Morgunblaðið - 17.12.2020, Side 32

Morgunblaðið - 17.12.2020, Side 32
SVIÐSLJÓS Guðrún Vala Elísdóttir Borgarnesi Á tímum Covid hafa flestir þurft að breyta viðteknum venjum og er Tón- listarskóli Borgarfjarðar ekki undan- skilinn. Í ár var gripið til nýstárlegra aðferða og varð árviss söngleikur að kvikmynd í stað hefðbundins flutn- ings. Unnið er að því að kvikmyndin verði tilbúin fyrir jól. „Við höfðum verið að vinna að söngleikjasýningu með söngleikja- deildinni síðan í byrjun hausts og smátt og smátt fór að koma í ljós að vegna ástandsins myndum við ekki geta boðið aðstandendum barnanna að koma á sýningu“ segir Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri tónlistar- skólans, við Morgunblaðið. Það var Sigríður Ásta Olgeirs- dóttir, dóttir Theódóru, sem fékk hugmyndina að þessari útfærslu. Sigríður stundaði leiklistarnám í Danmörku og útskrifaðist með bachelorgráðu í júní sl. Hún var því á lokaönninni sinni þegar fyrsta bylgja Covid-19 reið yfir Evrópu og notaði bekkurinn hennar myndmiðilinn mikið í öllum lokaverkefnum. Áhugi Sigríðar jókst enn frekar á þessum miðli og hún öðlaðist mikla reynslu sem nýtist nú í tónlistarskólanum. Hún bar hugmyndina um að gera söngleikinn að kvikmynd undir Theo- dóru, sem tók vel í það. Alltaf til í að prófa eitthvað nýtt „Mig langaði líka að nýta tækifær- ið þar sem ljóst var að söngleikurinn yrði hvort eð er tekinn upp á ein- hvern hátt og sendur til aðstandenda í stað sýningar, að taka verkefnið skrefi lengra og aðlaga sýninguna þeim miðli sem notaður yrði. Þannig fengju börnin einnig færi á að prufa aðra hlið sviðslistar í leiðinni,“ segir Sigríður sem þessa dagana situr við og klippir saman atriði. Theodóra segir að reglulega hafi verið sett upp atriði úr söngleikjum í gegnum tíðina. Á 50 ára afmæli skól- ans var settur upp söngleikurinn Móglí. Í kjölfar þeirrar sýningar var mikill áhugi fyrir því að halda áfram með söngleiki og frá haustinu 2018 hefur verið starfandi söngleikjadeild þar sem söngur og leiklist eru kennd jöfnum höndum. „Í upphafi annar er ákveðinn söng- leikur tekinn fyrir, unnið með hann og flutt atriði í lok annar. Í deildinni eru núna 17 krakkar á aldrinum 6-12 ára og allir taka þátt. Þau og for- eldrar þeirra voru einnig spennt fyrir nýju formi leiklistar og annarskonar vinnu sem allt hjálpar til við gerð kvikmyndarinnar.“ Theódóra segir hópinn hafa staðið sig mjög vel, þau hafi mætt 100% og sinnt því sem þau voru beðin um. „Þetta er alveg frábær hópur sem við erum með og þau koma bæði úr Borgarnesi og dreifbýlinu. Gaman er að fylgjast með því hvað þau eru skapandi og margar hugmyndir í lokaútkomunni koma frá þeim sjálf- um. Þeim fannst þetta mjög gaman og ég er ekki frá því að þeim hafi fundist þetta meira spennandi. Þau voru svo „pró“ og alltaf til í að prófa eitthvað nýtt í hverri töku og voru ekki síður með smáatriðin á hreinu en við stjórnendurnir,“ segir Theo- dóra sem er tónlistarstjóri sýning- arinnar. „Við byrjuðum á því að taka upp öll sönglögin í Stúdíói Gott hljóð hjá Sigurþóri Kristjánssyni og síðan hófust kvikmyndatökurnar sem við náðum að klára á rúmri viku. Þetta gekk allt saman upp vegna þess að allir stóðu saman og börnin voru svo samviskusöm, áhugasöm, stundvís og brilljant í alla staði.