Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 52

Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 52
52 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 ✝ Guðrún Fann-dal Kristins- dóttir fæddist 13. apríl 1945. Hún lést á Landspítala 28. nóvember 2020. Guðrún ólst upp í Kálfshamarsvík A-Hún. Árið 1963 kynnist hún eft- irlifandi eigin- manni, Jóni Óskari Ágústssyni sjó- manni, f. 6.10. 1932. Þau hafa búið á Víðimel 78, Reykjavík. Börn þeirra: 1) Margrét Ósk, matráður, f. 8.3. 1964. Eiginm. Jón Hermann Ingimundarson, f. 14.7. 1974. Börn hennar Enok Óskar, f. 29.8. 1981, eigink. Kristín Marín Holm, f. 16.11. 1983. Börn Unnar: Ernir, f. 5.2. 2001, Jóhanna Bára, f. 3.3. 2007, og Sóldís Harpa, f. 29.12. 2009. Erlendur Jón, f. 9.8. 1990, sambýlisk. Sunna Kristín Gunn- laugsdóttir, f. 20.12. 1992, börn Enika Hildur, f. 11.6. 2015, og Erik Freyr, f. 18.2. 2018. Helga Rut, f. 28.7. 1992, börn Kristín Júlía, f. 20.12. 2011, og Guð- mundur Liljar, f. 2.9. 2013. 2) Ágúst Sigurður, ráðgjafi, f. 26.5. 1966. Eigink. Júdit Alma Hjálmarsdóttir, f. 12.9. 1964. Börn Guðrún Helga, f. 19.7. oría Fanney, f. 2.7. 1993, börn Haukur Snær, f. 19.6. 2016, og Olavia Eir, f. 21.11. 2018. 6) Sverrir, félagsráðgjafi, f. 18.5. 1971. Eigink. Ingunn Vattnes Jónasdóttir, f. 1.6. 1974. Börn Jónas Helgi, f. 23.6. 1997, sam- býlisk. Katla Sigríður Magn- úsdóttir, f. 24.2. 1993. Klara Sif, f. 16.12. 2000, og Elín Eyþóra, f. 10.8. 2006. 7) Sigrún, við- skiptafræðingur, f. 17.5. 1972. Eiginm. Ásmundur Einar Ás- mundsson, f. 30.10. 1963. Synir Ásmundur Óskar, f. 31.10. 1998, og Loftur, f. 10.2. 2002. 8) Óskírð, f. og d. 28.11. 1973. 9) Sigursteinn, rafvirkjam., f. 17.8. 1975, eigink. María Gunn- arsdóttir, f. 31.12. 1971. Dætur Sóley, f. 5.12. 2009, og Birta, f. 12.2. 2011. Dóttir hans Katrín Þöll, f. 31.10. 2000. Sonur Mar- íu: d) Svavar Örn Höskuldsson, f. 31.7. 1990, sambýlisk. Silvía Rán Ásgeirsdóttir, f. 7.11. 1990, börn Telma Ósk, f. 16.4. 2012, og Ares Örn, f. 29.6. 2017. 10) Þráinn, múraram., f. 22.8. 1976, sambýlisk. Elma Atladóttir, f. 30.4. 1970. Sonur Atli, f. 18.10. 2005. Guðrún var móðir 10 barna, útivinnandi verkakona frá unga aldri. Síðustu starfsárin við umönnun á Hjúkrunarheimilinu Grund í Reykjavík. Útför hennar fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 17. desember 2020, klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verða aðeins fjölskylda og nánustu aðstand- endur viðstaddir. 1990, sambýlism. Guðmundur Frið- bjarnarson, f. 28.11. 1990. Dætur Anna Lísa, f. 20.5. 2013, og Alma Þór- unn, f. 8.10. 2019. Anna Halldóra, f. 7.6. 1994. Jón Ósk- ar, f. 26.6. 1996, sambýlisk. Sunna Rae George, f. 15.5. 1995. 3) Stef- án Páll, pípulagningam., f. 24.6. 1967. Fv. sambýlisk. Sigríður Þorbjörg Ragnarsdóttir, f. 23.11. 1966. Börn Guðrún Berta, f. 10.12. 1989, og Ragnar Páll, f. 6.7. 1998. 4) Haukur, byggingatæknifr., f. 19.2. 1969. Sambýlisk. Ásta D. Bald- ursdóttir, f. 23.6. 1968. Synir Hákon, f. og d. 25.8. 2005, Ísak, f. og d. 26.8. 2005, og Gabríel, f. 1.6. 2007. 5) Magnús, vörubíl- stjóri, f. 13.4. 1970. Sambýlisk. Erla Guðrún Guðbjartsdóttir, f. 17.8. 