Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 50
50 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
✝ Guðrún Helga-dóttir fæddist
í Kollsvík í Rauða-
sandshreppi 10.
október 1919. Hún
lést á Hrafnistu
Reykjavík 6. des-
ember 2020.
Foreldrar Guð-
rúnar voru Ás-
björn Helgi Árna-
son, f. 13. apríl
1889, d. 1965, og
Sigrún Össurardóttir, f. 6. maí
1898, d. 1977. Guðrún var elst
af sex systkinum, hin voru:
Árni, f. 1922, d. 2011, Anna
Marta, f. 1924, d. 2012, Ólafur
Helgi, f. 1925, d. 1986, Hall-
dóra, f. 1930, d. 2019, og Krist-
rún Björt, f. 1939, d. 2019.
Guðrún giftist 31. desember
1948 Helga Guðmundssyni
skipstjóra frá Patreksfirði, f.
1. júlí 1912, d. 13. ágúst 1985.
Foreldrar hans voru Guð-
mundur Ólafur Þórðarson, f.
18. september 1876, d. 14. nóv-
ember 1946, og Anna Helga-
dóttir, f. 9. maí 1885, d. 18.
ágúst 1929. Guðrún og Helgi
eignuðust fimm börn en áður
átti Guðrún eina dóttur með
unnusta sínum Guðmundi
Elentínusi Guðmundssyni, f.
var Guðrúnu snemma falið að
passa yngri systkini og sinna
ýmsum störfum. Á fyrri hluta
síðustu aldar var ekki boðið
upp á skólagöngu í Kollsvík ut-
an farkennslu og heimalesturs.
Guðrún náði snemma tökum á
handavinnu og lærði kjóla-
saum á saumastofu Kötu og
Dísu við Amtmannsstíg í
Reykjavík. Áður var Guðrún í
húsmæðraskólanum á Laug-
arvatni.
Guðrún og Helgi hófu bú-
skap á Patreksfirði en fluttu til
Reykjavíkur 1951 og bjuggu
þar upp frá því, lengst af í
Ljósheimum 8 sem þau byggðu
í samvinnu við aðra íbúa. 2006
flutti Guðrún að Brúnavegi 9,
en síðustu mánuðina dvaldi
hún á Hrafnistu Laugarási.
Meðfram uppeldi barnahóps-
ins og heimilisstörfum stund-
aði Guðrún ýmis störf, að-
allega tengd saumaskap, bæði
innan og utan heimilis. Guðrún
tók einnig virkan þátt í fé-
lagsstörfum, aðallega í Lang-
holtssókn og hjá átthagafélagi
Barðstrendinga.
Útförin verður í Langholts-
kirkju í dag, 17. desember
2020, klukkan 15. Að ósk hinn-
ar látnu verða einungis nán-
ustu aðstandendur viðstaddir.
Streymi verður frá útförinni
á slóðinni: https://youtu.be/
B2sRNeDWa0c/.
Virkan hlekk á streymið má
nálgast á: https://www.mbl.is/
andlat/.
16. mars 1916, d.
2. nóvember 1938.
Dóttir þeirra er
Elín Guðmunda, f.
1939, maki Bjarni
Benedikt Ásgeirs-
son, f. 1937, d.
2009.
Börn Guðrúnar
og Helga eru:
Anna f. 1947, maki
Egon Th. Marcher,
f. 1945; Sigrún
Sjöfn, f. 1948, maki Helgi Sig-
urður Guðmundsson, f. 1948, d.
2013, í sambúð með Óla M.
Lúðvíkssyni, f. 1943; Hafdís, f.
1949, maki Björgvin Andersen,
f. 1959; Kjartan Hrafn, f. 1957,
maki Ástríður Ólöf Gunn-
arsdóttir, f. 1956; Helgi, f.
1959, maki María Bald-
ursdóttir, f. 1956.
Barnabörnin eru 21, lang-
ömmubörnin 55 og langalang-
ömmubörnin 16.
Guðrún ólst upp í Kollsvík í
faðmi fjölskyldunnar, fyrstu
tvö árin bjuggu þau hjá móð-
urforeldrum á Láganúpi, en
fluttust þá í Tröðina. Móar,
klettabelti, tún og hvít fjaran
fyrir opnu hafi voru leiksviðið.
