Morgunblaðið - 17.12.2020, Síða 51
MINNINGAR 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
Elsku besti vinur.
Ég gleymi aldrei
fyrsta skipti sem ég
hitti þig. Ég lá á sóf-
anum í Skálholti í MS á leiðinni í
skíðaferð og þú og Jói bróðir kom-
uð saman inn. Þú labbaðir beint til
mín og spurðir mig: „Spilar þú á
gítar?“ Þar með hófst ein dýrmæt-
asta og besta vinátta ævi minnar.
Já tónlistin tengdi okkur um leið
og var alltaf stór hluti af okkar vin-
áttu. Hvort sem það var að spila
saman á gítar dag og nótt,
nágrönnum okkar til mismikillar
gleði; að ræða tónlist og kynna
nýjungar fyrir hvor öðrum; eða þú,
verandi minn stærsti aðdáandi, að
hvetja mig áfram í námi mínu í
gegnum súrt og sætt. Mér finnst
því ansi viðeigandi að það síðasta
sem þú sagðir við mig var: „Malú,
þú verður að lofa mér að byrja að
hlusta á Nick Drake.“ Já Gunni
minn, ég er sko byrjaður á því.
Minningarnar frá árum okkar í
MS eru margar og æ fleiri eftir því
sem árin liðu. Ein sem lýsir þér
ansi vel var þegar við vorum að
steggja þig. Við höfðum bara eitt
ákveðið plan og það var að láta þig
stilla þér nöktum upp fyrir mynda-
töku á steininum hjá litlu hafmeyj-
unni, sem var einmitt í heimsókn í
Kína á þeim tíma. En hvernig átt-
um við að fá þig til að samþykkja
að hoppa nakinn upp á stein, um
miðjan dag, fyrir framan hóp af
kínverskum túristum með mynda-
vélar? Við ræddum mikið um hvort
við gætum náð því að hella þig
nógu fullan á hálftíma til þess að
þú værir til í að gera það. En svo
Gunnar Örn Heim-
isson Maríuson
✝ Gunnar ÖrnHeimisson
Maríuson fæddist
22. maí 1982. Hann
lést 21. nóvember
2020.
Útförin fór fram
10. desember 2020.
þegar við vorum á
leiðinni þangað fatt-
aðir þú strax hvað
var í gangi. Það
þurfti sko ekki dropa
af áfengi til. Þú
hoppaðir strax úr
fötunum, beint upp á
stein og stilltir þér í
stellingar sem líkt-
ust henni svo mikið
að greyið Kínverj-
arnir efuðust um
hvort þarna væri ekki bara alvör-
ustyttan komin aftur frá Kína! Því
þannig varstu. Þér var svo alveg
sama um hvað öllum öðrum
fannst.
Eftir að ég fékk fréttirnar sat
ég lengi og reyndi að laða fram
einmitt þessar minningar frá okk-
ar samverustundum. Það var ansi
erfitt því þær eru svo margar og
heldur ekki allaf alveg skýrar.
Þegar við bjuggum á sófanum hjá
Gogga, bæði skiptin á Øresunds-
kollegíinu eða í Høje Tåstrup, var
til að mynda tími fullur af
skemmtilegum upplifunum og
minningum. En ég fann að það eru
ekki einhverjar ákveðnar minn-
ingar sem mér þykir vænst um, nú
þegar þær verða ekki fleiri. Held-
ur er það einmitt tíminn sem við
áttum saman. Tíminn þar sem við
vorum bara að vera til. Að lifa líf-
inu, búandi saman og eyðandi
tíma hvor með öðrum. Því það er
það sem vinir gera. Vinir sem hafa
bundist böndum sem eru kannski
sterkari en venjuleg vinátta. Því
eftir að hafa búið saman í Dan-
mörku, svo langt frá fjölskyldu og
öðrum vinum, þá vorum við á
margan hátt eins og fjölskylda
hvor annars.
Elsku Gunni minn. Ég er þér
svo óendanlega þakklátur fyrir
vináttuna og allan þann tíma sem
við áttum saman.
Þinn vinur,
Magnús Þór Ólafsson (Malú).
