Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Kristín Heiða Kristinsdóttir khk@mbl.is Huldufólkssögur eruskemmtilegur hluti afmenningu okkar og hafafylgt okkur frá upphafi, þær eru meira að segja til í Íslend- ingasögunum. Þetta er því rótgró- inn menningararfur sem hefur fylgt okkur í þúsund ár. Mér finnst merkilegt hversu stutt er í þessa trú enn í dag, fólk er enn að segja mér huldufólkssögur sem gerast nánast í nútímanum. Þetta lifir og stór hópur fólks vill ekki neita því að huldufólk sé til. Ég er alinn upp í Eyjafirði og bæði móðir mín og amma töluðu um huldufólk eins og hluta af náttúrunni, það var ljóslif- andi trú hjá þeim að huldufólk gæti verið til staðar,“ segir Símon Jón Jóhannsson þjóðfræðingur þegar hann er spurður hvers vegna hon- um finnist skipta máli að varðveita og vekja athygli á gömlum huldu- fólkssögum. Símon sendi nýlega frá sér bókin Hulduheima, sem geymir sögur af 100 huldufólksbyggðum í öllum landshornum. „Huldufólkssögur eru til úti um allt land og miklu fleiri en þær sem ég er með í þessari bók. Ég hafði að leiðarljósi að fara hringinn um land- ið og finna góðar sögur á sem flest- um stöðum og þá sögur þar sem voru nafngreindir staðir, hólar, klettar eða annað, til að geta tekið ljósmyndir af þeim og haft með í bókinni við hverja sögu. Auk þess erum við með staðbundin kort, enda er bókin meðal annars hugsuð til að fólk geti haft hana með sér í bílnum þegar það fer á flakk út á land,“ segir Símon og bætir við að sér og Ívari Gissurarsyni, sem vann með honum bókina og gefur hana út, hafi yfirleitt alltaf verið tekið mjög vel þegar þeir fóru á huldustaðina til að ljósmynda. „Fólk vissi um staðina og gat bent okkur nákvæmlega á þá. Sög- urnar eru að þessu leyti lifandi ennþá.“ Ástin fór ekki alltaf vel Símon segir að helsti munurinn á mannfólki og huldufólki sé sá að huldufólk sé yfirleitt betur stætt en mannfólkið. „Huldufólkið býr betur og á fal- legri og betri búpening, það klæðist fallegri fötum og maturinn þeirra er ríkulegur. Þetta er einhvers konar mynd af því sem fólk á öldum áður vildi hafa en hafði ekki, einhvers konar hliðarveruleiki sem fólk dreymdi um. Huldufólk er annars heims verur sem tilheyra ekki mannheimum, og flest býr það í klettum, hólum og steinum. Í Hafn- arfirði er til dæmis Hamarinn stórt huldufólkssvæði,“ segir Símon og bætir við að samskipti mannfólks við huldufólk séu oftast með svip- uðum hætti. „Til dæmis eru til margar sög- ur af ástum milli huldufólks og mannfólks en það fer yfirleitt illa. Annaðhvort voru konur píndar til að ganga í hólana til hulduástmanna sinna, eða öfugt, huldukonur lokk- uðu líka til sín mennska menn. Margar sögur eru um að þessi sam- skipti hafi leitt til barneigna og þá hefur huldufólkið oft viljað koma með börnin og skilja þau eftir í mannheimum, en hinir mennsku pabbar hafa yfirleitt neitað að þeir eigi þessi börn. Þá hefnist þeim fyr- ir.“ Hjálpsamt huldufólk Símon segir að sögur af huldu- fólki gegni líka hlutverki sem ákveð- in kennsla í því hvernig fólki beri að hegða sér. „Til dæmis er framkoma huldu- manna við sínar konur miklu betri en framkoma mennskra eiginmanna þessa fyrri tíma. Huldumenn eru miklu tillitssamari og hjálpsamari, þeir hjálpa við húshald og barna- uppeldi, nokkuð sem karlar gerðu ekki hér áður fyrr. Huldumenn voru því draumaeiginmenn fyrir óánægð- ar konur í mannheimum sem voru illa giftar,“ segir Símon og bætir við að yfirleitt séu samskipti milli mannfólks og huldufólks góð. „Huldufólk er mjög hjálpsamt, nema ef mannfólkið gerir eitthvað á hlut þess, þá hefnir það sín grimmi- lega. Margar sögur eru til um hjálp sem er sótt til huldufólks þegar kona er í barnsnauð, því það kunni mikið fyrir sér í fæðingarhjálp. Kon- ur úr mannheimum fóru líka oft í hóla til að hjálpa við að taka á móti börnum sem fæddust þar. Einnig eru mörg dæmi um karla úr mann- heimum sem gerðu slíkt hið sama, ljósfeður eins og þeir voru kallaðir.