Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 46

Morgunblaðið - 12.11.2020, Qupperneq 46
46 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 ✝ AðalbjörgVagnsdóttir (Abba) fæddist á Sauðárkróki 21. nóvember 1951. Hún lést á Heil- brigðisstofnun Sauðárkróks 28. október 2020. For- eldrar Öbbu voru Vagn Gíslason, f. 6. nóvember 1901, d. 4. október 1986, og Fjóla Stefánsdóttir, f. 9. október 1914, d. 14. maí 2004. Systkini Öbbu voru Stefán Ingi, f. 7. október 1937, d. 27. október 2011, giftur Sigurlaugu Jóns- dóttur, f. 20. júlí 1941; Guðrún Þrúður, f. 16. janúar 1939, d. 23. maí 2007, gift Hreini Þorvalds- syni, f. 5. júní 1937, d. 17. febr- úar 2006; Hjörtína Dóra, f. 11. apríl 1943, d. 23. janúar 2018, eiginmaður Ólafur Sigmar Páls- son, f. 25. maí 1938. Abba eignaðist stúlku, Sæ- rúnu Aðalbjargardóttur, f. 7. tryggsson, f. 11. maí 1980. Börn sem Kristján átti fyrir: 1) Ingi Björgvin, f. 18. sept- ember 1976, eiginkona Bryn- hildur Jóhannsdóttir, f. 31. des- ember 1978, börn þeirra eru Klara Sólveig, f. 29. september 2006, og Ásthildur Una, f. 17. júlí 2010. Fyrir átti Ingi Björg- vin tvö börn; Alexöndru Lilju, f. 18. ágúst 1995, eiginmaður Baldur Matthías Þóroddsson, synir þeirra eru Sævar Berg og Tómas Ari, og Tómas Þórð, f. 16. september 1996, dóttir hans er Harpa Lind. 2) Hrafnhildur Sonja, f. 17. júní 1980, sambýlis- maður Kári Marísson, f. 20. nóv- ember 1951, börn þeirra eru Bjarklind Ingibjörg, f. 10. maí 2013, og Marís, f. 13. júní 2016. Abba ólst upp hjá foreldrum sínum Vagni og Fjólu á Minni- Ökrum. Hún flutti ung á Krók- inn, 14 ára, og fór þá að sjá um heimili. Hún vann í fiski og haustið 1971 hóf hún störf á Heilbrigðisstofnun Sauðár- króks. Árið 2005 fór hún austur á Reyðarfjörð að vinna í álverinu. Jarðarför Öbbu fer fram frá Sauðárkrókskirkju í dag, 12. nóvember 2020, og hefst athöfn- in klukkan 14. maí 1969, d. 7. maí 1969. Abba giftist 31. desember 1973 Svani Fannbergi Jóhannssyni, f. 17. júlí 1937, d. 11. maí 2001, þau slitu sam- vistum. Börn Öbbu og Svans eru: 1) Jó- hanna Harpa, f. 3. júlí 1974, eiginmað- ur Jón Símon Fre- deriksson, f. 9. janúar 1971, börn þeirra eru Karen Ösp, f. 8. febrúar 1999, og Stefán Snær, f. 5. janúar 2007. 2) Stefán Ingi, f. 27. apríl 1977, eiginkona Eva Dögg Pétursdóttir, f. 17. mars 1979, börn þeirra eru Svanur Jóhann, f. 21. janúar 2009, Matt- hías Ernir, f. 2. júlí 2014, og Sunneva Líf, f. 31. október 2015. Seinni maður Öbbu heitir Stefán Kristján Alexandersson, f. 23. maí 1956. Dóttir þeirra er Fjóla Sigríður, f. 18. júlí 1989, sambýlismaður Heiðar Logi Sig- Elsku ástkæra Abba mín, takk fyrir öll þessi dýrmætu og skemmtilegu ár sem við áttum saman. Lífið verður aldrei eins án þín. Þú verður alltaf minn besti vinur. Ég mun geyma allar okkar minningar í hjartanu. Ég elska þig. Þinn Kristján Alexandersson (Kiddi). Elsku hjartans mamma mín, hjarta mitt er í mörgum molum, ég vil ekki trúa því að þú sért farin. Ég sit við eldhúsborðið þitt og rifja upp svo magnaðar minningar um þig. Það er svo fast í minningunni þegar ég var lítil þegar þú vildir alltaf greiða á mér hárið þegar ég var búin í baði, ég man ennþá til- finninguna, þú varst svo mjúkhent og blíð. Oft þegar ég gat ekki sofn- að komstu til mín og straukst mér með fingrunum í kringum augun og ennið og klappaðir mér á bak- inu þangað til ég sofnaði, ég mun alltaf muna þessar