“ Senur voru teknar upp á ýmsum stöðum í og við Borgarnes, bæði ut- andyra sem og inni, m.a. í Land- námssetri Íslands, Borgarneskirkju og félagsmiðstöðinni Óðali. Þær segj- ast hafa verið lánsamar með hvað fólk í sveitarfélaginu hefur verið já- kvætt fyrir verkefninu. Býður upp á meiri nánd Söngleikurinn heitir Grenitréð en þær vita ekki hver er höfundur. „Sagan hefst á því að dularfull sögu- kona býður okkur velkomin í skóginn og kallar til sín allskyns kynjaverur. Hún opnar svo þykka sögubók og fer að segja sögu af litlu grenitré sem á sér þann draum heitastan að fá að verða jólatré í stofu. Á vegi þess verða allskyns persónur en sagan gerist í raun í tveimur heimum, heimi sögukonunnar og kynjaveranna ann- arsvegar og heimi trésins hins vegar. Heimarnir byrja svo smátt og smátt að skarast, draumur verður að veru- leika og veruleiki að draumi. Spenn- an er svo hvernig þetta endar allt saman fyrir grenitréð. Er virkilega eftirsóknarvert að vera höggvið nið- ur, skreytt ein jól og enda sem eldi- viður eða er fýsilegra að fá að vaxa og dafna í skóginum um ókomin ár? Sagan um grenitréð barst skólanum í hendur fyrir mörgum árum. Við ákváðum að setja saman leiktexta úr sögunni, bæta inn lögum sem okkur þótti passa sögunni svo úr yrði jóla- söngleikur,“ segir Theodóra. Tónlistin í verkinu er eftir ýmsa lagahöfunda og samdi Birna Þor- steinsdóttir, sem sér um allan hljóð- færaleik, m.a. tvö lög í söngleiknum. Um leikrænar áherslur segir Sigríð- ur að myndmiðillinn bjóði upp á mun meiri nánd og að hægt sé að vinna öðruvísi með taktinn. „Við upptökur er hægt að taka meiri tíma í hverja senu og taka hana upp aftur og aftur og leikararnir fá alltaf að halda áfram að prófa sig áfram með eitthvað nýtt.“ Þarf að vera tilbúin fyrir jól Sigríður Ásta hefur lagt mikla vinnu í þetta, bæði í undirbúning, tökur og alla eftirvinnu. „Ég sæki innblástur aftur í tímann, eins og í Chaplin-myndirnar, gamlar skandin- avískar leiknar barnamyndir eins og myndirnar um Emil í Kattholti og Línu Langsokk. Rytminn í þessum myndum er svo skemmtilegur. Eins vildi ég halda aðeins í sviðstilfinningu verksins með ýktum búningum, and- litsmálningu og með því að láta sum- ar persónur tala beint í myndavélina, og brjóta þannig „fjórða vegginn“ eins og oft er sagt þegar persónur tala beint til áhorfenda.“ Þar sem kvikmyndin var ákveðin með stuttum fyrirvara þurfti að taka ákvarðanir með hraði og skipuleggja tökur vel. Jólamynd þarf auðvitað að vera tilbúin fyrir jól. Myndin í heild sinni verður ekki sýnd á opinberum vettvangi. Áhugasamir geta haft samband við tónlistarskólann á net- fangið tonlistarskoli@borgar- byggd.is eða í síma 433 7190. Eftir áramótin stefnir söngleikja- deildin á að vinna með Mjallhvíti og dvergana sjö. Grenitréð verður að kvikmynd  Nemendur Tónlistarskóla Borgarfjarðar ætluðu að setja upp söngleik  Létu faraldurinn ekki stöðva sig og breyttu uppfærslu á söngleik í kvikmynd  Jólamynd sem þarf að klára fyrir jólin Ljósmynd/Sigríður Ásta Olgeirsdóttir Jólamyndin Leikkonur uppáklæddar sem tröll, Eyja Dröfn Svölu- og Pét- ursdóttir, Bergdís Ingunn Einarsdóttir og Heiðrún Inga Jóngeirsdóttir. Morgunblaðið/Guðrún Vala Tónlistarmæðgur Sigríður Ásta og Theodóra Þorsteinsdóttir, skólastjóri Tónlistarskóla Borgarfjarðar, hafa ásamt fleirum unnið að kvikmyndinni. Morgunblaðið/Guðrún Vala Klippari Sigríður Ásta Olgeirsdóttir vinnur hörðum höndum að því að klippa myndina, áður en hún verður tilbúin til sýninga fyrir jólin. 32 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 JÓLASÝNING K arólína Lárusd óttir Fjölbreytt úrval listaverka eftir listamenn Gallerís Foldar Jólaopnunartími Föstudagur kl. 10 - 20, laugardagur kl. 11 - 17 Sunnudagur kl. 12 – 16

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.