Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 46

Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 46
46 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 FRÍ HEIMSENDING BIRKENSTOCK ARIZONA 11.995.- / ST. 36-46 KRINGLAN - SMÁRALIND Nokkrir menn og konur hafa ekkert þarfara að gera þessa dagana en að draga minningu Bjarna heitins Benedikts- sonar niður í svaðið. Þar fer framarlega mannasættir vestan af fjörðum sem jafnan sat á friðarstóli í sínu starfi og var dáð af öllu samstarfsfólki sínu. Við Íslend- ingar búum að því að Bjarni var einn mesti stjórnmálamaður sinnar tíðar með flokksfélögum sínum, þeim Ólafi Thors og Gunnari Thor- oddsen. Fleiri mætti nefna. Þannig hagaði til á fyrri árum að sýslu- menn, lögreglustjórar og dóms- málaráðuneyti fóru með ákæru- valdið. Því valdi var illa misbeitt á stundum, t.d. þegar Magnús heit- inn Guðmundsson var ákærður að ósekju. En svo sem líka í dómum svo sem þegar kollubani nokkur var sýknaður af ákæru. Bjarni Benediktsson beitti sér fyrir ein- hverjum mestu réttarbótum seinni tíma þegar hann kom því á að emb- ætti ríkissaksóknara væri stofnað og hann nyti óhagganlegs sjálf- stæðis í starfi líkt og hæstaréttar- dómari væri. Engin dæmi eru um að Bjarni hafi misbeitt valdi sínu við embættisveitingar. Mjög sjald- an kom fram gagnrýni á skipanir Bjarna í embætti það ég muni, enda var hann afskaplega vandur að virðingu sinni. Meðan Bjarni fór með það vald sem hann ekki vildi hafa, þá bar honum að beita því. Þó nokkrir vinstrimenn á okkar tímum gagn- rýna eitt embættisverkverk hans sem fólst í frumkvæði að rannsókn á skattsvikum þjóðkunns vinstri- sinnaðs rithöfundar. Þar hafi Bjarni brotið af sér. Samt voru þau afskipti rækilega réttlætt með dómi. Þetta er nú enn eitt dæmið um að margir vinstrimenn álíta lög- in undanþæg þegar að þeim sjálf- um kemur. Fordæmi Bjarna var ekki alltaf fylgt af eftirmönnum hans í emb- ætti dómsmálaráðherra. Frægustu dómaraskipanir Íslandssögunnar urðu þegar að eftirmönnum hans kom. Þá voru skipaðir dómarar menn sem rétt skriðu í gegnum lagadeildina, voru svo amlóðar í starfi og að lokum skipaðir dóm- arar! Már heitinn Pét- ursson, sem var af- bragðsdómari, var eitt sinn sendur til að taka til eftir einn slíkan. Sögur Más af embætt- isfærslu þess dómara eru efni í margar greinar. – Eitt er víst; Bjarni heitinn Bene- diktsson hefði aldrei staðið að því að veita honum emb- ætti. Né heldur að því að ráða son sinn til að sinna tómstundastarfi sínu árum saman á fullum launum hjá félagasamtökum undir sinni stjórn. Svona til gamans um dóm- araskipanir sjálfstæðismanna var gagnrýni Alfreðs heitins Þorsteins- sonar á skipun Árna Kolbeinssonar í embætti hæstaréttardómara. Árni hafði lokið einu hæsta lögfræði- prófi sögunnar frá lagadeildinni ásamt Jóni Steinari Gunnlaugssyni. Þeir útskrifuðust saman og kenndu saman við lagadeildina. Nú, þar kom að Árni, sem var reyndur embættismaður en óreyndur dóm- ari, var skipaður í Hæstarétt Ís- lands. Þá gagnrýndi Alfreð skipun enn eins sjálfstæðismannsins í stöðu dómara. Þegar Alfreð var bent á að það hefði Árni aldrei ver- ið svo vitað væri, þá sagði Alfreð svo ógleymanlega (ekki orðrétt): Nú, ég hélt að það hlyti að vera úr því að hann var skipaður hæsta- réttardómari. Minning Bjarna heitins Benediktssonar Eftir Einar S. Hálfdánarson Einar S. Hálfdánarson » Fram kom gagnrýni á skipun sjálfstæðis- manns í stöðu dómara á sínum tíma. Þegar gagnrýnandanum var bent á að það hefði dóm- arinn aldrei verið svar- aði hann ógleymanlega: „Nú, ég hélt að það hlyti að vera úr því að hann var skipaður hæstarétt- ardómari.