Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 18
18 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 ✝ Eiríkur Gunn-arsson fæddist í Reykjavík 3. apríl 1950. Hann lést á Landspítalanum í Fossvogi 4. nóv- ember 2020. Foreldrar hans voru þau Gíslína Erna Einarsdóttir og Gunnar Haukur Eiríksson. Systkini Eiríks eru Ragnar Georg, Már, Einar, Sveinn, Al- dís, Hulda og Örn Gunn- arsbörn. Eiríkur kvæntist Báru Jens- skólanum í Reykjavík, einnig hafði hann lokið sjókokknum. Síðar fékk hann meistarabréf í bifvélavirkjun. Hann tók starfs- samning sem bifvélavirki hjá vélaverkstæðinu Kistufelli og vann þar þangað til hann hóf störf hjá Toyota, Olíudreifingu og síðustu árin á vinnumarkaði var hann hjá Loftorku. Útför Eiríks verður gerð frá Fossvogskapellu í dag, föstu- daginn 13. nóvember 2020, og hefst athöfnin klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu aðstandendur við- staddir. Streymi verður á facebook undir Jarðarför Eiríks Gunn- arssonar. https://tinyurl.com/yyaopppa Virkan hlekk á streymið má einnig nálgast á: https://www.mbl.is/andlat dóttur hinn 29. maí 1971. Dætur þeirra eru þær Erna María og Hrönn. Erna María er gift Höskuldi Erni Lár- ussyni og börn þeirra eru Salka Ósk, Hekla Ósk og Sævar Leon. Hrönn er gift Har- aldi Bjarma Páls- syni og börn þeirra eru Ísabella Þóra, Davíð Páll og Eiríkur Bjarmi. Eiríkur brautskráðist úr bif- vélavirkjun í maí 1974 frá Iðn- Elsku pabbi minn er nú far- inn á vit ævintýranna í sum- arlandið. Ég er enn ekki búin að ná því elsku pabbi að þú sért floginn frá okkur, ég er svo heppinn að hafa átt þig að og þú varst allt- af til staðar alveg sama á hverju dundi í mínu lífi. Er líka svo glöð að hafa fengið að leiða þig og vera hjá þér þegar þú kvaddir okkur, óbyggðirnar kölluðu og þú varðst að gegna þeim. Stórt skarð hefur mynd- ast sem ég mun reyna fylla í með fallegum minningum. Ég á svo margar góðar og yndislegar minningar af öllum ferðunum okkar innanlands, ut- anlands og bara í kaffispjalli í sófanum og mun varðveita þær hjá mér og láta minningarnar lifa áfram um ókomna tíð. Þú varst svo mikill baráttu- kall og réttsýnn í alla staði en þú gast líka verið þrjóskur sem þurs og það elskaði ég líka við þig. Er enn að ylja mér á þeim minningum sem við vorum að rifja upp saman viku áður en þú kvaddir um ferðirnar og uppá- tækin okkar, eins þegar ég var barn, hlógum við mikið að því þegar ég faldi mig á bak við þig í Þórsmörk því einn af kunn- ingjum þínum hræddi mig og þú varst nú ekki lengi að stappa í mig stálinu, það var nú ekki oft sem ég varð skelkuð en þú varst nú ekki lengi að redda því. Einnig varst þú yfirleitt sendur til að ræða við mig þeg- ar ég var búin að gera eitthvað af mér og mamma var komin með nóg, alltaf náðir þú til mín og byrjaðir allaf eins, settist á rúmið mitt horfðir á mig og sagðir, Erna María mín, vertu nú til friðs við hana mömmu þína og það gerist oft því þau voru ófá uppátækin mín. Þú varst mér alltaf góður faðir og yndislegur vinur og alltaf gat ég leitað til þín og verið hrein- skilin og sagt hlutina með mín- um orðum, ég er svo þakklát fyrir þá góðu foreldra sem ég fékk í vöggugjöf, þú settir alltaf fjölskylduna í forgang og alltaf var hægt að treysta þér fyrir öllu. Takk fyrir að hafa verið til staðar og gefið okkur öllum góðar minningar og verið ynd- islegur afi í alla staði. Ég gæti skrifað svo margar góðar og fal- legar minningar, mun varðveita þær, geyma og segja öllum frá þeim sem vilja heyra skemmti- legar sögur af pabba mínum sem var stór og sterkur karakt- er sem og hrókur alls fagnaðar og klettur okkar í gegnum súrt og sætt. Elska þig endalaust og minningin um þig mun ekki dvína í mínu hjarta. Ég mun standa við þau loforð sem þú tókst af mér. „Erna María, engan mon- keybuisness.