Sjóróðrar og bústörf voru lífs-
viðurværið og sem elstu systur
Jæja ertu þá loksins komin
Gunna mín. Ég hef verið að dytta
að bátnum, við þurfum að fara
hérna yfir fljótið. Seglin koma
reyndar ekki að miklum notum,
það er alltaf logn hérna.
Einhvern veginn svona var
sviðsmyndin sem kom upp í hug-
ann þegar ég sat hjá mömmu síð-
ustu nóttina hennar. Já það urðu
rúm 35 ár á milli hjá mömmu og
pabba. Reyndar hafa margir
spáð að mamma mundi ná háum
aldri. Og með heilsusamlegu líf-
erni og sérstaklega jákvæðu hug-
arfari náði hún að njóta áranna.
Að lifa síðustu öld frá einangraðri
Kollsvíkinni án rennandi krana-
vatns eða rafmagns en upplifa
líka allsnægtir á erlendri grund
eru mikil viðbrigði. En einhvern
veginn tók mamma öllu með jafn-
aðargeði og jákvæðni að leiðar-
ljósi.
Á bernskuárum mínum var
mamma eins og alltaf til staðar
með hlýju og nægan tíma. Leið-
beinandi með fasi sínu og fáum
orðum sem sögðu þó allt sem
þurfti. Ég minnist þess ekki að
boð og bönn hafi verið mikið not-
uð í uppeldinu. Í Vogunum var
alltaf nóg að stússa, húsmæðurn-
ar höfðu auga með krakkahópn-
um sem gekk frekar sjálfala.
Það var yndislegt en ekki sjálf-
gefið að þú náðir að fylgjast með
börnunum okkar vaxa úr grasi og
afastelpan fékk líka að kynnast
langömmu fyrstu árin sín. Þær
minningar eru ómetanlegar.
Og ekki má gleyma Nökkva,
þið náðuð sérstökum tengslum og
alltaf sat hann við stólinn og beið
eftir harðfiskroðinu. Þrír bitar,
það var skammturinn.
Við kveðjum þig með söknuði
mamma og tengdamamma.
Þótt móðir mín
sé nú aðeins minningin ein
mun ég ávallt minnast hennar
með glöðu geði
og dýpstu virðingu,
hugheilu þakklæti
og hjartans hlýju,
fyrir allt og allt.
(Sigurbjörn Þorkelsson)
Kjartan og Ásta.
Í 72 ár hefur hún mamma mín
verið til staðar fyrir mig en nú er
hún búin að kveðja þessa jarðvist
hundrað og eins árs að aldri.
Mikill söknuður helltist yfir
mig þegar þessi klettur sem hún
mamma var var horfinn.
Mamma virkaði sem eins kon-
ar fjölskyldulím hjá okkur systk-
inum og barnabörnum því hjá
henni hitti maður alltaf eitthvert
systkina sinna, tengdasystkina
eða aðra afkomendur hennar og
ættingja.
Það var alltaf gestkvæmt hjá
henni í Ljósheimunum og ekki
síður á Brúnaveginum.
Síðar fannst mér alltaf eitt-
hvað vanta ef ég heyrði ekki í
henni daglega og sérstaklega eft-
ir að hún fór að eldast.
Þegar ég bjó í foreldrahúsum
og pabbi var mikið að heiman til
sjós var fótfestan í lífinu sú að
hún mamma væri alltaf til staðar
og man ég alltaf að ef hún þurfti
að bregða sér í bæinn eða eitt-
hvað annað þegar ferðamátinn
var oftast með strætisvagninum
þá sat ég oft langtímum saman
við gluggann heima, þar sem sjá
mátti út á stoppistöð, og beið eftir
að hún kæmi út úr vagninum og
fyrst þá gat ég slappað af og farið
að læra eða að leika mér, því þá
var örygginu fullnægt.
Mamma var eins og alfræði-
orðabók, sérstaklega þegar kom
að því sem löngu var liðið og gat
maður flett upp í henni um menn
og málefni liðinna tíma, að ég tali
nú ekki um vísurnar og ljóðin
sem hún gat þulið og sungið.