“ Nykur til að forða frá hættu Símon segir að fólk hafi óttast að styggja huldufólk. „Eldri kynslóðir kenndu þeim yngri að fara varlega í kringum huldufólksstaði. Í raun kemur mikil virðing fyrir náttúrunni fram í þess- um sögum, því þær segja að við megum ekki ganga á náttúruna og hirða allt af henni, heldur eigum við að skilja eitthvað eftir. Til dæmis sögur um álfhóla sem ekki mátti slá. Þetta var óttablandin virðing við náttúruna og um leið kennsla í um- gengni við hana, sem mannfólk hefði betur hlustað á, þá værum við ekki í þeirri stöðu sem við erum í í dag, þar sem mannfólk hefur gengið svo á auðlindir náttúrunnar að við erum að tortíma okkur. Sögurnar hafa líka forvarnargildi, eins og til dæmis sögur af nykrum í vötnum, þær eru til að forða börnum frá því að leika sér á hættulegum stöðum. Þar fyrir utan geyma huldufólkssögur líka miklar heimildir um fyrri tíma að- stæður, þjóðhætti og fleira.“ Álfar með skráð heimilisfang Símon segist ekki taka afstöðu til þess hvort huldufólk sé til eða ekki, en sögurnar séu til og þær séu merkilegar. „Ég held svolítið upp á söguna sem tengist Álfhólsveginum í Kópavogi, hún er ein af mörgum sem tengjast því að illa gangi að leggja veg þar sem huldufólk býr. Vegagerðarmenn gáfust hreinlega upp þegar þeir ætluðu að ryðja þekktum álfhól burt, því vélar biluðu og allt gekk á afturfótunum. Talið var að huldufólk og álfar sem bjuggu í hólnum hefðu þar átt hlut að máli. Vegurinn var því látinn beygja fram hjá álfhólnum, frekar en raska honum meira. Seinna þeg- ar til stóð að endurbæta veginn og fjarlægja hluta af honum var það sama sagan og endaði á að menn neituðu að koma nálægt Álfhóli með vélar eða tæki. Þegar lóðinni sem steinninn er á var úthlutað, þá skil- aði sá sem fékk lóðina henni, því hann treysti sér ekki til að byggja þar. Bæjaryfirvöld í Kópavogi út- hlutuðu lóðinni aldrei aftur og þarna býr enginn nema álfarnir. Álfarnir í þessum hóli búa því við Álfhólsveg 102. Ég hugsa að þetta sé eina álfabyggðin í heiminum þar sem álfarnir eru með skráð heim- ilisfang. Önnur vegagerðarsaga sem tengist álfum er frá því fyrir örfáum árum, þegar verið var að leggja veg út á Álftanesið. Þá voru fram- kvæmdir stoppaðar á meðan 70 tonna steinn, sem talinn var vera álfakirkja, var hífður upp og honum komið fyrir á nýjum stað utan veg- ar. Friðmælst var við huldufólkið og fenginn til verksins milliliður. Mér finnst gott að enn sé tillit tekið til náttúrunnar og ekki vaðið yfir allt, eins og huldufólkið er alltaf að reyna að kenna okkur mannfólk- inu.“ Stutt í þessa trú enn í dag „Móðir mín og amma töluðu um huldufólk eins og hluta af náttúrunni,“ segir Símon Jón sem sendi ný- lega frá sér bókina Hulduheima, en hún geymir sögur af 100 huldufólksbyggðum í öllum landshornum. Morgunblaðið/Eggert Þjóðfræðingur Símon við Álfhól í Kópavogi, þar sem vegur var látinn sveigja fram hjá hólnum. Mörgum sögum hefur farið af huldufólki í Þykkvabæ í Rangár- þingi. Hábær stendur á hæsta hólnum í þorpinu. Rétt við bæinn er þúfa hæst á hólnum og er kölluð Háaþúfa. Hana á huldufólkið og við henni má ekki hrófla. Einu sinni stakk drengur í óvitaskap sínum staf djúpt ofan í þúfuna. Húsbónda drengsins dreymdi nóttina eftir að til sín kæmi maður sem sagðist eiga heima þar í brekkunni. Sagði hann piltinn hafa handleggsbrotið barn sitt með stafnum en hann vildi þó hlífa drengnum vegna óvitaskapar. Hefndin þyrfti hins vegar að koma einhvers staðar fram. Morguninn eftir lá besta kýr bóndans dauð á básnum. Austast í Þykkvabæjarbyggðinni stendur bærinn Unhóll og er hóll- inn einna hæstur austan við bæ- inn. Hvorki má raska við hólnum né slá hann. Pálmar Jónsson (1899-1971) bóndi á Unhóli sagði foreldra sína hafa brýnt fyrir sér að hrófla ekki við hólnum eftir að hann tók við búi. Lengi vel virti hann það. Svo þurfti að grafa fyrir súrheysgryfju og var hóllinn ákjós- anlegur fyrir það. Pálmar sagðist hafa hunsað alla huldufólkstrú, talið hana vitleysislega hjátrú og grafið fyrir súrheysgryfjunni. Veturinn eftir missti hann níu kýr sem drápust með ýmsu móti. Eftir þennan vetur notaði Pálmar aldrei súrheysgryfjuna aftur. Grenshóll við bæinn Vesturholt er einnig sagður vera huldufólks- bústaður. Huldufólk í Þykkvabæ SÖGUR AF HÁUÞÚFU OG UNHÓLI, ÚR BÓKINNI HULDUHEIMAR Ljósmynd/Ívar Gissurarson Háaþúfa Hér má sjá huldufólksþúfuna á hólnum við Hábæ í Þykkvabæ. Vinnur gegn Laktósaóþoli Fæst í næsta apóteki Það hefur sýnt sig að íslenska þjóðin stendur saman, sýnir stuðning og samhug eftir bestu getu. Hægt er að leggja framlög inn á reikning nr. 0101-26-35021, kt. 470269-1119 S. 551 4349, 897 0044, maedur@simnet.is Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur JÓLASÖFNUN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.