stundir. Við vorum ekki bestu vinkonur á mínum yngri árum (ég veit ég var erfitt barn) en eftir því sem tíminn leið náðum við að mynda ótrúlega dýrmætt og sterkt mæðgnasamband. Ég er svo rosa- lega þakklát fyrir þig elsku mamma mín, ég veit ekki hvernig ég mun fara að án þín, að geta ekki leitað til þín og fengið ráð eða fundið hlýja faðmlagið þitt aftur, það er svo óraunverulegt og sárt. Það er ómetanlegt að hafa getað sagt þér allt sem ég vildi segja og þakkað þér fyrir hversu mögnuð og frábær mamma og vinkona þú varst áður en þú kvaddir. Þú varst ein af þeim sem fengu mjög erfið spil á hendi en ég held að enginn hefði komist í gegnum allan spilabunkann með svona miklu æðruleysi og þrautseigju, þú ert hetjan mín og fyrirmynd. Við gengum í gegnum ótrúlegustu hluti saman og vorum alltaf klettur hvor annarrar. Við gátum alltaf spjallað og sögðum hvor annarri allt. Þú varst alltaf svo góð og til staðar fyrir alla, og allir töluðu um það hversu frábær þú værir, enda líkaði aldrei neinum illa við þig. Að þú skyldir flytja aftur í Skaga- fjörðinn fyrir ári er ég svo þakklát fyrir, ég gat komið hvenær sem er til þín og ég var alltaf til staðar fyrir þig og þú mig. Ég er líka svo þakklát fyrir að hafa gengið í gegnum allt þetta ferli með þér frá a-ö. Ég sagði við þig á hverjum degi hvað þú værir búin að standa þig vel og enginn hefði roð við þér hvað varðar dugnað og hversu mikið þú barðist í öll þessi ár og alltaf stóðstu í lappirnar. Við náð- um að gleyma og njóta og þær voru margar gleðistundirnar. Það er allt rosalega tómlegt án þín og mun alltaf vera en ég veit að þér líður betur og ert á góðum stað með fólkinu þínu sem við höf- um misst. Ég mun alltaf geyma þig í hjarta mínu elsku mamma, ég mun sakna þín mikið, ég óska þess svo heitt að þú komir til baka og sért læknuð af þínum sjúk- dómi. Þú reyndist mér sú allra besta og mótaðir mig að þeirri persónu sem ég er í dag, ég mun reyna að standa mig og gera þig stolta af mér. Þú ert hetja, og þú veist hversu heppin ég er með þig sem móður, ég elska þig til tungls- ins og til baka. Ég veit að þú ert búin að opna þitt eigið kaffihús með öllum þínum góðu kræsing- um og mat og ert sennilega alveg á haus í undirbúningi. Hvíldu í friði elsku hjartans mamma mín, það verður erfitt lífið án þín. Þín dóttir, Fjóla Sigríður Stefánsdóttir. Elsku Abba mín, það er komið að leiðarlokum. Eftir hetjulega baráttu við íllvígan sjúkdóm í mörg ár hlaut að koma að því að hann sigraði þig. Eins sárt og það er að kveðja þig vona ég að þér líði vel á þeim stað sem þú ert á núna. Þú komst inn í líf mitt þegar ég var 8 ára og átt alltaf eftir að eiga stað í mínu hjarta! Vinátta okkar var góð og þó að við værum ekki alltaf sammála fannst þér það bara allt í lagi. Það var alltaf hægt að eiga gott spjall og þú dæmdir aldrei þótt maður gerði mistök. Heimili ykkar pabba hefur alltaf verið fallegt og hreint og þrátt fyrir veikindin breyttist það ekkert. Það lýsir því best, að þeg- ar ég kom til þín síðast spurði ég hvort það væri ekki eitthvað sem ég gæti gert fyrir þig. Þú hugs- aðir þig um smá stund og sagðir svo, að þig langaði mikið að láta þurrka af. Auðvitað gerði ég það fyrir þig, en þó að ég hafi nú ekki fundið mikið ryk fannst þér þetta mikill munur. Mig grunaði ekki að þetta yrði okkar síðasta spjall. Ég á margar góðar minningar sem ég er þakklát fyrir. Ég elska þig. Þín