Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 16
16 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020
Á ráðstefnunni Low
Carb Denver – 2020
sem haldin var í Den-
ver í mars á þessu ári
hélt Chris A. Knobbe
læknir erindi sem hann
kallaði Diseases of
Civilization með und-
irtitlinum Are Seed Oil
Excesses the Unifying
Mechanism? Knobbe
er augnlæknir og
augnbotnasérfræð-
ingur. Hann hafði starfað sem slíkur
í nærri 20 ár þegar hann árið 2013
fór að velta fyrir sér hvers vegna
augnbotnahrörnun var orðin að
heimsfaraldri en sjúkdómurinn var
óþekktur fyrir um hundrað árum.
Hann fór að leita að ástæðum þessa
og rannsókn hans leiddi til þess að
hann áttaði sig á að aldurstengd
augnbotnahrörnun var aðeins einn
af þeim fjölda sjúkdóma sem hrjá
Vesturlandabúa sem voru óþekktir
fyrir um hundrað árum en eru nú
orðnir að heimsfaraldri. Dr. Knobbe
heldur því fram að orsakir krónískra
sjúkdóma á Vesturlöndum séu að-
eins tvær, þ.e. vannæring og eitrun,
og ástæðan sé aðeins ein, þ.e. fræ-
olíur sem notaðar eru til framleiðslu
unninna matvara.
Unnin matvara,
offita, vannæring
og sjúkdómar
Unnin matvara
stendur undir allt að
74% af daglegri neyslu
Bandaríkjamanna, hún
samanstendur af
hreinsuðu hveiti (e. ref-
ined), sykri og fræ-
olíum (e. vegetable oils)
og inniheldur engin
næringarefni og engin
vítamín. Bandaríkja-
menn þurfa þannig að fá öll sín nær-
ingarefni úr um fjórðungi fæðunnar
sem þeir neyta þegar verst lætur.
Dr. Knobbe sýndi áheyrendum sín-
um á fyrirlestrinum faraldurs-
fræðilega sögu vestrænna sjúkdóma
síðustu 200 ár á glærum og hér end-
ursegi ég þá sögu mikið stytta: Í
Boston voru hjartasjúkdómar
óþekktir árið 1811. Á 19. öld má
finna átta krufningarskýrslur um
hjartasjúkdóma og sjúkdómurinn er
afar sjaldgæfur. Árið 1912 birtir
John Herrick fyrstu krufning-
arskýrsluna sem þekkt er um
hjartaáfall. Árið 1930 eru hjarta-
sjúkdómar skyndilega orðnir al-
gengasta dánarorsök í landinu en
voru nánast óþekktir 30 árum áður
og árið 2010 dó um þriðjungur
Bandaríkjamanna úr hjartasjúk-
dómum. Árið 1811 dó um það bil
hálft prósent íbúa Boston úr krabba-
meini og fyrir lok aldarinnar var
dánarorsök af völdum krabbameins
orðin 5,8% en árið 2010 dó tæplega
þriðjungur Bandaríkjamanna af
völdum krabbameins. Á 19. öld var
sykursýki mjög sjaldgæf, árið 1935
byrjaði tilfellum að fjölga en voru þó
ekki nema innan við hálft prósent.
Árið 2015 höfðu þau 25 faldast og
voru orðin 9,4%. Til eru gögn frá 19.
öld um offitu meðal fanga í Texas og
Nebraska og var hún þá 1,2%. Árið
2015 voru 39,8% Bandaríkjamanna
orðnir offitusjúklingar og nýjar spár
benda til að hlutfallið verði orðið
50% árið 2030. Árið 1851 voru aðeins
50 dæmi þekkt í heiminum um ald-
urstengda augnbotnahrörnun. Í dag
eru tilfellin orðin 196 milljónir á
heimsvísu og stefna í 288 milljónir
árið 2040.
Kaloría er ekki það
sama og kaloría
Knobbe sýndi áheyrendum sínum
á fyrirlestrinum á glærum nokkrar
niðurstöður rannsókna á músum og
rottum þar sem sýnt var fram á að
kaloría er ekki það sama og kaloría
því tilraunadýrin voru sett á fæði
þar sem kaloríufjöldi var sá sami og
það eina breytilega í fæðinu milli
samanburðarflokka voru omega 6-
fitusýrur í fræolíum en þau dýr sem
fengu fæði sem innihélt 36,6% fræ-
olíur þyngdust um 43,2% á þremur
vikum en það jafngildir því að með-
alþungur karlmaður þyngdist um 30
kíló meðan tilraunadýr sem neytti
fæðu sem var jafnmargar kaloríur
og aðeins 1,4% fræolíur hélst um það
bil jafnþungt og fyrir tilraunina.
