Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 21
mos-brúsa og Allsorts-köku-
dunk. Útilegur og sumarbú-
staðaferðir. Fá að vera í bílnum
hjá Samma og Gógó, standa
milli sætanna og syngja hástöf-
um með þeim á meðan hossast
var eftir holóttum malarvegum
sem við kölluðum ferðalagavegi.
Gógó var miðpunkturinn í
fjölskyldunni. Eina systirin í
systkinahópnum. Heimili þeirra
Samma var aðalsamkomustað-
urinn. Alltaf var nóg pláss fyrir
alla þótt íbúðin væri ekki stór
enda hjartarýmið nægt og gest-
risnin engu lík. Sammi kom af
sjónum bókstaflega kortér fyrir
jól og þá mallaði jólakötturinn í
pottinum hjá Gógó, eftir því
sem Sammi sagði. Það stóðst á
endum að þegar hann kyngdi
kattarrófunni mættu bræður
Gógóar og mágkonur með börn-
in sín í kvöldkaffi og það var
spjallað og leikið fram á jóla-
nótt.
Gógó var grönn og nett, kvik
og léttstíg, lágróma með nota-
legan hlátur. Hún saumaði og
prjónaði föt á börnin sín og
annarra. Engin tók henni fram
í þrifum og hreinlæti, hvergi
blettur, hvergi rykkorn. Samt
gerði hún alltaf boð á undan sér
sem var frekar óþrifalegt. Það
helltist niður. Heima hjá okkur
var haft á orði ef eitthvað hellt-
ist niður að nú hlyti Gógó að
vera á leiðinni. Og það stóðst.
Kannski af því að hún kom oft í
heimsókn og á barnmörgu
heimili hellist stundum niður.
En við krakkarnir trúðum hinni
skýringunni.
Við systkinin vottum Hrönn,
Dittu, Báru og öllu fólkinu
þeirra okkar innilegustu samúð
og kveðjum elskulega frænku
okkar með þakklæti. Sjáustum
síðar Gógó.
Þorsteinn (Steini), Helga,
Anna og Sigurjón (Nonni).
Látin er Anna H. Sigurjóns-
dóttir, eða Anna hans Samma
eins og við kölluðum hana allt-
af. Þar er fallin frá góð og ljúf
kona sem alltaf tók okkur opn-
um örmum þegar við komum í
heimsókn. Þetta byrjaði hjá
okkur, þeim elstu, þegar Anna
og Sammi, Samúel Kristinn
Guðnason, fluttu á neðri hæðina
á Aðalgötu 3 á Suðureyri þar
sem þau bjuggu í tvö ár. Þá var
samgangur mikill á milli fjöl-
skyldnanna og oft glatt á hjalla.
Síðar þegar þau fluttu suður
hélst alltaf gott samband.
Við munum gönguferðirnar
yfir í Vatnadal á fallegum síð-
sumardögum. Deginum þá eytt
við Vatnið þar sem veiddur var
silungur og svo farið í berjamó.
Alltaf töfraði hún Anna fram
mikið og gott nesti í þessum
ferðum.
Við munum allar góðu mót-
tökurnar þegar við fórum suð-
ur. Í Ljósheimana og Fellsmúl-
ann var alltaf gott að koma og
vel tekið á móti okkur. Anna
skutlaði manni í öll þau erindi
sem voru ástæður ferðarinnar,
fyrst í „Fólksvagninum“ og svo
á Peugeot-bílunum sem þau
áttu ætíð síðan. Sammi var yf-
irleitt á sjónum og því var Anna
oftast í því hlutverkinu. Samt
fannst manni það nú svolítið
skrítið að hún skyldi keyra bíl í
Reykjavík, það voru nú ekki
margar konur sem við þekktum
sem gerðu það í þá tíð.
Alltaf vissi maður að velkom-
ið var að gista hjá þeim og enn
í dag geymist í minni okkar
gamla símanúmerið þeirra sem
oft var hringt í þegar á þurfti
að halda á þessum árum.
Við viljum þakka fyrir sam-
fylgdina, fyrir hlýjuna og svo
fyrir alla jólapakkana. Við
kveðjum góða konu með sökn-
uði og sendum dætrum hennar,
Hrönn, Dittu og Báru, og fjöl-
skyldum þeirra okkar dýpstu
samúðarkveðjur.
