Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 25
DÆGRADVÖL 25 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 „GOGGI GAMLI ER BÚINN AÐ STARFA HJÁ OKKUR Í 38 ÁR. BÝÐUR EINHVER 30.000 KRÓNUR?” Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann ... að finnast þú týndur án hennar. „KÆRA SPYRÐU HUNDINN, EF ÞAÐ LÆDDIST AFTAN AÐ ÞÉR ÍKORNI OG SEGÐI…” „búú!” MYNDI ÞÉR BREGÐA? EF ÞÚ VILT SIGRA HJARTA KONU SKALTU BANA DREKA! ÞAÐ EÐA BARA ÚTRÝMA MAURUNUM Í ELDHÚSINU MÍNU! „EKKI HAFA ÁHYGGUR AF SKAÐABÓTASKYLDU. ÉG SETTI SKJÖLD Í MÁLIÐ.” UPPBOÐFYRIRTÆKIÐ HÆTTIR Það er hins vegar mikilvægt að huga að þessum málum snemma á lífsleið- inni, því rétt eins og í skákinni skipt- ir máli að búa í haginn fyrir enda- taflið.“ Fjölskylda Eiginkona Jóns er Þórunn Guð- mundsdóttir, f. 24.8. 1964, gæða- stjóri hjá Kauphöll Íslands. For- eldrar hennar eru Helga Bjarnadóttir húsfreyja, f. 20.10. 1937, d. 25.4. 2017, og Guðmundur Þorsteinsson, fv. bóndi á Skálpa- stöðum í Lundarreykjadal, f. 18.8. 1937. Börn Jóns og Þórunnar eru: 1) Ingibjörg, f. 26.6. 1988, fjármála- og tryggingastærðfræðingur í Reykja- vík, gift Hjálmari Helga Rögnvalds- syni verkfræðingi. Börn þeirra eru Helga Fanney, f. 2015, og Elmar Kári, f. 2019. 2) Helga Birna, f. 27.2. 1993, B.Sc. í viðburðastjórnun, maki Beau Nicolas Hari Hurlock. 3) Hug- rún Arna, f. 19.9. 1994, fjármála- stærðfræðingur í Reykjavík, maki Sveinn Bjarki Brynjarsson tölv- unarfræðingur. Systkini Jóns eru Björn Einar, f. 2.11. 1953, stærð- fræðikennari í Reykjavík; Brynhild- ur, f. 19.5. 1955, lyfjafræðingur í Reykjavík, og Ásgeir Þór, f. 20.9. 1957, lögmaður í Garðabæ. Foreldrar Jóns eru Árni Björns- son, f. 6.8. 1927, d. 24.7. 1978, lög- fræðingur og endurskoðandi og Ingibjörg Jónsdóttir, f. 22.10. 1930, d. 3.5. 1988, ritari. Þau bjuggu í Reykjavík. Jón Loftur Árnason Sigríður Þorvaldsdóttir húsfr., Hjaltabakka, Húnavatnss. Þórarinn Jónsson bóndi og alþingismaður, Hjaltabakka, Húnavatnssýslu Brynhildur Þórarinsdóttir húsfreyja,Reykjavík Jón S. Loftsson stórkaupmaður,Reykjavík Ingibjörg Jónsdóttir ritari,Reykjavík Ingibjörg Kristín Þóroddsdóttir húsfr.,Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagaf. Loftur Jónsson trésmiður,Miðhóli í Sléttuhlíð í Skagafirði Jóhann Sigurjónsson, skáld Brynhildur Þórarinsdóttir rithöfundur,Akureyri Þórarinn Jónsson lögfræðingur, Reykjavík Þorgrímur Þráinsson rithöfundur,Rvík. Þráinn Þorvaldsson múrarameistari,Rvík. Þorvaldur Þórarinsson bankastarfsm.,Blönduósi Páll Sigurjónsson fv. forstjóri Ístaks Sigurjón Þ.Árnason prestur íVestmannaeyjum og Hallgrímsprestakalli Aðalbjörg Jónsdóttir húsfr. á Arngerðareyri við Ísafj.djúp Ásgeir Guðmundsson bóndi og hreppstjóri á Arngerðareyri við Ísafj.djúp Margrét Ásgeirsdóttir húsfreyja,Reykjavík Björn E. Árnason lögfræðingur og endurskoðandi,Reykjavík Líney Sigurjónsdóttir frá Laxamýri í S-Þing. Árni Björnsson prestur og prófastur Görðum, Álftanesi Úr frændgarði Jóns Lofts Árnasonar Árni Björnsson lögfræðingur og endurskoðandi,Reykjavík Gervilimrur Gísla Rúnars er ein-stök bók, – hún hefur glaðlegt yfirbragð enda skemmtileg og oft fyndin. Þar skiptast á limrur og myndir, sem hafa verið tíndar sam- an hver úr sinni áttinni, sumar svarthvítar, aðrar í öllum regnbog- ans litum. Það er auðvelt að gleyma sér við lestur þvílíkrar bókar. Við limruna „Sódóma & skó- morra“ er þessi athugasemd: „Öll líkindi með persónum er fram koma í þessari limru & raunveru- legum persónum, dauðum eða lif- andi, ber að skoða sem einskæra til- viljun.“ Ketill var skóari kómískur sem kættist ef heyrðist í skóm ískur, en neitaði að gera við nokkuð af séra Daníel, sem var só-dómískur. „Limrupáté. – Thanksgiving & taking“ með þeirri athugasemd, að flestum okkar líði betur með að neyta afurða þegar við vitum að dýrin hafa átt gott líf og verið slátr- að á mannúðlegan hátt. (Mat- vælastofnun.) Krúttlegan ól ég upp kátan kalkún á lífræna mátann við aðstæður blíðar. En árinu síðar ég auðvitað skaut ’ann og át ’ann. „Í organísku fæði“. Úr Thorra- bakkarímum eftir Olav Per Vert. Ef þorra þig þyrstir að blóta og þjóðlegra rétta að njóta þú útvegar bút af ársgömlum hrút sem uppruna á milli fóta. „Staðfestur fyrirburður“ Listin sú eðla að ljúga ljær okkur andagift drjúga, því skröksögur hafa þann skapandi vafa sem hvetur oss til þess að trúa. „Sjónvarp í upphafi vega. – Um- skiptin miklu úr hljóði í mynd.“ Er skjárinn var kominn til skjala um „skipti“ var varla að tala, jú, hlustendur gátu ef við sjónvarp þeir sátu séð þá sem voru að tala. „Valgerður fer vill vegar“ Í massífri mannmergð og þröng í Mílanó spurði ’ún mig ströng: „Hvernig kemst ég á Scala?“ Ég kvað: „Elsku Vala, með iðkun á óperusöng.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Gervilimrur og ektalimrur um leið Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177 hafðu það notalegt vottun reynsla ára ábyrgð gæði miðstöðvarofnar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.