Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 19
MINNINGAR 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020
✝ Guðrún Ing-ólfsdóttir
fæddist á bænum
Stóradal í Eyja-
firði 12. september
1932. Hún lést á
hjúkrunarheim-
ilinu Skógarhlíð á
Akureyri 3. nóv-
ember 2020. For-
eldrar hennar voru
hjónin Ingólfur Ás-
björnsson, f. 21.
apríl 1907, d. 26. júlí 1993, og
María Guðmundsdóttir, f. 23.
desember 1915, d. 31. mars
1995.
Guðrún giftist hinn 11. sept-
ember 1954 Inga Hólmari Jó-
hannessyni, f. 21. júní 1933.
Foreldrar hans voru Jóhannes
Sigurðsson, f. 4. júlí 1910, d.
14. sept. 1998, og Laufey Sig-
urpálsdóttir, f. 23. des. 1913, d.
12. maí 1999.
Börn Guðrúnar og Inga eru:
1) María, f. 9. apríl 1953, maki
Daníel Guðjónsson, f. 30. júní
1952. Börn Maríu eru: a) Hjört-
ur Ingi Eiríksson, f. 19. feb.
1972, maki Erla Baldvinsdóttir,
f. 21. okt. 1973, og eiga þau
börnin Höllu Maríu, Söru Hlín,
Sóldísi Erlu og Baldvin
Rökkva. b) Harpa Rún Eiríks-
dóttir, f. 5. sept. 1977, og á hún
Þór Sigurðsson, f. 15. okt.
1964. Börn þeirra eru: a) Íris, f.
29. des. 1989, maki Haraldur
Pálsson, f. 26. apríl 1989, og
eiga þau tvíburana Þórarin
Inga og Aron Gísla. b) Birta, f.
6. des. 1993, í sambúð með
Arnari Kára Guðjónssyni, f. 25.
des. 1989. c) Atli, f. 13. feb.
1996.
Guðrún ólst upp í Stóradal
hjá foreldrum sínum við al-
menn bústörf. Hún fór í Hér-
aðsskólann á Laugum í Reykja-
dal í S-Þingeyjarsýslu og síðan
í Húsmæðraskólann á Lauga-
landi í Eyjafirði. Fyrstu árin
eftir að hún giftist bjuggu þau
Ingi í Stóradal í félagsbúi með
foreldrum hennar. Árið 1965
hættu þau búskap og fluttu til
Akureyrar í nýja íbúð sem þau
byggðu í Skarðshlíð 18, nú
Skarðshlíð 14. Þar bjuggu þau
meðan heilsan leyfði og hún
varð vegna heilsubrests að fara
á hjúkrunarheimilið Skógar-
hlíð, Akureyri. Eftir að þau
fluttu til Akureyrar vann Guð-
rún fyrstu árin á gæsluvöllum
bæjarins við barnagæslu en hóf
síðan störf á verksmiðjum SÍS
á Gleráreyrum við saumaskap
þar sem hún vann þar til hún
fór á eftirlaun.
Jarðsett verður frá Akureyr-
arkirkju í dag, 13. nóvember
2020, klukkan 13.30. Streymt
verður frá útförinni:
https://tinyurl.com/yybfk6f4
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á
https://www.mbl.is/andlat
börnin Ólaf Jón
Guðjónsson og
Bjarna Snæbjörn
Þórðarson. c) Aron
Freyr Ólason, f.
16. sept. 1991. 2)
Laufey, f. 8. mars
1955, maki Krist-
ján Viðar Krist-
jánsson, f. 23. sept.
1963. Börn Lauf-
eyjar eru: a) Guð-
rún Erna Rúd-
ólfsdóttir, f. 22. des. 1973, maki
Steingrímur Steinarsson, f. 22.
nóv. 1974. Þau eiga dæturnar
Laufeyju og Þóreyju. b) Pétur
Birgisson, f. 18. sept. 1976,
maki Dagný Friðbjörnsdóttir
Möller, f. 14. sept. 1978. Þau
eiga börnin Tönju Möller, sem
á dótturina Karitas, Sunnevu
Möller og Núma Möller. 3)
Bryndís Sæunn, f. 28. maí 1958.
