Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 „Komdu í Bílanaust þar færð þú allt fyrir bílinn og meira til“ rafgeymar olíurvarahlutir vetrarvörur 3 7 verslanir um land allt Hafnargötu 52Vatnagörðum 12 104 Reykjavík S. 535 9000 Talsverð úrkoma var í gær á Seyð- isfirði og var því ekki talið óhætt að fara inn á það svæði, sem rýmt var í fyrradag vegna aurskriðanna. Metið verður aftur í dag hvort íbúar þeirra 50 húsa sem voru rýmd megi snúa aftur til síns heima. Þá hafa íbúar á Eskifirði á ákveðnum svæð- um nærri Lamb- eyrará og Grjótá verið beðnir um að fara að öllu með gát og fylgjast með aðstæðum. Engar nýj- ar skriður hafa fallið, eftir þær sem komu í fyrrakvöld. Vegna þeirra þurftu íbúar við göturnar Botnahlíð og svo úr nokkrum húsum við Aust- urveg og Hafnargötu að heiman. Það fólk gistir hjá vinum og ættingjum eða á gististöðum í bænum. Appelsínugul úrkomuviðvörun Veðurstofu fyrir Seyðisfjörð tók gildi síðdegis í gær og átti að gilda nú fram í morgunsárið, þegar staðan verður metin heildstætt. Mannskapur úr Ísólfi, björgunar- sveitinni á Seyðisfirði, hafði í nægu að snúast í gær. Stóð vaktina við lokun- arpósta við götur í bænum og hélt skráningu yfir þá sem fengu að fara inn á lokað svæði til að vitja um eigur sínar. „Hér er bæði rigning og rok, skítaveður eins og slíkt er kallað,“ sagði Pétur Kristjánsson, fréttaritari Morgunblaðsins á Seyðisfirði, í sam- tali. „Fólk er auðvitað alveg viðbúið frekari hamförum, en þá líka stólum við á björgunarsveitina en án hennar væri ekki byggilegt hér.“ Ekki hefur verið lagt mat á hve miklar skemmdir hafa orðið á Seyð- isfirði, eða hvernig þær skuli meta. Ljóst er þó að hreinsunarstarf vegna aurs sem borist hefur fram á götur og lóðir verður umfangsmikið. Gert er svo ráð fyrir að matsfólk frá Náttúru- vártryggingum Íslands fari austur á morgun, til að kanna aðstæður. „Byggðin er í hættu,“ sagði Þor- valdur Jóhannsson íbúi við Bröttuhlíð og fyrrum bæjarstjóri á Seyðisfirði. „Hættusvæðið er hér undir Botna- brún og milli Nautaklaufar og Dag- málalækjar. Hér hefur rignt afar mik- ið síðustu daga og fjallshlíðin hér fyrir ofan er alveg gegnsósa af vatni. Við slíkar aðstæður eru alltaf líkur á því að skriður fari af stað eins og nú hefur gerst. Þetta er um margt sambæri- legt því sem gerðist 8. ágúst 1989 þeg- ar hér féllu skriður í kjölfar mikilla rigninga, nema þær voru aðeins utar hér í sunnanverðum firði.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Flóð Eðja liggur yfir götum undir hlíðarrótum innst í bænum og ljóst er að mikil vinna er fram undan við hreinsun. Byggðin er í hættu  Viðsjár á Seyðisfirði  Skriður falla og appelsínugul við- vörun vegna úrkomu er í gildi  Fjallshlíðin er gegnsósa Morgunblaðið/Pétur Kristjánsson Hamfarir Aurskriðan er eins og taumur sem liggur niður hlíðina. Þorvaldur Jóhannsson Þrátt fyrir að Brexit-stunda- glasið sé við það að renna út, þykja líkur hafa aukist á því að Bretar gangi úr Evrópusamband- inu um áramótin án verulegrar röskunar. Það á raunar einnig við mögulegar afleiðingar fyrir Íslendinga, en Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra und- irritaði í gær loftferðasamning milli Íslands og Bretlands, þar sem flugsamgöngur milli landanna eru tryggðar til framtíðar. Samningaviðræður milli Breta og Evrópusambandsins (ESB) hafa gengið mun stirðlegar, en í gær virtist rofa til, þegar Ursula von der Leyen, forseti framkvæmda- stjórnar ESB, gaf til kynna að for- sendur væru fundnar til þess að gera viðskiptasamning við Breta, sem tæki gildi við úrgönguna um áramót. „Það er leið til samninga núna,“ sagði hún á fundi með Evr- ópuþingmönnum í Brussel. Boris Johnson forsætisráðherra Breta tók í sama streng, en sagði þó að enn bæri á milli í sumum veiga- miklum málum. Gengi sterlings- pundsins hækkaði mikið í gær og hefur ekki verið hærra í tvö ár, sem rakið er til þessara orða og hins, að kvisast hefur út að þinglokum fyrir jól verði frestað fram á þriðjudag, en það þarf að samþykkja mögu- legan viðskiptasamning. Vonir glæðast um friðsamlegt Brexit Ursula von der Leyen Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is Samkvæmt niðurstöðum loðnumæl- inga í síðustu viku hefur veiðiráðgjöf í loðnu í vetur verið endurskoðuð. Mæl- ingin leiðir til veiðiráðgjafar upp á 21.800 tonn og kemur í stað ráðgjafar frá því í október um engan afla. Haust- ið 2019 var gefið út upphafsaflamark á vertíðinni í vetur upp á 170 þúsund tonn, en það var dregið til baka í haust. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður mælinga í byrjun árs 2021 á stærð veiðistofnsins liggja fyrir. Eng- ar loðnuveiðar voru við landið á þessu ári og því síðasta, en árið 2018 voru veidd alls 287 þúsund tonn af loðnu við landið. Niðurstöður leiðangursins byggja á umfangsmikilli yfirferð í Grænlands- sundi og norður af Íslandi. Hafís í Grænlandssundi hefti yfirferð þar verulega en loðnu var að finna í ná- munda við hafísinn. Því gæti verið um að ræða vanmat á stærð veiðistofns. Kynþroska loðnu var að finna skammt austan við Kolbeinseyjarhrygg sem er austlægari útbreiðsla en undanfarin ár, segir í skýrslu um ráðgjöfina á heimasíðu Hafrannsóknastofnunar. Fjögur veiðiskip Mælingarnar voru gerðar á upp- sjávarveiðiskipunum Kap VE, Jónu Eðvaldsdóttur SF, Ásgrími Halldórs- syni SF og grænlenska skipinu Iivid. Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kost- uðu verkefnið, en það var skipulagt af Hafrannsóknastofnun. Stærð hrygningarstofnsins mældist rúmlega 487 þúsund tonn. Ráðgjöf um aflamark byggist á því að 95% líkur séu á að hrygningarstofninn í mars verði yfir 150 000 tonnum að teknu tilliti til afráns. Það leiðir til veiðiráðgjafar upp á tæplega 22 þúsund tonn í vetur, eins og áður sagði. Morgunblaðið/Börkur Kjartansson Vertíð Beitir NK og Venus NS að veiðum 2016. Enn er óvissa með veturinn. Ráðgjöf í loðnu upp á 22 þúsund tonn  Hafís í Grænlandssundi hefti yfirferð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.