Hrafnhildur Sonja. Mig langar að minnast vinkonu minnar hennar Öbbu með þess- um fallegu ljóðum sem segja svo margt um okkar vináttu sem spannar yfir 40 ár: Ég þakka þau ár sem ég átti, þá auðnu að hafa þig hér, og það er svo margs að minnast, svo margt sem um hug minn fer, þó þú sért horfinn úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir og lýsir um ókomna tíð. (Þórunn Sigurðardóttir) Hver minning dýrmæt perla, að liðnum lífsins degi, hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka hér, þinn kærleikur í verki er gjöf sem gleymist eigi og gæfa var það öllum er fengu að kynnast þér. (Ingibjörg Sigurðardóttir) Takk elsku Abba mín fyrir all- ar stundirnar sem við áttum sam- an, þær eru mér ómetanlegar minningar nú. Elsku Kiddi, Fjóla, Jóhanna, Stebbi, Björgvin, Hrafnhildur og fjölskyldur, innilegar samúðar- kveðjur til ykkar allra, minningin um góða konu lifir í hjarta okkar allra. Sigríður Kristjánsdóttir (Didda). Aðalbjörg Vagnsdóttir ✝ Már fæddist21. febrúar 1945 á Patreksfirði og ólst þar upp fyrstu þrjú árin. Hann lést 12. októ- ber 2020 á gjör- gæsludeild Land- spítalans. Frá Patreksfirði flutti hann til Reykjavík- ur þar sem hann átti heima á Kirkjuteig, næst í Barmahlíð og að síðustu við Laugaveg. Hann flutti á Seltjarnarnesið 1976 og bjó þar alla tíð síðan. Foreldrar hans voru Gunnar B. Þórarinsson, skipstjóri og út- gerðarmaður, f. 1914, d. 1989, og Lilja Kristdórsdóttir hús- móðir, f. 1912, d. 1993. Systkini Más eru Sigurþór B., f. 1936, d. 1986, Rósamunda B., f. 1938, d. 2013, Indíana B., f. 1946, Stefán B., f. 1951. Hálf- bróðir Más, samfeðra, er Ólaf- ur Þorri, f. 1958. Már kvæntist 1976 Guðrúnu Einarsdóttur, f. 1951, hjúkr- unarfræðingi. Þau skildu árið 1996 en gott var á milli þeirra alla tíð. Már lauk landsprófi 1961, farmannaprófi frá Stýrimanna- skóla Íslands 1967, lauk prófi sem útgerðarfræðingur frá Tækniskóla Íslands 1979 og sótti fjölda námskeiða sem tengjast útgerð og rekstri. Már var til sjós í sumaraf- leysingum á bátum og togurum 1959-64, var háseti, stýrimaður og afleysingaskipstjóri hjá Haf- skip hf. 1964-78. Már starfaði sem flutninga- stjóri hjá Nesskip hf. frá 1979 þar til hann fór á eftirlaun 2017. Már sat í stjórn handknatt- leiksdeildar Vals 1976-80, sat í heilbrigðisnefnd Seltjarnarness 1978-88, var varaformaður heilbrigðisnefndar Kjós- arsvæðis 1988-90 og formaður sömu nefndar 1990-94. Hann sat í stjórn Sjálfstæðisfélags Seltjarnarness 1989-94, sat í fulltrúaráði og var virkur með- limur flokksins alla tíð. Hann var í aðalstjórn SÁÁ frá 1988- 98. Hann sat í stjórn Trivium auk ýmissar annarrar nefndar- og stjórnarsetu um skemmri tíma. Þá starfaði hann í Odd- fellowreglunni frá 1984 og sat í stúku Leifs heppna. Streymt verður frá útför- inni: https://tinyurl.com/y6shswlk Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á https://www.mbl.is/andlat Dætur Más og Guðrúnar eru: 1) Vigdís, f. 1978, maki Bergsteinn Sigurðsson, f. 1979. Dóttir þeirra er Ið- unn, f. 2011 en Bergsteinn á fyrir Sigurð Elí, f. 2000. 2) Helga Rósa, f. 1979, maki Rögn- valdur Ólafsson, f. 1972. Börn þeirra eru Már, f. 2013, Ari, f. 2015 og Bjartur, f. 2017. Rögnvaldur á fyrir Örnu Halldóru, f. 1994, og Hrefnu Fanneyju, f. 1996. 