Morgunblaðið - 17.12.2020, Side 42
42
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
tímabili hefur snjóhula nær allan
tímann verið metin kl. 9 að morgni.
Vor og haust verður stundum alhvítt
um stund yfir blánóttina – við miss-
um af slíku, segir Trausti. Dagurinn
telst verða alhvítur ef tún Veðurstof-
unnar við Bústaðaveg er alhvítt.
Snjódýptin hefur lengst af verið
mæld líka kl. 9, en á fyrri árum var
það þó ekki alltaf regla.
Að sjálfsögðu er það svo að at-
hugunar- og mæliraðir þessara veð-
urþátta geta engan veginn talist
gallalausar, segir Trausti.
Mismunandi reglur um mat
„Gallarnir eru af ýmsu tagi,
mælingarnar hafa verið fram-
kvæmdar á mismunandi stöðum í
bænum, við mismunandi mengunar-
og traðkskilyrði auk þess sem reglur
um mat á snjóhulu hafa ekki verið
nákvæmlega þær sömu allan tímann
– og eru þar að auki nægilega óljósar
til þess að athugunarmenn eru ekki
alveg samstiga í matinu.“
Sá dagur ársins sem er lík-
legastur til að vera alhvítur í
Reykjavík er 18. janúar (55
prósent líkur), hann er síst lík-
legur til að vera alveg auður
(ásamt 6. janúar og 27. desem-
ber), segir Trausti.
Alhvít jörð var 23 daga á
Akureyri í desember í fyrra,
þremur fleiri en í meðalári.
Það sem af er desember nú
hafa alhvítir dagar á
Akureyri verið sex.
Einn alhvítur dagur í
höfuðborginni í vetur
Hlýtt hefur verið síðustu daga
og er meðalhiti fyrstu 15 daga
desember 2,6 stig í Reykjavík. Er
þetta +1,6 stigum ofan með-
allags fyrri hluta desember 1991
til 2020, en +2,4 stigum ofan
meðallags síðustu 10 ára og í 5.
hlýjasta sæti (af 20) á öldinni,
langt þó neðan við þau hlýjustu.
Þetta kemur fram á Mogga-
bloggi Trausta Jónssonar,
Hungurdiskum.
Hlýjast var árið 2016, meðal-
hiti þá 6,2 stig, en kaldastir voru
dagarnir 15 árið 2011, meðalhiti
þá -3,4 stig. Á langa listanum er
hiti nú í 20. sæti (af 145 mæl-
ingum). Hlýjast var 2016,
en kaldast 1893, meðal-
hiti þá -5,9 stig.
Á Akureyri stendur
meðalhiti nú í -0,3
stigum. Er það í með-
allagi áranna 1991 til
2020, en +1,2 stigum
ofan meðallags síð-
ustu tíu ára.
Hlýr desem-
bermánuður
HLÝINDIN Á LANDINU
Trausti Jónsson
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Auð jörð Aðstæður til útivistar hafa verið einstaklega góðar í vetur og hefur fólk nýtt sér þær vel á Covid-tímum.
BAKSVIÐ
Sigtryggur Sigtryggsson
sisi@mbl.is
Afar snjólétt hefur verið íReykjavík það sem af ervetri. Aðeins hefur komiðeinn dagur þar sem jörð
hefur verið alhvít. Það var 27. nóv-
ember. Það sem af er desember hef-
ur enginn alhvítur dagur komið og í
veðurkortunum fyrir allra næstu
daga er ekki að sjá snjókomu í
höfuðborginni.
„Reykvíkingar hafa sloppið
fremur vel í vetur en þetta er samt
ekki sérlega óvenjulegt enn, ára-
skipti eru töluverð,“ segir Trausti
Jónsson veðurfræðingur.
Meðalfjöldi alhvítra daga í
Reykjavík í nóvember er 7 og 13 í
desember svo staðan í ár er að
mörgu leyti óvenjuleg. Aftur á móti
var t.d. aðeins einn alhvítur dagur í
nóvember í fyrra (sá 18.) og sömu-
leiðis einn líka 2018 – aftur á móti 17
árið 2017, bendir Trausti á. Það fór
að snjóa 4. desember í fyrra og urðu
alhvítu dagarnir í desember þá 21.
„Snjóleysi nú fer fyrst að verða
óvenjulegt ef enginn alhvítur dagur
kemur í desember, það gerðist síðast
árið 2002,“ segir Trausti.
Á næsta ári, 2021, verða 100 ár
frá því að snjóhula var fyrst metin
og snjódýpt mæld við Veðurstofuna,
segir Trausti í pistli sem hann birti á
Moggablogginu 2019. Á þessu langa
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/
Veitur sendufrá sér ákalltil notenda
heitavatns í upphafi
mánaðar og fóru
þess á leit að þeir
færu sparlega með
vatnið vegna þess
að yfirvofandi væri kuldakast.