Fjölskyldan frá Aðalgötu 3
Suðureyri,
Guðni Albert Einarsson.
MINNINGAR 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020
✝ Gísli HelgiÁrnason fædd-
ist á Sauðárkróki
17. júní 1949.
Hann lést á heimili
sínu 1. nóvember
2020.
Foreldrar hans
voru Kristín Guð-
rún Eiríksdóttir, f.
8. apríl 1930, d. 2.
des. 1955, og Árni
Hólm Einarsson, f.
4. feb. 1925, d. 4. júlí 1990.
Systkini Gísla voru tvíbur-
arnir Ágúst og Einar, f. 30.
maí 1947, Hlynur, f. 10. júlí
1951, og Guðrún Margrét, f.
21. okt. 1954.
Árið 1967 giftist Gísli Önnu
Konráðsdóttur, f. 2. nóv. 1949
á Sauðárkróki. Foreldrar
hennar voru Sigríður Helga
Skúladóttir og Konráð Þor-
steinsson. Gísli og Anna
bjuggu öll sín búskaparár á
höfuðborgarsvæðinu. Börn
þeirra eru: 1) Kristín Helga, f.
29. mars 1970, maki Sebastian
Mikaelsson. Börn Kristínar
eru a) Arnór Gísli, f. 5. júní
1987. Sonur Jökull Tinni, f. 9.
jan. 2016. b) Daníel Þór, f. 20.
des. 1993. Sambýliskona Ást-
rós Ásgeirs. Þeirra sonur Val-
týr Þór, f. 13. júní 2019. c)
vann hann hjá Endurvinnsl-
unni ehf. við viðhald tækja.
Gísli kom töluvert að
félagsmálum um ævina. Sat í
stjórn Félags íslenskra kjöt-
iðnaðarmanna og var formað-
ur þess um hríð. Þá sat hann í
prófnefnd félagsins um nokk-
urra ára skeið.
Við stofnun Seljasóknar ár-
ið 1980 var hann kosinn fyrsti
formaður safnaðarnefndar og
gegndi hann því starfi í níu
ár. Gísli gekk til liðs við Kiw-
anishreyfinguna árið 1990
þegar kiwanisklúbburinn
Höfði var stofnaður. Hann
var mjög virkur í starfi hreyf-
ingarinnar og var meðal ann-
ars umdæmisstjóri Kiwanis-
umdæmisins Ísland –
Færeyjar starfsárið 2000-
2001.
Árið 2004 gekk Gísli í Odd-
fellowregluna en þar gegndi
hann mörgum trúnaðar-
störfum fyrir stúkuna sína
Gissur hvíta, meðal annars
sem yfirmeistari 2018-2020.
Vegna veikinda hætti Gísli
á vinnumarkaðnum fyrri
hluta árs 2019. Hann greind-
ist nokkru síðar með
MND-sjúkdóminn.
Útför Helga verður frá
Grafarvogskirkju í dag, 13.
nóvember 2020, klukkan 15.
Streymt verður frá útför-
inni:
https://vimeo.com/475660758
Virkan hlekk á slóð má
nálgast á:
https://www.mbl.is/andlat
Anna Karen, f. 19.
apríl 1999. Sam-
býlismaður Haf-
þór Júlíusson. 2)
Guðmundur Víðir,
f. 8. ágúst 1973.
Sambýliskona Ell-
en Elíasdóttir.
Sonur Guð-
mundar er Tómas
Bjarni, f. 30. maí
1993, dóttir Dalía
Mjöll, f. 19. mars
2018, sambýliskona Tómasar
Jarðþrúður Hulda Atladóttir,
dóttir hennar Alda, f. 2.5.
2017, og sonur þeirra Krist-
ófer Bjarmi, f. 10.10. 2020.
Dóttir Guðmundar Perla Dís,
f. 27. júní 2000, d. 22. sept.
2019. 3) Konráð Valur, f. 13.
mars 1979. Maki Sif Sveins-
dóttir. Sonur Sveinn Míó, f.
15. okt. 2013.
