Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 11
FRÉTTIR 11Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020
Laugavegi 178,105 Rvk. | Sími 551 3366 | www.misty.is
Opið virka daga kl. 10-18, laugardaga kl.10-14
BELLA NÁTTSETT
Efnið er blanda
af perúskri pima
bómul og módal
alveg ólýsanlega
mjúkt
Stærðir S-XL
Verð 29.990,-
allt settið
Hlýrabolur með
góðu haldi
fyrir brjóstin,
buxur og
sloppur.
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
Árleg Umhverfisverðlaun Ferða-
málastofu sem veitt voru nú í vikunni
komu í hlut Þingeyjarsveitar fyrir
uppbyggingu innviða við Goðafoss.
Þar hefur margvísleg aðstaða verið
byggð upp á síðustu árum; stígar
lagðir, settir upp útsýnispallar og
bílastæði flutt fjær fossinum til að
draga úr skarki á
fallegum stað.
„Leiðarljós við
umhverfisbætur
er jafnan að
vernda náttúruna
og ganga frá
mannanna verk-
um þannig að þau
falli vel inn í um-
hverfið, auki ör-
yggi ferðafólks og
séu þannig útbúin að upplifun verði
sterk,“ segir Þráinn Hauksson lands-
lagsarkitekt. Hann er í forsvari fyrir
Landslag ehf., en þar og hjá Glámu-
Kím arkitektum var aðstaðan við
Goðafoss hönnuð og þróuð.
Skipulag auðveldaði
Goðafoss í Skjálfandafljóti, sem er
nærri Ljósavatnsskarði og í mynni
Bárðardals, er 9-17 metra hár eftir
því hvar mælt er og 30 metra breiður.
Fossinn er formsterkur og mynd-
rænn. Klettar á skeifulaga brún
greina fossinn í tvo meginála sem
steypast fram af hraunhellu, skáhallt
andspænis hvor öðrum. Ætlað er að
um 500 þúsund manns komi að foss-
inum á ári hverju, sem er við Hring-
veginn því sem næst mitt á milli Ak-
ureyrar og Mývatns.
Endurbæturnar við Goðafoss
byggðust frá upphafi á góðri sam-
vinnu heimamanna og fagfólks. Verk-
efnið hófst árið 2013, þegar Þingeyj-
arsveit hlaut fyrst styrk úr
Framkvæmdasjóði ferðamannastaða
árið 2013 vegna vinnu við deiliskipu-
lag og landslagshönnun. Stuðningur
fékkst síðan í næstu sex árin þar á
eftir til stíga- og pallagerðar, merk-
inga, bílaplans og uppgræðslu. „Að í
upphafi væri til staðar gott og heild-
stætt deiliskipulag skipti sköpum í
þessu verkefni. Það auðveldaði alla
vinnuna og gaf tóninn fyrir meg-
indrættina, þótt framkvæmdir þróist
alltaf eitthvað út frá áætlunum eftir
því sem fram vindur,“ segir Þráinn.
Vinsæll myndatökustaður
Lengi var aðkoma flestra að Goða-
fossi úr vestri, það er beint frá Hring-
veginum inn á bílastæði skammt frá
gljúfri og fossi. Nú hafa þau stæði
sem fyrr segir verið flutt og fleiri ný
útbúin sunnan við verslunina að
Fosshóli, sem er á austurbakka
Skjálfandafljóts. Þaðan var síðan
lagður gangstígur með gljúfurbarm-
inum austanverðum nánast alveg að
fossinum þar sem útbúinn var pallur.
Þar er gott sjónarhorn að fossinum
fagra, að sögn Þráins, og vinsæll
myndatökustaður.
Umhverfisverðlaun Ferðamála-
stofu hafa verið veitt frá 1995 og eru
hvatning til ferðaþjóna um að huga
vel að umhverfismálum í skipulagi og
framkvæmd. Verðlaunin voru nú
veitt í fimmta sinn fyrir verkefni sem
hlutu styrk úr Framkvæmdasjóði
ferðmannastaða – en í öllum þeim til-
vikum þykir hafa tekist sérstaklega
vel til.
Falli að umhverfinu
Vel gert við Goðafoss Umhverfisverðlaun frá Ferða-
málastofu Upplifunin verði sterk Gott sjónarhorn
Þráinn Hauksson
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Flugsýn Goðafoss er um 30 metra breiður og formfagur. Fremst á myndinni
sést nýr útsýnispallur á austurbakkanum sem er vinsæll myndatökustaður.
Ljósmyndir/Aðsent
Aðstaða Horft af vesturbakka Skjálfandafljóts í átt að Fosshóli, þar sem er
verslun. Um hálf milljón ferðamanna kemur á ári hverju að Goðafossi.
Umboðsmaður Alþingis segir fjár-
veitingar til embættisins ekki nægja
til að hægt sé að sinna frumkvæð-
isathugunum og verði þær því lagðar
til hliðar. Þetta
kom fram þegar
Tryggvi Gunnars-
son, umboðsmað-
ur Alþingis, gerði
grein fyrir árs-
skýrslu embættis-
ins fyrir árið 2019
á fundi stjórn-
skipunar- og eftir-
litsnefndar Al-
þingis í vikunni.
