Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 13.11.2020, Blaðsíða 28
28 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 13. NÓVEMBER 2020 Límtré • Vatnsfráhrindandi olíuborið límtré • Hægvaxið gæðalímtré • Sérsmíðum eftir máli Gylfaflöt 6-8, 112 Reykjavík | Sími 587 6688 | fanntofell.is Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Breiðskífan Tendra með samnefndri hljómsveit kom út í byrjun nóvem- ber á netinu, á geisladiski og vínyl- plötu. Tendru skipa Mikael Máni og Marína Ósk en þau hafa komið víða fram á undanförnum misserum sem dúett og einkum flutt djass og þjóð- lagatónlist eftir aðra. Bæði eru djassmenntuð, Mikael gítarleikari og Marína söngkona, en á Tendru kveður við annan tón því hún er ekki djassplata. Mikael segir þau Marínu hafa stofnað Tendru til að skilja sig frá dúettinum Marínu og Mikael og þjóðlaga- og djasstónlistinni. „Þetta er meira svona „alternative pop“ og „singer/ songwriter“ tónlist,“ segir hann um Tendru og mögulega muni Tendra taka algjörlega við af Marínu og Mikael. Mikael og Marína hafa unnið sam- an í sex ár og fyrir þremur árum gáfu þau út plötu saman, Beint heim, undir nafninu Marína & Mika- el og var það dægurlaga- og djass- plata. Platan var tilnefnd sem djass- plata ársins á Íslensku tónlistar- verðlaununum árið 2018 og hafa Marína og Mikael einnig verið til- nefnd hvort í sínu lagi, Marína í tví- gang nú í ár í opnum flokki fyrir plötu sína Athvarf, fyrir plötu og lag ársins og Mikael sem lagahöfundur ársins í djassflokki fyrir plötuna Bobby. Mystísk blæja Mikael er beðinn um að lýsa tón- listinni frekar. „Þar sem þetta er fyrsta platan okkar leyfðum við okk- ur að vera mjög leitandi þannig að þetta er ekki endilega í einum stíl sem er svolítið gaman og maður fær kannski bara svona „leyfi“ til að gera þetta á fyrstu plötu,“ segir Mikael. „Við Marína ákváðum að gera þessa plötu að mestu sjálf og gera tilraunir þannig að ég spila eig- inlega inn öll hljóðfærin en tveir snillingar voru með okkur. Við erum með selló í nokkrum lögum sem Heiður Lára Bjarnadóttir leikur á og Kristofer Rodriguez Svönuson leikur á slagverk,“ bætir Mikael við. „Á fyrri hlið plötunnar sér- staklega myndi ég lýsa tónlistinni eða sándinu þannig að mystísk blæja væri yfir því. Það er bæði raf- sánd og svona hljómborðssánd eins og úr Rhodes sem virkar eins og hljóðmynd, dálítið eins og þú sért í kvikmynd og þau lög eru mjög „visual“,“ útskýrir Mikael. Fyrir honum sé útkoman ævintýraleg. Hönnunin mikilvæg Blaðamaður nefnir að langt sé síð- an hann heyrði ungan tónlistarmann tala um „aðra hlið“ plötu þar sem allt sé meira og minna stafrænt í dag. Í „gamla daga“ hafi þetta verið heilmikið mál, A- og B-hlið vínyl- platna, hvað væri á hvorri, í hvaða röð og hvert væri upphafs- og loka- lag hvorrar hliðar. Mikael hlær að þessu og segist allt frá unga aldri hafa spáð í hvaða hlið höfðaði mest til sín á vínylplötum. Hann nefnir Electric Ladyland með Jimi Hend- rix, hina tvöföldu vínylplötu. „Fjórða hliðin, D, er uppáhalds,“ segir Mika- el sposkur en á henni má m.a. finna „Voodoo Child“ og „All Along the Watchtower“. Mikael er spurður að því hvort miklu hafi skipt þau Marínu að gefa út á vínyl og geisladiski. Já, hann segir svo