Gísli ólst upp í Skagafirð-
inum, en fluttist frá Sauð-
árkróki 1965 til Reykjavíkur
16 ára að aldri. Hann hóf þá
nám í kjötiðnaði hjá Kjöti og
grænmeti, sem var í eigu SÍS.
Eftir fjögurra ára nám starf-
aði hann hjá fyrirtækinu í 23
ár. Árið 1992 sneri Gísli baki
við kjötvinnslustörfum og hóf
störf við eigin verktaka-
rekstur. Síðustu starfsárin
Elsku pabbi minn, það er svo
erfitt að kveðja. Ég hélt að við
hefðum nokkrar vikur í viðbót
saman og færum jafnvel í sólina
um jólin, en almættið ákvað ann-
að.
Ég get ekki lýst því hvað ég
sakna þín mikið. Takk fyrir að
vera alltaf til staðar fyrir mig.
Með ást þinni kenndir þú mér að
elska,
með trausti þínu kenndir þú mér að
trúa,
með örlæti þínu kenndir þú mér að
gefa.
Þín dóttir,
Kristín (Kiddý).
Afi, mér þykir svo erfitt að
skrifa hér um þig og til þín. Það
er nú langt síðan en það það situr
enn svo fast í huga mér að fyrir
um 19 árum þegar ég vildi skrifa
um hann Valla afa þegar hann
féll, að það varst þú sem settist
niður með mér og aðstoðaðir.
Þú varst alltaf fyrstur að bjóða
fram hönd þína sama hver það
var.
Þetta lýsir þér svo vel, hjálp-
samur. Ég mun sakna þín svo
mikið afi.
Þú varst ekki bara afi minn, þú
varst langafi hans Tinna sem oft-
ar en einu sinni óskaði eftir að
hitta þig og ömmu.
Þú varst mér sem faðir, vinur,
yfirmaður, samstarfsmaður,
ferðafélagi um útlönd og lífið. Sú
manneskja sem ég leit einna
mest upp til.
Ég á óteljandi minningar með
þér og flestar ómetanlegar sem
ég mun minnast þangað til ég
kveð.
Það er svo margt sem ég lærði
af þér og er ævinlega þakklátur
fyrir að hafa haft þig við hlið mér
í þann tíma sem við fengum sam-
an.
Að tala við þig var svo gaman
á þeim stundum sem við eyddum
saman
þú varst svo góður, þú varst svo klár.
Æ, hvað þessi söknuður verður sár.
En eitt er þó víst
og það á við mig ekki síst
að ég mun sakna hans svo mikið, ég
sakna hans svo sárt
Hann var mér svo góður, það er klárt
En alltaf í huga mínum verður hann
afi minn góði sem ég ann
mæli hennar og stjórnaði hann
hátíðarfundi í tilefni afmælisins
af miklum virðuleik og yfivegun
og var ég hreykinn af honum og
stoltur að hafa fengið hann til liðs
við Oddfellow.
Gísli var gull af manni með
skemmtilegan húmor, ég á eftir
að sakna míns góða vinar og kveð
hann með þakklæti og virðingu
og það gera bræður í Gissuri
hvíta líka. Við Anna erum þakk-
lát fyrir heimsókn þeirra hjóna til
okkar í sumarbústaðinn í lok júní
og kaffiboðið hjá þeim stuttu áð-
ur en þau fóru til Spánar. Við
sendum Önnu og fjölskyldu og
hinum mörgu vinum Gísla sam-
úðarkveðjur.
Stefán R. Jónsson.
Það var sárt að fá símtal um að
Gísli vinur okkar og kiwanisfélagi
væri fallinn frá. Það var í apríl
1990 að ég fór út í Foldaskóla í
Grafarvogi á kynningarfund um
Kiwanis. Veit ekki af hverju ljós-
hærði gæinn á næsta borði vakti
athygli mína. Hann hlustaði
íbygginn á ræðumenn kvöldsins
og drap fingrunum á borðið,
spurði spurninga um Kiwanis,
sem mér datt ekki í hug sjálfum.
Þessi gæi hlaut að vinna í fé-
lagsmálum hugsaði ég, enda kom
það á daginn, búinn að starfa í
sóknarnefnd.