Tryggvi sagði
embættið hreinlega ekki hafa bol-
magn til þess að sinna frumkvæðisat-
hugunum miðað við fjárlagafrum-
varp ársins 2021 og fyrirliggjandi
fjármálaáætlun. Þingmenn þyrftu að
svara því hvort þeir teldu nausynlegt
að þessari þjónustu yrði sinnt.
„Nú eru þær aðstæður uppi í starfi
umboðsmanns að ég hef fengið tæki-
færi til að stíga aðeins til hliðar, ætla
að sinna hér viðfangsefni sem hefur
verið hjartans mál mitt, þ.e.a.s.
fræðsluefni fyrir starfsfólk stjórn-
sýslunnar. Ég mun hins vegar nota
tímann nú fram að áramótum og
pakka saman hér eldri málum og m.a.
að pakka þessum frumkvæðismálum
sem við höfum hreyft, væntanlega
annaðhvort í bréf sem send verða út
eða í pappakassa,“ sagði Tryggvi á
fundinum.
Á skrifstofu umboðsmanns Alþing-
is hefur verið starfandi forstöðumað-
ur frumkvæðismála, sem ásamt því
að sinna yfirstjórn og aðstoða við OP-
CAT-eftirlit með fangelsum landsins
hefur haft umsjón með frumkvæðis-
málum. Með honum hefur starfað
einn lögfræðingur. Tryggvi sagði
þetta ekki duga til þess að sinna
málaflokknum.
Sagði Tryggvi á fundinum að hann
hafi gert það að tillögu sinni við
vinnslu fjármálaáætlunar að starfs-
manni yrði bætt í þessa deild árið
2021 og öðrum árið 2024. Ekki sé útlit
fyrir að fjárveitingar fáist fyrir þeim
mannskap.
Þá hafi komið spurningar frá fjár-
mála-og efnahagsráðuneytinu um
hvort einhver áhætta væri fólgin í því
að frumkvæðisathuganir yrðu ekki
framkvæmdar. Tryggvi svaraði því
þannig að heimild umboðsmanns til
þessara athugana sé til staðar til þess
að leiða til umbóta í stjórnsýslu.
Verði þeim ekki sinnt, verði ekki téð-
ar umbætur.
Samkvæmt ársskýrslu umboðs-
manns fyrir árið 2019 var ekkert nýtt
frumkvæðismál tekið til athugunar
árið 2019 en einu máli lokið. Þá var
sjö málum, sem áður höfðu verið tek-
in til athugunar, enn ólokið við árslok
2019. karitas@mbl.is
Morgunblaðið / Hari
Aþingi Stjórnskipunar-og eftirlitsnefnd fjallar árlega um skýrslu umboðs-
manns Alþingis. Umræða fyrir skýrslu ársins 2019 fór fram á miðvikudag.
Ekki unnt að sinna
frumkvæðismálum
Umboðsmaður segir fjármagn ekki nægt
Tryggvi
Gunnarsson
Umhverfisstofnun veitti Hafnar-
fjarðarbæ nýverið leyfi til þriggja
daga vinnu þriggja starfsmanna við
frágang bílastæðis sem gert var við
hellinn Leiðarenda nú í haust. Hell-
irinn er innan Reykjanesfólkvangs
og er jarðrask þar óheimilt nema
með leyfi stofnunarinnar.
Helga Ingólfsdóttir, formaður um-
hverfis- og framkvæmdaráðs í Hafn-
arfirði, segir að það sé vilji bæjaryf-
irvalda að aðkoma sé sem best að
hellinum og því hafi verið ráðist í
gerð bílastæða fyrir 17 bíla og tvær
rútur auk annarra framkvæmda.
Leiðarendi sé um margt áhugaverð-
ur sem fræðsluhellir fyrir Íslendinga
sem og útlendinga, en þoli ekki mikið
álag.
Vildu tímabundna lokun
Hún segir að fylgst sé með fjölda
gesta á svæðinu og á síðustu árum
hafi dregið úr heimsóknum. Það
megi einkum skýra með bættu að-
gengi að Raufarhólshelli við
Þrengslaveg, en einnig sé hann auð-
veldari yfirferðar heldur en Leiðar-
endi við Bláfjallaveg.
Fyrir fjórum árum óskaði um-
hverfis- og framkvæmdaráð Hafnar-
fjarðarbæjar eftir því við Umhverf-
isstofnun að Leiðarenda yrði lokað
tímabundið vegna álags og hættu á
skemmdum á viðkvæmum dropa-
steinum. Þá var einnig rætt um hóf-
lega gjaldtöku af ferðamönnum.
Að sögn Helgu varð af hvorugu,
enda hefur dregið úr fjölda gesta, og
tekur Hafnarfjarðarbær hvergi
gjald af ferðamannastöðum innan
bæjarfélagsins. Einn slíkur staður
er Seltún við Krýsuvík og segir
Helga að þar hafi verið rætt um
gjaldtöku á bílastæðum líkt og gert
hefur verið í þjóðgarðinum á Þing-
völlum. Hún segir að slíkt sé þó ekki
komið á dagskrá. aij@mbl.is
Lagfæringar
við Leiðarenda
Dregið hefur úr fjölda ferðamanna
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Leiðarendi Hellirinn er langur
gangur og alls einn kílómetri.