Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020
VINNINGASKRÁ
392 12752 23107 34120 45686 55565 64417 73620
547 13127 23191 34148 45919 55743 64473 74074
556 13309 23448 34442 46106 55858 64728 74247
966 13461 23735 34563 46442 56121 64791 74277
1140 13883 23876 35625 46472 56333 66530 74351
1208 14647 24598 36339 46567 56805 66808 74359
1612 14757 25001 36505 46727 57056 66936 74380
1877 15025 25682 36577 47417 57078 66997 74936
1972 15403 26079 36951 47625 57130 67119 75104
2070 15489 26645 37019 47671 57183 67587 75111
3028 15698 26776 37066 47690 57248 67767 75195
3123 16686 26870 37263 47793 58356 68151 75822
3124 17196 27397 37309 47826 58590 68482 76018
4048 17455 27461 37426 47832 59010 68498 76507
4166 17624 27984 38012 48097 59296 68711 76560
4367 17673 28083 38342 48580 59555 68741 76692
4412 17762 28155 38434 49055 59584 68783 77071
4478 17795 28608 38695 49526 59661 69168 77316
4514 17851 28749 38750 49637 59709 69323 77500
4605 17909 29151 39727 50753 60535 69619 77706
6682 18170 29224 39774 50937 60807 69849 78019
7009 18644 29870 39910 51253 61094 69920 78431
7478 18768 30742 40367 51421 61128 70215 78619
7753 18899 30899 40397 51572 61345 70255 78626
8922 19127 31369 41080 52682 61666 70282 78868
9345 19591 31761 41896 52820 61704 70483 78887
9497 20245 31923 41905 53733 61715 70872 78983
9530 20548 32089 42528 53752 62033 70958 79310
10099 20568 32364 43224 53818 62615 71868 79538
10132 20928 32629 43243 54027 62937 71910 79545
10763 21049 32754 43385 54038 63129 72048 79736
10985 21077 32886 43423 54343 63194 72190
11118 21477 32955 44936 54481 63600 72454
11137 22215 32995 44987 54645 63683 72518
11248 22618 33309 45111 54646 63953 72868
11904 22989 33398 45430 54774 64025 72886
12485 23088 34047 45603 55016 64301 73285
144 9093 19028 32017 42521 53635 61691 75056
494 9485 19604 32411 42640 53848 62575 75108
865 10255 19987 33408 43110 54142 63467 75298
1968 11101 21751 34265 44399 54361 64687 76150
3293 11668 23006 34519 45026 55080 65234 77530
3315 12580 23332 34685 45048 55341 66580 78969
3687 14582 24553 34793 46159 56230 67282 79517
4242 14624 24963 36319 46588 56617 68874 79540
5557 16673 24984 36360 48071 57577 68919 79840
5580 16850 28055 36805 48305 57878 71682
5638 16871 28253 41798 48458 59516 73048
8453 17944 28324 41799 49777 60868 74534
8677 18231 31581 41920 53625 61081 74544
Næstu útdrættir fara fram 19., 26. nóv & 3. desember 2020
Heimasíða: www.das.is
Vinningur
Kr. 12.000 Kr. 24.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 25.000 Kr. 50.000 (tvöfaldur)
Vinningur
Kr. 150.000 Kr. 300.000 (tvöfaldur)
21149 28570 32358 69781 78210
Vinningur
Kr. 50.000 Kr. 100.000 (tvöfaldur)
2325 15959 39100 44513 65084 71504
3376 20704 40642 56725 66400 74941
6857 35816 41638 57247 66874 75894
9149 36116 41929 60350 67765 77440
Aðalv inningur
Kr. 2.000.000 Kr. 4.000.000 (tvöfaldur)
1 3 7 7 1
28. útdráttur 12. nóvember 2020
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Það hristi hressilega upp í borgar-
kerfinu þegar dr. Tryggvi Þór Her-
bertsson lýsti því yfir í Viðskipta-
Mogganum á miðvikudag að Tan Sri
Vincent Tan hefði enn fullan hug á að
reisa 40 milljarða króna Four Sea-
sons-hótel á Miðbakka í Reykjavík.
Kristín Soffía Jónsdóttir, formaður
stjórnar Faxaflóahafna, brást við á
Twitter og sagði málið einkennast af
„draumórum“ og að útilokað væri að
hann fengi heimild til að taka Mið-
bakkann undir þessa starfsemi. For-
stjóri Faxaflóahafna hefur ekki látið
ná í sig og enn er beðið viðbragða
Dags B. Eggertssonar borgarstjóra.
Benti Tryggvi Þór á að hótel af þess-
ari stærðargráðu, sem hægt væri að
reisa og koma í starfsemi á fyrri
hluta árs 2023, myndi skila borginni
u.þ.b. 600 milljónum króna í fast-
eignagjöld á ári.
Sá tækifæri í hamborgurum
En hvaða maður er þetta sem
Tryggvi talar fyrir? Hver hefur svo
djúpa vasa að geta ráðist í 40 millj-
arða hótelframkvæmdir mitt í því
ástandi þar sem ferðaþjónusta
heimsins er nær öll á hausnum?
Það er malasískur kaupsýslumað-
ur sem nú þegar hefur fjárfest í einni
stærstu hótelkeðju Íslands (félag
sem hann stýrir á 75% hlut í Ice-
landair Hotels) og hefur því orðið
verulegra hagsmuna að gæta hér á
landi. Það er hins vegar ekki Vincent
Tan sjálfur sem stendur í þessum
fjárfestingum, heldur félag sem hann
stofnaði og hefur stýrt nær óslitið frá
árinu 1984. Berjaya Corporation
Berhad er skráð í kauphöllina í Kuala
Lumpur og er markaðsvirði þess 230
milljarðar dala, jafnvirði 32 þúsund
milljarða króna.