Byrjum á að raula gegnum
fyrstu línurnar úr Röskvulaginu
2005. Lagið er „Hjálpum þeim“ og
textinn byrjar svona:
Gleymd’ ekki þínum besta skóla,
þó fjárhagsvandi steðji að.
Á Röskvu vel er hægt að stóla,
í hjarta þínu veistu það.
Við úr gamla Röskvuhópnum
munum ljóslega eftir Gunna sitj-
andi inni á kosningaskrifstofu á
Laugaveginum að semja þennan
texta – og svo auðvitað með gít-
arinn í hönd að flytja lagið með til-
þrifum. Allur hópurinn saman
uppi á sviði á Grand Rokk á Svita-
balli Röskvu að syngja – jafnvel
öskursyngja nýja Röskvulagið.
Sungið var um „von og trú um
betri menntun“ og að standa vörð
um réttinn til náms og það sam-
einaði okkur öll.
Þessar minningar eru meðal
þeirra sem við höfum yljað okkur
við eftir fregnina um að Gunni sé
farinn. Fráfall Gunna hefur verið
mörgum harmdauði eins og við-
brögð á samfélagsmiðlum bera
vott um. Og það kemur ekkert á
óvart af því að Gunni snerti svo
marga, svo djúpt.
Gunni átti ekki bara marga vini,
heldur hafði hann mikla réttlæt-
iskennd, brennandi áhuga á fólki
og öllu samfélaginu. Hann var
brosmildur, einlægur og mikill
stemmningsmaður. Sama hvað
gekk á og hvað hann þurfti að tak-
ast á við var Gunni alltaf heill í
sínu og tilbúinn að gefa af sér á öll-
um stundum.
Um leið og við kveðjum Gunna
okkar sendum við fjölskyldu og
ástvinum innilegustu samúðar-
kveðjur.
Helga, Agnar Freyr, Eva,
Hrafn, Inga Guðrún, Pétur,
Valgerður, Grétar Halldór,
Magnús Már og Anna Pála.
Gunnar Örn, eða Gunni eins og
við kölluðum hann alltaf, var falleg
sál.
Við kynntumst honum á
menntaskólaárunum og áttum all-
ar okkar vinskap við hann. Gunni
var bæði góðhjartaður og glæsi-
legur, vildi öllum vel og snerti
hjörtu okkar sem kynntumst hon-
um.
Hann var gáfaður, vel máli far-
inn og það var endalaust hægt að
eiga í samræðum við hann um alla
heima og geima.
Mörg samtalanna við Gunna
voru hápólitísk og krefjandi en um
leið virkilega gefandi, fræðandi og
skemmtileg.
Gunni var hrókur alls fagnaðar
í partíum og gítarinn var aldrei
langt undan, og stundum líka
munnharpan. Hann fangaði þann-
ig alla með sér í söng og gleði.
Verkamannavísur, Bob Dylan,
Villi Vill og ótal fleiri tónlistar-
minningar koma upp í hugann
tengdar Gunna. Það er eiginlega
ekki hægt að minnast Gunna án
þess að hugsa um tónlist.
Fleiri góðar minningar koma
upp og má þá t.d. nefna allar
skálaferðirnar og leiklistarferð-
irnar á menntaskólaárunum þar
sem sungið var fram undir morg-
un og spjallað, og Gunni þar
fremstur í flokki.
Fallega minningu eigum við um
Gunna undir stjörnubjörtum
himni úti í sveit að syngja Villa
Vill.
Það var líka gaman í næturfót-
boltanum um árið, í bjartri sum-
arnóttinni með misvel klæddum
sumarbústaðagestum.
Eftir því sem árin liðu hittum
við Gunna æ sjaldnar. Að miklu
leyti vegna þess að hann bjó er-
lendis en við reyndum þó að hitt-
ast þegar hann kom til landsins
eða þegar einhver okkar fór til
Danmerkur. Eftir því sem árin
liðu fundum við hvernig veikindi
Gunna urðu honum þungbærari
og stundum var erfitt að skilja
þau.