“ Læt hér texta sem Höskuld- ur samdi fylgja með: Á sólríkum degi þú lagðir af stað, er slokknaði lífsins kraftur. Með tárvotum augum um það ég bað að hitta ég fengi þig aftur. Og erfiða baráttu háðir þú harður en á endanum þvarr svo þinn máttur. Ég veit að þú verður okkur varnargarður, það er þinn einlægi háttur. Daginn, sem myrkrið kom yfir Daginn, sem ljósið skall á Daginn, sem deyr en þó lifir Daginn, sem þú fórst mér frá. Þín uppátækjasama dóttir, Erna María. Eiríkur bróðir minn er látinn. Mig langar að rifja upp minn- ingabrot sem koma í hug minn. Eiríkur átti bláan Ford, hús- bíl, sem öll börnin í fjölskyld- unni muna eftir sem flotta bíln- um. Hann gaf heitt kakó í bílnum þegar var kalt í fjöl- skylduútilegunni sem við fórum í saman í mörg ár, Eiríkur og Bára saman, alltaf sem eitt. Ég man þegar Eiríkur ákvað að gleðja frændsystkini sín og kom klæddur í jólasveinabún- ingi á aðfangadag, hvílík gleði og hamingja hjá börnunum að jólasveinninn skyldi koma í heimsókn. Hann gerði svo margt til að gleðja börnin því þau og svo síðar barnabörnin voru hans líf og yndi. Eins þegar við hittumst sam- an á gamlárskvöld í Heiðarsel- inu og Eiríkur var búinn að út- búa sérstaka hólka fyrir sýningu, raðaði svo hólkunum upp götuna og kveikti í þeim hverjum á fætur öðrum, þetta var ógleymanlegt kvöld. Eiríkur tók algjörlega að sér að sjá um leiði foreldra okkar. Hann var alltaf tilbúinn með ljósakrossinn og geymana til þess að það myndi loga ljós á aðventunni og alltaf mætti hann á milli jóla og nýárs að athuga geyminn og sjá hvort það væri ekki allt í lagi. Bara núna síðast í september var hann mættur með Báru og Huldu til að laga steininn og gera allt fínt áður en veturinn kæmi. Þegar maðurinn minn veikist úti á Tenerife árið 2019 var Ei- ríkur tilbúinn til þess að koma út og aðstoða mig. Ég átti bara að hringja í hann og hann myndi koma. Þegar við vorum komin heim hringdi hann til að láta mig vita að hann myndi koma á miðvikudögum í kaffi og það stóð allt. Allan tímann sem Hafsteinn var veikur kom hann til að eiga spjall þar sem við ræddum allt milli himins og jarðar, mest um börnin og barnabörnin. Ég minnist þess líka að Ei- ríkur skipulagði ferð til Te- nerife í janúar á þessu ári. Hann fékk auðvitað Báru, Ernu Maríu og Hrönn - stelpurnar eins og hann kallaði þær - með sér í það. Þær fundu út verð og hótel og á endanum fóru Ragn- ar og Gugga með ásamt Góa og þetta varð hin skemmtilegasta ferð sem gladdi Huldu mjög því hún átti engan veginn von á neinu. Hún hafði stungið upp á að fara út að borða í tilefni dagsins og bjóst aldrei við því að fá tvo bræður sína og mág- konur auk stelpnanna til að vera öll saman úti í 10 daga. Þetta var allt gert í leyni eins og hægt var til að gleðja Huldu, en þau voru búin að ferðast mikið saman bæði innan- og ut- anlands í mörg ár og hún ein af stelpunum hans. Þetta eru örlítil minningar- brot um Eirík bróður minn. Hann var hrjúfur