Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020
Smáauglýsingar
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt
NETVERSLUN gina.is
Tískuverslunin Smart
Grímsbæ/Bústaðavegi
12500 St. 10-24
netverslun gina.is
Sími 588 8050.
- vertu vinur
Bílar
Nýir 2020 Mitsubishi Outlander
Hybrid.
Flottasta typa með öllum búnaði.
Til sýnis á staðnum í nokkrum litum
með og án króks.
Langt undir Tilboðsverði
umboðsins Verð: 5.890.000,-
-
www.sparibill.is
Hátúni 6 A – sími 577 3344.
Opið kl. 12–18 virka daga.
Húsviðhald
Hreinsa
þakrennur fyrir
veturinn, og tek að
mér ýmis smærri
verkefni.
Uppl. í síma 847 8704
manninn@hotmail.com
Raðauglýsingar
Félagsstarf eldri borgara
Seltjarnarnes Engin dagskrá á vegum félags og tómstundastarfsins
er í dag föstudag. Vonum að tilefni verði til tilslakana bráðlega. Förum
varlega og munum persónulegar sóttvarnir. Góða helgi.
Björn Arnar
Bergsson var
fæddur í Borgar-
nesi, bjó í Reykja-
vík nær tuttugu ár eftir starfs-
lok en var fyrst og fremst
Skagamaður. Á Akranesi ólst
hann upp, stofnaði sína fjöl-
skyldu, ól upp sín börn og skil-
aði sínu farsæla ævistarfi þar
og þaðan.
Starf hans sem rafmagnseft-
irlitsmaður í Borgarfirði var á
flestan hátt brautryðjendastarf
en um leið einyrkjastarf fyrsta
áratuginn þar sem hann vann
jöfnum höndum við línulagnir,
hústengingar og viðgerðir
ásamt mælalestri og skrif-
Björn Arnar
Bergsson
✝ Björn ArnarBergsson
fæddist 13. júlí
1935. Björn lést 22.
október 2020.
Útför Björns fór
fram 3. nóvember
2020.
finnsku í framhald-
inu. Mest krefjandi
hefur eflaust verið
samfelld bakvakt
og baráttan við
náttúruöflin þar
sem slitnar og slig-
aðar línur og ís-
brynjaðar spenni-
stöðvar ógnuðu oft
öryggi heimila og
fyrirtækja jafnt í
hversdegi og á jól-
um.
En með vönum línumönnum,
vaxandi reynslu og ráðum undir
rifjum voru málin leyst. Enn þá
er búið að þeim ráðum sem
Bjössi og hans menn beittu við
ísingarvarnir fyrir áratugum.
Þegar ég spurði hann út í þetta
nýlega sagðist hann bara hafa
lesið um þetta einhvers staðar
fyrir mörgum árum en ekki
fundið þetta upp hjá sjálfum
sér. Þetta var dæmigert svar
og lýsandi fyrir manninn og
passaði um leið við persónulýs-
ingu og heilræði Hallgríms Pét-
urssonar:
Lítillátur, ljúfur, kátur, leik
þér ei úr máta. Varast spjátur,
hæðni, hlátur, heimskir menn
sig státa.
Ein sterkasta sameiginlega
minning okkar Bjössa var þeg-
ar ég naut þess heiðurs í einu
jólafríinu að aðstoða hann og
aka með honum um Borgar-
fjörð og tengja og kveikja
fyrstu rafmagnsljósin á bæjun-
um í Hvítársíðunni. Á ónefnd-
um bæ kveikti Bjössi fyrsta
ljósið í eldhúsinu eftir tengingu.
Húsmóðirin, öldruð kona,
fórnaði höndum í fögnuði og
undrun og bauð okkur síðan til
veislu sem var soðið heilagfiski,
líklega það mesta og besta ný-
meti sem hugsast gat svo langt
frá sjó.