“ Höfundur er hæstaréttarlögmaður og löggiltur endurskoðandi. Dr. Ólínu Kjerúlf Þorvarðardóttur þótti að sér vegið í grein sem ég birti hér í blaðinu 29. október um bók hennar Speg- ill fyrir skuggabaldur. Bókina taldi ég illa rökstudda, ófrumlega og skrifaða af póli- tískum sjónarhóli sem leiddi til fyrirsjáan- legrar en rangrar niðurstöðu. Höfundurinn trúir því að lína í bréfi sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi hafi orðið til þess að Edgar J. Hoover, forstjóri FBI, setti út- gáfubann á bækur m.a. Halldórs Laxness og bandarískir útgefendur og Laxness hafi tekið því með þögn. Þetta eru getgátur án skjal- festra heimilda. Í Morgunblaðinu 10. desember segir dr. Ólína að það sé „pólitísk arfleifð Sjálfstæðisflokksins“ að valda samfélagslegum skaða með því að skipa í embætti með „póli- tískri misbeitingu ráðherravalds“. Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) hafi til dæmis „harðlega átalið [það] í nýföllnum dómi“ í landsréttarmálinu. Þessi skoðun dr. Ólínu er röng og á alls ekki við vegna niðurstöðu MDE í landsréttarmál- inu. Í greininni 10. des- ember segir dr. Ólína einnig: „Spegill fyrir skuggabaldur fjallar um valdbeitingu af fyrrgreindum toga – fyrirgreiðslupólitík og aðra misbeitingu sem grefur undan góðri stjórnskipan, lýðrétt- indum og mannhelgi. Það er arfleifðin sem Björn Bjarna- son og fylginautar horfast nú í augu við.“ Ég hef ekki tölu yfir fjölda emb- ættaveitinga minna árin 13 sem ég var ráðherra. Ég mótmæli harðlega að þau hafi verið veitt á þann veg sem Ólína lýsir. Það kom til dæmis í minn hlut 22. júní 2001 að skipa dr. Ólínu skólameistara Menntaskólans á Ísafirði til fimm ára frá 1. ágúst 2001. Ólína var eini umsækjandinn. Þegar umsókn hennar barst menntamálaráðuneytinu 31. maí 2001 uppfyllti hún ekki starfsgeng- isskilyrði skv. ákvæðum laga um framhaldsskóla og laga um lög- verndun á starfsheiti og starfsrétt- indum grunnskólakennara, fram- haldsskólakennara og skólastjóra. Úr því var bætt og fékk hún emb- ættið. Þegar leið að lokum skipunartím- ans árið 2006, þá var ég dóms- málaráðherra, tilkynnti Ólína að hún myndi ekki óska eftir end- urnýjun á skipun sinni og sagði í fréttatilkynningu 25. febrúar 2006 að ákvörðun sín væri tekin „með velferð skólans í huga, í þeirri von að takast megi að leysa þennan mikilvæga vinnustað úr þeim helj- argreipum ófriðar sem honum hef- ur verið haldið í undanfarin miss- eri“. Til hvers vísað er með þessum sterku orðum hennar vita aðrir en ég. Telji dr. Ólína þessa embætt- aveitingu mína dæmi um „fyr- irgreiðslupólitík og aðra misbeit- ingu“ á ráðherravaldi er henni það frjálst. Hún hampar þessu embætt- isverki mínu ekki í bók sinni. Það þjónar ekki tilgangi hennar. Þunga- miðja bókarinnar er jú að hún fái ekki opinber embætti vegna skuggabaldra. Eftir Björn Bjarnason Björn Bjarnason »Hún hampar þessu embættisverki mínu ekki í bók sinni. Það þjónar ekki tilgangi hennar. Höfundur er fyrrverandi ráðherra. Dr. Ólína var skipuð Fyrir viku kynntu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Kristján Þór Júl- íusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráð- herra auk Völu Páls- dóttur formanns verkefnisstjórnar matvælastefnu fyrir Ísland. Mat- vælastefna snýst um meira en gott mat- arboð er samgöngutakmörkunum léttir. Virðiskeðjur matvælafram- leiðslu eru þræðir lífhagkerfisins og þróun þeirra getur liðkað til fyrir hringrásarhagkerfi. Mat- vælastefnan fjallar um mat í sam- hengi m.a. sjálfbærni, tækni, um- hverfis, þekkingar, gæða, næringar, nýjunga, neyslu, hefða, heilsu, viðskipta, landnýtingar, ör- yggis, atvinnu og auðlinda. Það var gaman að fá að taka þátt í þessu, með öflugu, hæfu og fróðu fólki sem elur önn fyrir hagsmunum matvælalandsins Ís- lands og matvælaframleiðslu, mat- reiðslu, sölu matvæla og neyslu þeirra hér á landi. Sextán ein- staklingar tóku þátt í verkefninu. Sex hagsmunasamtök tilnefndu aðila til verksins. Í stefnunni er að finna margvísleg nýnæmi og sjálf- sagða rekstrarlega varfærni. Neytendum var tryggð aðkoma að mótun matvælastefnunnar. Án þeirra og áhuga formanns verk- efnisstjórnar hefði stefnan mögu- lega vikið að neytendum á þá leið að framleiðendur þjóni