Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 53
MINNINGAR 53 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 ✝ RagnhildurÁrnadóttir fæddist 22. maí 1920 á Njálsgötu 43a í Reykjavík og ólst þar upp til 12 ára aldurs. Hún lést á Hrafnistu í Reykjavík 5. des- ember 2020 á 101. aldursári. Af Njáls- götunni flutti Ragnhildur með foreldrum sínum og systrum að Þverholti 3. Foreldrar hennar voru Árni Jónsson frá Varmá í Mosfells- sveit, f. 1876, d. 1971, og kona hans Branddís Guðmundsdóttir frá Litla-Holti í Saurbæ í Dala- sýslu, f. 1875, d. 1975. Systur Ragnhildar voru tannlækningar, fyrst í Berkley í Kaliforníu og síðan í Portland í Oregon. Að loknu námi í Bandaríkjunum komu þau heim árið 1950 og settust að í Kefla- vík, þar sem þau bjuggu til árs- ins 1978 er Garðar lést. Þá flutti hún á heimili tengda- móður sinnar Hólmfríðar Odds- dóttur á Barónsstígnum þar sem hún bjó þar til hún fór á Hrafnistu árið 2017. Ragnhildi og Garðari varð ekki barna auðið en þau tóku að sér dreng, Odd, fæddan 1952, sem þau ætt- leiddu og gengu í foreldrastað. Oddur er kvæntur Racel Eiríks- son, f. 1954. Útför Ragnhildar fer fram frá Bústaðakirkju í dag, 17. desember 2020, klukkan 13. Vegna aðstæðna geta aðeins nánustu aðstandendur og vinir verið viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://promynd.is/ragnhildur Virkan hlekk á slóð má nálg- ast á: https://www.mbl.is/andlat Anna, f. 1907, d. 2001, Unnur, f. 1908, d. 1972, og Hlíf, f. 1912, d. 1936. Ragnhildur gift- ist árið 1942 Garðari Ólafssyni, síðar tannlækni, f. 1914, d. 1978. Ragnhildur gekk í Austurbæj- arskóla. Að loknum grunnskóla vann hún við af- greiðslustörf í Reykjavík. Fyrstu búskaparárin bjuggu Ragnhildur og Garðar í húsi móður Garðars á Barónsstíg 33. Hún flutti til vesturstrandar Bandaríkjanna árið 1944 með manni sínum og lagði stund á tannfræðinám er Garðar lærði Ragnhildur Árnadóttir móður- systir mín, alltaf kölluð Ragna, er fallin frá l00 ára að aldri. Hún ætl- aði svo sannarlega að halda upp á þann stóra viðburð, en Covid- veiran kom í veg fyrir að svo yrði. Fjölskyldan og vinir náðu þó að hylla hana á afmælisdaginn, þar sem hún stóð á svölum 4. hæðar á Hrafnistu í sínu fínasta pússi, en við sungum og spiluðum í garð- inum og veifuðum til hennar. Ragna var yngst fjögurra systra sem ólust upp í Reykjavík en eru nú allar látnar. Þær voru samrýndar systurnar og Árni Jónsson afi minn orti um þær: Anna heitir ágætt víf, Unnur laus við tildur. Beggja systir brosleit Hlíf, blíð og góð Ragnhildur. Ragna giftist Garðari Ólafssyni og bjuggu þau nokkur ár á vest- urströnd Ameríku, þar sem Garð- ar lærði tannlækningar. Ragna dreif sig í tannfræðinám og einnig píanónám, en hún var mjög söng- elsk og músíkölsk. Heimkomin fluttu þau ásamt syni sínum Oddi til Keflavíkur, en þar rak Garðar tannlæknastofu til margra ára. Sunnudagsbíltúrar fjölskyldunn- ar lágu því oft til Keflavíkur í kaffi og spjall um heima og geima – og svo var sungið og spilað. Þessar heimsóknir til Keflavíkur voru okkur systurbörnunum mikið æv- intýri. Þau hjón voru gestrisin og glaðlynd og höfðingjar heim að sækja. Því miður lést Garðar á miðjum aldri en Ragna og Oddur, sem er flugvirki að mennt, fluttu aftur til Reykjavíkur í húsið sitt á Barónsstíg 33, og bjó Ragna þar ásamt þeim Oddi og Racel Eiríks- son konu hans þar til hún fluttist á Hrafnistu, þá komin hátt á tíræð- isaldur. Rögnu leið vel á Hrafnistu, en fannst vistmenn þar vera dálítið gamlir, þótt hún væri oft miklu eldri en margir þeirra. Við systra- börnin og niðjar heimsóttum hana oft, drukkum með henni kaffi í matsalnum á Hrafnistu og minnt- umst gamalla daga. Þá var Ragna í essinu sínu og mundi oft ýmsa atburði miklu betur en við sem yngri vorum. Þessar heimsóknir voru hennar gleðistundir og því