vera, miklu skipti þau hvernig platan sé hönnuð, hvernig hún líti út. „Það kemur ekki fram á digital formi og tími fólks sem er að hlusta er líka svo mikilvægur og ef það hlustar á plötuna af vínyl er upplifunin miklu dýpri en ef hlustað er í tölvunni,“ útskýrir Mikael. Þau Marína hafi í heildina fullunnið 14 lög en ákveðið að stytta plötuna nið- ur í níu svo fólk gæti kynnst þeim hægt og rólega. Í tilkynningu er tal- að um „early-bítlaplötulengd“. Vildu gera sem mest sjálf Textana semja bæði Mikael og Marína og segir Mikael að platan sé sú fyrsta með textum eftir hann. Hann hafi til þessa verið mest í því að leika tónlist án söngs en á plöt- unni Tendra skiptast þau Marína á sem textahöfundar. „Þetta er mjög gaman fyrir mig því uppáhalds- tónlistarmaðurinn minn er Bob Dyl- an, ég hef hlustað mest á hann af öllu tónlistarfólki,“ segir Mikael um Nóbelsskáldið góða og að þar séu textarnir afar mikilvægir. Textarnir á Tendra fjalla um „mjög hversdagslega hluti; idolíser- ingu, lata morgna, söknuð og sjálfs- leit – frá allskonar skrítnum sjón- arhornum,“ eins og segir í tilkynn- ingu og Mikael segir ákveðið flæði að finna í textunum sem minni á hugarflæðisskrif í bland við ljóð. „Það rímar líka við það sem er fjallað um á plötunni,“ útskýrir Mikael. Tónleikahald liggur nú að mestu niðri vegna fjöldatakmarkana og ætlar Tendra því að gefa út seríu stuttmyndbanda í stað þess að halda útgáfutónleika. Mun tvíeykið gefa út fjögur myndbönd sem verða eins konar örtónleikar og það fyrsta mun líta dagsins ljós í febrúar 2021. Í myndböndunum mun Tendra flytja eigin lög í bland við önnur íslensk og þjóðþekkt. Hversdagsleg umfjöllunarefni við ævintýralegan hljóm  Marína og Mikael snúa sér að poppi og söngvaskáldatónlist sem dúettinn Tendra og gefa út plötu Tendra Marína Ósk og Mikael Máni eru samstilltur dúett. Helgi Björnsson, tónlistarmaður og leikari með meiru, tók við gullsmá- skífu í gær fyrir lagið „Það bera sig allir vel“ þar sem því hefur nú verið streymt yfir 500 þúsund sinnum. „Ég hafði svo sem trú á þessu lagi, að það hefði kjörgengi,“ sagði Helgi í samtali við Morgunblaðið í gær, „en svo sem ekkert fram yfir það, í sjálfu sér.“ Helgi segir algjörlega frábært að lagið hafi fengið svo mikla hlustun og spurður hvort lagið verði mögu- lega táknlag Covid-19 segir hann sposkur að hætt sé við því. Lagið hafi þó ekki verið samið um kófið eitt og sér. „Það var búið að vera svo svakalega ömurlegt veður, endalaust stormur og leiðindi frá nóvember, desember síðasta vetur og áfram fram í janúar og febrúar,“ segir Helgi. Boðskapur lagsins sé sá að þrátt fyrir leiðindin beri sig allir vel, hafi það kósí heima og gleðjist yfir því litla í lífinu. Þegar kófið verður rifjað upp munu eflaust margir muna eftir kvöldvökum Helga og Reiðmanna vindanna en nýjasta afurð þeirra er sænska tökulagið „Saman (höldum út)“ sem Helgi og Salka Sól syngja. Helgi segist hafa verið heppinn í kófinu að því leyti að hafa nóg að gera. „Mér hefur tekist að gera eitt- hvað í þessu ástandi öllu,“ segir hann. helgisnaer@mbl.is Morgunblaðið/Árni Sæberg Gull Helgi tók við gullsmáskífu úr hendi Sölva Blöndal hjá Öldu Music. Helgi fékk gullskífu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.