Hún sagði stundum seinni árin
að hún væri orðin svo gleymin en
staðreyndin var sú að hún mundi
oft atburði og hluti sem við systk-
inin gátum alls ekki munað og þá
var flett upp í mömmu.
Elsku mamma mín, hjartans
þakkir fyrir allt sem þú hefur
verið mér gegnum árin, ég sakna
þín mikið en er að sama skapi
glöð yfir að þú skulir vera búin að
fá hvíld frá þeim þrautum sem þú
þurftir að líða síðustu mánuðina
þína.
Þakka þér fyrir þann andlega
stuðning sem þú veittir mér þeg-
ar ég missti hann Helga minn og
einnig fyrir hversu vel þú tókst
því þegar ég fann hann Óla minn,
nýjan samferðamann og félaga,
og sagðir að það hlyti að vera í
lagi með hann því hann væri að
vestan.
Megi Drottinn leiða þig inn í
ljósið elsku mamma mín. Hvíldu í
friði.
Þín dóttir,
Sigrún Sjöfn.
Elsku amma okkar er fallin frá
eftir langt og farsælt líf. Amma
var alger hetja sem lifði ótrúlega
löngu, stundum erfiðu en ákaf-
lega innihaldsríku lífi. Hún amma
var ættmóðirin sem tók þátt í
flestu sem okkar samrýmda fjöl-
skylda hefur tekið sér fyrir hend-
ur. Hún mætti í allar sameigin-
legar veislur sem stórfjölskyldan
hélt, allt frá jólaböllum í kringum
hver einustu jól og hið geysi-
skemmtilega árlega ættarmót
sem haldið er á hverju sumri ein-
hvers staðar í nágrenni Reykja-
víkur. Þó með undantekningu á
fimm ára fresti þegar stórfjöl-
skyldan keyrir alla leið vestur í
Kollsvík eða Breiðuvík þaðan
sem amma er ættuð. Við gerðum
það einmitt fyrir um ellefu árum
þegar amma varð 90 ára. Þá hélt
þessi magnaða kona upp á afmæl-
ið sitt með miklum glæsibrag.
Hún vakti meira að segja manna
lengst. Á þessum árlegu ættar-
mótum höfum við fjölskyldan
kynnst ákaflega vel og er það svo
dýrmætt. Amma var auðvitað
sameiningartáknið í fjölskyld-
unni þó allir hafi og muni hjálpast
að við að halda í þessa hefð. Það
var svo gaman að ræða við ömmu
um líf hennar fyrir vestan og
bara lífið almennt. Hún var svo
minnug um alveg ótrúlegustu
hluti.
Alveg fram á síðustu vikur var
amma alveg skýr í höfðinu. Hún
mundi nöfn okkar allra sem er af-
rek út af fyrir sig þar sem beinir
afkomendur hennar eru hátt í
hundrað og svo við tölum nú ekki
um alla makana. Amma var
heilsuhraust næstum fram á síð-
asta dag og það er magnað þegar
maður er orðinn 101. Mikið von-
um við að við erfum góða heilsu
ömmu. Vonum að þetta sé eitt-
hvað í genunum.
Megi minningin um magnaða
konu lifa.
Við systkinin sendum okkar
allra hlýjustu samúðarkveðjur til
mömmu Sjöbbu, Ellýjar, Önnu,
Hafdísar, Kjartans, Helga og að
sjálfsögðu allrar stórfjölskyld-
unnar.
Samúðarkveðjur frá
Önnu Maríu, Evu
og Guðmundi (Gumma).
Þá er komið að kveðjustund
elsku amma mín. Ég kveð þig
með miklum söknuði en enn
meira þakklæti. Þakklæti fyrir að
hafa fengið það hlutverk að vera
ömmustelpan þín. Þakklæti fyrir
að hafa átt þig sem mína stærstu
fyrirmynd og bestu vinkonu.
Þakklæti fyrir allar góðu stund-
irnar.
