Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 58

Morgunblaðið - 12.11.2020, Page 58
58 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Taktu enga áhættu að sinni. Sýndu samt þolinmæði, því öðruvísi getið þið ekki vitað, hvað hver er að sýsla í sínu horni. 20. apríl - 20. maí  Naut Þú býrð yfir orkunni og einbeiting- unni til að vinna nákvæmnisverk í dag, og jafnvel til að leysa leiðinleg verk af hendi. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að ljúka verkefni en hafðu áhyggjur af því seinna. Mundu að orða allt á sem einfaldastan hátt. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Leitaðu ánægjunnar í öllum hlut- um, líka þeim litlu sem virðast ekki hafa upp á margt að bjóða. Reyndu að ná betri tökum á skapi þínu, þannig að það hlaupi ekki með þig í gönur. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Það er sjálfsagt fyrir þig að nota ímyndunaraflið og koma vinum og vanda- mönnum á óvart með skemmtilegum uppátækjum. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Það væri ekki vitlaust að blanda geði við nýtt fólk og víkka sjóndeild- arhringinn. Notaðu þá kollinn vel en komdu svo með uppástungur beint frá hjartanu. 23. sept. - 22. okt.  Vog Ekki láta hugfallast þó að hindranir séu til staðar í vinnunni. Reyndu að sýna samstarfsmönnum þínum þolinmæði þótt þeir vinni allt of hægt fyrir þinn smekk. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Allir þurfa að eiga sér und- ankomuleið, hvernig sem viðrar í mannlíf- inu. Börn, líkt og ástin, eiga það til að laumast á brott þegar síst varir. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú mátt vera stoltur af verk- um þínum, en betri er innri ánægja en bægslagangur út á við. 22. des. - 19. janúar Steingeit Það er í góðu lagi að gefa öðr- um ráð svo framarlega að þú lesir þeim ekki pistilinn því það er ekki á þínu valdi. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þegar til lengri tíma er litið skapa náin sambönd, vinátta og umfram allt fjölskyldan, trausta uppsprettu ánægju í lífi okkar. 19. feb. - 20. mars Fiskar Það getur verið gagnlegt að grípa til gamansagna þegar létta þarf andrúms- loftið. Mundu að allir eru dæmdir af verk- um sínum. sem veiddist yfir veturinn í harð- fiskvinnsluna, en seldum líka afla í aðra fiskvinnslu á Flateyri og á Fisk- markað. Blossi ÍS 125 var líka gerð- ur út á handfæri nokkur sumur og eins var hann gerður út sem ferða- þjónustubátur á sjóstangveiðar á sumrin. „Eftir að Blossi ÍS 125 kom var mikið auðveldara að fá fisk, þá sér- staklega góðan línufisk til að verka úr harðfiskinn. Hjallþurrkaður línu- fiskur er vistvæn afurð og var harð- fiskurinn okkar skráður hjá Slow G uðrún Pálsdóttir fæddist á Flateyri 12. nóvember 1950 og ólst upp hjá móðurafa sínum og ömmu og þremur systkinum móður sinnar á Sæbóli 3 á Ingjaldssandi. Þegar Guðrún er átta ára flytja móðir hennar, Jónína, og stjúpi, Pétur Þorkelsson, til Flat- eyrar og þá fer hún að vera bæði í sveitinni og á Flateyri. Guðrún ólst upp við bátamenningu, en frændur hennar bæði smíðuðu og gerðu við báta og yfir vetrarmánuðina var veg- urinn yfir Sandsheiði oftast lokaður og þá voru bátarnir einu samgöngu- tækin. Guðrún minnist þess að það hafi alltaf verið líf og fjör á Sæbóli, mikil gestrisni og margir að koma að láta gera við tæki og báta á við- gerðaverkstæðinu á bænum. „Ég held að kveikjan að þessum áhuga mínum á bátum hafi verið að ég man eftir mér fara allt á bátum sem krakki.“ Guðrún og Einar maður hennar hafa búið allan sinn búskap á Flat- eyri. „Ég vann í frystihúsinu, bæði í fiskinum og mötuneytinu, og beitn- ingu á bátum hér á Flateyri. Við Ein- ar kaupum okkar fyrsta bát árið 1980, Má ÍS 242, sem var opinn tré- bátur sem við gerðum út á handfæri og líka á grásleppuveiðar.“ Hjónin voru líka með grásleppuverkun þar sem þau verkuðu hrognin og fiskinn. „Ég fór stundum á sjó með Einari á Má þegar verið var á grásleppuveið- um en það voru alltaf tveir um borð. Síðan tóku synirnir við á sjónum, Kristján og Birkir.