjög úr þrótti hans og var mér ljóst hvert stefndi, en þrátt fyrir vanlíðan og með áræði hans gátum við fé- lagarnir, allt undir það síðasta, hitt vini okkar í Kaffi Ness en þar verður hans sárt saknað. Að leiðarlokum minnumst við Maí góðs og tryggs vinar og vott- um Súsönnu, börnum þeirra og fjölskyldu innilega samúð. Helgi Hjálmarsson. Þorgrímur Eiríksson Nú er ég kominn með í síma minn eitthvað sem heitir „app“ frá Íslandsbanka. Get ég þar til dæmis fært fé milli reikninga, sem til gamans bera 0,05% vexti á hverju ári. Fleira er skemmtilegt við „appið“. Þegar það er opnað heilsar það virðulega, eins og hæfir þegar viðskiptavinur kemur til að sinna mik- ilvægum fjármálum sínum. „Hæ Gunnar“, heilsar „appið“ viðskiptavininum, það er að segja þeim sem heita Gunnar. Hinir eru nefndir einhverju öðru nafni. Ef einhverjum þykir óviðkunnanlegt að vera ávarpaður með hæ-i, þá verð- ur að hafa í huga að fá önnur ávörp eru svo framsækinni bankastofnun möguleg. Ekki gengur að segja „sæll“ eða „sæl“, því þá væri gengið út frá að viðskiptavinurinn væri af einhverju sérstöku kyni, sem nútímaleg bankastofnun getur ekki verið þekkt fyrir að halda. Það er ekki einu sinni víst að það stæðist heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Sparsamur fjáreigandi. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12. Hæ Íslandsbanki Bankar Nú sinna flestir bankaviðskiptum í gegnum app. Morgunblaðið/Ómar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.