Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 32
PRÓFAÐU ÞÆGINDIN OG
SLÖKUNINA SEM ÞÚ FÆRÐ Í NÝJU
MODULAX HVÍLDARSTÓLUNUM
NÝTT
Á ÍSLANDI
SÆKTU APPIÐ MODULAX OG
SKOÐAÐU HVERNIG STÓLLINN
LÍTUR ÚT Á ÞÍNU HEIMILI.
JAMES
STÓLL MEÐ SKEMLI
verð 149.900
PANDORA
RAFSTILLANLEGUR
verð 219.900
Alla Modulax stóla er hægt að sérpanta sem lyftustóla.
IRIS
RAFSTILLANLEGUR
verð 209.900
MODULAX HVÍLDARSTÓLAR
HÖNNUN OG ÞÆGINDI Á HVERT HEIMILI
ZERO
GRAVITY
ZERO
GRAVITY MODULAX
• 3-mótora hvíldarstóll.
• Handvirk og þægileg
höfuðpúðastilling 42°.
• Innbyggð hleðslu-
rafhlaða. Endist 250
sinnum fyrir alla mótora.
NÝTT!
MODULAX
MARGAR GERÐIR
modulax.be
BALDURSNES 6 – AKUREYRI LISTHÚSIÐ – REYKJAVÍK
KYNNTU ÞÉR VÖRUÚRVALIÐ
OG VERSLAÐU Í RÓLEGHEITUM
Á SVEFNOGHEILSA.IS
FRÍR FLUTNINGUR
UM ALLT LAND
GERIÐ GÆÐA- OG VERÐSAMANBURÐ
Sýning Fritz Hendriks IV, Kjarnhiti, verður opnuð í dag í
Harbinger en um læsta opnun verður að ræða þar sem
Harbinger-galleríinu verður lokað vegna Covid-19.
Hægt verður að skoða sýninguna utan frá, í gegnum
glugga gallerísins og verða hitalampar við gluggann
þennan fyrsta dag sýningarinnar svo gestir geti ornað
sér við innlitið. Kjarnhiti tekst á við væntingar, örlög og
vonbrigði á tímum hnattrænnar hlýnunar og farald-
urssjúkdóma, segir í tilkynningu og
verður hægt að skoða sýninguna ut-
an frá allan sólarhringinn fram að
jólum. Fritz Hendrik er íslenskur
myndlistarmaður og býr og starfar í
Reykjavík. Í myndlist sinni hefur
hann fjallað um þá meðvituðu og
ómeðvituðu sviðsetningu sem ein-
kennir lífið, listir og menningu. Hann
fæst einnig við samband hefðar,
skynjunar og þekkingar í verkum
sínum.
Læst opnun en hægt að skoða
sýningu utan frá fram að jólum
FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 318. DAGUR ÁRSINS 2020
Sími: 569 1100
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is
Í lausasölu 697 kr.
Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr.
PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr.
Íslenska U21-árs karlalandsliðið í knattspyrnu varð að
sætta sig við afar svekkjandi 2:1-tap gegn Ítalíu á Vík-
ingsvellinum í gær í undankeppni EM. Ísland er áfram í
4. sæti riðilins með 15 stig og verður nú að vinna Írland
úti á sunnudaginn með öllum tiltækum ráðum til að
eiga möguleika á að komast á EM. Ítalir eru áfram efst-
ir, nú með 19 stig, en Írland og Svíþjóð koma þar á eftir.
Ísland átti að mæta Armeníu á Kýpur 18. nóvember en
þeim leik hefur verið frestað vegna stríðsástandsins í
Armeníu og er ólíklegt að hann geti farið fram. »26
Ísland þarf að vinna Írland eftir tap
gegn Ítalíu í Fossvoginum í gær
ÍÞRÓTTIR MENNING
tækið Norebo er í eigu eins manns.
Það er hið öflugasta í Rússlandi með
um 30% af bolfiskskvóta landsins og
eitt stærsta sinnar tegundar í heim-
inum með samtals um 600.000 tonn
af bolfiski og uppsjávarfiski upp úr
sjó á ári. Sturlaugur Haraldsson hef-
ur unnið hjá fyrirtækinu í nær 12 ár
og er framkvæmdastjóri annars
sölufyrirtækis samstæðunnar,
Norebo Europe, stjórnar sölumálum
í Evrópu, Bandaríkjunum og að
hluta til í Asíu frá skrifstofu sinni
rétt vestan við London. „Venjulega
eru um 22 manns á skrifstofunni í
Maidenhead, en nú vinna allir nema
tveir til þrír heiman frá sér og það
hefur gengið ótrúlega vel,“ segir
Sturlaugur.
