Morgunblaðið - 12.11.2020, Síða 66

Morgunblaðið - 12.11.2020, Síða 66
66 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 2020 GÆÐI – ÞEKKING – ÞJÓNUSTA Ertu klár fyrir veturinn? Við hreinsum úlpur, dúnúlpur, kápur og frakka 20% afsláttur af yfirhöfnum gildir til 21. nóv. 14. öld. Hilmar segir í samtali við blaðamann að þessi texti hafi alla tíð verið óttalegt vandræðabarn. „Hann kemur inn í nokkur handrit á 17. og 18. öld og margir voru á því að þetta væri ævafornt kvæði. Það er til í alla vega 23 pappírs- handritum seinni tíma og nokkrar útgáfur af því,“ segir Hilmar. Hann segir kvæðið umdeilt og svo virðist sem upphafið vanti í það. „Sumum fannst eins og þetta væri kannski inngangur að Völuspá,“ segir Hilm- ar. Um miðja 19. öld hafi norski fræðimaðurinn Sophus Bugge full- yrt að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld og ætti að fara út úr eddu- bókunum en í grein í Lesbók Morg- unblaðsins frá 27. apríl 2002 kemur fram að íslenskir fræðimenn, með doktor Jónas Kristjánsson í far- arbroddi, hafi hrakið aldursgrein- ingu Bugges með textafræðilegum og málfræðilegum rannsóknum á kvæðinu og Jónas jafnvel talað um að hér væri nýtt eddukvæði á ferð- inni. „Þetta er ungt kvæði en sá sem skrifaði það hefur verið mjög vel að sér í edduháttum og eddu- fræðum, þetta er gert af augljósri þekkingu,“ segir Hilmar. Heillaður af galdrinum Hilmar segist lengi hafa verið heillaður af kvæðinu og viljað vinna eitthvað út frá því. „Það er líka svo ótrúlega myndrænt, textinn er ótrúlega vel uppsettur, allt er að hníga, allt er að falla, allt er að fara úr slæmu ástandi yfir í verra. Það eru magnaðar myndir í þessu kvæði,“ segir Hilmar. Kvæðið skilji lesandann eftir í lausu lofti, engin endalok þó hlutirnir versni í sífellu. Heilmdallur tekur undir lokin upp hornið og verið getur að hann sé að blása til orrustu eða vara guðina við, segir Hilmar. „Þetta endar á svona „cliffhanger“,“ segir Hilmar en kvæðið er stutt, 28 erindi. En hversu langt er þá tónverkið? 72 mínútur, svarar Hilmar. „Við er- um með instrumental kafla og líka ákveðnar endurtekningar og upp- byggingu, við gáfum okkur mjög góðan tíma í að birta kvæðið,“ segir hann um tónverkið. Leið alltaf vel Hilmar er spurður að því hvernig tónleikarnir í París séu í minning- unni. „Bara stórkostlegir, okkur leið alltaf mjög vel að flytja þetta verk,“ segir hann. Verkið var samið að beiðni Listahátíðar í Reykjavík árið 2002 og var fyrst flutt í Bar- bican í London, á hálfgerðri gen- eralprufu, að sögn Hilmars. Næst var það svo flutt á Listahátíð í Reykjavík og var þá fullmótað. Ári síðar, 2003, var það flutt í Þránd- heimi í Noregi. „Við vorum orðin ansi góð í að flytja það,“ rifjar Hilmar upp. Ætlunin hafi verið að flytja verkið líka í Japan en aldrei orðið af því. „Þetta var samvinnuverkefni, við komum öll að þessu,“ segir Hilmar og að samvinnan hafi gengið vel við Sigur Rós og Maríu Huld. „Þetta var „seamless“, það lögðu allir sitt af mörkum,“ segir hann um sam- starfið. Verkið hafi svo pússast til með endurteknum flutningi, í raun verið verk í vinnslu fyrsta árið. Hilmar segir lengi hafa staðið til að gefa út upptökuna frá París en eitt og annað staðið í vegi fyrir því. Í raun hafi hún verið tilbúin frá árinu 2005. „Þetta er bara æðislegt og við erum mjög ánægðir,“ segir Hilmar að lokum um útgáfuna. Þarf ekki að vera flókið Georg Holm, einn liðsmanna Sig- ur Rósar, segir hljómsveitina lengi hafa ætlað að gefa út upptökuna frá tónleikunum í París. „Þetta féll svolítið milli skips og bryggju hjá okkur, okkur fannst þetta merki- legt verk og við vorum allir mjög stoltir af þessu. Við vildum gera þessu góð skil, gera þetta flott,“ segir Georg, „en eins og okkur ein- um er lagið, líkt og þegar við gerð- um Heima og Inni, þá erum við aldrei ánægðir alveg strax og það tekur alltaf rosalegan tíma að átta sig á því hvað við viljum fá út úr þessu.