Kiwanisklúbburinn Höfði var
stofnaður þetta kvöld, Gísli gerð-
ur að fyrsta forseta og ég ritari
hans.
Mikill vinskapur skapaðist á
milli okkar hjóna og Gísla og
Önnu, sem varað hefur í 30 ár.
Gísli var mikill félagsmálamaður,
það var ótrúlegt hvað hann
komst yfir og tók sér fyrir hend-
ur og skilaði með sæmd. Smátt
og smátt urðum við nánir vinir í
gegn um Kiwanis. Eitt sinn er ég
fór í Gunnlaugsbúð í Grafarvogi
og nálgaðist kælinn sem lamba-
lærin voru geymd í sá ég mann á
kafi ofan í kælinum, veltandi
hverju lærinu á eftir öðru. Þá
spurði ég: „Gísli minn, hvað ertu
að gera hálfur ofan í kælinum,
líkar þér ekki verðið á kjötinu?“
Reis þá vinurinn upp með sigur-
glampa í augunum, með lamba-
læri í hægri hendi og sagði:
„Björgvin, þetta er læri af gimb-
ur, miklu mýkra kjöt.“ Þar sem
hann var lærður kjötiðnaðarmað-
ur vissi hann allt um kjöt.
Skagafjörðurinn var hans
æskuslóð og það kom ljómi í augu
hans þegar hann bar á góma.
Þegar Gísli var sextugur, fyrir
korteri, komu þau hjónin í húsið
okkar í Tungunum. Eftir góða
kvöldmáltíð á 17. júní spyr ég
Gísla hvaða lag hann myndi vilja
hlusta á. „Rósina,“ svaraði hann,
„með Álftagerðisbræðrum.“ Er
ég heyri þennan söng, enn þann
dag í dag, hugsa ég til míns góða
vinar og mun gera áfram.
Ég gæti skrifað margt um
okkar samverustundir. Ég
geymi þær í kolli mínum. Elsku
Anna, börn og fjölskylda, við Sig-
rún vottum okkar dýpstu samúð
og megi Guð varðveita ykkur.
Þar sem spor þín liggja, kæri
vinur, mun ég ávallt minnast þín.
Björgvin Andri og Sigrún.
Það er góðan félaga að kveðja
þegar horft er á eftir Gísla H.
Árnasyni. Manni, sem var af-
skaplega gott að umgangast,
vinna með og treysta á. Líka það,
að hafa mátt í miklum störfum
eiga dýrmæta vináttu.
Fundum okkar Gísla bar fyrst
saman fyrir fjörutíu árum. Báðir
vorum við þá kallaðir til sameig-
inlegra starfa, þar sem þörf var
fyrir áhuga og starfsvilja. Gísli
hafði þá verið valinn fyrsti for-
maður nýstofnaðrar Seljasóknar
og ég var nýkjörinn fyrsti sókn-
arprestur sömu sóknar. Þar voru
okkur færð í fang mikil verkefni
með fleira góðu fólki að vinna allt
frá grunni.
Við þannig aðstæður er nauð-
syn að eiga hugsjónir og vilja til
starfa og að starfa saman.
Þar var einstaklega gott og
farsælt að starfa með Gísla.
Hann hafði trausta og prúð-
mannlega framkomu, kunni líka
að hafa þá festu sem nauðsynleg
er hjá þeim sem eru leiðtogar.
Í safnaðarstarfinu er boðskap-
ur heilagrar kirkju það takmark,
sem setja skal hæst. Við þau
störf þarf einstaklinga, sem eiga
hugsjón trúarinnar á Jesúm
Krist. Þá hugsjón hafði Gísli og
fylgdi henni eftir. Hann átti ákaf-
lega gott með að tjá þann boð-
skap í orðum.
Prédikaði oft eftirminnilega
við samkomur og athafnir. Það
er því í mörgu þakklæti og virð-
ing í huga okkar, sem fengum að
starfa með Gísla. Við máttum
líka horfa til ljúfra áfanga og
sigra í hugsjónarstarfinu.
Það var mikil eftirsjá, þegar
Gísli, með sinni góðu fjölskyldu,
flutti í aðra sókn. En hann var
alltaf mikill félagsmálamaður.