Vegagerðin hefði ef til vill betur
sent frá sér tilkynningu til að
vara við blæðingum í slitlagi
leiðinni milli Borgarness og Ak-
ureyrar sem urðu til þess að
margir urðu fyrir verulegu
tjóni.
Veitur og Vegagerðin eru
lykilstofnanir. Þær eru með
skýrt, vel skilgreint og afmark-
að hlutverk og það er mikilvægt
að þær skili því með sóma.
Ekkert bar út af hjá Veitum
vegna kuldakastsins. Það gæti
verið vegna þess að
almenningur fór sparlega með
vatnið, en ekki hefur síður skipt
máli að ekki varð jafn kalt og
spáð hafði verið.
Þessi tilkynning varð hins
vegar til þess að margir fóru að
velta því fyrir sér hvort eitthvað
væri að hjá Veitum. Það er í
verkahring fyrirtækisins að sjá
borgarbúum fyrir heitu vatni.
Það ætti ekki að koma á óvart
að kólni í veðri og gæti orðið
kalt í nokkra daga. Það ætti því
ekki að teljast mikil tilætlunar-
semi að gera ráð fyrir að Veitur
séu undir slíkt búnar.
Í frétt um helgina kom fram
að spurn eftir heitu vatni hefði
farið vaxandi og við það hefði
vatnsborð á jarðhitasvæðum
farið lækkandi. Slík þróun á
ekki að koma aftan að hitaveitu.
Innan fyrirtækisins er enginn
skortur á þekkingu og því vakn-
ar sú spurning hvað valdi því að
þegar spáð er köldu veðri þurfi
það að senda út
slíkt ákall til
viðskiptavina sinna.
Sú spurning vaknar
hvort lykilástæða
fyrir því sé sú að
slíkt kapp sé á að
ná peningum út úr
fyrirtækinu vegna bágrar fjár-
hagstöðu Reykjavíkur að Veitur
hafi ekki nægilegt fé til nauð-
synlegra rannsókna og þróunar.
Bikblæðingarnar á hringveg-
inum eru óforsvaranlegar.
Myndir af því hvernig bikið
hleðst upp á hjólbörðum og
eyðileggur út frá sér eru með
ólíkindum. Þetta ástand á veg-
unum hefur verið rakið til hita-
sveiflu. Hitasveiflur eru ekki
nýlunda á Íslandi og reyndar
þekktar út um allan heim, jafnt í
heitum löndum sem köldum þar
sem þær eru iðulega öfga-
kenndari en hér. Þekking og
kunnátta á því hvernig eigi að
leggja vegi við aðstæður eins og
á Íslandi hlýtur að liggja fyrir.
Ef vafi er á því að efnin, sem
notuð eru, þoli aðstæður hér á
landi er rétt að vara við. Þá er
líka rétt að leggja allt kapp á að
finna þá blöndu eða samsetn-
ingu sem þolir íslenskar að-
stæður sem fyrst. Vegir geta
vissulega lokast vegna snjóa og
óveðurs, en ekki er gott að
hætta sé á að hringvegurinn
lokist vegna þess að hann þoli
ekki að hlýni í veðri.
Okkur finnst sjálfsagt að
heitt vatn buni úr krönum og
vegir séu greiðfærir og góðir.
Heitt vatn og góðir vegir teljast
til grunnþjónustu og krafan er
sú að hún skili sér hnökralaust.
Til að hún bregðist þarf mikið
að ganga á, eitthvað meira en
hitasveiflur, sem vart eru óeðli-
legar.
Er eðlilegt að heitt
vatn sé í voða þegar
kólnar og vegir
verði viðsjárverðir
þegar hlýnar? }
Gallar á grunnþjónustu
Nicola Stur-geonheima-
stjórnarráðherra
Skotlands telur sig
vaskan baráttu-
mann viðskilnaðar
við Bretland. En
það er þó bersýnilega ekki
fullveldið sem knýr hana
áfram því hún vill með hraði
undir pilsfaldinn í Brussel!
Hún vill ganga í ESB en jafn-
framt fá að halda breska
pundinu sem Englandsbanki
mun halda utan um eins og
hann hefur gert um aldir. En
slík innganga er ekki heimil í
samþykktum sambandsins.