1965. Börn hans Benedikt Snær, f. 25.5. 1990, sambýlisk. Sonja Kristín Guðmundsdóttir, f. 7.4. 1994, sonur Hafþór Orri, f. 24.3. 2017. Svala Dís, f. 7.1. 1992, sambýlism. Dardi Rapaj, f. 27.7. 1998, börn hennar Ísa- bella Sif, f. 28.11. 2009, og Ey- þór Krummi, f. 24.8. 2013. Vikt- Guðrún móðir mín eignaðist 10 börn á 12 árum og ól upp níu. Ég er elst af hópnum og 17 ára eign- aðist ég son sem mamma tók með í hópinn og hana munaði ekki um að hjálpa mér að ala hann upp. Það var fjör á heimilinu og alltaf máttum við koma með vini okkar inn á heimilið líka. Mamma átti systur, hana Sigurlaugu, sem á tvær dætur og voru systurnar mjög háðar hvor annarri þótt þær hittust ekki oft í seinni tíð vegna veikinda hjá báðum. Rannveig og Jón voru bestu fé- lagar mömmu og pabba og alltaf fóru þau út að dansa á 17. júní ár hvert. Jólin voru mömmu tími og hún passaði að allir fengju ný föt fyrir jólin og bakaði mikið og safn- aði nammi svo allir fengju nóg. Þegar ég var að verða sjö ára brann heimilið okkar og misstum við allt. Þá var mamma ófrísk að sjötta barninu og þurfti að koma okkur öllum fyrir í mánuð meðan þau pabbi voru að finna hús og búa til nýtt heimili fyrir okkur. Hún talaði alla tíð um það hvað henni þótti leitt að hafa sett okkur í burtu þennan mánuð en við vor- um samt hjá vinum og frændfólki sem sameinuðust um að hjálpa okkur yfir þessa erfiðleika. Þegar ég fór að heiman og hin systkini mín þá var hún alltaf að fylgjast með okkur með sínum kærleika og vildi að við kæmum heim að gista eða borða og eftir að við systkinin urðum eldri var hún svo ánægð að fá okkur heim með öll börnin okkar, þá bakaði hún kleinuhringi handa öllum og hafði góðan mat. Mamma hafði svo gaman af að ferðast og fara í útilegur. Henni fannst gaman að smyrna og sauma í og gaman að eiga eftir hana púða. Mamma vann alltaf mikið og flatti fisk í höndunum og gaf sterkum karlmönnum ekkert eftir og svo saltaði hún síld með börnin með sér að setja í tunnur. Í gegnum tíðina hefur mamma fylgt okkur í gegnum súrt og sætt, vá hvað það verður erfitt að fá ekki símtal og geta ekki hringt; … „mamma, hvernig á ég að gera rækjuréttinn?“ Við mamma fór- um á ball saman í Þórskaffi, ég 19 ára og hún 38 ára. Og vá hvað það var gaman þegar við mæðgurnar fórum í húsmæðraorlof til Halifax. Þá fór hún í fyrsta skiptið til út- landa og ekki keypti hún mikið handa sér því hún hafði svo gaman af að gefa gjafir og gleðja börnin sín og barnabörn og tengdadætur sínar. Ef eitthvað af okkur systkinun- um veiktist eða eitthvað var þá var hún mætt til að hjálpa til. Núna í haust sagði ég henni að við Jón minn værum að fara að gifta okkur og hún var svo spennt og ánægð fyrir mína hönd að fá svona indælan mann fyrir mig. Það var leitt að hún dó áður en ég gifti mig. Vá hvað ég er þakklát fyrir allt sem mamma gerði fyrir mig og börnin mín Enok, Erlend og Helgu Rut og barnabörnin mín sjö. Góði guð, geymdu minningu um góða konu, hún var límið í fjöl- skyldunni. Blessuð vertu baugalín. Blíður Jesú gæti þín, elskulega móðir mín; mælir það hún dóttir þín. (Ágústína J. Eyjólfsdóttir) Margrét Óskarsdóttir. Árið 