Að lokum
Fræolíur eru yfirgnæfandi hluti af
matarolíum í verslunum hér á landi
eins og um allan heim. Fræolíur eru
t.d. canola-olía, kornolía, bómullar-
fræolía, soya-olía, sólblómaolía, saf-
írolía, vínberjafræolía og hrísgrjóna-
klíðsolía. Þessar olíur eru ódýrustu
matarolíurnar á markaðnum. Þær
eru því alfarið notaðar í framleiðslu
á unninni matvöru og öll veitingahús
nota þær til steikingar en það eru
þessar olíur sem dr. Knobbe vísaði
til þegar hann talaði um vannæringu
og eitrun. Hann segir að rannsóknir
sýni að árið 2015 hafi 39,8% Banda-
ríkjamanna fallið undir skilgrein-
inguna offitusjúklingur, þ.e. með
BMI-stuðul 30 eða meira og það
stefni í að árið 2030 verði hlutfallið
orðið 50%.
Sé það rétt sem dr. Knobbe held-
ur fram, þ.e. að ofneysla á omega 6-
fræolíum sé meginorsök sjúkdóma
eins og sykursýki 2, alzheimers,
parkinsons, hjartasjúkdóma,
krabbameins, aldurstengdrar augn-
botnahrörnunar og fjölmargra fleiri
krónískra sjúkdóma Vesturlanda-
búa, er að mínu viti ekki unnt að
draga aðra ályktun af því en þá að
læknavísindi Vesturlanda hafi
brugðist gersamlega þeirri skyldu
sinni að rannsaka þetta, upplýsa um
það og vara almenning við neyslu
þessara olía, því allar staðreyndir
málsins hafa legið fyrir í áratugi.
Dr. Chris A. Knobbe MD fer fyrir stofn-
uninni Cure AMD foundation (cu-
reamd.org) og fyrirlestur hans má finna á
vef ráðstefnunnar: lowcarbconferen-
ces.com/chris-knobbe-md/
Eru sumar matarolíur hættulegar heilsu manna?
Eftir Odd Einarsson » Virtur læknir hélt
því fram á ráðstefn-
unni Low Carb Denver
2020 að ofneysla á
omega 6-fræolíum væri
meginorsök allra krón-
ískra sjúkdóma Vest-
urlandabúa.
Oddur Einarsson
Höfundur er áhugamaður um
næringarfræði.
oddureinarsson@gmail.com
Borgarstjórn er
æðsta stjórnvald
Reykjavíkur og er fjöl-
skipað stjórnvald sem
felur í sér að ákvarð-
anir um stjórnun sveit-
arfélagsins eru teknar
á fundum sveit-
arstjórnar með meiri-
hlutasamþykktum en
ekki af einstökum
fulltrúum. Borg-
arstjórn er einnig opinbert stjórn-
vald sem ber ábyrgð á framkvæmd
laga á ýmsum sviðum. Eftirlits-
hlutverk kjörinna fulltrúa í sveit-
arstjórn er ærið og hafa borg-
arfulltrúar bæði stjórnunar- og
eftirlitshlutverk með starfsemi og
rekstri borgarinnar. Stjórn-
unarhlutverkið tengist því að sveitar-
félagið er veitandi opinberrar þjón-
ustu og vinnuveitandi. Það er eigandi
fasteigna, fyrirtækja og fjármagns
og það ber ábyrgð á þró-
un og uppbyggingu í
sveitarfélaginu. Nú hef-
ur þetta stjórnunar- og
eftirlitshlutverk borg-
arfulltrúa verið rofið og
hinni svokölluðu neyð-
arstjórn Reykjavíkur
verið falin stjórnun og
rekstur Reykjavík-
urborgar með borg-
arstjóra fremstan í
flokki og er hann einráð-
ur í stjórninni sem skip-
uð er auk hans embætt-
ismönnum borgarinnar. Samkvæmt
upplýsingum sem kynntar voru í
borgarráði í síðustu viku hefur neyð-
arstjórnin starfsmann og skal hann
bera ábyrgð á fundarboðun, und-
irbúningi funda, fundarritun og úr-
vinnslu í samráði við borgarstjóra.