Minningarnar um magnaða
konu með ótrúlegt hugarfar og
fallega sýn á lífið munu lifa
áfram. Samband okkar ömmu var
einstakt. Frá því að ég var lítil
stelpa höfum við verið nánar. Ég
sótti mikið til hennar sem barn.
Tók strætó svo ég gæti eytt deg-
inum í að spila við ömmu. Þegar
ég varð eldri héldu spiladagarnir
áfram og búðarferðir og kaffi-
húsastundir bættust við.
Hlýjar hendur hennar tóku
alltaf vel á móti mér, sama hvað
bjátaði á. Til hennar gat ég nefni-
lega alltaf leitað. Hún hefur
glaðst með mér á mínum stærstu
stundum og haldið í höndina
mína og leyft mér að gráta á mín-
um erfiðustu augnablikum. Alltaf
var hún til staðar.
Ég er þakklát fyrir að við átt-
um góðar stundir saman í sumar.
Rakel Dögg kynntist langömmu
sinni vel eftir tæplega árs dvöl í
London. Þessar stundir skipta
hana miklu máli. Hún talar mikið
um þig, lyktar af töskunni þinni
og segist sakna langömmu.
Ég er þakklát fyrir að hafa
fengið að vera hjá þér síðustu
dagana. Gista hjá þér og halda í
höndina á þér alla nóttina. Náð að
tala við þig og kveðja þig.
Takk fyrir allt, elsku amma
mín.
Sofðu rótt.
Þín
Herdís.
Elsku amma mín. Þrátt fyrir
að nú sé komið að kveðjustund og
söknuður og sorg sé það fyrsta
sem kemur upp í hugann þegar
ég skrifa þessi orð, þá er það
fyrst og fremst gleði sem ég ætla
að taka með mér inn í framtíðina.
Gleði yfir því að hafa fengið að
eiga þig fyrir ömmu, gleði yfir öll-
um dásamlegu augnablikunum
sem ég átti með þér.
Ég man fyrst eftir þér í Ljós-
heimunum, þegar ég var svona 5
ára, það að fara til ömmu ljósu
var alltaf spennandi og gaman.
En ég kynntist þér þó best þegar
ég bjó í húsvarðaríbúðinni í Ljós-
heimunum á námsárunum. Svo
spiluðum við brids seinni partinn
á virkum dögum 2-3 skipti í viku
allan veturinn í eldhúsinu hjá
ykkur afa, með Ástu Hrönn á
gólfinu að leika sér með dót úr
dótaskúffunni og borðuðum svo
næstum alltaf kvöldmat með ykk-
ur á eftir.
Amma, þú átt svo mikla arf-
leifð, þú varst mér og okkur öll-
um afkomendum þínum svo mikil
fyrirmynd, jákvæðasta mann-
eskja sem ég hef kynnst á ævinni
og svo uppfull af visku hvort sem
það var um hvernig ég átti að ala
upp börnin mín eða bara bera
mig að í lífinu. Það var líka ein-
staklega gaman að ganga með
þér á Patró og heyra sögurnar af
langafa og ömmu, eða sitja við
Tröðina í Kollsvík og læra um
hvernig hlutirnir gengu fyrir sig
þar, eða þegar þú last upp úr
„Púkunum frá Patró“ á Úlfljóts-
vatni í einni af Hrugan-útilegu-
num, útilegum fjölskyldunnar,
sem vinir mínir skilja ekki, ha eru
þið 5 ættliðir að hittast á hverju
sumri, þekkist þið öll!? Já við
þekkjumst og það er allt vegna
þín, amma.
Amma mín, ég náði að spjalla
við þig í síma stuttu áður en þú
kvaddir, þessir skrítnu tímar að
geta ekki heimsótt þig vegna Co-
vid gerðu síðustu mánuðina erf-
iða en þú varst samt jákvæð, þú
varst svo skýr, fylgdist svo vel
með og hafðir svo mikinn áhuga á
að vita allt um mig og mína,
spurðir um hvernig mér liði og
hvað væri að frétta af börnunum
og barnabörnunum mínum, en
kvartaðir ekki yfir einangrun-
inni, því amma þú varst svo mikil
hetja og lést okkur öllum alltaf
líða svo vel.
