Morgunblaðið - 12.11.2020, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 12.11.2020, Blaðsíða 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu enga áhættu að sinni. Sýndu samt þolinmæði, því öðruvísi getið þið ekki vitað, hvað hver er að sýsla í sínu horni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú býrð yfir orkunni og einbeiting- unni til að vinna nákvæmnisverk í dag, og jafnvel til að leysa leiðinleg verk af hendi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að ljúka verkefni en hafðu áhyggjur af því seinna. Mundu að orða allt á sem einfaldastan hátt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leitaðu ánægjunnar í öllum hlut- um, líka þeim litlu sem virðast ekki hafa upp á margt að bjóða. Reyndu að ná betri tökum á skapi þínu, þannig að það hlaupi ekki með þig í gönur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er sjálfsagt fyrir þig að nota ímyndunaraflið og koma vinum og vanda- mönnum á óvart með skemmtilegum uppátækjum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það væri ekki vitlaust að blanda geði við nýtt fólk og víkka sjóndeild- arhringinn. Notaðu þá kollinn vel en komdu svo með uppástungur beint frá hjartanu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki láta hugfallast þó að hindranir séu til staðar í vinnunni. Reyndu að sýna samstarfsmönnum þínum þolinmæði þótt þeir vinni allt of hægt fyrir þinn smekk. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Allir þurfa að eiga sér und- ankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlíf- inu. Börn, líkt og ástin, eiga það til að laumast á brott þegar síst varir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt vera stoltur af verk- um þínum, en betri er innri ánægja en bægslagangur út á við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er í góðu lagi að gefa öðr- um ráð svo framarlega að þú lesir þeim ekki pistilinn því það er ekki á þínu valdi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þegar til lengri tíma er litið skapa náin sambönd, vinátta og umfram allt fjölskyldan, trausta uppsprettu ánægju í lífi okkar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur verið gagnlegt að grípa til gamansagna þegar létta þarf andrúms- loftið. Mundu að allir eru dæmdir af verk- um sínum. sem veiddist yfir veturinn í harð- fiskvinnsluna, en seldum líka afla í aðra fiskvinnslu á Flateyri og á Fisk- markað. Blossi ÍS 125 var líka gerð- ur út á handfæri nokkur sumur og eins var hann gerður út sem ferða- þjónustubátur á sjóstangveiðar á sumrin. „Eftir að Blossi ÍS 125 kom var mikið auðveldara að fá fisk, þá sér- staklega góðan línufisk til að verka úr harðfiskinn. Hjallþurrkaður línu- fiskur er vistvæn afurð og var harð- fiskurinn okkar skráður hjá Slow G uðrún Pálsdóttir fæddist á Flateyri 12. nóvember 1950 og ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu og þremur systkinum móður sinnar á Sæbóli 3 á Ingjaldssandi. Þegar Guðrún er átta ára flytja móðir hennar, Jónína, og stjúpi, Pétur Þorkelsson, til Flat- eyrar og þá fer hún að vera bæði í sveitinni og á Flateyri. Guðrún ólst upp við bátamenningu, en frændur hennar bæði smíðuðu og gerðu við báta og yfir vetrarmánuðina var veg- urinn yfir Sandsheiði oftast lokaður og þá voru bátarnir einu samgöngu- tækin. Guðrún minnist þess að það hafi alltaf verið líf og fjör á Sæbóli, mikil gestrisni og margir að koma að láta gera við tæki og báta á við- gerðaverkstæðinu á bænum. „Ég held að kveikjan að þessum áhuga mínum á bátum hafi verið að ég man eftir mér fara allt á bátum sem krakki.“ Guðrún og Einar maður hennar hafa búið allan sinn búskap á Flat- eyri. „Ég vann í frystihúsinu, bæði í fiskinum og mötuneytinu, og beitn- ingu á bátum hér á Flateyri. Við Ein- ar kaupum okkar fyrsta bát árið 1980, Má ÍS 242, sem var opinn tré- bátur sem við gerðum út á handfæri og líka á grásleppuveiðar.“ Hjónin voru líka með grásleppuverkun þar sem þau verkuðu hrognin og fiskinn. „Ég fór stundum á sjó með Einari á Má þegar verið var á grásleppuveið- um en það voru alltaf tveir um borð. Síðan tóku synirnir við á sjónum, Kristján og Birkir.