en ljúfur og ekki maður margra orða, fram- kvæmdi og gladdi og stóð við orð sín. Núna er hann kominn í ferðalagið sem liggur fyrir okk- ur öllum og ég óska honum góðrar ferðar og þakka fyrir allar samverustundirnar og minningarnar. Ég veit að stelpurnar hans halda vel utan um hver aðra í missinum ásamt tengdasonum og barnabörnum. Aldís Gunnarsdóttir (Allý). Eiríkur mágur minn er látinn eftir erfiða baráttu við illvígan sjúkdóm sem hann tókst á við með miklu æðruleysi og kjarki. Mig langar að minnast okkar dýrmætu kynna sem spanna meira en hálfa öld. Hugurinn reikar aftur til þess tíma þegar ég hitti Eirík í fyrsta skipti. Það var árið 1968, ég var þá 10 ára gömul. Bára stóra systir mín kynntist Eiríki þegar þau unnu saman í Straumsvík og urðu ástfangin, 18 ára gömul. Það voru allir spenntir á litla heimilinu í Gnoðarvoginum þeg- ar til stóð að Bára kæmi með nýja kærastann í heimsókn til að kynna hann fyrir fjölskyld- unni. Ég gleymi þeirri stund aldrei, Eiríkur standandi í and- dyrinu, hávaxinn, myndarlegur, eldhress og kátínan skein úr andlitinu. Ég var undrandi á því hvað hann var ófeiminn, gat spjallað mikið og ég kunni strax vel við hann. Fljótlega komst ég að því að Eiríkur átti yndislega foreldra og stóran eldhressan systkinahóp. Eiríkur og Arnar pabbi náðu strax vel saman og þeir áttu sameiginlegt áhuga- mál, bílaviðgerðir. Síðar eftir að mamma varð ekkja urðu Eirík- ur og Maggi stjúpi mestu mátar og hittust oft. Það má t.d. nefna vikulegu Kiwanisfundina og enska boltann í sjónvarpinu sem þeir horfðu á saman og þá var nú fjör. Mamma lét lítið fyr- ir sér fara því ekki mátti trufla þessa heilögu stund. Elsku mágur minn var hress í framkomu, með sterkar skoð- anir og mikla kímnigáfu. Hann átti það til að vera stríðinn á sinn einstaka hátt og það var aldrei nein lognmolla í kringum hann. Hann var sterkur karakt- er, vinnusamur og ég bar alltaf mikla virðingu fyrir honum. Ei- ríkur gat stundum virst hrjúfur á yfirborðinu en undir niðri var hann einn mesti ljúflingur sem ég hef kynnst um ævina. Hann reyndist mér og börnunum mín- um alltaf vel og okkur þótti af- skaplega vænt um hann. Eiríkur var stoltur af fjöl- skyldu sinni og þau voru honum allt. Eiríkur og Bára kunnu sannarlega að lifa lífinu. Þau ferðuðust öll sumur á húsbíln- um. Margar voru ferðirnar inn í Þórsmörk og um hálendið. Einnig voru utanlandsferðirnar óteljandi. Fjölskyldan og vinir voru þá oft með í för og þá var nú kátt á hjalla. Eiríkur var greiðvikinn. Þau eru óteljandi skiptin sem hann gerði við bílinn minn. Bíllinn minn átti það stundum til að bila á versta tíma og þá var nú gott að leita til Eiríks. Fyrir 17 árum bjó ég hjá systur minni og mági um mán- aðartíma yfir jólahátíðina með- an ég var að bíða eftir að fá af- henta íbúð sem ég festi kaup á. Ég leitaði til þeirra í vandræð- um mínum og þau tóku mér opnum örmum inn á heimili sitt. Hjá þeim var notalegt að vera, góður heimilismatur og mér leið eins og dekraðri dóttur. Með söknuði og þakklæti fyr- ir allar góðu stundirnar kveð ég þig elsku mágur. Minning um góðan mann mun lifa áfram í hjörtum okkar. Elsku Bára og fjölskylda, ég samhryggist ykkur innilega. Kærleiksrík kveðja Ingibjörg Þóra (Inga). Með sorg í hjarta kveðjum við vinahópurinn nú góðan fé- laga, Eirík Gunnarsson. Margt hefur verið spjallað, brallað, brasað og þrasað. Ekki voru