Enda tilefni, loks var komið
rafljós í bæinn eftir þúsund ára
bið. Fleiri minningar eru kærar
eins og þegar við ókum um bæ-
inn að dreifa lakkrís í búðir, ég
sjö ára og hann rúmlega tvítug-
ur í aukavinnu.
Í sæluvímu með metralanga
marsípanlengju á milli okkar í
framsætinu gleymdi ég alveg
að ég átti að fara í ljós hjá
skólalækninum og var það lík-
lega í fyrsta skipti sem ég
gleymdi einhverju og hugsaði
mikið um það hvernig hægt
væri að gleyma einu skyldu
sinni í hinum einfalda heimi
sem þá var.
Rólyndi Bjössa, ljúft viðmót,
frjótt hugmyndaflug og hnyttn-
ar athugasemdir, allt var þetta
vel metið í okkar fjölskyldu frá
fyrsta degi og öll þau 65 ár sem
hafa liðið síðan Inga elsta systir
okkar kynnti hann fyrir fjöl-
skyldunni.
Fyrir okkur krakkana var
það sjálfgefið en um leið merki-
legt síðar að Bjössi og reyndar
þau bæði hann og Inga hafa
aldrei skammað nokkurt okkar
systkina á þessari löngu leið.
Þeirra börn hafa væntanlega
svipaða sögu að segja og eru
enda sérlega samheldinn hópur
sem hefur reynst foreldrum
sínum afar vel þegar heilsu
þeirra hnignaði og þrekið dvín-
aði.
Fyrir hönd okkar systkin-
anna færi ég Ingu og öllum af-
komendum og aðstandendum
okkar innilegustu samúðar-
kveðjur. Góður maður er geng-
inn. Megi Björn Arnar Bergs-
son hvíla í friði.
Magnús Ingólfsson.
✝ Gunnar Sig-urðsson fædd-
ist í Reykjavík 19.
apríl 1943. Hann
lést á gjörgæslu-
sjúkrahúsi í Las
Palmas á Gran Can-
aria 2. október
2020.
Foreldrar Gunn-
ars voru þau Sveinn
Sigurður Hannsson,
fæddur á Eskifirði
28. apríl 1910, látinn 4. sept-
ember 1951, og Sigríður Þor-
björnsdóttir, fædd í Reykjavík 6.
janúar 1916, látin 8. júlí 1980.
Gunnar var næstelstur fjögurra
systkina sinna, Þorbjörn, f. 1938,
d. 1984, Sigþór, f. 1949, d. 2020,
Sigríður Rebekka, f. 1951, búsett
í Hafnarfirði.
Gunnar lætur eft-
ir sig tvo syni, Svein
Sigurð Gunnarsson,
f. 1962, móðir Alda
Sigurjónsdóttir, f.
1944, d. 2002, og
Gunnar Inga Gunn-
arsson, f. 1974, móð-
ir Ingibjörg Jóns-
dóttir, f. 1942, d.
2016, ásamt stjúp-
dóttur, Sigrúnu
Pedersen, f. 1972, móðir Ingi-
björg Stefánsdóttir, f. 1939, d.
1993.
Sveinn á eina dóttur, Öldu
Björgu Sveinsdóttur, f. 1983, og
barnabörn, þau Töru Sif, f. 2011,
og Ísak Mána, f. 2016. Gunnar
Ingi á eina dóttur, Valborgu
Laugardagurinn 19. septem-
ber líður mér seint úr minni. Þá
fékk ég tilkynningu um að Gunn-
ar bróðir minn hefði fengið al-
varlegt hjartaáfall kvöldið áður
og lægi á sjúkrahúsi á Gran
Canari, ástandið reyndist mjög
alvarlegt og komst hann aldrei
til meðvitundar.
Kanaríeyjar voru honum mjög
hjartfólgnar og vildi hann hvergi
annars staðar vera yfir veturinn.
Hann og Fríða hans dvöldu þar
marga undanfarna vetur, en
seinnipart vetrar 2019 veiktist
Fríða og lést 26. júní 2019. Sökn-
uður Gunna var mikill eða eins
og hann sagði sjálfur að bestu ár
ævi sinnar átti hann með Fríðu.
