Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 Þverholti 5 • Mosfellsbæ • Sími 898 1744 • myndo.is Við búum til minningar myndó.is ljósmyndastofa JÓLAGJÖFIN! GJAFABRÉF handa ömmu og afa, mömmu og pabba og minningarnar gleymast ekki Best a Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Það hefur gengið furðuvel,“ segir Elías Tjörvi Halldórsson, en tíu vik- ur eru liðnar síðan veitingahúsið ÚPS á Höfn í Hornafirði tók til starfa. Elías á og rekur staðinn ásamt bróður sínum, Þorgrími Tjörva, og Birnu Jódísi Magnús- dóttur. Þeir bræður standa vaktina í veitingahúsinu, elda og þjóna, og segir Elías að þeim hafi fundist vanta samkomustað fyrir heimafólk og að Hornfirðingar hafi tekið staðnum vel. „Ferðamenn eru sann- arlega líka velkomnir, þegar þeir koma,“ segir Elías. Staðurinn tekur 40-50 manns í sæti með áherslu á handverksbjór og eru tólf slíkir á boðstólum. Með veigunum er boðið upp á léttar „bjórtengdar“ veitingar og er helm- ingur þeirra vegan. Humar er ekki á matseðlinum eins og vinsælt hefur verið á Höfn enda hefur verið skort- ur á Hornafjarðarhumri síðustu misseri. Birna Jódís er með leirlist- arverkstæði samtengt og er allt leirtau á ÚPS úr hennar smiðju. Hægt er að fylgjast með vinnunni á verkstæðinu og kaupa vörur þaðan. Aldrei hefur verið fullt á ÚPS frá opnun, kórónuveikin og takmark- anir hennar vegna hafa séð til þess. Upp á síðkastið hefur verið miðað við skertan afgreiðslutíma og tíu manns á staðnum að hámarki, þann- ig að gestir hverju sinni hafa ekki verið fleiri en níu. Talsvert hefur verið að gera og opið innan skilyrts tímaramma alla daga nema sunnu- daga og mánudaga. Ákváðu að láta slag standa -En hvernig datt þeim í hug að opna veitingastað í miðjum heims- faraldri og hvaðan kemur nafnið á veitingastaðnum? „Við byrjuðum að hugsa um þetta löngu fyrir faraldurinn, en ef ég væri að fara af stað núna myndi ég sennilega hinkra aðeins,“ segir Elí- as. „Við tókum við húsnæðinu í byrjun árs, en það hýsti áður efna- laug. Framkvæmdir byrjuðu í jan- úar og við gerðum sjálf það sem þurfti að gera með aðstoð góðs fólks, en fengum reyndar fagmenn í rafmagn og pípulagnir. Hugmyndin var að opna áður en sumartraffíkin byrjaði, en allt dróst þetta vegna faraldursins. Við ákváðum síðan að hafa hægt um okkur um tíma, en vorum einfald- lega komin of langt til að hætta við. Það var síðan ekki annað að gera en að láta slag standa og staðurinn var opnaður síðustu helgina í ágúst. Nafnið má rekja til þess að við vinirnir vorum að tala saman einu sinni sem oftar meðan á fram- kvæmdunum stóð. Þá datt þetta upp úr einhverju okkar, „úps, við erum að fara að opna bar og veit- ingastað“. Okkur fannst nafnið gott; stutt, laggott og eftirminnilegt,“ segir Elías. Hann tekur undir að nafnið mætti eins tengja við farald- urinn, úps – svo kom veiran. Veitingastaðurinn ÚPS er staðsettur í miðjum bænum, gegnt ráðhúsinu, en flestir aðrir veitinga- staðir í fjölbreyttri flóru þeirra á Höfn eru nálægt höfninni. Elías segir að þeir séu flestir opnir eitt- hvað og hafi veitingamenn á Höfn sýnt ótrúlegan dugnað þrátt fyrir nánast algeran skort á erlendum ferðamönnum, sem síðustu ár hafi í hundruðum þúsunda sótt í feg- urðina nálægt jöklum Suðaustur- lands. Höfn Glaðbeittir gestgjafar: Þorgrímur Tjörvi Halldórsson, Birna Jódís Magnúsdóttir og Elías Tjörvi Halldórsson. ÚPS – og svo kom veira sem breytti áætlunum  Opnuðu veitingastað á Höfn fyrir tíu vikum  Bera sig vel Karítas Ríkharðsdóttir karitas@mbl.is Hársnyrtar eru orðnir óþreyjufullir eftir að fá að byrja að klippa aftur eftir. Hárgreiðslustofur á höfuð- borgarsvæðinu hafa verið lokaðar frá 7. október af sóttvarnaástæðum og á öllu landinu frá 20. október og ekkert liggur fyrir hvenær heimilt verður að opna þær aftur. Lilja Kristbjörg Sæmundsdóttir, formaður Félags hársnyrtisveina, segir hársnyrta algjörlega í lausu lofti. Tekjufallið í stéttinni sé algjört og enn er ekki hægt að sækja um lokunarstyrki. Hún segir hlutina hreyfast hægt í þeim málum og hár- snyrta þurfa vissu í sínum málum, ekkert sé í hendi ennþá og það skapi óþarfa kvíða. Hún segir óvissuna erfiðasta og skort á samtali gera sínum fé- lagsmönnum erfiðara fyrir. Mikil- vægt sé fyrir hársnyrta að vita helst fyrir helgina hvort möguleiki sé á opnunum í næstu viku og hvort það verði þá innan einhvers ramma sem hægt væri að byrja að undirbúa um helgina. „Það væri t.d. gott að geta skipulagt vaktir, ef staðan verður sú að það þarf að takmarka fjölda inni á hverri stofu gætu hársnyrtar skipt með sér tímum.