Öll samskipti, fundir, ráðstefnur
og önnur samvinna, eru nánast al-
farið rafræn og það er mikil breyt-
ing frá því sem áður var. „Sennilega
á eftir að draga mikið úr öllum
ferðalögum vegna vinnunnar,“ segir
Sturlaugur. Í því sambandi nefnir
hann að allir stjórnendur Norebo
hafi komið saman á fundum í Rúss-
landi tvisvar á ári en í ár hafi þeir
verið rafrænir. „Í fyrra hittust til
dæmis allir framkvæmdastjórar
fyrirtækisins í Petropavlovsk aust-
ast í Rússlandi og ferðalag þangað
tekur bæði mikinn tíma og kostar
sitt, þannig að margt sparast með
því að halda rafræna fundi. Samt
hlakka ég til að hitta viðskiptavini og
samstarfsmenn augliti til auglitis,
því þrátt fyrir að rafræn samskipti
verði áfram jafnast samt ekkert á
við það að hitta fólk og spjalla, það
mun ekki alveg hverfa.“
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Undanfarin ár hefur Sturlaugur
Haraldsson verið á ferð og flugi um
allan heim vegna atvinnu sinnar, en
nú fer hann hvergi og sinnir starfinu
frá heimili sínu á Englandi. Um
þessar mundir reyndar frá Akranesi
þar hann hefur verið innlyksa
nokkrum sinnum vegna faraldurs-
ins, fyrst þegar ósköpin dundu yfir
og aftur nú. „Ég hef verið að bíða
eftir rétta tækifærinu til þess að fara
aftur til Englands og hef nýtt tím-
ann og unnið hérna á meðan,“ segir
hann.
Um miðjan mars var Sturlaugur á
leið frá Englandi til Bandaríkjanna
með millilendingu á Íslandi. „Þegar
ég ætlaði áfram vestur var öllu flugi
þangað aflýst og engum hleypt inn í
landið þannig að ég varð að afgreiða
mín mál héðan,“ segir hann um
fyrstu truflun faraldursins. Síðan
hafi dregið hratt úr ferðum og hann
aðeins farið á milli Íslands og Eng-
lands. „Núna hef ég beðið í nokkra
daga með að fara aftur til Englands í
þeirri von að sleppa við tveggja
vikna sóttkví,“ segir hann.
Miklar breytingar
Fyrir skömmu tók Sturlaugur
þátt í pallborðsumræðum breska
netmiðilsins Undercurrent News,
útbreiddasta netmiðilsins um sjáv-
arútvegsmál, ásamt fimm öðrum
sérfræðingum á mjög fjölmennri
netráðstefnu um áhrif faraldursins á
stöðuhorfur alaska-ufsa í heiminum
á næsta ári. Hann bendir á að um 7,5
milljónir tonna veiðist af hvítfiski ár-
lega og þar af um 3,6 milljónir tonna
af alaska-ufsa, en talsverð óvissa sé
um framhaldið. Mikið magn af heil-
frystum alaska-ufsa hafi farið í
vinnslu í Kína, en Kínverjar fari nú
gaumgæfilega yfir alla fragt og finn-
ist einhver merki um veiru á umbúð-
unum séu vörurnar endursendar.
Mikil vinnslugeta sé í Kína og nú
vanti hráefni. „Kína hefur verið
„verksmiðja“ heimsins og ef fram
heldur sem horfir er líklegt að
vinnslan færist að einhverju leyti
annað á næstu árum, meðal annars
til Evrópu. Athyglisverðar breyt-
ingar gætu því verið fram undan.“
Rússneska sjávarútvegsfyrir-
Tölvan þarfasti þjónninn
Sturlaugur Haraldsson með heiminn undir á Akranesi
Fjarfundir í stað ferðalaga spara tíma og peninga
Ljósmynd/Haraldur Sturlaugsson
Í pallborðsumræðum Sturlaugur Haraldsson hefur aðstöðu hjá bróður sín-
um þar sem áður var byggingavöruverslun HB við Bárugötu á Akranesi.