Morgunblaðið - 17.12.2020, Síða 40
40 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
Þótt bókstafstrúargyðingar láti yfir-
leitt bólusetja sig er óvíst að þeir
muni taka þátt í yfirvofandi bólu-
setningunni gegn kórónuveirunni.
Að sögn blaðsins Jerusalem Post er
samþykkis heilbrigðisráðuneytisins
fyrir notkun Pfizer-bóluefnisins
senn að vænta, en að sögn blaðsins
hefur stór hluti svonefndra ofur-
bókstafstrúarmanna skirrst við að
fara að leiðbeiningum yfirvalda um
varnir gegn kórónuveirunni.
Bókstafstrúarmenn bíða yfirleitt
samþykkis rabbína áður en þeir
temja sér nýja siði. Það sem af er
hefur enginn rabbíni látið neitt frá
sér fara um bóluefni Pfizer.
Jerusalem Post spurði nána sam-
starfsmenn rabbínanna Chaim Kan-
ievsky og Gershon Edelstein,
tveggja æðstu rabbína samfélagsins
Ashkenazi, hvort þeir hefðu sam-
þykkt bóluefnið. Hvorugur þeirra
hafði látið sig málið varða til þessa.
Betzalel Cohen hjá fræðastofnun
gyðinga telur samþykki fyrir bólu-
efninu ekki gefið. Hann sagði við-
brögð helstu rabbína ofurbókstafs-
trúaðra fara eftir kalli fólksins. Léti
stór hluti samfélags þeirra bólusetja
sig án þess að bíða fyrirmæla brygð-
ust rabbínarnir ólíklega við.
Óvíst hvernig gyðingar sem fylgja bókstafstrú muni taka í bólusetningar
Beðið eftir
samþykki
rabbína
AFP
Ljósahátíðin Gyðingar mæta á árlegu ljósahátíðina, öðru nafni Hanukkah, í Washington, sem haldin er til minningar um endurvígslu musterisins í Jerúsal-
em eftir sigur Júdasar Makkabeusar á Sýrlendingum árið 165 eftir Krist. Hófst hátíðin að þessu sinni þann 10. desember og lýkur henni á föstudaginn.
Ágúst Ásgeirsson
agas@mbl.is
Evrópusambandið (ESB) hefur birt drög að
ströngum reglum sem beint er gegn netrisum
á borð við Google, Amazon og Facebook.
Ráðamenn í Brussel sjá í þeim ógn, ekki bara
við samkeppni heldur og einnig við sjálft lýð-
ræðið.
Tímamótatillögurnar gætu hrist upp í því
hvernig netrisar stunda viðskipti á netinu
með því að beina spjótum ofurskattlagningar
að höfðum þeirra og jafnvel bannfæra þau af
Evrópumarkaðinum. Á sama tíma og þetta
gerist sæta tæknifyrirtæki í Kísildal í Kali-
forníu vaxandi og harðnandi alþjóðlegri eft-
irliti.
Eigi að koma reglu á markaðinn
Yfirmaður samkeppnismála hjá ESB,
Margrethe Vestager, segir að frumvörpin
hafi það að markmiði að koma böndum á
netrisana; koma reglu á rugling markaðarins
sem „hliðverðir“ hans drottna á.
„„Lögin um stafræna þjónustu“ og „lögin
um stafræna markaðinn“ eiga að tryggja trú-
verðuga þjónustu og vernda tjáningarfrelsið
um leið,“ sagði Vestager á blaðamannafundi.
ESB segir að með lögunum langþráðu horfist
markaðsferlíkin í augu við sektir allt að 10%
veltunnar fyrir að brjóta samkeppnisreglur
og jafnvel að verða leyst upp. Í þeim er einn-
ig lagt til að netrisarnir ofurstóru verði sekt-
aðir um 6% veltunnar eða vísað tímabundið af
markaðinum fyrir „alvarleg og ítrekuð laga-
brot sem ógni öryggi Evrópubúa“.