3) Anna Lilja, f. 1983, maki Viðar Reynisson, f. 1981. Börn þeirra eru Guðrún, f. 2011, Þuríður, f. 2014, og Katla, f. 2017. Stjúp- dóttir Más er Heiðrún Anna Björnsdóttir, f. 1973, maki Ja- mie Lawson, f. 1970. Börn þeirra eru Ralph, f. 2009, An- nie, f. 2013, og Johnny, f. 2014. Jamie á fyrir James, f. 2001, og Georgie, f. 2004. Már byrjaði að sækja sjóinn snemma, hans fyrsta launaða starf var á Herðubreið sem messagutti en þá var hann að- eins 12 ára. Tengdafaðir okkar, Már Gunn- arsson, er fallinn frá. Við svilarnir komum inn í líf dætra hans með tiltölulega stuttu millibili. Már tók okkur öllum vel frá fyrstu kynnum og af þeirri hlýju og örlæti sem einkenndi hann. Það fyrsta sem við tókum eftir í fari Más var hversu mikil fé- lagsvera hann var. Hann var virkur þátttakandi í samfélaginu og lifði ríkulegu félagslífi. Hann hafði yndi af vinnu sinni hjá Nes- skipum, átti marga og góða vini sem hann hitti nær daglega á Kaffivagninum, fór á fundi með félagasamtökum og var fasta- gestur á vellinum að Hlíðarenda, enda Valsari af lífi og sál. Á sumr- in renndi hann fyrir lax og á vet- urna fór hann á tónleika, leiksýn- ingar eða í bíó, auk þess að lesa mikið. Þótt hann byggi einn feng- um við aldrei á tilfinninguna að hann væri einmana. Már var náinn dætrum sínum. Það fór ekki á milli mála hversu hreykinn hann var af þeim og hann studdi þær með ráðum og dáð. Hann var ýmist í heimsókn- um hjá þeim eða við öll hjá hon- um. Þessar samverustundir gáfu Má greinilega mikið, ekki síst eft- ir að barnabörnin komu til sög- unnar. Þótt hann væri ógjarn á að flíka tilfinningum sínum varð hann sífellt meyrari með árunum og ekki óalgengt að sjá tár á hvarmi þegar hann fylgdist með ungviðinu að leik. Már var ættrækinn og fylgdist vel með frændgarði sínum. Hann var í essinu sínu í árlegum fjöl- skylduboðum þeirra systkinanna og afkomenda þeirra. Hann var mikill selskapsmaður og hafði þann eiginleika að geta verið hrókur alls fagnaðar án þess að trana sér fram, hæglátur í fasi með djúpa rödd, sem lá oftast lágt. Hann kom víða við í störfum og félagslífi og það leið varla sá fréttatími þar sem hann þekkti ekki einhvern sem þar kom við sögu. Það varð honum jafnan til- efni til að rifja upp græskulausar gamansögur eða spaugileg atvik tengd viðkomandi, því hann var mikill húmoristi. Hann talaði jafnan vel um annað fólk, mat það að verðleikum og var laus við rætni. Heilsu Más fór hrakandi síð- ustu árin og skerti það lífsgæði hans nokkuð. Þótt hann barmaði sér aldrei lék enginn vafi á því að heilsubresturinn tók sinn toll af honum andlega. Hann var ekki jafn virkur í félagsstörfum og áð- ur en samgangur hans við fjöl- skylduna var áfram mikill. Sam- bandið við barnabörnin var honum greinilegur gleðigjafi og létti lund hans og geð. Í byrjun ágúst var Már lagður inn á spítala. Þótt við gerðum okkur öll grein fyrir því að veik- indi hans væru alvarleg vonuð- umst við til að hann gæti snúið heim áður en langt um liði, kæm- ist jafnvel á hjúkrunarheimili þar sem hann var áður í dagvistun og hafði notið lífsins innan um annað fólk. Illu heilli fór það ekki svo. Það hefði verið óskandi að Már hefði fengið tíma til að sjá barna- börn sín vaxa úr grasi og verða að ungu fólki. Á hinn bóginn hughreystum við okkur við þá tilhugsun að hann átti góða ævi. Már lifði líf- inu vel og gekk veginn til góðs. Hann ræktaði samband sitt við annað fólk, gaf af sér og byggði upp. Hans verður sárt saknað. Blessuð sé minning Más Gunn- arssonar. Jamie, Rögnvaldur, Bergsteinn og