Ég ætla að kveðja þig með
textanum úr ljóðin sem þú söngst
fyrir okkur og Hafdís móðursyst-
ir mín tók upp og deildi með okk-
ur nú fyrir skemmstu það er svo
dásamlegt að hlusta á þennan
söng þinn.
Í heiðardalnum er byggðin mín
þar hef ég lifað glaðar stundir.
Og hvergi vorsólin heitar skín
en hamrabeltunum undir.
Og fólkið þar er svo frjálst og
hraust
svo falslaust viðmót þess og ástin
traust.
Já þar er glatt, það segi ég satt
hve sælt er að eiga þar heima.
Góða ferð og Guð geymi þig,
yndislega amma mín.
Ásgeir Guðmundur
Bjarnason.
Hún elsku amma ljós er nú
horfin á braut. Viðurnefnið ljós
fékk hún af því að hún átti lengst
af heima í Ljósheimum, þó svo að
hún væri löngu flutt þaðan var
hún alltaf amma ljós hjá mér og
mun alltaf vera. Ég er svo þakk-
lát fyrir að hafa fengið að hafa
ömmu í lífi mínu í öll mín 48 ár, en
nú er kominn tími til að kveðja.
Því miður hafa samverustund-
irnar á þessu ári ekki verið marg-
ar. En ég er svo glöð að hafa
hringt í hana tveimur vikum áður
en hún kvaddi. Það lá svo vel á
henni og við spjölluðum heilmik-
ið, hún spurði frétta af dóttur
minni því hún fylgdist vel með öll-
um afkomendum sínum. Þó að
kroppurinn væri aðeins farinn að
gefa sig eins og eðlilegt er fyrir
101 árs gamlan kropp var koll-
urinn alltaf skýr.
Amma kallaði nú ekki allt
ömmu sína, hún var úrræðagóð,
sterk og ákveðin. Við sem á eftir
henni komum horfum á hana sem
einstaka fyrirmynd og hún mun
alltaf verða sveipuð dýrðarljóma.
Það eru til margar frægðarsögur
af henni. Eins og þegar hún var
75 ára gömul og fór með afkom-
endur sína í fjallgöngu, við geng-
um þá frá Breiðuvík yfir í Kolls-
vík. Þetta er leið sem hún gekk
alltaf með pabba sínum þegar
hún var lítil stelpa á leið til
kirkju, en langafi var organisti í
Breiðuvíkurkirkju í um 30 ár.
Sælustu æskuminningarnar
eru þegar ég fékk að fara ein til
ömmu og afa í Ljósheimana og
gista þar. Ég er alin upp á stóru
heimili og mér þótti svo afskap-
lega gott að fá að koma til ömmu
og afa, þar fékk ég athygli og
tíma, nýsteiktar kleinur og
hveitikökur, og svo var alltaf svo
rólegt hjá þeim.
Ég man sérstaklega eftir því
hvað mér þótti gott að sitja til
fóta hjá ömmu þegar hún sat í
stólnum sínum. Það var eitthvað
við hljóðið í nælonsokkunum þeg-
ar hún nuddaði saman fótunum,
tifið í prjónunum og sláttinn í
veggklukkunni sem hafði svo góð
áhrif á mig.
Í dag er svo gaman að upplifa
það að dóttir mín sækir í ömmu
og afa eins og ég gerði.
Það var alltaf notalegt að
heimsækja hana ömmu. Hún
hafði alltaf frá einhverju
skemmtilegu að segja, sögur frá
því að hún var ung stúlka og bjó í
Breiðuvík, og eftir að hún flutt-
ist á mölina. Hún fylgdist vel
með öllum afkomendunum sín-
um og var alltaf með á nótunum
hvað þeir væru að bardúsa.
Það er stórt skarð í hjarta
mínu og okkar allra, ég sakna
þín. Hvíl í friði elsku besta
amma mín og ég bið að heilsa
afa.
Olga Eleonora.
Guðrún
Helgadóttir
Þegar ég kom
fyrst á Alþingi, sem
varamaður, vorið
1979 voru litríkir og eftirminni-
legir menn á þingi. Páll Péturs-
son tilheyrði þeim hópi. Hann
stjórnaði þingflokki Framsókn-
arflokksins og var áhrifamikill í
þingstörfum.
