Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 4
Kórónu-
veirusmit
Heimild:
covid.is
Nýgengi innanlands
11. nóvember:
106,1 ný smit sl. 14 daga á 100.000 íbúa
472 eru með virkt
smit og í einangrun
992 einstaklingar eru í sóttkví
63 eru á sjúkrahúsi, þar af 3 á gjörgæslu
Nýgengi, landamæri: 10,6
18 ný inn an lands smit greindust 11. nóvember
25 einstaklingar eru látnir
Karitas Ríkharðsdóttir
karitas@mbl.is
Sviðsmyndir um þróun kórónuveiru-
faraldursins eru verða skýrari sam-
kvæmt nýju spálíkani sem birt var í
gær á vef Háskóla Íslands. Áfram er
gert ráð fyrir að smitum fækki jafnt
og þétt, þó breytingin frá fyrri spám
sé í raun ekki mikil.
Thor Aspelund, prófessor í líftöl-
fræði, segir við Morgunblaðið að út-
litið sé gott en það sé í raun óþægileg
staða þar sem Ísland sé algjör undan-
tekning á heimvísu, annars staðar er
vöxtur.
Enn er kórónuveiran í miklum
vexti á meginlandi Evrópu, mest í
Tékklandi, Lúxemborg, Belgíu og
Liechtenstein. Á Norðurlöndum er
veiran í mestum vexti í Svíþjóð.
Á miðvikudag fór tala látinna í
Bretlandi af völdum veirunnar yfir
50.000. Þá hækkar tala daglegra
smita stöðugt í Bandaríkjunum.
Thor segir að með fleiri smitum úti
í heimi aukist hætta á að smit sleppi í
gegnum tvöfalda skimunarkerfið við
íslensku landamærin. Mjög mikil-
vægt sé, nú þegar Íslendingar koma
heim fyrir jól úr námi eða lengri dvöl
erlendis, að virða heimkomusótt-
kvína.
Snýst allt um smitstuðulinn
Spálíkanið er birt á heimasíðunni
covid.hi.is og segir þar að grundvall-
aratriði sé að lækka smitstuðulinn
marktækt undir 1 og halda honum
þannig. „Ef smitstuðull fer yfir 1 er
til staðar ástand þar sem smit geta
auðveldlega blossað upp og þróað
faraldurinn í veldisvísisvöxt. Hertar
aðgerðir miða að því að lækka smit-
stuðulinn og hraðar en forsendur
okkar gera ráð fyrir,“ segir í pistli
sem fylgir spálíkaninu. Í því fyrra –
sem var birt í lok október – var smit-
stuðull utan sóttkvíar metinn 2,1 með
spábilið 0,8-4,4 og möguleiki á veldis-
vexti fyrir hendi.
Mat á smitstuðli stendur nú í 0,4 en
óvissubilið er stórt og efri mörk þess
setja smitstuðulinn rétt yfir 1.
„Tölfræðilíkön þurfa oft stórar töl-
ur eða stöðugar tölur og við höfum
hvorugt svo þetta ber að túlka var-
lega,“ segir Thor. „Smitum í heildina
hefur verið að fækka þó að það komi
smá kippir í þetta. Aftur eru 20 smit,
plús mínus, það er há tala. Það er
ekkert öruggt og smitin þurfa að fara
eitthvað almennilega niður svo að
maður geti verið rólegur með þetta.“
Thor segir árangur takmarkana
vera heldur meiri en gert var ráð fyr-
ir í fyrra líkani. Enn sé möguleiki á
því að smitstuðull verði markvisst
undir 1 fyrir upphaf aðventu.
20 ný veirusmit á
dag eru of mörg
Nýtt spálíkan skýrir myndina Thor er ekki rólegur
Morgunblaðið/Eggert
Skólastarf Grímurnar eru þarfaþing en þreytandi að bera til lengdar.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020
Smiðjuvegur 68, Kópavogi | S. 587 1350 | bifreidaverkstaedi.is
Höfum sérhæft okkur í Toyota viðgerðum síðan 1995
Fljót, örugg og persónuleg þjónusta
Allar almennar bílaviðgerðir
VERIÐ
VELKOMIN Í
SJÓNMÆLINGU
Hamraborg 10, Kópavogi, sími 554 3200
Opið: Virka daga 9.30–18
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Raforkuvinnslu var hætt í Elliðaár-
stöðinni árið 2014. Síðan þá hefur Ár-
bæjarstíflan verið notuð með hags-
muni lífríkisins í huga, samkvæmt
upplýsingum frá Orkuveitu Reykja-
víkur (OR). Ákveðið var endanlega á
fundi hjá OR 8. september í haust að
tæma lónið með hagsmuni lífríkis Ell-
iðaánna í huga. Þetta var rekstrarleg
ákvörðun og því ekki borin undir
stjórn, samkvæmt upplýsingum frá
OR. Björn Gíslason borgarfulltrúi
hefur gert athugasemdir við tæm-
ingu lónsins og furðar sig á þeirri
ákvörðun eins og lesa mátti í Morg-
unblaðinu í gær.