Við fréttum af því, að hann hélt
áfram félagsstörfum. Okkur kom
það ekki á óvart, að víða var hann
valinn til mestu forystustarfa og
ábyrgða. Hann var líka hetja í
baráttu við erfiðan sjúkdóm á
síðustu árum.
Það er söknuður að horfa á
eftir góðum vinum, minnast
margs. Á þeim stundum er dýr-
mæt trúin sem Gísla var hug-
sjón. Um nálægð frelsarans í lífi
og í dauða. Þangað er gott að
horfa á kveðjustundu. Blessuð sé
minning góðs samstarfsmanns
og vinar.
Valgeir Ástráðsson.
Með sorg í hjarta kveðjum við
í dag kæran vin okkar, Gísla
Helga Árnason. Það má með
sanni segja að Gísli hafi leikið
stórt hlutverk í lífi okkar. Gísli
og Anna, uppeldissystir og
frænka, tóku saman snemma á
unglingsárunum og hafa verið
samstíga gegnum lífið, mikill er
missir Önnu. Ég er svo lánsamur
að hafa fengið að fylgja þeim eft-
ir frá því ég man eftir mér. Gísli
var einstakur maður, hann var
mér mikil fyrirmynd og mótaði
mína sýn á lífið og tilveruna. Gísli
var einstaklega bóngóður og
ávallt tilbúinn til að aðstoða ef
með þurfti. Það kom enginn ann-
ar en Gísli til greina sem svara-
maður þegar ég gifti mig.
Gísli var menntaður kjötiðn-
aðarmaður og starfaði við það
um árabil. Laghentur og úrræða-
góður var hann, og ófáar íbúðir
og hús sem hann byggði eða
breytti og þar gekk hann í öll
verk og vann þau einstaklega vel.
Gísli var mikil félagsvera og þótti
fátt skemmtilegra en að taka þátt
í félagsstörfum.
Ferðalög heilluðu Önnu og
Gísla og nutu þau þess að ferðast
vítt og breitt um heiminn sem og
innanlands. Alltaf var Gísli und-
irbúinn og vel lesinn um þær
ferðir sem til stóð að fara í. Það
er okkur hjónum afar kært að
hafa farið með þeim til Spánar
núna í september þar sem Gísli
naut sín í hitanum þrátt fyrir
veikindin.
Vertu sæll kæri vinur og
þakka þér fyrir samfylgdina.
Minning um góðan mann lifir í
hjörtum okkar.
Elsku Anna og fjölskylda, við
Guðrún sendum ykkur okkar
innilegustu samúðarkveðjur.
Nú kveðja þig vinir með klökkva og þrá
því komin er skilnaðarstundin.
Hve indælt það verður þig aftur að sjá
í alsælu og fögnuði himnum á,
er sofnum vér síðasta blundinn.
(Hugrún)
Unnar Reynisson.
Stórt skarð er höggvið í vina-
og félagahópinn við fráfall okkar
einstaklega góða vinar og félaga
Gísla Helga Árnasonar sem and-
aðist 1. nóvember sl. Gísli var
einn af frumkvöðlum um stofnun
Kiwanisklúbbsins Höfða þann 17.
apríl 1990 og var Gísli fyrsti for-
seti klúbbsins. Hann var mjög
virkur í öllu starfi klúbbsins í
gegnum tíðina, gegndi hann nær
öllum trúnaðarstörfum í klúbbn-
um svo og æðstu trúnaðarstörf-
um innan Kiwanishreyfingarinn-
ar, m.a. umdæmisritari og
umdæmisstjóri. Þegar horft er til
baka rifjast upp margar minning-
ar og ekki síst allar gleðistund-
irnar sem við áttum saman með
eiginkonum okkar hvort sem var
hér á landi eða erlendis. Margar
vinnustundir áttum við saman
hvort sem við stóðum í fjáröflun
eða sinntum öðrum störfum inn-
an klúbbsins. Fyrir nokkru
greindist Gísli með MND-sjúk-
dóminn og tók hann því áfalli með
æðruleysi en hann lét það ekki
stöðva sig við að mæta á fundi hjá
okkur. Gísli var mjög vandaður
maður, hógvær, greiðvikinn og
öðru fremur skemmtilegur fé-
lagi. Hann þekkti starfsemi Kiw-
anis mjög vel, fræddi hann okkur
og leiðbeindi um hvernig við ætt-
um að haga starfi okkar í klúbbn-
um. Hann tók að sér að skrifa
sögu klúbbsins og gerði hann það
með miklum sóma. Það er komið
að kveðjustund, það er sárt, en
minning um góðan vin og félaga
huggar okkur um leið og við
kveðjum hann. Blessuð sé minn-
ing hans.