neyt- endum með að mæta þörfum þeirra og væntingum með fram- leiðslu á matvælum sem neyt- endur vilja borða. Eða þá að neyt- endur styðji við bakið á framleiðendum með kaupum á af- urðum þeirra og framleiðendur mæti þörfum neytenda með fram- leiðslu matvæla er neytendur njóta. Þess sjást skýr merki að sjónarmið neytenda eru stór þátt- ur matvælastefnunnar. Stefnan er vitni um metnað fyrir hönd sam- félagsins, sem byggist á mat- ararfleifð, menningu og nýtingu auðlinda landsins og hafsins í kringum það. Arðsemi er mik- ilvæg fyrir fjölbreytta ábyrga matvælafram- leiðslu. Sterk fyrir- tæki þarf til að byggja öflugt mat- vælaland. Eins og með samlokur þá hef- ur brauðið lengst ver- ið gagnlegar umbúðir um gómsætan kjarna samlokunnar, inn- takið er það sem hef- ur selst og það sem mun selja samlokur. Kjarninn er matvæli, matvælaframleiðsla, matvælafyr- irtækin, hráefnin, afurðirnar og neytendur þeirra. Hvort brauðið sé spelt eða með rúgi skiptir máli en roast beef-samlokan þarf að innihalda nautakjöt sem á ekki að sjást í rækjusamloku. Umhverf- ismál og jafnrétti kynjanna skipta máli, en markmiðið er framleiðsla öruggrar næringar af viðunandi gæðum fyrir neytendur með arð- bærum hætti. Stefnufesta „Að þessari stjórn standa menn sem hafa í grundvallaratriðum sundurleitar skoðanir á hvaða þjóðskipulag henti Íslendingum best. Þeir hafa nú komið sér sam- an um að láta þann ágreining ekki aftra sér frá að taka höndum sam- an um […] nýsköpun atvinnulífs þjóðarinnar,“ mælti Ólafur Thors 21. október 1944 um myndun Nýsköpunarstjórnarinnar. Hið sama má e.t.v. segja um ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur sem starf- ar á grunni stefnuyfirlýsingar – sáttmála Framsóknarflokks, Sjálf- stæðisflokks og Vinstri hreyfing- arinnar – græns framboðs um rík- isstjórnarsamstarf og eflingu Alþingis. Þar er stefnt „að stöð- ugleika til lengri tíma og að auka gagnsæi í athafnalífi og allri stjórnsýslu til að efla traust al- mennings á rekstri fyrirtækja, fjármálalífi, stjórnmálum og stofnunum samfélagsins“. Þar er því einnig ógleymanlega spáð að fiskeldi muni vaxa fiskur um hrygg. Það skiptir máli hvert þjóðar- skútan siglir. Þau sem stjórnina mynduðu og í henni starfa hafa unnið eins og þau sögðust gera. Líkindi milli stjórnmála og at- vinnureksturs liggja t.d. í því að eins vinsælt og hlutafélagaformið er í fyrirtækjarekstri er þjóðríkið vinsælt form í ríkisrekstri. Op- inberir aðilar hafa líkt og einka- framtakið tekið til við móta stefn- ur. Það er þroskamerki að þjóðríkið Ísland skuli hafa brotist úr viðjum vana skammsýni og horfi til lengri tíma en einnar ver- tíðar í senn. Með fimm ára fjár- málaáætlunum er horft til lengri tíma en eins kjörtímabils. Stefnu- stjórnin gengur lengra, hún hefur haft forgöngu um, mótað og sett stefnur til lengri framtíðar, ára- tugar eða tveggja í senn. Þar er tillit tekið til aðstæðna í landinu og metnaðarfull markmið sett. Þegar ólíkir hagaðilar ná saman um markmið til langs tíma þá er unnið að stöðugleika til langs tíma. Þannig er ekki útilokað að verk núverandi ríkistjórnar verði áþreifanleg lengur en valdatími hennar varir. Jafnframt liggur í hlutarins eðli að með víðtæku samráði er erfitt að gera öllum fullkomlega til geðs með allt. Mat- vælastefnan er viðleitni til að ná langtímastöðugleika. Landsmönnum öllum gefst kost- ur á að kynna sér stefnuna á vefn- um www.matvælastefna.is og segja sitt álit á henni, í samráðs- gátt, áður en hún verður lögð fyr- ir Alþingi. Nú fáum við að sjá hvernig matseðillinn höfðar til landsmanna. Matvælalandið Ísland til ársins 2030 Eftir Arnljót Bjarka Bergsson »Hvort brauðið sé spelt eða með rúgi skiptir máli en roast beef-samlokan þarf að innihalda nautakjöt sem á ekki að sjást í rækju- samloku. Arnljótur Bjarki Bergsson Höfundur er sjávarútvegsfræðingur með meiru.Allt um sjávarútveg

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.