Viðar. Elsku bróðir, þegar ég kvaddi þig í lok september þá varst þú harðákveðinn að vera kominn á fætur í desember og við myndum halda jólin saman. Hittast hjá okkur Elsu með tengdó á jóladag eins og við höf- um gert í langan tíma. En það fór á annan veg. Það er margs að minnast. Umhyggja þín fyrir mér birtist með ýmsum hætti, t.d. þegar þú hélst mér að skólagöng- unni með því að snúa upp á eyrað á mér. Æska okkar mótaðist af mikilli hlýju og umhyggju for- eldra okkar og ekki var sparað við okkur smurða brauðið. Seinna áttir þú eftir að verða foreldrum okkar stoð og stytta í erfiðleikum þeirra. Þú fékkst þinn skerf af erfiðleikum sjálfur á lífsleiðinni líka en áttir líka þínar hamingju- stundir, glæstan starfsferil og mikið barnalán. Söknuðurinn við fráfall þitt er mikill en sælt er að minnast margra ánægjustunda með mat og drykk þar sem íþróttir og stjórnmál voru efst á baugi. Vorum við þar bræðurnir sammála í einu og öllu, þ.e. um að íþróttirnar væru rauðar og stjórnmálin blá. Ég kveð þig með söknuði, en hugur minn verður ávallt hjá þér og ég veit að þér líður vel núna hjá mömmu, pabba og Vigdísi (Pinko). Elsku Heiðrún Anna, Vigdís, Helga Rósa og Anna Lilja, við Elsa sendum ykkur og fjölskyld- um ykkar innilegustu samúðar- kveðjur. Stefán B. Gunnarsson. Þegar austrið og vestrið kem- ur saman verður úr því sterkur stofn. Það sannaðist hjá frænda okkar, Má, sem nú er kvaddur. Föðurættin breiðfirsk og móður- ættin frá Sævarlandi í Þistilfirði. Snáðinn var ekki hár í loftinu þegar hann einn lagði af stað frá Reykjavík með Esjunni vestur á Patreksfjörð til að dvelja um tíma hjá sameiginlegri ömmu okkar og afa. Til gamans má geta að flest börnin á Patró töldu hann afa okkar líka sinn afa og svo sem ekkert skrítið enda var eftir tals- verðu að slægjast. Afi afgreiddi nefnilega í einu sjoppunni í pláss- inu, Kaupfélagssjoppunni, og þar fengust 5 aura kúlur alla vega á litinn sem afi var óspar að gauka að smáum verum. Einn vormorg- uninn stóð kotroskinn drengur fyrir framan afa og spurði, ábyggilega mannalega: „Heyrðu, geturðu sagt mér hvar afi minn og amma eiga heima, þau heita Sigurrós og Þórarinn?“ Við erum þess fullvissar að með vasann fullan af 5 aura kúlum rölti frændi okkar með afa heim til ömmu enda þótt sá endir fylgi ekki sögunni. Þegar við tvær eldri systurnar förum suður varð bernskuheimili Más frænda, Barmahlíð 28, fast- ur viðkomustaður okkar. Sagt er að þar sem er hjartarúm sé ávallt rúm fyrir alla og það sannaðist vel hjá húsráðendum, móður- bróður okkar og konu hans. Gunnar frændi var skipstjóri og þegar í land var komið var oft líf og fjör þegar spilað var í innri stofunni. En utanumhald á barn- mörgu heimilinu sáu þær um systurnar, Lilja, eiginkona frænda, og Día sem var Má eins og besta móðir. Minningarnar streyma fram hjá okkur systrum: Már dansandi Charleston eins og enginn væri morgundagurinn á árshátíð Hjúkrunarskóla Íslands í Súlna- sal, alltaf flottasti kavalerinn. Fjörið og galsinn á Laugavegi 65 þar sem Gunni og Lilja bjuggu eftir að börnin voru flutt að heim- an. Barnaafmælin þegar frænd- systkinin voru búin að festa ráð sitt og alvara lífsins tók við. Þorrablótin sem við héldum hvert hjá öðru og Már fór á flug í hvers kyns undirbúinni dagskrá eða óvæntum uppákomum – og reyndar við öll í ærslagangi! Már B. Gunnarsson
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.