“ Árið 1996 stofnuðu hjónin harð- fiskverkunina Fiskverkun E.G. og verkuðu þurrkaðan fisk sem var hengdur úti í hjalli. Þau keyptu fisk af bátunum á Flateyri og af Fisk- markaði til að vinna úr harðfisk. Þar lögðu allir í fjölskyldunni sitt af mörkum. „Árið 1999 látum við smíða fyrir okkur bát, Blossa ÍS 125, sem er Gáski 960D og þá kemur Birkir, sonur okkar, með okkur í útgerðina og við stofnuðum saman útgerð- arfélagið Hlunna ehf.“ Sonur þeirra Birkir varð skipstjóri á Blossa ÍS 125 og var hann gerður út á landbeitta línu og við tókum hluta af aflanum food og var það mikil viðurkenning og gaman og fróðlegt að fara til Ítal- íu og kynnast þessum samtökum,“ segir Guðrún. „Ég hef séð um það sem snýr að þessum rekstri okkar, allt varðandi skrifstofuvinnuna bæði fyrir Fisk- verkun EG og Hlunna ehf.,“ segir Guðrún, en hún hefur í gegnum tíð- ina einnig tekið þátt í öllum þáttum útgerðarinnar, beitt línu, verkað fiskinn og verið á sjó. Oft eina konan. Guðrún segir að það hafi gengið vel hjá þeim og segist alltaf hafa verið einstaklega heppin með fólk í vinnu. Börn þeirra Einars bera vestfirsku genunum gott vitni og eru harð- dugleg eins og foreldrarnir. Árið 2014 lét útgerðin smíða nýjan bát sem fær líka nafnið Blossi ÍS 225, en hann er af gerðinni Seigur og smíð- aður á Akureyri. Þá fékk gamli Blossi nafnið Már ÍS 125. „Nýi Blossi var gerður út á línu og handfæri og hefur Steinunn dóttir okkar mikið verið á sjó, með bróður sínum Birki, á báðum bátunum. Kristján, elsti sonur okkar, á bátinn Hring ÍS 305 sem er gerður út á handfæri og kemur þá vestur en hann býr í Reykjavík með fjölskyldu sinni. Már ÍS 125 var seldur árið 2019 og nýi Blossi ÍS 225 eyðilagðist í höfninni á Flateyri þegar sjóflóð féll á höfnina 14. janúar 2020 og eyði- lagði sex báta. Við vorum ekki með rekstrarstöðvunartryggingu og allir misstu vinnuna, þannig að þetta var rosalegt áfall fyrir bæði okkur og kjaftshögg fyrir samfélagið hérna á Flateyri,“ segir Guðrún, en í kjölfar- ið hættu þau með reksturinn. „Ég á félagið Hús og fólk með frænku minni, Jóhönnu Kristjáns- dóttur, og er markmið félagsins fyrst og fremst að safna áhugaverðum upplýsingum um Flateyri og Önund- arfjörð og miðla til þeirra sem sækja þorpið heim. Nú erum við að vinna að því að gera þessar upplýsingar að- gengilegar í gegnum síma-app.“ Guðrún hefur verið mikið í félags- málum samfara rekstrinum og hefur starfað mikið með Eldingu, svæðis- samtökum smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum. „Þar er ég oft bara eina konan með körl- Guðrún Pálsdóttir útgerðarkona á Flateyri – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri: María, Birkir eigandi og skipstjóri, Guðrún, Einar og Steinunn, þegar draumabáturinn , nýi Blossi ÍS225, var keyptur árið 2014. Kona sem gengur í öll störf Útgerðin Nýi Blossi ÍS225 og Már ÍS125 á siglingu í Önundarfirðinum. Már ÍS 242 Fyrsti bátur Guðrúnar og Einars var opinn trébátur. Á sjó Guðrún hér hress og kát á grásleppuveiðum með Einari. Til hamingju með daginn 50 ára Ágúst ólst upp í Mosfellsbænum frá 3ja ára aldri og bjó þar í 20 ár. Ágúst er málarameistari og á fyrirtækið ÁG málun í Kópavogi. Helstu áhugamálin eru skot- veiði, stangaveiði og golf. Síðan eru ferðalög vinsæl og hann á annað heimili á Spáni. Maki: Ágústa Einarsdóttir, f. 1972, vinnur hjá Icelandair. Börn: Ingibjörg Sif, f. 1994, Rebekka Rut, f. 2005, Stefán, f. 1993, Rakel, f. 2000, og Erla Björk, f. 1987. Foreldrar: Ingimunda Þórunn Lofts- dóttir, f. 1940, og Jón Garðar Ágústsson, f. 1941, flugstjóri. Þau búa í Mosfellsbæ. Ágúst Garðarsson 30 ára Tjörvi fæddist á Akranesi og hefur búið þar og í Reykjavík og fimm ár í Englandi. Tjörvi er fram- kvæmdastjóri hjá Ice Medica, sem sinnir heilbrigðismark- aðnum. Helstu áhugamál Tjörva eru mik- ið til vinnan og nýsköpun, en einnig hefur hann áhuga á fótbolta, bílum og hjólreið- um og svo hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum. Maki: Ingunn Grétarsdóttir, f. 1990, vinnur hjá Iceland Travel. Foreldrar: Hrönn Jónsdóttir, f. 1960, for- stöðumaður hjá Landsbankanum í Reykjavík, og Guðjón Þórðarson, f. 1955, knattspyrnuþjálfari Víkings í Ólafsvík. Tjörvi Guðjónsson Reykjavík Rafnar Freyr Fannarsson fæddist 12. nóvember 2019 kl. 23.47 og er því eins árs í dag. Hann vó 3.170 g og var 49 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Fannar Freyr Markús- son og Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir. Nýr borgari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.