Elsku Anna og fjölskylda, mik-
ill er ykkar missir og er samúð
okkar Höfðafélaga hjá ykkur.
F.h. félaga í Kiwanisklúbbnum
Höfða
Guðmundur Stefán
Sigmundsson.
Gísli Helgi
Árnason
HINSTA KVEÐJA
Ég bið mína engla að bæta
minn hag
er bjartsýnn að morgni ég vakna,
að alúð og fegurð ég öðlist í dag
og einskis ég þurfi að sakna.
Ég bið að þeir veiti mér
einlæga ást,
að aftur ég nái að kætast,
að dýrðleg nú muni hér dags-
birtan sjást
og draumarnir fái að rætast.
Ég þrái að blómstri mín viska
svo virk,
að veröldin muni mér hlífa.
Ég þrái að finna í frelsinu styrk
er fæ ég með englum að svífa.
(Kristján Hreinsson)
Hinsta kveðja,
Sigurður Pálsson.
það veit enginn fyrir víst hvað verður
um þig nú, en eitt er víst.
Að sá mikli fjöldi sem elskaði þig
svo heitt saknar þín.
Hvíl í friði elsku afi.
Arnór Gísli Reynisson.
Kær vinur til 35 ára er látinn
eftir erfið veikindi, sem hann
tókst á við af miklu æðruleysi.
Við Gísli kynntumst þegar við
störfuðum saman fyrir Kiwanis-
umdæmið Ísland-Færeyjar. Gísli
var mjög virkur í Kiwanishreyf-
ingunni. Hann var forseti klúbbs
síns og sinnti mörgum störfum
fyrir hreyfinguna og var
umdæmisstjóri Kiwanishreyfing-
arinnar á íslandi og Færeyjum
2000-2001. Umdæmisþing sitt
hélt hann í Færeyjum sem var í
fyrsta skipti sem umdæmið hélt
þing sitt þar. Um 300 Íslendingar
sóttu þingið, Kiwanisfélagar og
makar. Fóru flestir sjóleiðis með
Norrænu, en 45 manns ætluðu
með flugi. Vorum við Gísli
áhyggjufullir, þegar fluginu var
frestað tvisvar sinnum vegna
þoku, að yfirstjórn Kiwanishreyf-
ingarinnar og erlendir gestir
kæmust ekki til þings. En seint á
fimmtudagskvöldi kom vélin og
þing var sett klukkan 9 á föstu-
dagsmorgni og voru sumir þing-
fulltrúar ekki búnir að jafna sig
eftir ævintýralegt flug og lend-
ingu, hefðu kannski þurft áfalla-
hjálp. En þingstörf gengu vel
undir rólegri og yfirvegaðri
stjórn Gísla og var honum til mik-
ils sóma. Félagar í Kiwanishreyf-
ingunni kveðja Gísla núna með
þakklæti fyrir vel unnin störf.
Margar góðar minningar rifj-
ast nú upp frá samstarfi okkar og
frá ferðalögum innanlands og ut-
an, í heimsóknum til klúbba úti á
landi og ferðir á Evrópu- og
heimsþing Kiwanishreyfingar-
innar. Einnig frá ferðum með
Oddfellowstúkunni. Þau hjón
Anna og Gísli voru einstaklega
góðir og skemmtilegir ferða-
félagar.
Fyrir rúmum 20 árum kynnti
ég Oddfellowregluna fyrir Gísla
og hvatti hann til þess að sækja
um inngöngu í stúkuna Gissur
hvíta, gerði hann það okkur öll-
um til góðs. Hann tók strax virk-
an þátt í starfi stúkunnar og
gegndi hann mörgum trúnaðar-
störfum fyrir hana. Gísli var yf-
irmeistari stúkunnar á 20 ára af-