Það var undurfallegt að sjá þau
saman, gagnkvæm virðing og
væntumþykja.
Á Kanarí eignuðust þau
marga góða vini. Gunni bróðir
var mikill áhugamaður um skot-
fimi og keppti bæði hér heima og
eins á Kanarí. Hann byrjaði ung-
ur að vinna eins og títt var í þá
daga, hann var í sveit og undi
sér vel. Sjórinn heillaði, hann
var bæði á fiskiskipum og milli-
landaskipum. Aldrei gleymast
ferðirnar sem við systkinin fór-
um saman með mökum til Te-
nerife, ég vissi að þeir bræður
vildu heldur fara til Kanarí en
gerðu það fyrir litlu systur að
koma til Tenerife.
Já, lífið er undarlegt, ég hefði
ekki trúað, þegar við kvöddumst
eftir jarðarför Sigþórs bróður
okkar, að það yrði í síðasta sinn
sem við hittumst - þú á leiðinni á
sólskinseyjuna þína - en lífið
kemur manni stöðugt á óvart.
Ósanngjarnt, já ég held að mér
hafi fundist það, að taka ykkur
með svo stuttu millibili frá okk-
ur. Bið ég góðan guð að styrkja
börnin þín og fjölskyldur. Þótt
ég kveðji þig með sorg í hjarta
lít ég á tímann okkar saman með
hlýju og brosi.
Þín systir,
Sigríður Rebekka
(Beggý) og fjölskylda.
Betri mann en Gunnar hef ég
ekki þekkt. Nú þegar ég horfi
yfir farinn veg og rifja upp
stundir okkar saman þá átta ég
mig á því að þær minningar sem
ég á með Gunnari eru hinar
glaðlegu minningar bernskunn-
ar. Þessar minningar sem maður
hefur alltaf tekið sem sjálfsögð-
um hlut en eru ekki á allra kosti,
þessar minningar sem Gunnar
gaf mér. Ég minnist þeirra, ekki
vegna atburða þeirra, heldur
vegna kátínunnar sem býr í
þeim öllum. Kátínunnar sem bjó
alltaf í Gunnari. Hann kom mér í
afa stað þegar ég var enn mjög
ungur og því hef ég aldrei þekkt
lífið án hans Gunnars.
Ég hef aldrei þekkt lífið án
hlátraskallanna, án brossins, án
gleðinnar sem í honum bjó. Við-
horf hans til lífsins var nefnilega
alltaf eins, að það væri gott og
fagurt, og sama hvað ég reyndi
sem prakkaragjarn strákur gat
ég ekki umturnað því. Gunnar
var nefnilega alltaf jafningi minn
og verð ég helst að þakka honum
fyrir það; að leyfa mér að vera
barn í heimi fullorðinna með því
að sýna mér að í öllum býr nefni-
lega barn.
Ef það var ekki ég sem gerði
prakkarastrikin þá var það
Gunnar. Þær voru ófáar rusla-
tunnurnar á Hlemmi sem fengu
að finna fyrir spörkum okkar.
Hann hafði endalausa þolin-
mæði, hvort sem það var uppi á
fjalli að elta tófu eða niðri í fjöru
að tína saman þara með litlum
dreng að spinna sögur um sæ-
skrímsli. Hlýjan sem bjó í hjarta
hans var þrotlaus og beindist
hún til allra sem fengu að kynn-
ast honum en þá sérstaklega
gagnvart henni ömmu minni
Fríðu. Sambandi þeirra var á
þann veg háttað að aldrei sló í
brýnu milli þeirra. Gunnar var
þrotlaus brunnur af þolinmæði
og gleði og ég get ekki ímyndað
mér fjölskyldu mína án hans.
Enda er hann partur af henni.
Sú ást sem hann sýndi til ömmu
minnar og allra hennar afkom-
enda er eitthvað sem ég mun
hafa sem leiðarstef í gegnum líf-
ið, hvernig á að miðla ást og
gleði, ég lærði það nefnilega
fyrst hjá Gunnari.
