Morgunblaðið - 17.12.2020, Síða 1
F I M M T U D A G U R 1 7. D E S E M B E R 2 0 2 0
Stofnað 1913 297. tölublað 108. árgangur
VALINN ÍÞRÓTTA-
MAÐUR ÁRSINS Í
FYRSTA SINN ÚR SÖNGLEIK Í KVIKMYND
HAGSÝNN
BRAUTRYÐJANDI
Í HÚSAGERÐ
TÓNLISTARSKÓLI BORGARFJARÐAR 32 GUÐJÓN SAMÚELSSON 72HILMAR SNÆR 69
Nautalundir
Danish Crown
3.999KR/KG
ÁÐUR: 4.999 KR/KG
JÓLIN ERU KOMIN Í NETTÓ!
Hangilæri
Úrbeinað
2.354KR/KG
ÁÐUR: 3.139 KR/KG
Lægra verð - léttari innkaup Tilboðin gilda 17.—20. desember
-25% -20% Bökunarkartöflu
135KR/KG
ÁÐUR: 269 KR/KG
r -50%
Hurðaskellir kemur í kvöld
7dagartil jóla
jolamjolk.is
Snorri Másson
snorrim@mbl.is
Á meðan fólk flykkist á Laugaveg
og í Austurstræti í hátíðlegum er-
indagjörðum nú í aðdraganda jóla,
stendur hið nýja Hafnartorg meira
og minna afskipt niðri við höfn.
Ýmislegt veldur, að sögn sérfræð-
inga. Í fyrsta lagi er það linnulaus
norðanáttin í Reykjastræti, þar sem
jólatréð stendur á miðri mynd. Hún
bítur kinnar þeirra sem hætta sér
inn á hennar svið, en sviðið er vind-
göng sem myndast vegna hæðar
nýbygginganna á svæðinu. Í öðru
lagi vantar upp á að framboð þjón-
ustu á svæðinu sé fjölbreyttara: Á
mörg hundruð metra fleti er aðeins
að finna H&M og COS, þó að hinum
megin séu nokkrar aðrar verslanir.
Að sögn arkitekts, veðurfræðings
og umhverfissálfræðings sem
Morgunblaðið ræddi við um svæðið,
er skipulag þess vanhugsað frá
upphafi og afleiðingarnar eru þess-
ar: Fæstir sjá ástæðu til að leggja
leið sína í þennan nýja miðbæ
Reykjavíkur. »18-20 Morgunblaðið/Árni Sæberg
Út undan
á aðvent-
unni
Mannfólk hafnar
Hafnartorgi
Samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins hefur Alþingi ákveðið að
fresta fyrirhugaðri niðurfellingu
ívilnunar sem tengiltvinnbílar hafa
notið í formi lækkaðs virðisauka-
skatts. Ívilnunin er að hámarki að
fjórum milljónum króna af bílverði
og getur því numið að hámarki 960
þúsund krónum.
Upprunalega átti að taka fyrsta
skrefið í niðurfellingu ívilnunarinn-
ar þann 1. janúar nk. en áramótin
þar á eftir átti ívilnunin að lækka
enn frekar og falla svo alveg niður
1. janúar 2023.
Jón Trausti Ólafsson, forstjóri
bílaumboðsins Öskju, fagnar niður-
stöðunni. „Nú hefur drægni tengil-
tvinnbíla aukist hratt á síðustu ár-
um, og það hefur sýnt sig að margir
kaupa fyrst tengiltvinnbíl á leið
sinni yfir í hreinan rafbíl,“ segir
Jón Trausti.
Tengiltvinnbíll hleður inn á sig
rafmagni á ferð, auk þess sem hægt
er stinga bílnum í samband.
Jón Trausti segir að Bílgreina-
sambandið og fleiri hafi talið mik-
ilvægt að halda þessum ívilnunun
áfram af fyrrgreindum ástæðum,
ásamt því að árið 2020 hafi verið
mjög óvenjulegt á bílamarkaðnum
vegna kórónuveirufaraldursins.
Ívilnanir þrengdar
Jón Trausti bendir þó á að á
sama tíma og verið sé að fram-
lengja ívilnanirnar sé verið að
þrengja þær, og aðeins umhverf-
isvænstu bílarnir muni njóta íviln-
ana, þ.e. þeir bílar sem menga
minnst og draga lengst á rafmagn-
inu einu saman.
„Þarna er verið að beina stuðn-
ingi að bílum með raunverulega
rafmagnsdrægni sem tengiltvinn-
bílar. Rafhlöður bílanna hafa
stækkað í mörgum tegundum og
orðið dýrari, og því hafa þessir
bílar ekki lækkað í verði – þessi
framlenging er því að mínu mati
bæði skynsamleg og hjálpar til við
að flýta orkuskiptum landsmanna,“
segir Jón Trausti.
Niðurfellingu frestað
Verð tengiltvinnbíla hefði hækkað um áramót Ívilnun getur numið að hámarki
960 þúsund krónum Gildir aðeins fyrir umhverfisvænstu tengiltvinnbílana
Morgunblaðið/Hari
Miklabraut Ákvörðunin á að hjálpa
til við að flýta fyrir orkuskiptum.