Hennar sonur er Einar Þor-
steinn Pálsson og á hann börn-
in Köru Sól, Eyvöru Elvu og
Pétur Jökul. 4) Ingibjörg, f. 21.
apríl 1961, maki Bergþór Aðal-
steinsson, f. 2. feb. 1962. Sonur
Ingibjargar er Heiðar Örn Óm-
arsson, f. 25. jan. 1979, maki
Lína Rut Olgeirsdóttir, f. 14.
júní 1986, og eiga þau börnin
Rakel Yrsu og Eyrúnu Önju. 5)
Agnes, f. 16. okt. 1965, maki
Minningarbrot um mömmu.
Það var mikill kærleikur og
gott að alast upp á heimilinu okk-
ar í Skarðshlíðinni. Minningar
mínar frá æskuárum einkennast
af áhyggjulausu og kærleiksríku
lífi og upplifði ég mikla væntum-
þykju.
Mamma var róleg kona með
mikið jafnaðargeð, hún var við-
kvæm og mátti ekkert aumt sjá
né vita.
Mamma gerði allt vel sem hún
tók sér fyrir hendur og lagði mik-
ið á sig til að hafa fallegt heimili,
góðan mat, vera í fallegum fötum
og að okkur skorti ekkert.
Mamma var einstaklega lagin
með ýmiss konar handavinnu.
Eftir hana liggja ótal falleg verk
víða hjá fjölskyldunni. Hún hafði
fíngerðan smekk og handavinnan
bar þess merki. Hér áður þegar
við systur vorum yngri þá saum-
aði hún á okkur fötin, ein jólin
vorum við allar fimm í heima-
saumuðum skokkum.
Eins og tíðkaðist í þá daga var
mamma heimavinnandi lengi vel
meðan við systur vorum yngri en
svo kom að því að hún fór að
vinna utan heimilis. Ég held að
það hafi gefið henni mikið, þar
átti hún góða vinnufélaga og fór
að taka meiri þátt í félagslífi og
hugsa meira um eigin þarfir og
langanir.
Ég fór ung að heiman og flutti
til Reykjavíkur. Fjarlægðin var
oft erfið en þá var gott að hafa
símann og við mæðgur töluðum
mikið saman. Ég þurfti að fá ráð
varðandi heimilishaldið, barna-
uppeldið og svo þurftum við að
sjálfsögðu að ræða málefni líð-
andi stundar og þá lá hún ekki á
skoðunum sínum.
Við Þór kynntumst 1987, það
var yndislegt að sjá hvernig
mamma tók honum strax frá
fyrstu kynnum, hún sá strax hvað
hann var gott mannsefni fyrir
mig. Hún dáðist mjög að hand-
lagni hans og dugnaði og síðar
hvað hann var góður eiginmaður
og faðir.
Alltaf var tilhlökkun hjá okkur
fjölskyldunni að koma norður í frí
til mömmu og pabba og um leið
ömmu og afa. Mömmu var mjög
umhugað um börnin mín og sýndi
þeim mikla væntumþykju. Hún
dekraði við þau og var búin að
birgja sig upp af alls kyns mat og
fíneríi sem hún vissi að myndi
gleðja þau.
Mamma og pabbi keyptu sum-
arbústað í Vaðlaheiðinni. Hann
færði nýja vídd í líf þeirra og ekki
síður fyrir okkur fjölskylduna.
Þær eru ófáar yndislegu sam-
verustundirnar með þeim þar og
yfirleitt var efnt til stórveislu
þegar við komum norður sem
enduðu oft með góðu ættarmóti.
Svo kom sá tími að veikindi,
bæði líkamleg og andleg, fóru að
hafa áhrif á líðan mömmu. Þessi
tími var erfiður fyrir alla fjöl-
skylduna og áttuðum við okkur
lengi ekki á að það var hægfara
heilabilun að hrjá hana. Pabbi
sinnti mömmu einstaklega vel og
var það erfið ákvörðun fyrir hann
og okkur systurnar að fá inni á
hjúkrunarheimili fyrir hana. Þar
fékk hún góða aðhlynningu.