“ Árið 1996 stofnuðu hjónin harð- fiskverkunina Fiskverkun E.G. og verkuðu þurrkaðan fisk sem var hengdur úti í hjalli. Þau keyptu fisk af bátunum á Flateyri og af Fisk- markaði til að vinna úr harðfisk. Þar lögðu allir í fjölskyldunni sitt af mörkum. „Árið 1999 látum við smíða fyrir okkur bát, Blossa ÍS 125, sem er Gáski 960D og þá kemur Birkir, sonur okkar, með okkur í útgerðina og við stofnuðum saman útgerð- arfélagið Hlunna ehf.“ Sonur þeirra Birkir varð skipstjóri á Blossa ÍS 125 og var hann gerður út á landbeitta línu og við tókum hluta af aflanum food og var það mikil viðurkenning og gaman og fróðlegt að fara til Ítal- íu og kynnast þessum samtökum,“ segir Guðrún. „Ég hef séð um það sem snýr að þessum rekstri okkar, allt varðandi skrifstofuvinnuna bæði fyrir Fisk- verkun EG og Hlunna ehf.,“ segir Guðrún, en hún hefur í gegnum tíð- ina einnig tekið þátt í öllum þáttum útgerðarinnar, beitt línu, verkað fiskinn og verið á sjó. Oft eina konan. Guðrún segir að það hafi gengið vel hjá þeim og segist alltaf hafa verið einstaklega heppin með fólk í vinnu. Börn þeirra Einars bera vestfirsku genunum gott vitni og eru harð- dugleg eins og foreldrarnir. Árið 2014 lét útgerðin smíða nýjan bát sem fær líka nafnið Blossi ÍS 225, en hann er af gerðinni Seigur og smíð- aður á Akureyri. Þá fékk gamli Blossi nafnið Már ÍS 125. „Nýi Blossi var gerður út á línu og handfæri og hefur Steinunn dóttir okkar mikið verið á sjó, með bróður sínum Birki, á báðum bátunum. Kristján, elsti sonur okkar, á bátinn Hring ÍS 305 sem er gerður út á handfæri og kemur þá vestur en hann býr í Reykjavík með fjölskyldu sinni. Már ÍS 125 var seldur árið 2019 og nýi Blossi ÍS 225 eyðilagðist í höfninni á Flateyri þegar sjóflóð féll á höfnina 14. janúar 2020 og eyði- lagði sex báta. Við vorum ekki með rekstrarstöðvunartryggingu og allir misstu vinnuna, þannig að þetta var rosalegt áfall fyrir bæði okkur og kjaftshögg fyrir samfélagið hérna á Flateyri,“ segir Guðrún, en í kjölfar- ið hættu þau með reksturinn. „Ég á félagið Hús og fólk með frænku minni, Jóhönnu Kristjáns- dóttur, og er markmið félagsins fyrst og fremst að safna áhugaverðum upplýsingum um Flateyri og Önund- arfjörð og miðla til þeirra sem sækja þorpið heim. Nú erum við að vinna að því að gera þessar upplýsingar að- gengilegar í gegnum síma-app.“ Guðrún hefur verið mikið í félags- málum samfara rekstrinum og hefur starfað mikið með Eldingu, svæðis- samtökum smábátaeigenda á norðanverðum Vestfjörðum. „Þar er ég oft bara eina konan með körl- Guðrún Pálsdóttir útgerðarkona á Flateyri – 70 ára Fjölskyldan Frá vinstri: María, Birkir eigandi og skipstjóri, Guðrún, Einar og Steinunn, þegar draumabáturinn , nýi Blossi ÍS225, var keyptur árið 2014. Kona sem gengur í öll störf Útgerðin Nýi Blossi ÍS225 og Már ÍS125 á siglingu í Önundarfirðinum. Már ÍS 242 Fyrsti bátur Guðrúnar og Einars var opinn trébátur. Á sjó Guðrún hér hress og kát á grásleppuveiðum með Einari. Til hamingju með daginn 50 ára Ágúst ólst upp í Mosfellsbænum frá 3ja ára aldri og bjó þar í 20 ár. Ágúst er málarameistari og á fyrirtækið ÁG málun í Kópavogi. Helstu áhugamálin eru skot- veiði, stangaveiði og golf. Síðan eru ferðalög vinsæl og hann á annað heimili á Spáni. Maki: Ágústa Einarsdóttir, f. 1972, vinnur hjá Icelandair. Börn: Ingibjörg Sif, f. 1994, Rebekka Rut, f. 2005, Stefán, f. 1993, Rakel, f. 2000, og Erla Björk, f. 1987. Foreldrar: Ingimunda Þórunn Lofts- dóttir, f. 1940, og Jón Garðar Ágústsson, f. 1941, flugstjóri. Þau búa í Mosfellsbæ. Ágúst Garðarsson 30 ára Tjörvi fæddist á Akranesi og hefur búið þar og í Reykjavík og fimm ár í Englandi. Tjörvi er fram- kvæmdastjóri hjá Ice Medica, sem sinnir heilbrigðismark- aðnum. Helstu áhugamál Tjörva eru mik- ið til vinnan og nýsköpun, en einnig hefur hann áhuga á fótbolta, bílum og hjólreið- um og svo hefur hann mikinn áhuga á stjórnmálum. Maki: Ingunn Grétarsdóttir, f. 1990, vinnur hjá Iceland Travel. Foreldrar: Hrönn Jónsdóttir, f. 1960, for- stöðumaður hjá Landsbankanum í Reykjavík, og Guðjón Þórðarson, f. 1955, knattspyrnuþjálfari Víkings í Ólafsvík. Tjörvi Guðjónsson Reykjavík Rafnar Freyr Fannarsson fæddist 12. nóvember 2019 kl. 23.47 og er því eins árs í dag. Hann vó 3.170 g og var 49 cm lang- ur. Foreldrar hans eru Fannar Freyr Markús- son og Rannveig Lára Sigurbjörnsdóttir. Nýr borgari

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.