Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 2
Fjarnámið þjálfar aga
og sjálfstæð vinnubrögð
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Það er útilokað að bera saman nám
í eðlilegu skólastarfi og fjarnám. Það
tekur á að sitja við tölvuna heima all-
an daginn og þurfa að halda ein-
beitni og athygli þegar þreytan tek-
ur yfir. Þá er heilsuspillandi að sitja
fyrir framan tölvuskjá allan daginn,“
segir Una Margrét Lyngdal Reynis-
dóttir, inspector scholae við Mennta-
skólann í Reykjavík.
Fela sig á bak við tölvuskjáinn
Sem formaður skólafélagsins er
Una Margrét í stöðugum sam-
skiptum við nemendur skólans, sem
eru nú um 670. Margvíslegar ráð-
stafanir í sóttvarnaskyni eru í gildi í
MR. Öll kennsla hefur verið á netinu
síðan í lok september. Aðeins einn
nemandi hefur horfið frá skólanum
nú á haustönn og almennt telja
stjórnendur skólans starfið á ágætu
skriði þótt þungt sé fyrir fæti. Hugs-
anlegt sé að einhverjir nemendur
dragist aftur úr í námi sínu þó heild-
armyndin sé enn ekki skýr.
„Að stunda nám byggist alltaf að
hluta til á félagslegum tengslum og
þegar svo mikilvægan þátt vantar
býður slíkt heim hættu á félagslegri
einangrun. Að fela sig á bak við
tölvuskjáinn er auðvelt,“ segir Una
Margrét sem finnst róðurinn nú á
haustönn þyngri en í vor. Þá var
kennslan við MR, eins og aðra fram-
haldsskóla landsins, færð yfir á netið
um miðjan mars. Þá var ekki reikn-
að með öðru en að mál kæmust aftur
í lag innan skamms.
Ekkert mætt frá 29. september
„Í haust voru sóttvarnir í MR
þannig útfærðar að helmingur
bekkja í senn mætti í skólann, en
aðrir sátu heima. Svona var þessu
skipt frá degi til dags. Svo voru regl-
ur hertar frekar og nú höfum við
ekkert mætt í skólann frá 29. sept-
ember. Því vantar að geta borið
saman bækur sínar við aðra nem-
endur eða rökrætt við kennarana í
tímum,“ segir Una Margrét sem tel-
ur sömuleiðis mikið vanta þegar
ekkert sé félagslífið í skólanum; leik-
sýningar, dansleikir og fleira slíkt.
„Sjálf er ég vel sett, því ég á fjölda
vina sem ég hitti reglulega. Svo eru
aðrir krakkar sem eiga fáa vini en fá
við eðlilegar aðstæður félagsskap í
skólanum, sem nú vantar. Þá er
staða nýnema mjög erfið, þeirra sem
byrjuðu í haust. Þau mæta ekki í
skólann; eru í litlum tengslum við
kennara og samnemendur. Eru í
raun í lausu lofti.“
Í samt lag að nýju
Una Margrét er í 6. bekk MR og
stefnir á stúdentspróf í vor. „Auðvit-
að er eðlilegt að sumu í náminu sé
sleppt í þessum fordæmalausu að-
stæðum, sem getur síðan haft áhrif í
frekara námi. Andleg líðan og að fé-
lagsleg tengsl vanti er þó meira
áhyggjuefni. Samt vil ég trúa því að
þetta sleppi til, því ef maður nær
takti í námi á netinu er slíkt lær-
dómsrík þjálfun í aga og sjálf-
stæðum vinnubrögðum. Ég kýs því
að horfa á jákvæðu hliðarnar, þó að
við þráum öll að lífið komist í samt
lag að nýju,“ segir Una Margrét
Lyngdal Reynisdóttir, inspector
scholae, að síðustu.
Félagsleg tengsl vantar, segir inspector scholae í MR
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Inspector Við þráum öll að lífið komist í samt lag að nýju,“ segir Una Margrét Lyngdal Reynisdóttir.
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020
Dalvegi 10-14, 201 Kópavogi - Sími: 555-1212 - handverkshusid.is
Opið frá kl. 8 - 18 virka daga og 12 - 16 laugardaga
VILTU LÆRA SILFURSMÍÐI,
TÁLGUN EÐA TRÉRENNSLI?
Fjölmör
stuttnáms
í handve
g
keið
rki.
Skráning og upplýsingar á
www.handverkshusid.is
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 569 1100 Fulltrúar ritstjóra Sigtryggur Sigtryggsson sisi@mbl.is Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Andrés Magnússon andres@mbl.is Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson ritstjorn@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson
menning@mbl.is Viðskipti Stefán E. Stefánsson vidskipti@mbl.is Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Jón Pétur Jónsson netfrett@mbl.is Smartland Marta María Jónasdóttir smartland@mbl.is Umræðan | Minningar mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
„Þetta var frábær kvöldstund sem
heppnaðist vel,“ segir Sigurður
Þorri Gunnarsson, dagskrárgerð-
armaður á K100, sem brá sér í hlut-
verk bingóstjóra ásamt henni Evu
Ruzu í gær, og tóku tugþúsundir
manna þátt í beinni útsendingu á
mbl.is og rás 9 hjá Símanum.
