Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 34
34 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Þú finnur fallegar og vandaðar jólagjafir hjá Eirvík Hvort sem þú leitar að fallega hönnuðum smátækjum í eldhúsið, sterkbyggðri matvinnsluvél sem er afkastamikill hjálparkokkur við eldamennskuna, endingargóðri ryksugu gæddri nýjustu tækninýjungum eða glæsilegri kaffivél sem hellir upp á nýmalað og dásamlegt kaffi, þá erum við með frábæra valkosti fyrir þig. Vöruúrval Eirvíkur er afar fjölbreytt og ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Eirvík Suðurlandsbraut 20, Reykjavík, sími 588 0200, eirvik.is. Opnunartími mánudaga - föstudaga 10-18, laugardaga 11-15 Ágúst Ingi Jónsson aij@mbl.is „Hvar eru lög um menning- arminjar?“ spyr Minjastofnun á heimasíðu sinni, en stofnunin gerir athugasemdir er varða frumvarp um fyrirhugaðan Hálendisþjóðgarð. Segir þar að horft sé fram hjá lögum um menningarminjar og ekki vísað til þeirra í frumvarpinu á sama hátt og vísað sé til laga um náttúruvernd. „Vegna áforma um stofnun Há- lendisþjóðgarðs er vert að benda á að innan þess svæðis sem þjóðgarð- urinn nær yfir er fjöldi friðaðra og friðlýstra fornleifa sem heyra undir stjórnsýslu Minjastofnunar Íslands. Þrátt fyrir það var ekkert rætt við Minjastofnun um undirbúning að stofnun þjóðgarðsins né stofnunin höfð með í gerð frumvarps. Ekki hefur enn verið tekið tillit til um- sagna Minjastofnunar sem varða stjórnun menningarminja á svæð- inu,“ segir á heimasíðunni. Með lögum um menningarminjar hafi málaflokkurinn verið lagður til Minjastofnunar Íslands sem hefur m.a. það hlutverk að vernda og við- halda jarðföstum menningarminj- um, ákvarða um aðgengi á minja- stöðum og veita leyfi vegna fram- kvæmda sem geta haft áhrif á þá. „Með lagafrumvarpinu er sköpuð óvissa um túlkun laga og fram- kvæmd þeirra og þar með stjórn- sýslulegt hlutverk Minjastofnunar innan þjóðgarða. Orðalag þarf að vera skýrt svo ekki skapist vafi um ákvarðanir er varða menningar- minjar. Nauðsynlegt er að eyða þeirri óvissu með því að taka það fram í frumvarpinu að lög um menn- ingarminjar gildi um menningar- minjar sem eru innan fyrirhugaðs Hálendisþjóðgarðs,“ segir Minja- stofnun. Goðaland í umsjá Skógræktarinnar í 100 ár Skógræktin leggur áherslu á að samráð verði haft við stofnunina um málefni Þórsmerkur og Goðalands, að því er fram kemur í umögn um frumvarp um hálendisþjóðgarð. Ekkert liggi fyrir um hver aðkoma Skógræktarinnar verði að málefnum Þórsmerkur og Goðalands eftir stofnun þjóðgarðsins eða hvort hún verði nokkur. Í umsögn Skógræktarinnar kem- ur fram að miðað við lýsingu á mörk- um þjóðgarðsins lendi Þórsmörk og Goðaland innan hans. Þórsmörk hef- ur verið í umsjá Skógræktarinnar samkvæmt samningi í 100 ár og Goðaland síðan árið 1927. „Meðal efnis samninganna er að svæðin skuli vera friðuð fyrir beit og er það afstaða Skógræktarinnar að svo skuli vera áfram, en það brýtur reyndar í bága við almennt ákvæði í 22. gr. frumvarpsins um að búfjár- beit sé heimil innan þjóðgarðsins. Þá hefur Skógræktin gert samninga við ferðafélög sem byggt hafa upp að- stöðu á svæðinu og hefð er fyrir að séu þar,“ segir í umsögninni. Tekið er fram að Skógræktin geri ekki efnislegar athugasemdir við texta frumvarpsins. Minjastofnun minnir á sig  Athugaemdir vegna hálendisþjóðgarðs  Goðaland og Þórsmörk innan hans Morgunblaðið/Sigurður Bogi Langidalur skógi vaxinn Eftirlit og uppbygging á Þórsmerkursvæðinu hef- ur verið í samvinnu Skógræktarinnar, ferðafélaga og fleiri aðila. Stefnt er að því að Icelandair hefji flug til Vestmannaeyja í næstu viku. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðu- neytið mun semja við fyrirtækið um lágmarksflug milli Reykjavíkur og Eyja til 1. maí á næsta ári, segir í frétt frá ráðuneytinu. Farnar verða tvær ferðir í viku, fram og til baka. Áætlunarflug á markaðslegum forsendum milli Reykjavíkur og Vestmannaeyja lagðist af í sept- ember vegna minni eftirspurnar sem rekja mátti til kórónufaraldursins, segir í fréttinni. Gerð var verðkönn- un hjá þremur flugrekendum, en það voru Flugfélagið Ernir, Icelandair og Norlandair. Öll félögin bjóða þeg- ar upp á áætlunarflug og nota bók- unarkerfi með tengingu við Loftbrú, sem veitir íbúum landsbyggðarinnar 40% afslátt á flugfargjöldum. Allar tekjur Icelandair af miðasölu og fraktflutningum á flugleiðinni munu lækka greiðslur vegna samningsins. „Það er afar þýðingarmikið að tryggja lágmarksþjónustu á þessari flugleið á meðan ekki eru markaðs- legar forsendur í flugi. Við vonum að með vorinu taki ferðaþjónusta við sér að nýju og aftur verði hægt að fljúga með reglubundnum hætti til Eyja,“ er haft eftir Sigurði Inga Jó- hannssyni, samgöngu- og sveitar- stjórnarráðherra. Flogið á ný til Eyja Morgunblaðið/Sigurður Bogi Eyjar Flogið verður tvisvar í viku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.