“ Lilja segir sína félagsmenn þó svartsýna á að stofur verði opnaðar í næstu viku. „Miðað við hvernig Þór- ólfur (Guðnason sóttvarnalæknir) talar, þá er engin sérstök ástæða til bjartsýni.“ Þórólfur sagði á upplýs- ingafundi almannavarna í gær, að hann hefði sent heilbrigðisráðherra tillögur um hvað taki við næsta mið- vikudag þegar núverandi reglur falla úr gildi. Í þeim tillögum fælist einhver tilslökun en hann teldi að fara yrði hægt í sakirnar. Gagnrýnir breytingar á hlutabótaleiðinni Lilja gagnrýnir harðlega að miðað sé við að starfsfólk sé í 50% vinnu til þess að falla undir hlutabótaleiðina, en viðmiðið var 25% í vor. Þetta hafi komið illa við hárgreiðslustofur sem hafa margar hverjar enga innkomu eins og staðan er í dag. Sara Aníta, hársnyrtisveinn í meistaranámi, segir ástandið mjög erfitt. Það sé erfitt að hætta að gera það sem hún elskar að gera og hafa engar tekjur á meðan. Stofan sem Sara leigir stól hjá gat komið til móts við sína hársnyrta í leigu í vor þegar fyrsta bylgjan skall á. Sara segir fyrirtækið nú ekki í sömu stöðu í þetta skipti og hár- snyrtar þurfi því að greiða stólaleigu þótt innkoman sé engin. Hún segir óvissuna um afkomuna mikla þar sem framundan séu jól. Desember er alla jafna stærsti út- gjaldamánuður einstaklinga en þá eru einnig mestu uppgripin fyrir hársnyrta. Sara er sammála því að óvissan sé meiri í þessari bylgju far- aldursins en í vor og segir hana valda meiri kvíða. Hársnyrtar svartsýnir á að fá að opna  Formaður Félags hársnyrtisveina segir þungt hljóð vera í sínum félagsmönnum  Hárgreiðslu- stofur á höfuðborgarsvæðinu hafa verið lokaðar frá 7. október  Mikil óvissa fyrir desember Klipping Ekki hefur verið hægt að fá klippingu á höfuðborgarsvæðinu í 5 vikur. Höskuldur Daði Magnússon hdm@mbl.is „Ég held að það sýni allir skilning á ástandinu en auðvitað vonum við að slakað verði á takmörkunum fyrr en seinna svo við getum haldið áfram. Maður finnur það á nemendunum að þeir eru orðnir þreyttir og pirraðir á þessari fjarkennslu,“ segir Davíð Brár Unnarsson, skólastjóri Flug- akademíu Íslands. Samkomutakmarkanir vegna kór- ónuveirufaraldursins hafa sett strik í reikninginn hjá nemendum Flugaka- demíunnar að undanförnu. Heil- brigðisráðuneytið sendi frá sér þau tilmæli að verklegt flugnám og kennsla þar sem ekki væri unnt að viðhalda tveggja metra nálægðar- takmörkunum væri óheimil fram til 17. nóvember næstkomandi. Davíð segir að bókleg kennsla hafi að mestu farið fram á Teams, að minnsta kosti þar sem því hefur ver- ið við komið. Ekki sé þó hægt að kenna að fullu leyti í gegnum fjar- fundi. Tveir bekkir eru í bóklegu námi í skólanum í Keflavík og þrír í Reykjavík, samtals rúmlega eitt hundrað nemendur. Annar eins fjöldi er svo í verklegu námi við skól- ann. Erlendir nemar í biðstöðu „Eins og staðan er núna er öll verkleg kennsla stopp. Nema það sem við köllum sólóflug, eða einliða- flug,“ segir Davíð. Hann segir að- spurður að þetta sé ekki góð staða, síst fyrir erlenda nemendur sem séu í algjörri biðstöðu með verklegt nám sitt. Um 20-30 erlendir nemendur eru í verklegu námi við Flugakadem- íuna og segir Davíð að þetta komi verst við þá enda þurfi þeir að halda sér uppi og borga leigu og treysta á námsstyrki og lán. „En þetta hefur áhrif á alla nemendur að einhverju leyti.“ Fjarkennslan orðin þreytandi  Verklegt flugnám liggur nær niðri Flugnám Kórónuveiran setur strik í reikning flugmanna framtíðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.