menn alltaf sam- mála í kaffisopanum í „athvarf- inu“ um menn og málefni svo sem enska boltann, Vaðlaheið- argöngin og pólitíkina. Við sem köllum okkur „Víða- vini“ söknum nú vinarins sem var potturinn og pannan í ferða- lögunum, sumarbústaðaferðun- um og öllu sem við tókum okkur fyrir hendur. Einstaklega hand- laginn og hjálpsamur hvort sem hann var að huga að bifreiðum eða aðstoða við skemmtana- stjórnun með söng og gleði. Hann var þessi vinur sem kunni að virkja í hjörtunum þrá hann vildi hjá viskunnar brunni með voninni skynja og sjá. Hann var hér á veginum staddur og vinunum sýndi hann tryggð, en núna í kyrrð er hann kvaddur og kveikir í sálunum hryggð. Hér var hann í vinanna liði með visku hins einlæga manns, en nú er hann farinn í friði og fögur er minningin hans. (Kristján Hreinsson) Elsku Bára og fjölskylda, okkar innilegustu samúðar- kveðjur. Þórhallur, Hjördís, Eyjólfur, Ingibjörg, Guðmundur Heiðar, Kristín og Hannes. Eiríkur Gunnarsson ✝ Friðrik Sig-urðsson fædd- ist 22. maí 1957 á Akureyri. Hann lést í Noregi 25. október 2020. For- eldrar hans voru hjónin Sigurður Kristófer Árnason skipstjóri, f. 7. febrúar 1925, d. 18. nóvember 2007, og Þorbjörg J. Friðriksdóttir hjúkrunarkenn- ari, f. 25. október 1933, d. 12. apríl 1983. Bræður Friðriks eru Steinar, f. 13. sept. 1958, d. 13. nóv. 2019, Árni Þór, f. 30. júlí 1960, Þórhallur, f. 7. ágúst 1964, og Sigurður Páll, f. 10. september 1968. Friðrik kvæntist 1982 Mar- gréti H. Eydal, félagsráðgjafa, f. 8. júlí 1958. Þau skildu árið 2015. Börn þeirra eru Hrefna, f. 14. apríl 1983, Sindri Már, f. 28. nóv. 1988 og Brynjar Þór, f. 22. júlí 1992. Sambýliskona um og tók við starfi fram- kvæmdastjóra Kísilverksmiðj- unnar við Mývatn og síðar stýrði hann sambærilegum rekstri í Kína um tíma. Hann snéri aftur til starfa í sjávar- útvegi árið 1995 og stýrði þró- unarsviði Íslenskra sjávaraf- urða hf., m.a. með verkefnum í Namibíu og á Kamtsjatka. Fjöl- skyldan flutti til Þrándheims í Noregi árið 2000 og þar hefur Friðrik búið og starfað síðan, fyrst og fremst á sviði fiskeld- ismála, nú síðast sem ráðgjafi hjá INAQ as. Friðrik bjó að víðtæku neti samstarfsfólks í rekstri, rann- sóknum og þróun innan fisk- eldis og framleiðslu sjávaraf- urða í Noregi, á Íslandi og mörgum öðrum löndum. Atorka hans og fagmennska gerði hann að eftirsóttum ráð- gjafa á þessu sviði víða um heim. Friðrik var mikill áhuga- maður um og hafði yfirburða- þekkingu á tónlist, ekki síst jazz-tónlist, og eignaðist marga góða vini meðal þekktra jazz- tónlistarmanna á Norður- löndum og víðar. Útför Friðriks fer fram frá Havstein kirkju í Þrándheimi í dag, 13. nóvember 2020, kl. 13. Brynjars er Karol- ine Skjevik. Sam- býliskona Friðriks undanfarin ár er Celia Regina Sim- as. Foreldrar Frið- riks hófu búskap á Akureyri þar sem hann fæddist en þau fluttu búferl- um til Reykjavíkur þegar Friðrik var ársgamall. Friðrik og bræður hans ólust upp í Smáíbúða- hverfinu og í Hlíðunum. Hann lauk stúdentsprófi frá MH 1978 og stundaði síðan nám í sjáv- arlíffræði við háskólana í Berg- en og Þrándheimi, þaðan sem hann lauk cand.real.