Í minnisblaði Hafrannsóknastofn-
unar frá 28. október kemur m.a. fram
að með byggingu Árbæjarstíflu 1920-
1929 hafi lokast fyrir allar göngur
laxfiska upp árnar í sjö mánuði á ári.
Lax var fangaður í laxakistu og hann
fluttur á efra svæði árinnar þannig að
hann kæmist á hrygningarstöðv-
arnar.
Mælingar sem gerðar voru í vor við
reglulega tæmingu lónsins sýndu að
súrefnismagn vatnsins neðan við stífl-
una minnkaði mjög mikið vegna súr-
efnissnauðs vatns úr botni lónsins.
Um leið barst mikið grugg og set með
árvatninu úr lónbotninum.
OR óskaði eftir tillögum frá Haf-
rannsóknastofnun sem lagði fram
fjórar sviðsmyndir og raðaði þeim
eftir vænleika með tilliti til vatna-
lífríkis árinnar. Hagstæðustu kost-
irnir voru taldir annars vegar að fjar-
lægja stífluna og ganga frá svæðinu í
„upprunalegu“ ástandi eða hins vegar
að hafa allar lokur opnar árið um
kring og gera skarð í einn þröskuld-
inn Árbæjarmegin til að auðvelda
göngur fiska. Einnig kemur þar fram
að víða um heim sé lagt kapp á að
fjarlægja stíflur sem ekki eru lengur í
notkun og að endurheimta farvegi og
fyrra lífríki.
Tæming Árbæjarlónsins í haust fór
fram undir eftirliti Heilbrigðiseftirlits
Reykjavíkur. Það telur jákvætt og
æskilegt að færa Elliðaár nær nátt-
úrulegu ástandi og koma í veg fyrir
neikvæð áhrif losunar vatns úr lóninu
á vorin.
Er á náttúruminjaskrá
Náttúrufræðistofnun Íslands hefur
ekki veitt umsögn um þá ákvörðun
OR að tæma lónið við Árbæjarstífl-
una varanlega, að sögn Trausta Bald-
urssonar, forstöðumanns vistfræði-
og ráðgjafadeildar Náttúrufræði-
stofnunar Íslands (NÍ). Tölvupóstur
OR þann 12. október 2020 til NÍ með
ósk um mat á áhrifum tæmingar lóns-
ins á fuglalífið á andapollinum ofan
stíflunnar rataði ekki rétta boðleið og
hefur því ekki verið svarað. Það verð-
ur gert við fyrstu hentugleika, að
sögn Trausta.
Vatnasvið Elliðaánna, frá upp-
tökum í Elliðavatni til ósa, er á nátt-
úruminjaskrá. Trausti sagði að því
fylgi almennt minni vernd en væri
svæðið friðlýst. Árbæjarlónið er hluti
af svæðinu og nýtur hvorki meiri né
minni verndar en aðrir hlutar þess og
þarf að taka afstöðu til mála hverju
sinni. Vegna þess að gert er ráð fyrir
að tæming lónsins sé til frambúðar og
áhrifin varanleg þarf að leita um-
sagna Umhverfisstofnunar og Nátt-
úrufræðistofnunar Íslands um hana.
Umsagnir liggja ekki fyrir og því er
afstaða þessara stofnana til fram-
kvæmdarinnar ekki ljós.
Trausti benti á 37. grein laga um
náttúruvernd. Þar kemur m.a. fram
að skylt sé að afla framkvæmdaleyfis,
eða eftir atvikum byggingarleyfis,
vegna framkvæmda á svæðum á nátt-
úruminjaskrá sem valda röskun. Áð-
ur en slíkt leyfi er veitt á að leita um-
sagna Umhverfisstofnunar,
Náttúrufræðistofnunar Íslands og
viðkomandi náttúruverndarnefndar,
nema fyrir liggi staðfest aðalskipulag
og samþykkt deiliskipulag.
Stíflan tæmd í þágu lífríkisins
Árbæjarstíflan hefur lokið hlutverki sínu Lokaði fyrir göngur laxfiska Opnuð til frambúðar
Elliðaár á náttúruminjaskrá Leita þarf umsagna Umhverfisstofnunar og Náttúrufræðistofnunar
Morgunblaðið/Eggert
Elliðaár Leirugur botn þar sem lónið var áður er nú á þurru. Fuglafræðingur bendir á að tryggja þurfi að menn og
kettir komist ekki greiðlega í Blásteinshólma þar sem er varpland fugla þegar vatnsborðið lækkar ofan við stífluna.