Gunni var alla tíð einlægur og
hreinskilinn, góður við aðra og
hreyfði við fólki. Hann var á sinn
dásamlega hátt að einhverju leyti
á skjön við heiminn en hafði þann-
ig líka fallega sýn á hann.
Við munum allar geyma hlýjar
minningar um elsku Gunna í
hjarta okkar um ókomna tíð.
Þínar vinkonur,
Brynja, Sveinlaug,
Hildur Vala og Inga.
✝ GuðfinnaThorlacius
fæddist 10. mars
1938 í Reykjavík.
Hún lést á Sjúkra-
húsinu á Akureyri
sunnudaginn 22.
nóvember 2020.
Foreldrar hennar
voru hjónin Guðni
Thorlacius, f. 25.10.
1908, d. 22.5. 1975,
skipstjóri í Reykja-
vík, og Margrét Ó. Thorlacius, f.
8.4. 1909, d. 15.9. 2005, húsmóðir
í Reykjavík. Systkini Guðfinnu
eru: Ólafur Þór Thorlacius, f.
21.10. 1936 og Margrét G.
Thorlacius, f. 28.5. 1940. Guð-
finna giftist Aðalgeiri Pálssyni, f.
18.10. 1934, d. 11.2. 2016, 17.
ágúst 1968. Aðalgeir var raf-
magnsverkfræðingur og kennari.
Hann var skólastjóri Iðnskólans á
Akureyri og síðar kennari við
Verkmenntaskólann á Akureyri.
Aðalgeir er sonur hjónanna Páls
Bjarnasonar, f. 10.11. 1908, d.
12.7. 1973, símaverkstjóra á Ak-
ureyri, og Aðalbjargar Jóns-
dóttur, f. 11.3. 1915, d. 11.10.
1986, húsmóður á Akureyri.
Dætur Guðfinnu og Aðalgeirs
eru: 1) Kristjana, f. 19. apríl 1969
vík. Þaðan lauk hún stúdents-
prófi af stærðfræðideild, 1958.
Hún lauk námi sem hjúkr-
unarfræðingur við Hjúkr-
unarskóla Íslands 1961. Guð-
finna fór í framhaldsnám í
kennslufræði hjúkrunar til Ár-
ósa og lauk kennaraprófi árið
1964. Hún vann sem hjúkr-
unarfræðingur á Fjórðungs-
sjúkrahúsinu á Akureyri frá
1961, hjúkrunarframkvæmda-
stjóri 1965-1969 og sá jafnframt
um kennslu hjúkrunar- og
sjúkraliðanema. Kennari við
heilsugæslubraut Gagnfræða-
skólans á Akureyri 1969-1984 og
kennari við Verkmenntaskólann
á sama sviði 1984-1986. Starfs-
maður þjónustuhóps aldraðra á
Akureyri frá 1988. Sat í stjórn
Norðurlandsdeildar Hjúkr-
unarfélags Íslands 1986-1988, í
bæjarstjórn Akureyrar 1986-
1990 og í ýmsum nefndum á veg-
um bæjarins. Guðfinna hefur
alla tíð sinnt félagsstörfum. Hún
starfaði í St. Georgsgildinu á Ak-
ureyri, félagsskap eldri skáta.
Hún starfaði einnig um árabil í
Zontaklúbbi Akureyrar og
Ferðafélagi Akureyrar. Þau
hjónin ferðuðust mikið, bæði
innanlands og erlendis. Guð-
finna hafði unun af ýmiskonar
handverki, lærði m.a. útskurð og
skrautskrift. Prjónaskapur var
hennar helsta áhugamál.
Guðfinna var jarðsungin frá
Akureyrarkirkju 27. nóvember
2020.
á Akureyri, arki-
tekt, búsett í Finn-
landi. Maður henn-
ar er Jari Mikael
Turunen, f. 2. okt.
1964, hljóðhönn-
uður. Börn þeirra
eru Petra Kolbrún,
f. 5. febrúar 1998
og Hannes Breki, f.
28. apríl 2001. 2)
Guðfinna, f. 20.
mars 1972 á Ak-
ureyri, prófessor við Jarðvís-
indadeild HÍ, búsett í Reykjavík.