Ekki eru miklir kærleikar
milli Johnson forsætisráð-
herra og Sturgeon. Í stemn-
ingu jólaaðventu var Boris
spurður hvað hann gæti hugs-
að sér að gefa Sturgeon í jóla-
gjöf. Boris svaraði
að bragði að svo
vildi til að hann
væri með Brexit
að gefa henni og
Skotum hundruð
þúsunda tonna af
fiski um áramótin
og árlega eftir það. Hann vissi
ekki hvort Sturgeon væri áköf
fiskæta en þótt hún væri það,
þá fengi hún meira í sinn hlut
en hún myndi nokkru sinni
torga. Með brottför úr ESB
yrði Bretland sjálfstætt full-
valda strandríki á ný og fengi
því aftur ráðið hverjir veiði í
breskri lögsögu og hversu
mikið þeir mættu veiða.
Stutt er síðan flokkslegir
sérvitringar klufu sig úr Sjálf-
stæðisflokki til að berjast fyrir
því að koma slíkum rétti af Ís-
lendingum og til annarra. Að
hugsa sér.
Þær eru ekki ónýtar
jólagjafirnar sem
breska þjóðin hafði
kjark til að gefa
sjálfri sér}
Stórbrotin jólagjöf
H
eimsfaraldur Covid-19 hefur
geisað hérlendis í um það bil tíu
mánuði. Í fyrsta sinn í sögunni
höfum við þurft að grípa til víð-
tækra sóttvarnaráðstafana til
að hamla útbreiðslu veiru sem veldur lífshættu-
legum sjúkdómi. Sóttvarnaaðgerðir hafa haft
miklar afleiðingar á samfélagið og það er áskor-
un fyrir okkur öll að takmarka útbreiðslu veir-
unnar en á sama tíma lágmarka þann sam-
félagslega skaða sem sóttvarnaaðgerðir geta
valdið.
Í lok október hertum við sóttvarnaráðstaf-
anir vegna uppgangs Covid-19 í samfélaginu.
Það var erfitt en nauðsynlegt skref. Aðgerð-
irnar sem gripið var til báru árangur og sam-
félagssmitum fækkaði. Nú greinast sem betur
fer ekki mörg smit daglega hérlendis og flest þeirra sem
greinast eru í sóttkví. Okkur gengur vel í baráttunni við
Covid-19 eins og stendur en til þess að viðhalda þeim ár-
angri sem náðst hefur þurfum að halda áfram að fara var-
lega.
Forsenda þess hversu vel okkur hefur gengið hérlendis
að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar er einmitt sú að
við höfum farið varlega. Almenningur hefur fylgt reglum
um sóttvarnir vel, sýnt ábyrgð og mikla og góða samstöðu
í þessum erfiðu aðstæðum. Það er nefnilega gott að muna
að við erum gæfusöm, og það er almenningi í landinu að
þakka.
Samanborið við önnur Evrópulönd er staðan hérlendis
mjög góð. Samkvæmt gögnum Sóttvarnastofn-
unar Evrópu frá 14. desember um nýgengi
smita síðustu 14 daga á hverja 100.000 íbúa er
næstlægsta nýgengið á Íslandi, en aðeins í
Liechtenstein eru færri smit á þeim mæli-
kvarða. Nýgengið er því miður mun hærra hjá
mörgum nágrannalöndum okkar og fréttir ber-
ast af gildistöku strangra sóttvarnaáðstafana
víða í Evrópu um þessar mundir. Margir Evr-
ópubúar sjá fram á jólaundirbúning og jól undir
sérstökum kringumstæðum, þar sem lokanir á
atvinnustarfsemi og ýmiss konar þjónustu eru
miklar og víðtækar. Ég vona sannarlega að vel
gangi að ná tökum á útbreiðslu faraldursins í
öðrum löndum og hugsa hlýtt til þeirra sem bú-
settir eru í löndum þar sem útbreiðsla veir-
unnar er mikil.
Líða fer að jólum. Vegna gildandi samkomutakmarkana
verða jólin í ár öðruvísi en við erum vön, en við getum
samt notið hátíðanna í hópi okkar nánustu. Við þurfum að
halda áfram að gera okkar allra besta. Hvert og eitt þarf
að huga áfram að einstaklingsbundnum sóttvörnum, passa
upp á viðkvæma hópa og halda hittingum í lágmarki. Al-
mannavarnir hafa gefið út leiðbeiningar um jólahald sem
nálgast má á vefsíðunni www.covid.is sem ég hvet alla til
að kynna sér og fylgja. Von mín er að við fáum öll notið
gleðilegra jóla og áramóta og að við njótum hátíðanna á
ábyrgan hátt. Við getum það, saman. Gleðileg jól!
Svandís
Svavarsdóttir
Pistill
Gleðileg og ábyrg jól
Höfundur er heilbrigðisráðherra
STOFNAÐ 1913
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Ritstjóri:
Davíð Oddsson
Aðstoðarritstjóri:
Karl Blöndal
Ritstjóri og framkvæmdastjóri:
Haraldur Johannessen