Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 29
MENNING 29 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALINánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is 71% SPLÚNKUNÝ MYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. MYNDIN SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN Í EVRÓPU UNDANFARNAR VIKUR. HÖRKUSPENNANDI MYND BYGGÐI Á SANNRI SÖGU. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Tunglið er diskókúla er nýljóðabók eftir skáld semkallar sig einfaldlegaLoka. Þar kennir ýmissa grasa en þó er góður heildar- svipur yfir verkinu. Mörg ljóðanna hafa að geyma sterka frásögn sem gerir það að verkum að þau halda manni við lesturinn. Þau flæða áreynslulaust áfram. Í upphafi verksins eru áhrifamiklar frásagnir af uppvexti drengs og síðar í verkinu eru sög- ur af ást og ást- arsorg í stóru hlutverki. Rauður þráð- ur liggur í gegn- um verkið sem þakka má skýrt mótuðum ljóð- mælanda. Ljóð- mælandinn er einlægur og hreinskilinn og það snertir mann. Hann setur ekki upp grímu og reynir ekki að fegra neitt. En ljót- leikanum fylgir viss fegurð. Samhliða einlægni ljóðmæland- ans er ákveðinn töffaraskapur. Ljóðmælandinn slengir fram lýs- ingum á skyndikynnum og djammi og það fer líklega eftir lesand- anum hver áhrifin af því eru. Ein- hverjum gæti þótt lýsingarnar óþarflega grófar en aðrir verið á þeirri skoðun að þær ættu að vera enn grófari ef þær ættu að hafa tilætluð áhrif. Ljóðmælandinn flakkar á milli Íslands og útlanda. Ég set spurn- ingarmerki við þá flötu og einhliða framsetningu á „suðrinu“ sem kemur fram í mörgum ljóðanna, þar sem konurnar eru „hórur“ og karlarnir „rónar“ og allt er svo þægilega ódýrt fyrir vestræna manninn. Þangað getur hann farið til þess að flýja vandamálin heima fyrir og flýja sjálfan sig í leiðinni. Þrátt fyrir að ljóðmælandinn sé að ýmsu leyti gagnrýninn á eigin hegðun er hann ekki nægilega gagnrýninn á þessa vafasömu framsetningu til þess að myndin, sem hann dregur upp, sé sæm- andi. Þetta „suður“ er þó ágætur bak- grunnur fyrir lýsingar á þeirri óreiðu sem fylgir endalausri neyslu áfengis og vímuefna og stefnulausu flakki um veröldina, auk glímunnar við andleg veikindi og ástina. Þrátt fyrir að fólk kannist lík- lega mismikið við aðstæðurnar sem fjallað er um í ljóðunum er þar að finna margt sammannlegt. Skáldið hittir naglann á höfuðið í lýsingum sem sýna hvað mann- skepnan er oft og tíðum breysk og brothætt. Fyrir utan hið sammannlega sem verkið sýnir eru það skrifin um andlega heilsu sem eiga mest erindi við samfélag samtímans. Það er efniviður sem er mikil- vægur en líka vandmeðfarinn og Loki leysir verkefnið vel af hendi. Með Tunglið er diskókúla kem- ur áhugaverð rödd fram á sjón- arsviðið, rödd sem veitir innsýn í líf heimshornaflakkara, geðsjúkl- ings og fíkils og flytur á sama tíma almennan sannleik. Í verkinu er einnig að finna áhugaverða blöndu af groddaskap og fegurð; ljóð sem fanga það hvað lífið getur verið misheppnað en á sama tíma fallegt. Morgunblaðið/Eggert Loki Í bókinni er áhugaverð blanda „af groddaskap og fegurð; ljóð sem fanga það hvað lífið getur verið misheppnað en á sama tíma fallegt.“ Ljóðabók Tunglið er diskókúla bbbnn Eftir Loka. Benedikt, 2020. Innbundin, 128 bls. RAGNHEIÐUR BIRGISDÓTTIR BÆKUR Groddaleg fegurð Spennusagan Næturskuggarer um margt merkileg bók.Eva Björg Ægisdóttirstingur á ýmsum kýlum, sem almennt þola ekki dagsbirtuna, en bendir um leið á að í skugga of- beldis og ódæða er gott og réttsýnt fólk, sem horfir björtum augum fram eftir veg. Sögusviðið er Akranes í fyrra. Skyggnst er inn í líf fólks um tví- tugt, foreldra þeirra og jafnvel afa og ömmu, vinahópa og fé- laga. Á yfirborð- inu virðist flest vera slétt og fellt, en undir niðri kraumar neisti og þegar hann verð- ur að miklu báli verður þessi annars friðsami bær í sviðsljósinu og það ekki að góðu einu saman. Sagan skiptist í tvo hluta. Í þeim fyrri eru persónur kynntar til leiks og í þeim seinni er farið nánar í gang mála sem áður hefur verið lít- illega minnst á. Erfitt er að halda utan um alla sem koma við sögu og með það í huga mættu þeir vera færri. Helstu persónur skera sig samt úr og ekki síst þær sem ekki eru vandar að virðingu sinni. Knattspyrna, konur og kartöflur hafa oft verið nefnd í tengslum við Akranes og Eva Björg leikur sér aðeins með k-in þrjú. Fátt kemst að hjá Andra annað en knattspyrna og hann virkar sem segull á suma vegna framgöngu sinnar, hvort sem honum líkar betur eða verr, en leik- ur er ekki sama og vinna og stund- um getur verið erfitt að kyngja því. Kræsingar og drykkir hafa víða áhrif, en með misjöfnum hætti þó. Konur eru áberandi og gegna mikil- vægum hlutverkum, jafnvel kjafta- kerlingar, þótt slökkt sé á þeim að hluta. Eins og í fyrri glæpasögum Evu Bjargar er Elma Jónsdóttir lög- reglukona í aðalhlutverki, ekki að- eins í starfi heldur einnig í tilhuga- lífinu. Hún á ýmislegt sameiginlegt með Lise Ragnarsdóttur Visser, annarri mikilvægri persónu. Lífs- reynsla þeirra er að sumu leyti víti til varnaðar en á sama tíma er gleði þeirra og framtíðarsýn, þegar hún skín, uppörvandi og til eftirbreytni. Fléttan er úthugsuð og Eva Björg treystir sig í sessi á meðal glæpasagnahöfunda með Nætur- skuggum. Morgunblaðið/Eggert Höfundurinn „Fléttan er úthugsuð og Eva Björg treystir sig í sessi á meðal glæpasagnahöfunda með Næturskuggum,“ segir gagnrýnandi. Af litlum neista verður mikið bál Glæpasaga Næturskuggar bbbbn Eftir Evu Björgu Ægisdóttur. Veröld, 2020. Innbundin, 368 bls. STEINÞÓR GUÐBJARTSSON BÆKUR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.