2020 verður lengi í minn- um haft. Heimsfaraldur geisaði og hafði og hefur enn víðtæk áhrif á okkur öll. Ekki síst ömmu þar sem hún veiktist af Covid-19 á Landa- koti í fyrstu bylgju faraldursins en náði þó bata. Þrátt fyrir það er runninn upp sá dagur að við kveðjum góða konu, ömmu okkar hana Guðrúnu sem lést laugar- daginn 28. nóvember 2020. Fráfall hennar er okkur sem og fjölskyld- unni allri afar þungbært. Guðrún var umhyggjusöm og hjartahlý en það kom vel í ljós í hlutverki henn- ar sem ömmu okkar systkinanna sem og í starfi hennar á Grund, hjúkrunarheimilinu þar sem hún vann við umönnun. Það eru margar minningar sem koma upp í hugann þegar maður horfir yfir farinn veg og margt sem við systkinin erum afar þakk- lát fyrir í gegnum tíðina með ömmu. Hún var virkilega góð kona og ávallt gott að fara í heimsókn til hennar. Þar sem við systkinin erum alin upp á Húsavík og amma búsett á höfuðborgarsvæðinu var það okk- ur systkinunum mikið tilhlökkun- arefni þegar Reykjavíkurferð var í kortunum. Í þeim fjölmörgu ferðum sem voru farnar þá komum við oftast suður seinnipartinn þar sem amma beið með bakkelsi af bestu gerð, appelsín, kökur og kruðerí sem var síðan toppað með mack- intosh konfekti sem við systkinin héldum mikið upp á. Þegar búið var að gæða sér á góðgæti var far- ið í að koma sér fyrir í stofunni þar sem við gistum og amma búin að búa um okkur fjölskylduna. Síðan var venjan að allri ættinni var boðið í kvöldmat af bestu gerð, sem var síðan toppað með ferð í ís- búðina þar sem amma var vel meðvituð um það að flestir í fjöl- skyldunni héldu mikið upp á ís. Enda var keypt nóg af ís fyrir alla og vel af afgangi fyrir okkur systkinin daginn eftir þar sem við gistum hjá ömmu og afa. Það er Guðrúnu, sem var skírð í höfuðið á ömmu sinni afar minn- isstætt þegar amma og afi héldu fyrir hana 5 ára afmælisveislu þar sem boðið var upp á þvílíkar kræsingar og var þar á meðal kaka sem mun aldrei gleymast. Auk þess þegar að Guðrún eign- aðist síðan sitt fyrsta barn þá var hún með fyrstu gestum á spítal- ann að skoða nýjustu viðbótina í fjölskylduna. Amma hitti alltaf naglann á höfuðið í gjafavali og er þar af miklu að taka. Það má t.d. nefna Spiderman-sundskýlu handa Jóni Óskari, ótal ilmvatnsöskjur sem við systur fengum, góð handklæði og rúmföt. Einnig prjónaði hún fallega ull- arsokka á alla fjölskylduna í stíl sem voru fallega skreyttir og mát- um við það mikils og gerum enn þann dag í dag. Það eru þó engar veraldlegar gjafir sem geta toppað það besta sem hún gaf okkur sem var um- hyggja og stuðningur en það er nú ekki sjálfsagt þegar maður á 9 börn og nóg af barnabörnum og barnabarnabörnum. Það eru engin orð sem fá lýst þeim söknuði sem við finnum í garð þinn elsku amma. Minning þín mun vera sem ljós í lífi okkar og þér munum við aldrei gleyma. Þín barnabörn og makar Guðrún Helga og Guðmundur, Anna Halldóra, Jón Óskar og Sunna Rae. Guðrún Fanndal Kristinsdóttir Harpa Heimisdóttir s. 842 0204 Brynja Gunnarsdóttir s. 821 2045 Kirkjulundur 19 | 210 Garðabær s. 842 0204 | www.harpautfor.is Okkar ástkæri sambýlismaður, faðir, stjúpfaðir, sonur, barnabarn og bróðir, ELVAR ÖRN HJALTALÍN EINARSSON, Vættagili 22, Akureyri, lést á Sjúkahúsinu á Akureyri þriðjudaginn 8. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 18. desember klukkan 13:30. Vegna aðstæðna verða aðeins nánustu aðstandendur og vinir viðstaddir. Útförinni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju. Ingibjörg Jóhannsdóttir Emelía H. Hjaltalín Elvarsd. Margrét Fjóla Stefánsdóttir Þórlaug Einarsdóttir Sigurður Magnússon Aníta Jónsdóttir Einar Þ. Hjaltalín Árnason Sandra, Borgþór, Gabríel og Starkaður Elsku hjartans móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, VALGERÐUR EINARSDÓTTIR, Gæja, lést í faðmi fjölskyldunnar á Hrafnistu 9. desember. Útförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 18. desember og hefst athöfnin klukkan 11. Vegna aðstæðna munu eingöngu nánustu ættingjar verða viðstaddir. Athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarför Valgerðar Einarsdóttur. Bára Jensdóttir Einar Valdimar Arnarsson Helen Everett Ingibjörg Þóra Arnarsdóttir Jón Sigurðsson Soffía Helga Magnúsdóttir Sigurður Stefánsson Gunnfríður Magnúsdóttir Sophus Magnússon Sigríður Rósa Magnúsdóttir Richard Hansen Örn Guðmundsson Hafdís Valdimarsdóttir barnabörn og barnabarnabörn Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, AUÐUR MAGNEA JÓNSDÓTTIR, Austurbyggð 17, Akureyri, lést 10. desember. Útför hennar fer fram frá Akureyrarkirkju mánudaginn 21. desember klukkan 13:30. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verða einungis nánustu aðstandendur viðstaddir en athöfninni verður streymt á facebooksíðunni Jarðarfarir í Akureyrarkirkju – beinar útsendingar. Anna Lúthersdóttir Guðný Pálsdóttir Þórunn Pálsdóttir Páll Sigurðsson Unnur Björk Pálsdóttir Jakob Jónasson Magnús Pálsson Lára M. Sigurðardóttir og fjölskyldur Ástkær sonur, bróðir, barnabarn og frændi, GUNNAR MÁR VILBERTSSON, Reykjanesbæ, lést sunnudaginn 22. nóvember og fór útför hans fram frá Keflavíkurkirkju þriðjudaginn 8. desember að viðstöddum nánustu aðstandendum og vinum. Vilbert Gústafsson Birta Rós og Harpa Sóley Sara Margrét og Viktoría Lynn Frederick Fríða Felixdóttir Rúnar Lúðvíksson Guðríður Vilbertsdóttir Gústaf Ólafsson og aðrir aðstandendur Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, HJÖRDÍS GUÐBJÖRG STEFÁNSDÓTTIR frá Hóli á Stöðvarfirði, lést laugardaginn 5. desember á hjúkrunarheimilinu Eir. Útför hennar fer fram frá Háteigskirkju þriðjudaginn 22. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna verður útförin aðeins fyrir nánustu fjölskyldu. Rafn Svan Svansson Jóhanna Baldursdóttir Nanna Stefanía Svansdóttir Baldur Björgvinsson Hafdís Svansdóttir barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn Sálm. 16.11 biblian.is Kunnan gerðir þú mér veg lífsins, gleðignótt er fyrir augliti þínu, yndi í hægri hendi þinni að eilífu. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma, SANDRA FORBERG SKÚLASON, Reno, Nevada, U.S.A., lést miðvikudaginn 9. desember á spítala í Reno. Elfar Skúlason Sandur Þór Skúlason Týna Skúlason og fjölskyldur
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.