3) Margrét, f. 20. júlí 1975 á Ak-
ureyri, kennari, búsett á Ak-
ureyri. Maður hennar er Ari
Gunnar Óskarsson, f. 20. nóv.
1972, rekstrarstjóri. Börn þeirra
eru Gunnar Aðalgeir, f. 15. mars
2001 og Inga Rakel, f. 16. maí
2005.
Guðfinna ólst upp í Vestur-
bænum í Reykjavík. Hún gekk í
Miðbæjarskólann og síðar Gagn-
fræðaskólann við Hringbraut. Á
sumrin var hún í sveit á Varma-
læk í Borgarfirði hjá hjónunum
Jarþrúði Grétu Jónsdóttur og
Jakobi Jónssyni. Þangað fór hún
fyrst 7 ára gömul og var þar í 14
sumur. Lauk landsprófi og hóf
nám í Menntaskólanum í Reykja-
Kveðja frá Zontaklúbbi
Akureyrar
Guðfinna Thorlacius var góður
og gegn félagi í Zontaklúbbi Ak-
ureyrar í fjóra áratugi. Við Guð-
finna vorum lengi samtíða í
klúbbnum. Hún var ein af virðu-
legum, vingjarnlegum, reyndum
félögum í hópnum þegar ég gekk
inn í febrúar 1975. Andrúmsloftið
var notalegt og reynsla og þekk-
ing lágu í loftinu. Þær voru svo
áhugaverðar þessar konur, Guð-
finna og stöllur hennar, og eru
mér svo eftirminnilegar hver fyr-
ir sig. Það var gott fyrir nýjan
íbúa í bænum eins og mig að
koma inn í þennan klúbb. Mark-
mið klúbbsins voru svo áhuga-
verð og miðuðu að því að efla
stöðu kvenna. Fundir voru haldn-
ir á Hótel KEA og það var mikil
tilbreyting í þá daga að að snæða
á hóteli, ekki síst á virkum degi.
Síðar voru fundir haldnir í Zonta-
húsi og nóvemberfundir voru
stundum haldnir í Nonnahúsi en
16. nóvember var afmælisdagur
Nonna. Eitt stórt mál var alltaf í
deiglunni en það var Nonnahús,
rekstur þess og staða. Sómakon-
an Ragnheiður O. Björnsson var
fyrsti formaður klúbbsins og setti
mikinn svip á starfið og það var
hugmynd hennar að klúbburinn
heiðraði minningu Nonna og
segja má að það hafi tekist vel.
Zontaklúbbar eru starfsgreina-
klúbbar og það var haft á orði að í
klúbbnum væru ótrúlega margir
hjúkrunarfræðingar og kennar-
ar. Guðfinna átti vel heima í
klúbbnum og átti þar margar vin-
konur. Hún tók að sér fjölbreytt
störf fyrir klúbbinn. Hún var for-
maður og starfaði líka mikið í
Nonnanefnd sem sá um Nonna-
hús. Hún mætti vel á fundi og
lagði gott til málanna.
Guðfinna starfaði sem hjúkr-
unarfræðingur og hjúkrunar-
kennari og átti stóran þátt í að
skipuleggja nám og kennslu
sjúkraliða ásamt Ingibjörgu R
Magnúsdóttur. Síðustu starfsár-
in vann hún að öldrunarmálum.
Guðfinna giftist Aðalgeiri
Pálssyni rafmagnsverkfræðingi
og þau byggðu sér hús í Háagerði
4 og bjuggu þar alla tíð, síðustu
árin í skjóli Margrétar yngstu
dóttur sinnar. Aðalgeir lést í
febrúar 2016 og nú eru þau hjónin
bæði horfin úr þessum heimi.
Heimilið var það mikilvægasta í
lífi Guðfinnu og eiginmaður og
dæturnar þrjár skipuðu fyrsta
sæti í lífi hennar, enda var heim-
ilið fullt af gleði og hlýju.
Það var gefandi að kynnast
Guðfinnu og mannkostum hennar
og starfa með henni. Zontaklúbb-
ur Akureyrar þakkar Guðfinnu
liðnar samverustundir og biður
henni blessunar og vottar fjöl-
skyldu hennar einlæga samúð.