Oft hef ég hugsað um þessa
kveðjustund og reynt að búa mig
undir hana, en mikið er þetta
sárt. Elsku mamma, takk fyrir
allar okkar yndislegu stundir,
fyrir allt það sem þú hefur gefið
mér og mínum í gegnum tíðina,
hér eftir get ég alla vega yljað
mér við góðar minningar um þig.
Elsku pabbi, allir afkomendur,
vinir og samferðafólk mömmu,
innilegar samúðarkveðjur til
ykkar, minning um góða og fal-
lega konu mun lifa með okkur.
Hvíl í friði elsku mamma.
Þín
Agnes.
Nú þegar Guðrún tengdamóð-
ir mín hefur kvatt þessa jarðvist
langar mig að minnast hennar
með fáeinum orðum. Ég kom
nokkuð seint inn í líf Guðrúnar
sem mannsefni Maríu, elstu dótt-
urinnar. Er mér ofarlega í huga
hversu vel hún tók mér þegar
María kynnti mig til sögu. Frá
þeim tíma var ég samofinn lífi
hennar og þessarar stóru og sam-
heldnu fjölskyldu sem samanstóð
af fimm systrum ásamt Ellu
frænku þeirra og fjölskyldum
þeirra.
Guðrún var sveitastúlka og al-
in upp á bænum Stóradal í
Djúpadal í Eyjafirði. Hún var af
þeirri kynslóð þar sem húsmóð-
urstörf voru í hávegum höfð og
talin til gildis. Hún hafði verið á
Héraðsskólanum á Laugum í
Reykjadal og Húsmæðraskólan-
um á Laugalandi í Eyjafirði. Hún
var því vel undirbúin til að hugsa
um sína stóru fjölskyldu en dæt-
urnar urðu fimm. Hún saumaði,
prjónaði og heklaði á börnin og
seinna barnabörnin og allt lék
þetta í höndum hennar. Hún var
vakin og sofin yfir fjölskyldunni
og velferð hennar. Sjálf var hún
alltaf vel tilhöfð og hafði gaman
af að klæða sig upp á. Fínleg,
flott kona.
Miðpunktur fjölskyldunnar
var heimili þeirra hjóna og þar
hélt tengdamamma um alla
þræði og var límið sem öllu hélt
saman. Í hugann koma margar
skemmtilegar stundir. Jólaboðin
í Skarðshlíðinni á jóladag eru sér-
staklega minnisverð en þar kom
öll fjölskyldan saman og alltaf
var nóg pláss þótt fjölskyldan
stækkaði á hverju ári. Þarna var
húsmóðirin í essinu sínu og
stjórnaði öllu með sínu lagi. Mat-
ur og góðgjörðir svo aldrei sá
högg á og um kvöldið var tekið í
spil. Spilakvöldin voru svo fjölda-
mörg því bæði hún og Ingi,
tengdafaðir minn, höfðu gaman
af að spila.
Fjölskylduþorrablótin voru ár-
leg og þar söng fólk mikið og
skemmti sér en Guðrún hafði
yndi af söng. Stefán Íslandi var
móðurbróðir hennar og því stutt
að sækja í sönggleðina. Það er því
margs að minnast.
Guðrún hafði gaman af útileg-
um og ferðalögum innanlands og
þau Ingi stunduðu einnig stang-
veiði um árabil. Var þá jafnan
farið í efri hluta Laxár í Aðaldal
og veiddur urriði og að Hrauni í
Fljótum. Þótt hætt væri veiði var
áfram farið í útilegur. Árlega var
farið í eina fjölskylduútilegu þar
sem allir sem vettlingi gátu vald-
ið mættu börn og barnabörn. Þau
Ingi áttu lítið hjólhýsi sem alltaf
var miðpunktur útilegunnar og
þar var Guðrún eins og unga-
mamma með nóg af bakkelsi og
góðgæti fyrir alla. Á kvöldin var
grillað og sungið fram á nótt.
Þau Ingi áttu sumarbústað í
Kotabyggðinni gegnt Akureyri.
Þar undu þau sér flest sumur og
plöntuðu trjám, yrktu jörðina og
ræktuðu blóm. Var bústaðurinn
þeirra sælureitur og jafnframt
samkomustaður fjölskyldunnar á
sumrin.