Mikið sem ég á eftir að sakna
hans, vikulegu símtalanna (að
minnsta kosti), hlátursins, bross-
ins og ástarinnar. Minn allra
besti vinur, jafningi minn síðan
ég var barn, sá sem sýndi mér
hina glaðlegu ásýnd barns í full-
orðnum líkama. Hann er farinn á
brott til ástar sinnar eftir stutta
fjarveru en hann skilur eftir sig
ljóstíru. Ljóstíru sem mun halda
áfram að lifa í mér og öllum
þeim sem hann snerti. Því kveð
ég Gunnar, jú, vissulega með
sorg en einnig með hinni mestu
sátt. Því sem barn og ungur
maður átti ég rækilega góðan
vin. Vin sem sýndi mér allt hið
góða sem lífið býður upp á. Ef
mitt eina markmið í þessu lífi
verður að halda uppi viðhorfi og
gleði Gunnars til heimsins þá
veit ég það vera hið besta mark-
mið og mun ég reyna mitt allra
besta til þess að halda minningu
hans á lofti. Með brosi og hlátri
mun ég reyna að lifa, því sá besti
maður sem ég nokkurn tímann
kynntist lifði þannig, og hann
lifði vel. Hvíl í friði, vinur minn.
Þórir Freyr Höskuldsson.
Leiðir okkar Gunnars lágu
fyrst saman fyrir rúmum 20 ár-
um þegar þau Guðfríður Her-
mannsdóttir móðir og tengda-
móðir fóru að búa saman. Á
fyrstu árum okkar kynna bjugg-
um við Elsa ásamt börnum í
Frakklandi þar sem Gunnar og
Fríða dvöldu hjá okkur um
nokkurra vikna skeið.
Fjölskyldan myndaði fljótlega
mjög góð tengsl við Gunnar sem
styrktust með árunum. Sérstak-
lega náðu yngstu börn okkar
góðu sambandi við Gunnar en
þar spilaði persónuleiki hans vel
inn í því hann hafði einstakt lag
á að ná til þeirra.
Samskiptin voru mikil á þessu
árum og margar góðar minning-
ar koma upp í hugann. Minn-
ingin um góðan dreng sem gott
var að leita til situr sterk eftir.
Gunnar var úrræðagóður,
handlaginn og bjó að mikilli
reynslu af alls kyns störfum og
iðju sem hann hafði tekið sér
fyrir hendur í sínu lífshlaupi.
Mikill og flinkur veiðimaður sem
unun var að sjá hvernig bar sig
að við að renna fyrir fisk. Gunn-
ar hafði einnig mikið dálæti á
skotveiði og skotfimi en hann
kenndi og keppti á því sviði með
miklum og góðum árangri jafnt
innanlands sem erlendis. Oft
kom hann með björg í bú og
naut fjölskyldan þess að fá
bráðina vel til reidda eftir að
Gunnar var búinn að meðhöndla
hana af sinni fagmennsku.
Á síðustu árum dvöldu Gunn-
ar og Fríða oft veturlangt á
Kanarí. Við Elsa áttum því láni
að fagna að heimsækja þau í
nokkur skipti og var virkilega
gaman að finna hversu vel þau
undu hag sínum. Hjálpaði þar til
að þau höfðu myndað sterkan og
náinn vinahóp Íslendinga. Það
var eftirtektarvert að sjá hvað
Gunnar var orðinn hagvanur á
staðnum, þekkti hvern krók og
kima og greiddi götu okkar af
mikilli eljusemi.
Það var ánægjulegt að upplifa
í gegnum árin hversu samrýnd
Gunnar og Fríða voru og nutu
samvista hvort annars. Í veik-
indum Fríðu var aðdáunarvert
að sjá hversu vel Gunnar ann-
aðist hana af mikilli ósérhlífni.
Fríða féll frá á síðasta ári.