Auður hans er hins vegar ekki jafn
mikill, og samkvæmt nýjasta lista
Forbes yfir auðugustu menn Malasíu
vermir hann 23. sætið á listanum með
áætlaðar persónulegar eignir upp á
750 milljónir dollara, jafnvirði 103
milljarða króna. Hann kemst því ekki
á lista yfir milljarðamæringa tíma-
ritsins, mælt í dollurum, þótt hann
hafi um miðjan síðasta áratug átt þar
sæti. Á þessum lista sitja nú hvorki
meira né minna en 2.250 einstakling-
ar og því varhugavert að halda því
fram að Vincent Tan sé í hópi auð-
ugustu manna veraldar.
En það er fyrrnefnt Berjaya sem
gerir hann óvenju áhrifamikinn og
slagkrafturinn sem fylgir ákvörðun-
um hans er slíkur að ekki er ósenni-
legt að 150 herbergja Four Seasons-
hótel verði risið í miðborg Reykjavík-
ur innan fárra ára ef honum og
samverkamönnum hans tekst að
telja meirihlutanum í borgarstjórn
hughvarf.
Afar breið fjárfestingarlína
Berjaya á fjölda dótturfélaga og
hefur fjárfest á breiðu sviði, allt frá
fjarskiptafélögum til fjárhættuspila,
fasteignaþróunarverkefna til hótel-
reksturs, í menntastofnunum og fjár-
málafyrirtækjum og þá hefur hann
einnig haslað sér völl á markaði
skutlþjónustu og bílasölu. Til marks
um fjölbreytileika fjáfestinga félags-
ins þá keypti það árið 2016 HR
Owen, sem er stærsti söluaðili lúx-
usbíla á borð við Ferrari, Lamborg-
hini og Bentley í heiminum. Yfir fé-
lagið setti Vincent Tan Ken Choo,
sem fram að þeim tíma hafði stýrt
hótelum og spilavítum á Seychelles-
eyjum og var einnig um tíma fram-
kvæmdastjóri Cardiff City, velska
fótboltaliðsins sem hann keypti hlut í
árið 2010. Það er þó ekki eina íþrótta-
liðið sem orðið hefur á fjárfesting-
arleið Tan því Berjaya hefur einnig í
safni sínu fótboltaliðin FK Sarajevo í
Bosníu-Hersegóvínu, K.V. Kortrijk í
Belgíu og Los Angeles Football
Club.
Vincent Tan er fæddur árið 1952
og hlaut ekki silfurskeið í munni í
heimanmund. Líkt og Tryggvi Þór
nefndi í fyrrnefndu viðtali í Við-
skiptaMogganum hefur hann verið
drifinn áfram af miklum metnaði frá
unga aldri og sá snemma tækifæri í
því að laða alþjóðleg fyrirtæki til
Malasíu. 17 ára gamall hóf hann feril
sinn sem óbreyttur bankastarfsmað-
ur en það var árið 1980 sem stóra
tækifærið kom. Þá fékk hann rekstr-
arleyfið fyrir McDonalds í heima-
landi sínu.
Mikið barnalán
Vincent hefur ekki aðeins verið
atorkusamur í alþjóðlegum viðskipt-
um. Hann er kvæntur og á 11 börn.
Meðal þeirra er samfélagsmiðla-
stjarnan Chryseis Tan, sem árið 2018
gekk í það heilaga með viðskiptajöfr-
inum Faliq Nasimuddin. Náði at-
höfnin, sem var hin glæsilegasta í
alla staði, augum pressunnar, bæði í
heimalandinu og einnig í Bretlandi.
Yngri bróðir Vincents Tan er
Danny Tan Chee Sing. Hann er einn-
ig í hópi ríkustu manna Malasíu og
eru eignir hans metnar á 665 millj-
ónir dollara, jafnvirði 91 milljarðs
króna. Auður þeirra bræðra á sér
hins vegar ekki sömu uppsprettur.
Danny hefur í áratugi byggt upp
byggingarfélagið Tropicana Cor-
poration sem verið hefur á almenn-
um hlutabréfamarkaði í heimaland-
inu frá árinu 1992.
AFP
Litríkur Vincent Tan vakti mikla athygli í kjölfar kaupanna á Cardiff City og er gjarnan áhorfandi á leikjum liðsins.
Með fjárfestingar-
veldi á bak við sig
Ókrýndur hótelkonungur Íslands með mörg járn í eldinum
Í Kyoto í Japan á Berjaya Four Sea-
sons hótel sem tekið var í notkun
fyrir fjórum árum. Það er reist í
jaðri 800 ára gamals tjarnargarðs
sem setur mikinn svip á umhverfi
byggingarinnar.
Kostnaður við framkvæmdina
nam 53 milljörðum króna. Í því eru
123 herbergi ásamt 57 lúxus-
íbúðum sem seldar voru í lok fram-
kvæmda en Four Seasons leigir út
þegar eigendur eru ekki á svæð-
inu. Íbúðaverðið var ekki á sömu
slóðum og íslenskur fasteigna-
markaður hefur kynnst og hljóp
fermetraverð íbúðanna á 7,4-8,9
milljónum króna. Berjaya vinnur
nú að framkvæmdum við Four Sea-
sons-hótel í Okinawa í Japan og á
teikniborðinu er annað í Yoko-
hama. Allt í allt stefnir fyrirtækið á
að byggja 10 hótel undir sömu
merkjum í Japan.
800 ára garður í Kyoto
MIKIL REYNSLA AF BYGGINGU DÝRRA HÓTELA
Byggingin í Kyoto er afar glæsileg.
Ljósmynd/ Four Seasons Kyoto
Atvinna