Það er því margs að minnast
þegar litið er yfir farinn veg og er
ég þakklátur fyrir að hafa verið
um tíma hluti af tilveru Guðrúnar
Ingólfsdóttur. Að leiðarlokum vil
ég þakka tengdamóður minni
fyrir allt það góða er í minning-
unni lifir og óska henni velfarn-
aðar á þeim vegum sem hún nú
hefur lagt út á hvar svo sem þeir
eru.
Daníel Guðjónsson.
Hvíldu í friði elsku amma mín.
Þú varst mér mikil fyrirmynd.
Takk fyrir alla hlýjuna, umhyggj-
una og góðu stundirnar. Minn-
ingar eins og sumarkvöld með
ykkur afa í bústaðnum verða mér
alltaf afar kærar.
Birta Þórsdóttir.
Þær voru óteljandi ferðirnar
norður, skíði um páska, vikudvöl
að sumri, jól eða hefðbundið sum-
arfrí með mömmu og pabba,
Birtu og Atla.
Það var alltaf dásamlegt að
keyra inn á Akureyri með fyrsta
stoppi í Skarðshlíðinni þar sem
okkar beið After Eight-kakan,
brauðtertan, kleinurnar og auð-
vitað engiferkökurnar sem voru
alltaf í mesta uppáhaldinu hjá
mér.
Besta lambalæri í heimi fékkst
í eldhúsinu þínu og mun mig
dreyma um það áfram um
ókomna tíð.
Þegar ég kom ein norður hvarf
ég svolítið inn í gamla tímann,
gufan í útvarpinu eða Álftagerð-
isbræður í plötuspilaranum, afi
að fá sér súrt slátur og þú, hús-
freyjan sem þú ætíð varst, að
bjóða mér að borða og settist svo
og horfðir á.
Ég veit enn þann dag í dag
ekki hvort og þá hvenær þú borð-
aðir, þú settir alltaf gestkomandi
í forgang, lifðir eftir gömlum
gildum og varst umfram allt ein-
staklega stolt húsmóðir.
Spilastokkurinn var aldrei
langt undan og voru það með
skemmtilegri stundunum með
þér og afa. Mér eru líka mjög
minnisstæð kvöldin þegar þú lag-
aðir fyrir mig heitt kakó rétt fyrir
svefninn og því fylgdu að sjálf-
sögðu engiferkökur og svaf ég
líklega aldrei betur en þær næt-
ur.
Það var aldrei neinn asi í
kringum þig, rólegheit og hlý-
leiki, sitjandi inni í eldhúskrókn-
um að tala um allt dásamlega
fólkið þitt sem þú varst svo stolt
af. Ég fann stoltið svo sterkt þeg-
ar strákarnir mínir komu í heim-
inn.
Þú varst svo góð amma og
langamma og það sáu allir langar
leiðir. Þessir ömmutöfrar sem
ekki er hægt að setja í orð, þessi
yfirvegun í kringum börn og
þessi hlýja sem þú sýndir öllum
jafnt.
Elsku amma mín, mér fannst
svo sárt og erfitt þegar minnið
fór að bregðast þér og get ég ekki
ímyndað mér hvað það hefur ver-
ið erfitt fyrir þig. Ég hitti þig
minna seinustu árin þín og
hringdi sjaldnar í asa lífsins en ég
hugsaði samt svo ótaloft til þín.
Ég get ekki lýst því hvað ég er
þakklát fyrir að hafa getað hitt
þig í júní, á milli Covid-bylgja þar
sem heimsóknir voru leyfðar á
dvalarheimilin, að hafa hitt þig á
góðum degi þar sem þú barst þig
ágætlega.
Það var þó erfitt að sjá hvað þú
varst fjarræn og lífskrafturinn
búinn að dvína svo mikið og þú
líklega farin að hugsa til sumar-
landsins að handan.
Ég fann að þú þekktir mig, ég
fann að þú treystir mér og vildir
hafa mig hjá þér þótt þú kæmir
því kannski ekki í orð. Ég átti svo
erfitt með að halda aftur af tár-
unum. Svo kom að kveðjustund
og þegar ég var að hjálpa þér í
sætið var svo óvænt þegar þú
stóðst aftur upp til að gefa mér
faðmlag, svo hlýtt og gott faðm-
lag.
