Morgunblaðið - 12.11.2020, Blaðsíða 72
Frí heimsending
á höfuðborgarsvæðinu
ef verslað er fyrir
5.000 kr. eða meira
ILVA Korputorgi, s: 522 4500 - www.ILVA.is
mánudaga - sunnudaga 12-18
20-25%
Sparadu-
af borðstofu-
húsgögnum
6. - 23. nóvember
20%
Sparadu-
af borðbúnaði
20%
Sparadu-
af jólavörum
Listamannahópurinn Sunday Seven mun senda út
gjörningadagskrá í streymi annað kvöld, föstudags-
kvöld. Dagskráin hefst kl. 20 og stendur í á þriðju
klukkustund. Listamennirnir sem fram koma, og í þess-
ari röð, eru þau Styrmir Örn Guðmundsson og Agata
Mickiewicz, Ásta Fanney Sigurðardóttir, Magnús Logi
Kristinsson, Snorri Ásmundsson, Sigtryggur Berg Sig-
marsson, Ingibjörg Magnadóttir og Darri Lorenzen.
Streymt verður á vef Artzine.is og á viðburðasíðu hóps-
ins: „Sunday 7 live on Friday the 13th“.
Hópur listamanna með gjörninga
í streymisdagskrá annað kvöld
FIMMTUDAGUR 12. NÓVEMBER 317. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
„Það sem ég hef lært af þessum leikmönnum er að þeir
eru ennþá hungraðir. Ef þú hefur þetta hungur þá skipt-
ir aldurinn engu máli,“ sagði vígreifur Erik Hamrén,
þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, á
blaðamannafundi í Búdapest í gær fyrir hreinan úrslita-
leik Íslands og Ungverjalands um sæti á EM næsta
sumar. Leikurinn fer fram á Púská Aréna klukkan 19:45
í kvöld. Karlalandslið þjóðanna mættust síðast á knatt-
spyrnuvellinum í lokakeppni EM í Frakklandi árið 2016
og gerðu þá 1:1-jafntefli. »60
Íslensku leikmennirnir hafa notið
velgengni en eru enn hungraðir
ÍÞRÓTTIR MENNING
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Hugur margra landsmanna er nú við þjóðarleikvang
Ungverjalands í Búdapest, en þar leika heimamenn og
Íslendingar í kvöld um sæti í Evrópukeppni landsliða í
fótbolta, sem til stendur að fari fram um víðan völl í álf-
unni næsta sumar. Völlurinn er nefndur eftir miðherj-
anum Ferenc Puskás, frægasta knattspyrnumanni
Ungverjalands. „Hann var aðalhetjan og mitt fyrsta
átrúnaðargoð í fótboltanum,“ segir Guðmundur Pét-
ursson, fyrrverandi landsliðsmarkvörður í KR.
Ungverjar voru á hátindi frægðar sinnar á sjötta
áratug liðinnar aldar. Þeir unnu til dæmis Englendinga
6:3 á Wembley 1953, fyrsta tap Englendinga á heima-
velli í 90 ár. Puskás skoraði tvö mörk í leiknum, sem
síðar gekk undir nafninu „leikur aldarinnar“. Ungverj-
ar endurtóku leikinn á heimavelli í maí 1954 og unnu þá
7:1 og aftur skoraði Puskás tvö mörk. Í heimsmeistara-
keppninni í Sviss skömmu síðar unnu þeir Þjóðverja 8:3
í riðlakeppninni en töpuðu 3:2 fyrir þeim í úrslitum eft-
ir að hafa komist í 2:0.
Áfall og tannbursti
„Ég hef haft áhuga á fótbolta frá því ég man eftir
mér og þegar ég var átta ára fylgdist ég með HM í
fyrsta sinn, fyrst og fremst í Mogganum,“ rifjar Guð-
mundur upp. „Puskás var fyrsta ofurhetjan sem ég
man eftir í fótbolta og það var mikið áfall fyrir mig og
fleiri í Mosfellssveit þegar Ungverjar töpuðu úrslita-
leiknum.“
Innrás Sovétríkjanna í Ungverjaland 1956 hafði eðli-
lega áhrif. Puskás sneri ekki heim eftir Evrópuleik með
Honvéd, var settur í bann og varð síðan lykilmaður hjá
Real Madríd á Spáni, en ný stjarna kom fram á sjónar-
sviðið á HM í Svíþjóð 1958, Edson Arantes do Nasci-
mento eða Pelé frá Brasilíu, „Svarta perlan“. „Puskás
hvarf úr dagblöðunum og í staðinn varð Péle helsta
hetjan,“ segir Guðmundur, sem var varaformaður
Knattspyrnusambands Íslands og formaður landsliðs-
nefndar 1990 til 1995. Sem slíkur tók hann ásamt Egg-
erti Magnússyni, þá formanni KSÍ, á móti Pelé sumarið
1991 og var með honum í þriggja daga heimsókn um
landið. „Það var auðvitað ævintýri að hitta besta knatt-
spyrnumann sögunnar og hann var auðmjúkur, elsku-
legur og þægilegur.“ Ferðataska snillingsins skilaði sér
ekki og gestgjafarnir voru miður sín en hann stappaði
stálinu í þá. „„Verið þið rólegir, þið berið ekki ábyrgð á
töskunni, en ef þið bjargið mér um tannbursta er ég
góður,“ sagði hann við okkur.“ Nokkrum árum síðar
voru Eggert og Guðmundur á fjölmennum fundi FIFA
vegna HM 1994. „Pelé kom sérstaklega til okkar og
heilsaði upp á okkur. Það þótti okkur vænt um.“
Gordon Banks, landsliðsmarkvörður Englands á HM
1966, var fyrirmynd Guðmundar í markinu. „Ekkert
var sjónvarpið en mér fannst hann besti markvörður í
heimi út frá því sem ég las og við rifjuðum það upp
þegar við hittumst fyrir Evrópuleik Stoke, þar sem ég
var eftirlitsmaður UEFA 2011.“
Puskás sneri aftur til Ungverjalands 1981 og var
landsliðsþjálfari 1993. Leiðir þeirra Guðmundar lágu
saman í Búdapest 1995, þegar Ungverjaland og Ísland
léku í undankeppni EM. „Þótt ég væri að verða fimm-
tugur var það stór stund að hitta hetjuna frá æsku-
árunum.“
Guðmundur er bjartsýnn fyrir leikinn í kvöld. „Eftir
frábæran sigur á Rúmenum spái ég sigri okkar manna.
Þessir strákar hafa gert svo mikið fyrir okkur, finnst
gaman að hittast, búa til skemmtilega stemningu og
njóta þess að spila fótbolta, en auðvitað getur allt gerst,
Ungverjar eru á heimavelli og hafa staðið sig vel að
undanförnu.“
Svarthvítu hetjurnar
Fyrsta átrúnaðargoðið Guðmundur Pétursson og stór-
stjarnan Puskás áttu góða stund saman í Búdapest.
Puskás og Pelé koma fyrst upp í huga Guðmundar
Péturssonar í tengslum við úrslitaleikinn í kvöld
Lausn „Ef þið bjargið mér um tannbursta er ég góður,“
sagði Pelé við Guðmund og Eggert Magnússon.