Við Elsa minnumst Gunnars
með mikilli hlýju og þakklæti.
Við vottum börnum Gunnars og
fjölskyldu hans innilega samúð.
Elsa Þórisdóttir.
Höskuldur Ásgeirsson.
Gunnar Sigurðsson Lilju, f. 2007. Sigrún á þrjú börn,þá Sigurjón, Gest og Styrmi.
Sambýliskona Gunnars til 20
ára var Guðfríður Hermanns-
dóttir f. 2. apríl 1931, d. 26. júní
2019.
Gunnar ólst upp í Vesturbæn-
um í Reykjavík og fór ungur að
stunda sjó. Þegar árin færðust
yfir fór Gunnar í land og starfaði
lengst af sem húsvörður í Aust-
urbrún 4 ásamt því að starfa sem
prófdómari og leiðbeinandi í
skotfimi.
Bálför Gunnars fer fram frá
Digraneskirkju í dag, 13. nóv-
ember 2020, og hefst athöfn kl.
13. Vegna Covid verður útförinni
streymt og er fólk beðið að halda
sig heima.
Streymi á útför:
https://youtu.be/ORhlFEXT2cw
Virkan hlekk á slóð má nálg-
ast á:
https://www.mbl.is/andlat
Bæði hér heima
og erlendis var Már
sérstaklega mikils
metinn í störfum
sínum á sviði flutn-
inga en hann hafði í áratugi yf-
irumsjón með stórflutningum hjá
Nesskipum. Vegna þess víðtæka
trausts sem hann naut, má með
sanni segja að hann hafi verið goð-
sögn í flutningageiranum. Fjöl-
mörg innlend og erlend fyrirtæki
nutu þannig um langt árabil góðs
af þekkingu hans, reynslu og út-
sjónarsemi á sviði stórflutninga og
vegna hins víðtæka trausts sem
hann naut varð hann vinamargur
jafnt innan sviðs starfa sinna sem
utan. Már var miðpunktur gleð-
innar í góðra vina hópi og hann var
í senn hógvær maður og litríkur.
Hann fylgdist vel með íþróttum og
stundaði sjálfur langhlaup vel
fram yfir miðjan aldur. Hann var
alltaf gegnumheill Valsmaður, en
hann hafði líka sterkar taugar til
Gróttu, sem var heimaliðið síðustu
áratugina. Það var alltaf gaman að
skella sér á kappleik með Mása,
en ef hann einhverra hluta vegna
Már B. Gunnarsson
✝ Már fæddist21. febrúar
1945. Hann lést
12. október 2020.
Útförin fór
fram 12. nóv-
ember 2020.
komst ekki á mikil-
vægan leik, þá var
viðkvæðið jafnan: „Þú
sérð bara um þetta!“
Már var traustur
veiðifélagi og af-
burðagóður laxveiði-
maður sem gat lesið
rétt í óvenjulegar að-
stæður á veiðistað á
þann hátt sem aðeins
fáum veiðimönnum er
gefið. Minningarnar
úr veiðiferðunum eru margar og
þær eru sterkastar frá veiðitúrun-
um í Kjarrá og Þverá í Borgar-
firði, en þær perlur þekkti Már
vel. Mikilvægur hluti veiðiferð-
anna var að njóta skemmtilegrar
frásagnarlistar hans, en hann var
einstaklega minnisgóður og
óþrjótandi sagnabrunnur.
Það var mér og fjölskyldu
minni mikið lán að fá að þekkja
Má. Vinskapur okkar var mikill og
góður alveg frá því við kynntumst
gegnum störf okkar um miðjan 9.
áratug síðustu aldar. Auk allra
góðu minninganna frá daglegum
samskiptum okkar, minnist ég
sérstaklega ótal tónleika sem við
sóttum saman.
Ég kveð minn góða vin með
söknuði. Dætrum, tengdasonum
og fjölskyldunni allri sendum við
Brynja okkar innilegustu samúð-
arkveðjur.
Árni Benedikt Árnason.