„Fjöldi manns spilaði bingó og
svo setti Jón Jónsson punktinn yfir
i-ið,“ segir Sigurður eða Siggi
Gunnars eins og hann er oftast kall-
aður. „Það er sama hvar Jón kemur
fram, hann geislar alltaf af svo mik-
illi gleði sem smitar út frá sér,“ seg-
ir Siggi.
Vinningarnir voru ekki af verri
endanum, en heildarverðmæti
þeirra var metið á 1.851.000 krón-
ur. Siggi segir að þeir hafi nánast
flogið út, svo mikil var þátttakan í
bingóinu. „Þetta var allt frá hár-
vörum og legókubbum yfir í þyrlu-
ferðir og sjónvörp og allt þar á
milli,“ segir Siggi.
Hann vill að lokum þakka þeim
sem tóku þátt kærlega fyrir og
bendir á að bingógleðin verður aft-
ur á dagskrá kl. 19 næsta fimmtu-
dag. „Ég held að bingóið sé bara
komið til að vera næstu fimmtu-
dagskvöldin.“
Ógleymanleg kvöld-
stund í bingói K100
Dró út vinninga upp á 1,8 milljónir kr.
Morgunblaðið/EAÁ
Bingó Siggi Gunnars stýrði velheppnuðu bingókvöldi í gær.
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Það virðist vanta upp á þekkingu
hjá seljendum á þeim reglum sem
snúa að rétti neytenda til að hætta
við kaup,“ segir Matthildur Sveins-
dóttir, sérfræðingur hjá Neytenda-
stofu.
Neytendastofa hefur gert fimm
verslunum að gera úrbætur á vefsíð-
um sínum innan tveggja vikna. Ef
verslanirnar verða ekki við tilmæl-
um Neytendastofu verða lagðar 20
þúsund króna dagsektir á þær þar
til úrbætur verða gerðar. Umrædd-
ar verslanir eru Úngfrúin góða,
Herrafataverslun Kormáks &
Skjaldar, Penninn, Skór.is og Húrra
Reykjavík.
Þessar aðgerðir Neytendastofu
eru afrakstur samræmdrar skoðun-
ar Evrópusambandsins á vefsíðum
verslana sem selja fatnað, húsgögn
eða raftæki. Skoðun þessi er fram-
kvæmd á hverju ári en misjafnt er
hvers konar verslanir eru skoðaðar
hverju sinni. Um 20 íslenskar vefsíð-
ur voru teknar til skoðunar og kann-
að var hvort fram kæmu með nægi-
lega skýrum hætti upplýsingar um
þjónustuveitanda, vörur og þjón-
ustu, verð og samningsskilmála á
vefsíðunum, að því er segir á heima-
síðu Neytendastofu.
Einhverjar athugasemdir voru
gerðar við allar 20 síðurnar, svo sem
að skýrari upplýsingar vantaði fyrir
neytendur um þjónustuveitanda,
heildarverð og rétt til þess að falla
frá kaupum. Þá vantaði í mörgum
tilvikum upplýsingar um fram-
kvæmd og meðferð kvartana og lög-
bundin úrræði neytenda vegna
galla. Áðurnefndar fimm verslanir
þóttu ekki hafa gert fullnægjandi
lagfæringar í kjölfar athugasemda.
Matthildur segir í samtali við Morg-
unblaðið að forvarsmenn verslan-
anna hafi flestir haft samband í kjöl-
farið og lofað bót og betrun.
Hraðri þróun um að kenna
Andrés Magnússon, fram-
kvæmdastjóri Samtaka verslunar og
þjónustu, segir að breytingar á
verslun hafi orðið með ófyrirsjáan-
legum hraða í kjölfar áhrifa kórónu-
veirunnar. „Það sem menn sáu fyrir
sér að myndi gerast á tveimur árum
er að gerast á tveimur mánuðum,“
segir hann og bendir á að fyrir vikið
sé kannski ekki búið að slípa allt til í
vefverslun. „En ég er sannfærður
um að öll þessi fyrirtæki muni
bregðast skjótt við og laga þessa
hluti. Það vilja allir hafa sína starf-
semi í lagi.“
Netverslanir gætu sætt dagsektum
Úrbóta krafist hjá fimm verslunum
Skerpa þarf á skilarétti kaupenda
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Verslun Húrra Reykjavík er meðal verslana sem þurfa að bæta vefsíðu sína.