Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
mælalaust að vera í miðborginni
gætu verið mikil lyftistöng fyrir ein-
mitt þetta svæði, eins og Trygg-
ingastofnun ríkisins og sýslumað-
urinn á höfuðborgarsvæðinu. Þær
gætu verið í nýju Landsbankabygg-
ingunni, sem er þegar í eigu ríkisins,
það myndi styrkja svæðið og strax
breyta viðhorfi fólks til þess. Það þarf
að vera eitthvað sem maður á erindi í
án þess að kaupa neitt. Þetta er mið-
borg höfuðborgarinnar þar sem
stjórnsýslan, Þjóðleikhús, Harpa, Al-
þingi, ráðhús, borgardómur, Hæsti-
réttur og fleira slíkt á helst að vera.“
Dauðadæmt frá upphafi
Páll Líndal, sem hefur rannsakað
hönnun borgarumhverfis með tilliti
til sálfræðilegra þarfa fólks, segir að
þeir þættir sem Hilmar og Einar hafa
nefnt séu það sem veldur því á end-
anum að borgarbúar hafni torginu.
„Við þurfum að spyrja: Hverju ætl-
uðu menn að ná fram og hverju eru
þeir að ná fram? Þetta er varla það
sem var stefnt að,“ segir Páll.
Í kynningarefni frá arkítektastof-
unni PKdM, sem hafði umsjón með
Hafnartorgi sagði á sínum tíma: „Við
erum sannfærð um að þegar svæðið
tekur á sig lokamynd og göngugatan
opnar í vetur muni borgarbúar upp-
lifa iðandi mannlíf og fjölbreytileika
sem bætir manngert umhverfi borg-
arinnar. [...] Hafnartorg verður allt í
senn verslunarhverfi, íbúðahverfi,
skrifstofuhverfi, veitingahúsahverfi
og samverustaður með opinni og lif-
andi götumynd.“
Páll segir að veðrið hafi sett sitt
mark á þessa framtíðarsýn: „Því það
sem gerist hér er að allur grundvöllur
fyrir mannlífi hverfur. Ef við værum
á Ítalíu væri þetta allt annað, því þá
væri þetta heitur vindur, en hérna er
þetta bara kalt. Hér á norðlægum
slóðum erum við að sækjast eftir sól
og skjóli fyrir vindi. Þannig að það að
ætla sér að skapa mannlíf á stað þar
sem þú ert um leið að búa til vind-
göng er einfaldlega dauðadæmt frá
upphafi, því miður.“
Páll segir að miðbæjarlíf byggist á
því að fólk staldri við án þess að þurfa
endilega að staldra við, að það komi
án þess að þurfa nauðsynlega að
koma. „Þannig virkar til dæmis Aust-
urvöllur. Þangað fer maður án þess
að eiga nauðsynlega erindi og dvelur.
En hérna seturðu bara hausinn undir
þig, ferð úr bílnum og inn í búð, og
aftur heim. Þar með er snertipunkt-
urinn við annað fólk orðinn mjög lítill.
Þess vegna gerir þetta svæði ekkert
fyrir samfélagið eða miðbæinn, ekki á
neinn hátt.“ Þar telur hann að efna-
hagslegar orsakir hafi ráðið för:
„Þetta snýst á endanum um krónur
og aura. Sá þáttur skiptir auðvitað
miklu máli en hann má ekki yfirtaka
allt hitt, eins og þetta svæði er mjög
skýr birtingarmynd um.“
Páll bætir við ofan á allt að svæðið
skírskoti ekki nægilega vel til annars
umhverfis í kring og að þar með sé
samhengið við gamla miðbæinn rofið.
Hilmar tekur undir þetta og segir
enga leið að bera kennsl á sér-
einkenni Reykjavíkur þegar svipast
er um eftir þeim. „Maður myndi frek-
ar vilja færa hingað reykvískan stað-
aranda og þá væri það þannig að þeg-
ar ferðamenn birtu myndir af sér hér
sæju aðrir strax að þetta væri í
Reykjavík. Ef mynd er tekin hérna
gæti hún alveg eins verið tekin bara í
hverfi tvö í Lyon í Frakklandi þess
vegna. Það er engin leið að vita það,
og búðirnar eru allar útlendar,“ segir
Hilmar.
Sá hópur sem Hilmar ræðir þar
mun að líkindum skipta miklu máli
fyrir þróun svæðisins á komandi ár-
um, ferðamennirnir með sinn gjald-
eyri. Þegar þokunni léttir og þeir
fara að streyma til landsins á ný má
ætla að það hleypi lífi í Hafnartorgið,
en Hilmar og Páll eru báðir sann-
færðir um að eins og þjónustu-
framboðið lítur út á staðnum núna
geti það ekki unnið sér sess meðal
borgarbúa. Þar gæti komið að versl-
ununum verði hólfað niður í smærri
einingar og í versta falli að byggja
þurfi yfir göngusvæðið svo að þar sé
vært í öllum veðrum. Loks þarf hugs-
anlega bara tíma, áður en torgið
kemur í örugga höfn í hjarta Reyk-
víkinga. Samkvæmt þessu er þó
langt í land.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hafnartorg Verslanakeðjurnar H&M og COS, sem eru í eigu sama risa, blasa við austan megin torgsins. Hinum
megin er m.a. að finna tvo matsölustaði og fleiri fataverslanir. Þá er Bláa lónið með rými á leigu í Reykjastræti.
Vindar blása um Hafnartorg
Á aldarafmæli fullveldisins 2018
flutti Katrín Jakobsdóttir for-
sætisráðherra ávarp við Stjórn-
arráðið að viðstöddum ekki minni
mönnum en Margréti II. Dana-
drottningu og forsætisráðherra
Dana. Í Morgunblaðinu mánudag-
inn eftir sagði: „Setti veðurfarið
nokkurt strik í reikninginn við há-
tíðahöld þau sem fram fóru við
stjórnarráðið. Þrátt fyrir það var
nokkur hópur fólks sem lét kuld-
ann og trekkinn ekki á sig fá og
fylgdist með hátíðahöldunum.“
Einar Sveinbjörnsson veður-
fræðingur var á meðal þeirra sem
„lét kuldann og trekkinn ekki á
sig fá“ og fór í kjölfarið að hug-
leiða þá miklu vinda sem blésu
þennan dag við Lækjargötuna.
„Ég var hérna 1. desember, þegar
norðanáttin beit í kinnarnar á
dönsku drottningunni, og þá kom
upp þessi spurning hvort þessar
nýju byggingar hérna væru að
magna upp vindinn. Ég sagði
bara já, það er það sem er að
gerast. Við erum að búa til vind
hérna,“ segir Einar. Hann taldi á
sínum tíma ekki fjarri lagi að
ætla að um 10-15% vindmögnun
á norður- og norðaustanátt ætti
sér stað í Lækjargötu og á Kalk-
ofnsvegi vegna nýrra og sífellt
hærri bygginga sem þrengja að
götunni.
Þegar drottningin fékk að
kenna á norðanáttinni
Á MÓTI BLÆS AF MANNAVÖLDUM
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Forsætisráðherra Magnaður vindur við Lækjargötu gerir hvorki mannamun né daga.
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Norðanátt Guðni forseti hjálpaði Margréti Danadrottningu auðvitað um teppi.