Ragnheiður Hansdóttir.
Guðfinna
Thorlacius
Elsku hjartans frænka okkar,
GUÐRÚN S. KRISTJÁNSDÓTTIR
frá Skuld, Eskifirði,
lést mánudaginn 7. desember á
hjúkrunarheimilinu Sóltúni.
Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju
mánudaginn 21. desember klukkan 15.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur viðstaddir
athöfnina. Þeim sem vilja minnast Guðrúnar er bent á
Barnaspítalasjóð Hringsins.
Fyrir hönd aðstandenda,
Guðrún Vala Ólafsdóttir
Jenný B. Ingólfsdóttir
Jóhanna Eiríksdóttir
Svavar Kristinsson
Ástkær eiginmaður minn, faðir, sonur,
tengdafaðir, afi og bróðir,
ÓLAFUR ÞÓR JÓNSSON
pípulagningameistari,
lést á heimili sínu 10. desember.
Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju
mánudaginn 28. desember klukkan 13.
Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur
viðstaddir. Útförinni verður streymt á slóðinni
https;www.facebook.com/groups/390725862179919
Guðrún Guðmundsdóttir
Arndís Helga Ólafsdóttir Gunnbjörn Viðar Sigþórsson
Magnús Einar Ólafsson Helga Guðmundsdóttir
Jón Berg Halldórsson Helga Sigurgeirsdóttir
barnabörn, systkini og fjölskyldur
Elskulegur bróðir minn, mágur og frændi,
ARNAR KLEMENSSON,
Ólafsvegi 7,
Ólafsfirði,
lést á gjörgæsludeild Sjúkrahússins á
Akureyri 11. desember.
Útförin fer fram frá Ólafsfjarðarkirkju föstudaginn 18. desember
klukkan 14. Í ljósi aðstæðna verða einungis nánustu
aðstandendur viðstaddir athöfnina. Streymt verður beint frá
athöfninni á slóðinni https://youtu.be/N_Nvm7QnfJE
Jón Ævar Klemensson Helga Jónsdóttir
Guðrún Jónsdóttir Árni Jónsson
Klemenz Jónsson María Magnúsdóttir
Rósa Jónsdóttir Sigurbjörn Þorgeirsson
og frændsystkini
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar,
tengdamóðir, amma og langamma,
KRISTÍN JÓNSDÓTTIR,
Kópavogstúni 4,
áður Bræðratungu 1,
Kópavogi,
lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð sunnudaginn 13. desember.
Útför hennar fer fram frá Kópavogskirkju þriðjudaginn
29. desember klukkan 15.
Vegna sóttvarnareglna verður jarðarförin aðeins fyrir nánustu
aðstandendur en streymt verður frá athöfninni á slóðinni
utfor-kristinar-jonsdóttur.is.
Þeim sem vilja minnast hennar er bent á minningargjafasjóð
Sunnuhlíðar (www.sunnuhlid.is).
Gunnar Smári Þorsteinsson
Jón Bjarni Gunnarsson Elín Björt Grímsdóttir
Hrefna Gunnarsdóttir Kristján Björgvinsson
Ella Björg Rögnvaldsdóttir Arndís Pétursdóttir
Björgvin Smári Kristjánsson Iðunn Elva Ingibergsdóttir
Kristín Jónsdóttir Sverrir Már Bjarnason
Hrefna Björk Jónsdóttir Barði Freyr Þorsteinsson
Bryndís Helga Jónsdóttir Bjarki Steinn Aðalsteinsson
Gunnhildur Kristjánsdóttir
og barnabarnabörn
Ástkær móðir okkar, tengdamóðir
og amma,
GRÓA MAGNÚSDÓTTIR,
Bústaðabletti 10, Reykjavík,
lést á dvalarheimilinu Mörk 8. desember.
Í ljósi aðstæðna verða aðeins nánasta
fjölskylda og ættingjar viðstödd útför.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalarheimilinu Mörk,
2. hæð miðju, fyrir hlýja og einstaka umönnun.
Jón Trausti, Katrín, Soffía, Jóhann, Hjalti, Anna
og barnabörn