Ég þekkti Pál þá ekki nema af
afspurn, en fjölskylda mín í
Skagafirði þekkti hann og hann
var þeirra maður.
Við Páll áttum löng kynni á Al-
þingi, og undantekningarlítð
góða samvinnu og samveru þar.
Hann var eins og áður er sagt
litríkur maður. Hann gat verið
harðskeyttur í málflutningi og
þungur á bárunni, en hann var
samningamaður og dæmi veit ég
um að hann gat liðkað fyrir mál-
um þegar allt var komið í hnút.
Hann var mikill málafylgjumaður
í þeim málum sem hann bar fyrir
brjósi, eins og landbúnaðarmál-
um og málefnum landsbyggðar-
Páll Pétursson
✝ Páll Pétursson,bóndi, fyrrver-
andi alþingismaður
og ráðherra, fædd-
ist 17. mars 1937.
Hann lést 23. nóv-
ember 2020. Páll
var jarðsunginn 5.
desember 2020.
innar, en hann átti
fleiri hliðar. Þegar
hann var orðinn
félagsmálaráðherra
kom hann miklum
umbótum fram í
fæðingarorlofi og
stuðlaði að aukinni
þátttöku feðra í
þeim miklu tíma-
mótum sem verða í
lífi hverrar fjöl-
skyldu þegar nýr
einstaklingur kemur í heiminn.
Einnig kom hann í gegn á sinni
tíð breytingum í vinnulöggjöfinni
sem er ofurviðkvæm löggjöf. Þar
þurfti hann á sinni samninga-
tækni að halda.
Páll var á góðum stundum
bráðskemmtilegur, orðheppinn
og ágætur hagyrðingur. Hann
var ekki einn af þeim sem alltaf
voru með ferskeytlur á vörunum,
en vísurnar komu með réttum
tímasetningum og gátu verið hár-
beittar, og kom broddurinn í
þeim í lokin, eins og títt er um
góðar vísur.
Hann var hestamaður ágætur
og minnist ég þess að hafa séð
þátt í sjónvarpi þar sem hann var
í göngum á heiðum Húnaþings á
hestbaki. Þá var hann í essinu
sínu, og var höfðingsbragur á
honum í þessu ríki sínu.
Páll var kvæntur Helgu Ólafs-
dóttur frá Siglufirði og bjuggu
þau á Höllustöðum, og hann hafði
þar heimili og keyrði tíðum á milli
Reykjavíkur og Höllustaða um
þingtímann. Hann varð fyrir því
mikla áfalli að missa konu sína, en
Helga lést langt um aldur fram.
Hins vegar var það svo að lánið
hafði ekki yfirgefið Pál, því
nokkru seinna tóku hann og Sig-
rún Magnúsdóttir, þá borgar-
fulltrúi, upp sambúð og gengu
síðan í hjónaband. Sigrún lifir
mann sinn og var honum einstök
stoð og stytta alla tíð, ekki síst
þegar hann varð fyrir því áfalli að
missa heilsuna. Dugnaður henn-
ar er ótrúlegur og afköst í há-
skólanámi og ráðherradómi og
þingmennsku og sem borgar-
fulltrúi.
Páll kom víða við þegar hann
var á þingi, bæði hér heima og er-
lendis. Hann var fulltrúi í Norð-
urlandaráði og formaður þess um
tíma. Hann var í stjórn Lands-
virkjunar og gegndi ýmsum trún-
aðarstörfum fyrir bændastéttina,
auk þess að vera þingmaður og
ráðherra. Hann sleit aldrei
tengslin við sveitina og reisti hús
á Höllustöðum þar sem hann og
Sigrún voru tíðum nú seinni árin,
meðan heilsa Páls entist.
En nú er komið að leiðarlok-
um. Við Margrét vottum Sigrúnu
og fjölskyldunni hans innilega
samúð. Minningin um þennan lit-
ríka samstarfsmann er ljóslif-
andi.
Jón Kristjánsson.