-prófi með áherslu á fiskeldi. Að námi loknu fluttust Friðrik og Mar- grét til Íslands þar sem Friðrik tók við starfi framkvæmda- stjóra Landssambands fiskeld- isstöðva og starfaði að fiskeld- ismálum þar til hann söðlaði Það er höggvið mikið skarð í hóp okkar fimm bræðra nú þeg- ar Friðrik er fallinn frá, tæpu ári eftir að Steinar bróðir okkar varð bráðkvaddur. Þeir voru elstir, Frikki og Steini, fæddir hvor á sínu árinu og voru jafnan nefndir í sömu andrá, svo sam- rýndir voru þeir í æsku. Það er stundum erfitt að átta sig á þeim aðstæðum sem lífið færir manni, ekki síst á svona stundum þegar menn á besta aldri hverfa yfir móðuna miklu á snöggu augabragði. Hugur minn hefur reikað mikið til æskuáranna að und- anförnu. Ég var þriðji í röðinni á fjórum árum og þeir Frikki og Steini ætluðu sér aldeilis að sjá um uppeldi þriðja bróðurins og þá gat gengið á ýmsu. Annars voru þeir ólíkir bræður, Frikki var yfirvegaðri og tók hlutverk sitt sem frumburðar alvarlega, Steini var uppátækjasamari og stjórnaði gjarnan ferðinni í bernskubrekum þeirra. Ég leit þó alltaf upp til þeirra beggja, þeir tóku líka málstað minn og kenndu mér margt. Svo liðu æskuárin og við héldum allir ut- an til náms. Við Frikki vorum báðir í Noregi og áttum auðvelt með að vera í sambandi á þeim tíma sem hvorki farsímar né tölvur greiddu samskipti fólks. Mér er sérlega minnisstætt eitt skipti að ég heimsótti hann í Bergen og við fórum saman á jazz-tónleika. Hann var forfallinn jazzisti og vissi allt sem vert var að vita um jazz, þekkti mann og annan á því sviði og gat miðlað af yf- irburðaþekkingu sinni út í hið óendanlega. Innlifun hans í jazzinn var við brugðið og það var gaman að fylgjast með hon- um njóta tónlistarinnar. Hann flæktist líka víða um lönd til að sækja tónleika og notaði tæki- færið þegar hann var í vinnu- ferðum að rækta tónlistar- áhugann. Friðrik var almennt glað- sinna, jafnan skoðanafastur og lá ekki á sjónarmiðum sínum til manna og málefna. Í gegnum menntun sína og störf í fiskeldi og sjávarútvegi hafði hann áunnið sér virðingu og traust meðal samstarfsfólks í þeim greinum og hann var eftirsóttur ráðgjafi. Margir úr þeim hópi hafa minnst Friðriks fyrir elju- semi, fagmennsku og hversu ós- ínkur hann var á ráð til þeirra sem til hans leituðu, að deila með öðrum úr reynslusjóði sín- um. Eftir að Friðrik fluttist aftur til Noregs urðu samverustundir strjálli og stundum fannst okk- ur hinum að hann væri eins og þeytispjald milli landa, svo mik- ið hafði hann að gera þegar hann heimsótti Ísland, svo marga þurfti hann að hitta. Kannski var það bara til marks um það hve hratt hann lifði. En alltaf var hann fullur af eldmóði að vinna að framförum á sviði fiskeldis og leita að tækifærum til framtíðar. Við sem tengdust honum nánum böndum vissum vel að undir yfirborði ákveðni og stefnufestu var Friðrik að mörgu leyti viðkvæmur og til- finningaríkur. Hann glímdi á köflum við veikindi, bæði á sál og líkama, en hafði að undan- förnu verið á ágætum stað í líf- inu og naut sín í starfi. En maður fær seint skilið allt í þessu lífi eða lesið inn í hug- arheim jafnvel manns nánustu. Dýpstu samúð votta ég Hrefnu, Sindra Má, Brynjari Þór, Margréti og Celiu. Kærum bróður fylgja friðarkveðjur inn í birtu sumarlandsins. Þinn bróðir Árni. Friðrik Sigurðsson Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu minnar, móður, tengdamóður, ömmu, langömmu og langalangömmu, HERDÍSAR GUNNLAUGSDÓTTUR HOLM, Helgadal, Mosfellsbæ, sem lést þriðjudaginn 13. október. Hreinn Ólafsson og fjölskylda

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.