Allar götur síðan 31. janúar hefur
neyðarstjórn borgarinnar komið
saman og haldið um 70 fundi framhjá
borgarstjórn, borgarráði og fagráð-
um borgarinnar – kosnum borg-
arfulltrúum sem borgarbúar völdu í
síðastliðnum borgarstjórnarkosn-
ingum. Fundargerðir þessara funda
haf hvergi verið samþykktar eins og
sveitarstjórnarlög kveða á um, hafa
ekki verið birtar opinberlega og voru
fyrst kynntar í borgarráði 5. nóv-
ember sl. og þá í trúnaði sem „fund-
arpunktar“. Neyðarstjórn Reykja-
víkur hefur tekið sér óeðlilegt vald.
Neyðarstjórn hefur m.a. tekið sér
það vald að fjalla um fjármál borg-
arinnar sem er ekkert annað en brot
á sveitarstjórnarlögum enda fer
borgarráð með fjárheimildir sam-
kvæmt stjórnskipulagi sem bundið er
í sveitarstjórnarlögum. Hef ég nú
þegar lagt fram fyrirspurn til skrif-
legs svars sem hljóðar svo: „Hvað
hefur miklu fjármagni verið úthlutað
og ráðstafað í gegnum ákvarðanir
neyðarstjórnar og í hvaða tilgangi
tæmandi talið og hvaða heimildir
lágu til grundvallar?“ Borgarráð hef-
ur ekki og getur ekki afsalað sér
neinum völdum til neyðarstjórnar.
Svo virðist sem ekki gildi lengur
sveitarstjórnarlög, stjórnsýslulög
eða samþykktir borgarinnar um störf
borgarstjórnar, borgarráðs og fag-
ráða. Ekki er hægt að tala um að
neyðarstig hafi staðið síðastliðna níu
mánuði vegna þess að ástandið hefur
verið viðvarandi. Kalli ástandið á að
þurfa að taka ákvarðanir í skyndi
sem varða fjárútlát er hægur leikur
að kalla borgarráð saman á stuttan
neyðarfund í fjarfundabúnaði. Lög-
bundinn daglegur og hefðbundinn
rekstur Reykjavíkur getur aldrei
verið keyrður áfram á lögum um al-
mannavarnir nr. 82/2008. Svo rammt
kveður að í valdatöku neyðarstjórnar
að samkvæmt „fundarpunktum“ frá
12. mars var rætt um að fækka fund-
um borgarráðs og hafa fundi á
tveggja vikna fresti í stað einu sinni í
viku. Ég varaði við því í upphafi far-
aldursins að Covid-19 yrði ekki notað
sem búhnykkur eða hvalreki fyrir
rekstur borgarinnar. Því miður hefur
það ræst og valdaframsalið til neyð-
arstjórnarinnar augljóst eins og
„fundapunktar“ neyðarstjórnarinnar
bera með sér. Fundapunktarnir eru
sveipaðir trúnaði og koma líklega
aldrei fyrir augu annarra en þeirra
sem sitja í borgarráði. Þetta er fá-
heyrð stjórnsýsla á árinu 2020 og allt
tal um gegnsæi hjóm eitt. Í síðustu
borgarstjórnarkosningunum var
X-E, Embættismannaflokkurinn
ekki í framboði en hann stjórnar
Reykjavíkurborg í dag þvert á öll lög
með mikilli velvild meirihlutans.
Embættismannaflokkur Reykjavíkur
Eftir Vigdísi
Hauksdóttur
Vigdís Hauksdóttir
» Í síðustu borgar-
stjórnarkosningun-
um var X-E, Embættis-
mannaflokkurinn ekki í
framboði en hann stjórn-
ar Reykjavíkurborg í
dag þvert á öll lög.
Höfundur er lögfræðingur og borg-
arfulltrúi Miðflokksins
vigdis.hauksdottir@reykjavik.is
Ríkisstjórnin hefur
lagt fram frumvarp
um breytt starfsum-
hverfi í leigu-
bifreiðaakstri. Þeir
sem hyggjast stunda
leigubifreiðaakstur
þurfa ekki að skrá sig
á leigubifreiðastöð.
Fjöldi útgefinna leyfa
verður ekki lengur
takmarkaður.
Ástandið núna
Þetta frumvarp, sem leigubíl-
stjórar telja að muni skerða mjög
afkomu þeirra, er lagt fram þegar
atvinnutekjur þeirra hafa dregist
verulega saman vegna veirufarald-
ursins. Fjöldi bílstjóra er atvinnu-
laus og þeir sem enn reyna að gera
út sínar bifreiðar hafa varla upp í
rekstrarkostnað við bílinn.