Lögin kveða á um ströng skilyrði fyrir að
fá aðgang að hinum sameiginlega markaði
ríkjanna 27 sem mynda ESB, enda freista yf-
irvöld þess að koma beisliskeðjum á villandi
upplýsingagjöf og haturspósta auk þess að
draga úr drottnun risastóru tæknifyrirtækj-
anna. Heimildarmaður tengdur innsta hring
framkvæmdastjórnar ESB sagði að fyrir-
tækin gætu fengið á sig stimpilinn „hliðverð-
ir“ markaðarins undir samkeppnisreglunum
og þar með virkjuðust sértæk lög sem tak-
marka myndu styrk þeirra til markaðsdrottn-
unar.
Spjótum beint að netrisum
Fyrirtæki sem undir ströngu sértæku lögin
féllu væru bandarísku risarnir Facebook, Go-
ogle, Amazon, Apple, Microsoft og SnapChat,
kínversku risarnir Alibaba og Bytedance,
Samsung hinn suðurkóreski og hollenska
fyrirtækið Booking.com.
Leitarvélin Google sagðist myndu grann-
skoða lögin en kvartaði
undan því að sér virtist sem þeim væri sér
í lagi beint gegn „hnefafylli af tilteknum“ fyr-
irtækjum.
Það á fyrir lagafrumvörpunum að liggja að
þurfa fara gegnum langt og flókið staðfest-
ingarferli, þar á meðal þurfa þjóðþing ESB-
landanna 27 að staðfesta þau og einnig Evr-
ópuþingið. Þá þykir sýnt að fyrirtæki og
hagsmunasamtök og þrýstihópar leggi í her-
ferð í staðfestingarferlinu í þeim tilgangi að
reyna hafa áhrif á lögin í endanlegri mynd.
Knýja fyrirtækin til gagnsæi
Lögunum um stafræna þjónustu er hampað
sem tóli er veitir framkvæmdastjórn ESB
stærri og beittari vígtennur en áður til að
kljást við fyrirtæki er hleypa ólöglegu efni
inn á netið, svo sem öfgafullum áróðri, hat-
ursræðu, villandi upplýsingum og barnaníði.
Í lögunum um stafræna markaðinn er þess
freistað að leggja sambandinu til ný vopn til
að framfylgja samkeppnislögunum hraðar og
til að knýja fyrirtækin til gagnsæi í algríms-
notkun sinni og notkun persónuupplýsinga.
Þar er verið að uppfæra lög frá 2004 en þá
voru margir netrisanna ekki enn orðnir til
eða í bernsku.
Talsmaður Facebook sagði ákvæðin í frum-
varpinu í rétta átt þegar um væri að ræða að
vernda það góða við internetið. Kvað hann
fyrirtækið tilbúið að eiga í skoðanaskiptum
um lögin við þingmenn ESB. Þingmaðurinn
David Cormand, sem situr í nefnd um innri
markað ESB, sagði frumvörpin skref í rétta
átt. Þó væri sá galli á þeim að þar skorti all-
an metnað til að ná yfirráðum stafrænni
þjónustu sambandslandanna 27.
Vilja beisliskeðjur á netrisana
ESB fær stærri og beittari vígtennur en áður til að kljást við fyrirtæki er hleypa ólöglegu efni inn á
netið Háar sektir fyrir að brjóta gegn samkeppnisreglum Langt staðfestingarferli fram undan
AFP
Berlaymont Málefni netrisa eru nú til um-
ræðu í höfuðstöðvum ESB í Brussel.
Erupters III
Verð: 8.995.-
Stærðir 27- 35
Vortex Flash
Verð: 7.995.- /St.27- 35
Solar Fuse
Verð: 9.995.-
Stærðir 27- 35
Mjúkir skór i harða pakka
Arch Fit
Verð: 14.995.-
Stærðir 41- 47,5
Breath Easy
Verð: 14.995.-
Stærðir 36 - 41
SKECHERS
SMÁRALIND - KRINGLAN