“ Georg segir Sigur Rós hafa verið að vandræðast með þetta tiltekna verkefni í mörg ár í leit að vinkli og upptakan hafi fyrir vikið beðið út- gáfu í öll þessi ár. „Þetta var rosa- lega vel mixað hjá Kjartani og Hilmari,“ segir Georg og vísar þar til vinnu sem þeir lögðust í árið 2005, „og við hugsuðum með okkur hvort ekki væri kominn tími til að hleypa þessu út. Það eru kannski þrjú ár síðan við settumst niður og ákváðum fyrir alvöru að þetta ætti að koma út núna. Við hugsuðum nokkra vinkla á því hvernig þetta ætti að koma út og það komu upp alls konar hugmyndir um hvernig við vildum gefa þetta út. Það má eiginlega segja að við séum búnir að flækja þetta verkefni fyrir okkur í alltof mörg ár. Þetta þarf ekkert að vera flókið.“ Á endanum var því ákveðið að gefa út plötu. Georg segir Hrafnagaldur rosa- lega flókið tónverk. „Það er verið að sauma saman mörg element, þarna ertu með sinfóníuhljómsveit, kór og rokksveit, steinahörpuna og Hilmar Örn tónskáld, Steindór Andersen og svo elektrónísk ele- ment þannig að þetta varð rosalega mikil samsuða úr mörgum heimum og það var erfitt að fá þetta allt til að ganga í takt. Þessir heimar rek- ast svolítið á,“ segir Georg. Tölvu- trommur henti ekki endilega sin- fóníuhljómsveit sem sé meira flæðandi en trommurnar. Leikur og tilraunamennska – Þetta hefur verið mikil til- raunamennska? „Já, þetta var mikil tilrauna- mennska og við vorum líka með frjálsar hendur og vorum bara að leika okkur og gera einhverja vit- leysu sem var ógeðslega gaman,“ svarar Georg og segir Hrafnagald- ur Óðins ólíkan öðru sem hljóm- sveitin hafi gert. Hún hafi þó alltaf reynt að nálgast tónlistina á nýjan hátt í öllum sínum verkum. „Við er- um alltaf að reyna að finna upp hjólið upp á nýtt þótt maður auðvit- að geri það ekki en maður getur alltaf fundið nýjan vinkil á það hvernig hjólið á að líta út,“ segir Georg. Platan Hrafnagaldur Óðins verð- ur eigulegur gripur, líkt og önnur verk Sigur Rósar, alvöru vínil- útgáfa og þá þungur og góður vín- yll, að sögn Georgs, og myndlistin og hönnunin vönduð. „Það skiptir miklu máli hvernig þú presenterar hlutinn,“ bendir Georg á en grip- inn, líkt og önnur verk og vörur Sigur Rósar, má kaupa á vefsíðu hljómsveitarinnar, sigurros.com. Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Í París Hrafnagaldur Óðins fékk frábærar viðtökur í París haustið 2004 þar sem verkið var flutt sem hluti af ís- lenskri menningarkynningu þar í borg. Flytjendum og stjórnandanum Árna Harðarsyni var fagnað ákaft. Gleði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þáverandi menntamálaráðherra, og Thor Vilhjálmsson rithöfundur fögnuðu Orra Páli Dýrasyni, trommuleikara Sigur Rósar, að loknum flutningi á Hrafnagaldri Óðins í París. Samsuða margra heima  Tónverkið Hrafnagaldur Óðins kemur loksins út í heild sinni á plötu, rúmum 18 árum eftir að það var frumflutt  Upptaka af tónleikum Sigur Rósar, Hilmars Arnar og fleiri í París árið 2004 VIÐTAL Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Hrafnagaldur Óðins, samstarfs- verkefni Sigur Rósar, tónskáldsins og allsherjargoðans Hilmars Arnar Hilmarssonar og kvæðamannsins Steindórs Andersen, kemur loksins út á plötu 4. desember á vegum Krunk, útgáfufyrirtækis Sigur Rós- ar, í gegnum Warner Classics. Verkið nefnist á ensku Odin’s Ra- ven Magic og var samið árið 2002 en á plötunni verður upptaka af flutningi á því í La Grande Halle de la Villette í París árið 2004, á tónleikum sem vöktu mikla at- hygli á sínum tíma. Verkið flutti Sigur Rós með Hilmari, Schola cantorum og hljómsveitinni L’Orchestre des Laureats du Con- servatoire national de Paris. Vandræðabarn Útsetningar á verkinu fyrir kór og sinfóníuhljómsveit voru að mestu í höndum Kjartans Sveins- sonar, fyrrverandi liðsmanns Sigur Rósar, og Maríu Huldar Markan Sigfúsdóttur og steinharpa lista- mannsins Páls Guðmundssonar frá Húsafelli gegndi einnig lykilhlut- verki í verkinu sem varð til út frá áhuga Hilmars á kafla úr eddu- kvæðunum, Hrafnagaldri Óðins. Kaflinn eða kvæðið dregur nafn sitt af hröfnum Óðins sem flugu um all- an heim að degi til og færðu hús- bónda sínum fréttir að kveldi dags. Fjallar kvæðið um mikla veislu sem haldin var af guðunum í Valhöll en á meðan á veisluhöldunum stendur eru blikur á lofti úti fyrir sem geta táknað endalok guða og manna, eins og því er lýst í tilkynningu. Árið 1867 var talið að kvæðið væri tilbúningur frá 17. öld en árið 2002 staðfestu fræðimenn það aftur sem opinbera viðbót við eddukvæðin frá

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.