Norðmenn fara aðra leið
Fyrr á þessu ári breyttu Norð-
menn sinni löggjöf, en fóru þó tals-
vert aðra leið en
stjórnvöld á Íslandi
hyggjast gera. Norð-
menn nýta áfram
heimildir til takmörk-
unar á fjölda útgefinna
leyfa. Þannig er það
t.d. í Bergen, sem er
talsvert stærri borg en
Reykjavík, með íbúa-
fjölda um 300 þúsund.
Íslensk stjórnvöld
hyggjast ganga lengra
en Noregur sem er þó
að innleiða sömu regl-
ur EB og við. Ein-
kennilegt er að við skulum sífellt
finna þörf til að ganga lengra en
allir aðrir í að þóknast Evrópu-
reglum, þegar enga nauðsyn ber til
þess.
Allt logandi í Finnlandi
Fréttir um reynslu Finna af
ofangreindri innleiðingu á sam-
keppni á leigubifreiðamarkaði gefa
til kynna að hún virðist miður góð.
Finnska dagblaðið Ilta-Sanomat
ræddi við fjölmarga leigubifreiða-
rstjóra. Segja þeir frá slagsmálum
bílstjóra um kúnna í Helsinki og
segja þeir að glannalegir bílstjórar
myndi „hálfgerð gengi“ og hafi yf-
irtekið markaðinn á ákveðnum
svæðum í borginni. Þeir segja að
kjör þeirra hafi versnað mikið með
tilkomu nýju laganna og margir
þeirra forðist þau svæði þar sem
árásargjarnir bílstjórar hafa sig
mest í frammi.
Verðið á akstri hækkaði
Finnska samkeppnisstofnunin
gerði rannsókn á leigubílaumbót-
unum í janúar, sem gaf til kynna að
verð á fari í leigubíl hefði hækkað
upp úr öllu valdi. Athyglisvert er
að þetta gerist þrátt fyrir stór-
aukna samkeppni og versnandi
kjör meðal finnskra leigubifreiða-
rstjóra. Samgönguráðherrann
Timo Harakka hefur lofað að gera
ráðstafanir í þessum efnum, en
þær ráðstafanir hafa enn ekki
komið fram.
Farþegar upplifa sig
síður örugga
En lítum nánar á finnsku könn-
unina. Þar kemur einnig fram að
farþegar leigubifreiða í svæðinu í
kringum Helsinki finni til minna
öryggis en áður, en sérstaka at-
hygli vekur að farþegar með tak-
markaða hreyfigetu töldu öryggi
minna eftir gildistöku laganna.
Fjöldi leyfishafa í Finnlandi fór úr
rúmlega sjö þúsund í tæplega 12
þúsund með tilkomu laganna og
mun aðgengi að þjónustunni hafa
aukist í stærri bæjum, en minnkað
í minni sveitarfélögum.
Rétti tíminn til að rýra
atvinnumöguleika
leigubílstjóra?
Vinna leigubifreiðarstjóra hefur
dregist það mikið saman að tekj-
urnar duga ekki fyrir rekstri bif-
reiðar, hvað þá launum. Eftirlit
með brotum á núgildandi löggjöf
hér á landi hefur reynst mjög
brotakennt. Leyfislausir skutlarar
og aðrir lögbrjótar aka farþegum
og sumir bjóða til sölu ólögleg
fíkniefni. Þrátt fyrir kvartanir og
augljós lögbrot hirða eftirlitsaðilar
ekki um að fylgjast með brotum
eða koma yfir þá lögum. Að klæða
breytingarnar í þau föt að eftirlit
muni verða betra er í besta falli
fyrirsláttur í ljósi reynslunnar.
Rennt blint í sjóinn
Bifreiðarstjórar búa nú við mik-
inn samdrátt í sínum rekstri og
berjast alla daga fyrir afkomu
sinni. Í því ástandi eru fyrirætlanir
ríkisstjórnarinnar háskalegar. En
hún sýnir einnig skort á ábyrgð í
ljósi þess að áhrif breytinganna
eru háð fullkominni óvissu. Menn
hafa reynslu Finna fyrir augunum
en láta sem þeir sjái ekki neitt.
Rétti tíminn til að rústa starfsumhverfi leigubílstjóra
Eftir Karl Gauta
Hjaltason
Karl Gauti
Hjaltason
» Þetta frumvarp, sem
leigubílstjórar telja
að muni skerða mjög af-
komu þeirra, er lagt
fram þegar atvinnu-
tekjur þeirra hafa dreg-
ist verulega saman
Höfundur er þingmaður Miðflokksins
í Suðurkjördæmi
kgauti@althingi.is