Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Sigurður Már Jónsson blaðamað-ur fjallar í pistli á mbl.is um það sem hann kallar andvaraleysi heilbrigðisráðherra og snýr að hóp- smitinu afdrifaríka sem kom upp á Landakoti. Hann nefnir meðal ann- ars umfjöllun Morg- unblaðsins um málið en furðar sig um leið á þögn Ríkisútvarps- ins um málið sem verði „að skoðast í því ljósi að stofnunin stendur vörð um rekstur á vegum rík- isins og vill ógjarnan raska því“.    Þá bendir hann áað heilbrigð- isráðherra hafi ekki gefið nein skýr svör um hvers vegna sleg- ið hafi verið á útrétta hönd þeirra fyrirtækja sem boðið hafi fram hús- næði og starfskrafta til að létta álaginu af Landakoti. Hann segir að það hafi „verið beinlínis átak- anlegt að hlusta á fulltrúa hinna ýmsu ríkisstofnana útskýra að tæknilegir annmarkar hafi verið á því að taka tilboði um húsnæði“.    Loks víkur hann að svari ráðu-neytisins þar sem fram komi að sett hafi verið upp sérstök deild fyrir íbúa hjúkrunarheimila á höf- uðborgarsvæðinu sem smitast hafi af kórónuveirunni. Í svarinu segi: „Í þessu ljósi hefur ekki verið þörf á að ráðast í sérstaka samninga fyrir þjónustu eins og um er spurt til að mæta bráðavanda.“    Sigurður Már spyr: „Hvernig erhægt að láta svona frá sér eftir það sem á undan er gengið?“ Enn fremur: „Og skuldar ráðherra ekki skýringu á þessum ákvörðunum sínum?“    Líklegt er að fleiri velti slíkumspurningum fyrir sér. Sigurður Már Jónsson Andvaraleysi án skýringa STAKSTEINAR Svandís Svavarsdóttir Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ Afhendingu svokallaðra skilavega frá Vegagerðinni til sveitarfélaga verður frestað enn einu sinni um eitt ár en samkvæmt lögum átti yfir- færslunni að vera lokið fyrir næstu áramót. Nú þegar ljóst er orðið að ekki næst samkomulag um afhendingu skilaveganna hefur umhverfis- og samgönguefnd lagt fram frumvarp á Alþingi um breytingu á vegalögum, þar sem lagt er til að skilavegunum verði skilað í síðasta lagi í lok næsta árs. Um er að ræða vegi sem áður töldust til þjóðvega í þéttbýli sem færa á yfir til sveitarfélaganna sem taki yfir veghald þeirra. Til stóð að samgönguráðuneytið, fulltrúar sveitarfélaga og Vegagerðin undir- rituðu viljayfirlýsingu um að ljúka yfirfærslu veganna en í greinargerð frumvarpsins segir að nú liggi fyrir að hún hafi ekki verið undirrituð vegna ágreinings um efni hennar. „Nokkur árangur hefur náðst í þeim viðræðum, fyrst og fremst varðandi skilgreiningu á þeim vegum og veg- arköflum sem teljast skulu til skila- vega. Enn ber þó mikið á milli í við- ræðum aðila um fjárþörf og í hvaða ástandi vegunum sem eftir eru verði skilað til viðkomandi sveitarfélaga,“ segir í greinargerð frumvarpsins. Vegagerðin muni því áfram um sinn standa straum af viðhaldi veganna en þó ekki lengur en til ársloka 2021. Afhending skilavega frestast enn  Mikið ber á milli í viðræðum um fjárþörf og ástand veganna við skil þeirra Morgunblaðið/Hari Bílar Lengd skilavega er 55,6 km. Guðni Einarsson gudni@mbl.is Nýjar reglur um flug dróna eiga að taka gildi hér á fyrri hluta næsta árs. Um er að ræða evrópska reglu- gerð sem tekur gildi í ríkjum Evr- ópusambandsins um áramótin. Nokkurn tíma mun taka að innleiða reglugerðina hér á landi, sam- kvæmt skriflegu svari Þórhildar El- ínardóttur, samskiptastjóra Sam- göngustofu. Helstu breytingarnar miða að því að auka öryggi og yfirsýn yfir drónastarfsemi, hvort sem er í leik eða starfi. Í stórum dráttum verður regluverkinu skipt í þrjá megin- flokka: Tómstundaflug (opinn flokk- ur), atvinnuflug og rekstur stórra dróna. Innan hvers meginflokks verða nokkrir undirflokkar sem drónarnir falla í eftir stærð og notkun. Ekki verða gerðar sérstakar kröfur vegna notkunar dróna sem eru undir 250 grömmum að þyngd og eru skilgreindir sem leikföng. Notendur dróna sem eru 250 grömm eða þyngri þurfa að taka námskeið og hæfnispróf á vefsíðu Samgöngustofu til að mega stjórna þeim. Útgefið vottorð mun tilgreina í hvaða flokki þeir mega fljúga. Kröfur til flugmanna dróna munu því aukast eftir því sem dróninn verður þyngri og eins hvort honum er flogið í þéttbýli eða dreifbýli. All- ir sem ætla að fljúga drónum sem eru þyngri en 250 grömm taka sama grunnprófið en önnur og viða- meiri próf eftir því sem drónarnir verða þyngri og notkunin áhættu- meiri. Meiri kröfur um þekkingu á flugreglum, veðurfræði o.fl. verða gerðar til þeirra sem fljúga drónum í atvinnuskyni. Drónaflugmenn fá númer Í stað þess að skrá dróna til at- vinnuflugs, eins og skylt hefur ver- ið, verða þeir sem ætla að fljúga drónum að skrá sig á vef Sam- göngustofu. Þeir fá númer sem þeim er skylt að merkja dróna sína með. Gert er ráð fyrir að í framtíð- inni verði drónar búnir fjarauð- kenningarbúnaði svo hægt verði að rekja ferðir þeirra og fylgjast með þeim á svæðum þar sem önnur al- menn flugumferð er. Reglur um dróna hertar á næsta ári  Aukið öryggi og yfirsýn  Engar kröfur vegna leikfanga- dróna  Flugmenn þurfa að skrá sig hjá Samgöngustofu Morgunblaðið/Árni Sæberg Dróni Reglur verða hertar 2021.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.