Það var eins og þú hefðir vakn-
að í eitt augnablik og værir að
þakka fyrir tímann okkar saman
og jafnframt að kveðja í hinsta
sinn. Ég nánast vissi að þetta
væri í síðasta skiptið sem ég
myndi þig augum líta á minni
ævi.
Elsku amma mín, ég tek með
mér áfram inn í lífið svo ótal-
margt sem þú kenndir mér og
held uppi þinni minningu, umvaf-
inni hlýju og ást.
Þín ömmustelpa
Íris Þórsdóttir.
Guðrún
Ingólfsdóttir
Við þökkum af öllu hjarta fyrir hlýhug,
samúð og vináttu vegna andláts og útfarar
ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður,
afa og langafa,
ÁSGEIRS INGA ÞORVALDSSONAR
múrarameistara.
Sérstakar þakkir fær starfsfólk Hraunbúða fyrir einstaka
umönnun og vináttu.
Guðfinna Sveinsdóttir
María Nsamba Ásgeirsdóttir Martin Nsamba
Þorvaldur Tolli Ásgeirsson Ásdís Gréta Hjálmarsdóttir
Sveinn Ásgeirsson Sigrún Alda Ómarsdóttir
Borgþór Ásgeirsson Birgitta Sif Jónsdóttir
afabörn og langafabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
JÓN SKAGFJÖRÐ STEFÁNSSON,
Gauksstöðum, Skaga,
verður jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju
laugardaginn 14. nóvember klukkan 14.
Í ljósi aðstæðna verður einungis nánasta fjölskylda viðstödd.
Streymt verður frá athöfninni á facebook-síðu
Sauðárkrókskirkju.
Stefán Jónsson
Sveinfríður Jónsdóttir
tengdabörn, barnabörn
og langafabörn
Við þökkum samúð og hlýhug við fráfall
föður okkar, tengdaföður, afa og langafa,
KJARTANS T. ÓLAFSSONAR,
sem lést 2. nóvember.
Jökull Veigar Kjartansson
Ólafur Helgi Kjartansson Þórdís Jónsdóttir
Skúli Kjartansson Nancy Barish
Hjálmar Kjartansson Guðný Anna Arnþórsdóttir
Bergdís Linda Kjartansdóttir Þórður Kristjánsson
barnabörn og langafabörn
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi, langafi
og langalangafi,
RAGNAR GUÐMUNDUR JÓNASSON,
fyrrverandi slökkviliðsmaður,
lést laugardaginn 7. nóvember á Hrafnistu
í Hafnarfirði.
Útför auglýst síðar.
Guðrún Árnadóttir
Hannes Arnar Ragnarsson Halldóra S. Lúðvíksdóttir
Jónas Ragnarsson Ragnhildur Sigurðardóttir
Guðmundur Ingi Ragnarsson Sigrún Kristjánsdóttir
Hermann Ragnarsson Sóley Víglundsdóttir
Halldór Karl Ragnarsson
Sigurður Vignir Ragnarsson Valdís I. Steinarsdóttir
Unnar Ragnarsson María Guðmundsdóttir
barnabörn, barnabarnabörn
og barnabarnabarnabarn
Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi
og langafi,
SIGURÐUR J.N. INGÓLFSSON
málarameistari,
Fornastekk 3, Reykjavík,
lést á Landspítalanum, Fossvogi,
aðfaranótt þriðjudagsins 10. nóvember.
Útför verður auglýst síðar.
Þorsteinn V. Sigurðsson Hrefna G. Magnúsdóttir
Ingólfur Sigurðsson
Sigríður Þóra Þorsteinsdóttir Pétur Þór Guðjónsson
Fanney Rut Þorsteinsdóttir Bjarki Heiðar Sveinsson
Kristín Nordal Ingólfsdóttir
Rakel Ósk Jóelsdóttir Jónas Birgir Jónasson
Magnús Hlífar Jóelsson
Frederik Ingólfsson
Kristófer, Sunneva, Pétur, Tristan, Eva,
Natalía, Logi, Viktoría og Lovísa