hrapallegt að Covid-veiran skyldi takmarka heimsóknir okkar til hennar svo lengi. Við kveðjum Rögnu okkar með söknuði en vit- um að hennar bíða vinir í varpa. Hlíf Samúelsdóttir. Sagt er að hláturinn lengi lífið og það á vel við þegar hugsað er um Rögnu „töntu“ sem náði þeim merka áfanga að verða 100½ árs gömul. Hún var skemmtilegasta manneskja sem ég veit um, alltaf svo kát og lífsglöð. Með Rögnu genginni skilur við heil kynslóð í fjölskyldunni. Hún var yngst fjögurra systra þar sem amma mín Anna var elst. Ragna mundi tímana tvenna og kunni ógrynni af skemmtilegum sögum, t.d. af því er rafmagnið kom til Reykjavíkur og var leitt í hús þeirra á Njálsgötu. Þá stóð hún við slökkvarann og fiktaði upp og niður, upp og niður, þvílíkir galdrar – þangað til hún var skömmuð! Og sagan þegar ná- grannarnir voru allt í einu komnir með heilan karlakór í heimsókn og hún lagðist forviða að veggn- um til að hlusta. Nágrannarnir höfðu keypt sér útvarp en hún hafði aldrei heyrt slíkan grip! Ragna varð heimsborgari ung að árum og sumt úr lífshlaupi hennar var eins og í bíómynd. Hún flaug t.d. með herflugvél frá Íslandi í seinni heimsstyrjöldinni, fyrst til New York og svo eftir krókaflugleiðum yfir Bandaríkin til San Francisco, þar sem maður hennar, Garðar, stundaði nám í tannlækningum. San Francisco er mjög hæðótt borg og gatan sem þau bjuggu við var svo brött að tanta varð að fara úr háhæluðu skónum til að geta gengið hana upp og niður. Mínar fyrstu minningar um Rögnu tengjast ævintýralegu húsi þeirra hjóna í Keflavík, með stærstu stofu sem ég hafði séð. Þar var stór arinn og físibelgur, bob-spil, eldhús með skínandi litlum koparpottum, þjóðbún- ingadúkkur frá Spáni og Andrés- blöð í hundraðavís undir stigan- um. Í minningum mínum var þetta hús alltaf fullt af fólki og gleðin við völd, hlátur og tónlist. Ekki skemmdi fyrir að í þessum veislum hitti ég líka Elísabetu frænku og við tvær borðuðum bara súkkulaði og fullt af því. Tanta kallaði okkur alltaf súkku- laðipíurnar upp frá því. Eftir að Ragna flutti á Baróns- stíginn var fátt betra en fá að fara í heimsókn, sem ég gerði oft á föstudögum. Fyrst fékk ég eitt- hvað gott í eldhúsinu hjá töntu og kók í gleri, svo mátti ég horfa á vídeómynd, en í þá daga áttu ekki allir vídeótæki. Tanta var alltaf með fullt af bíómyndum frá Árna frænda og ég vissi ekkert skemmtilegra en eyða deginum hjá henni. Oft sungum við líka og spiluðum saman en Ragna hafði ofsalega gaman af tónlist og spil- aði sjálf á gítar og píanó og söng með. Samverustundirnar með Rögnu frænku voru öllum í fjöl- skyldunni dýrmætar. Börnin mín elskuðu að hitta hana enda ekki annað hægt, hún var yndisleg manneskja og þvílík fyrirmynd okkur öllum. Það sást glöggt í vor hversu margir elskuðu Rögnu þegar fjöldinn allur af fjölskyldu og vinum safnaðist saman í garð- inum á Hrafnistu og hélt henni 100 ára afmælisveislu þar sem söngur og gleði var í fyrirrúmi og hún dansandi 100 ára á svölunum fyrir ofan okkur. Mikið held ég að það sé skemmtilegra í himnaríki núna þegar Ragna tanta er mætt spil- andi og syngjandi Tondeleyó! Eftir sitjum við og yljum okkur við glettna brosið og allar minn- ingarnar. Blessuð sé minning bestu töntu í heimi. Anna Rún Atladóttir. Ragnhildur Árnadóttir er látin, Hún andaðist að Hrafnistu Laug- arás laugardaginn 5. desember sl. Ragna „tanta“ eins og hún var oft kölluð fæddist 22. maí 1920, þannig að hún var rúmlega 100 ára þegar kallið kom. Ég sagði oft við hana Ragna þú verður 100 ára, þetta sagði ég í mörg ár, en alltaf kom svarið frá henni nei, nei ég er farin að gleyma og er oft svo lasin. Árin liðu og það varð úr að Ragna varð 100 ára 20. maí sl. Ég sagði við hana deginum áður en stóri dagurinn rann upp, þarna sérðu nú ert þú búin að ná þessum merka áfanga sem ég hef alltaf verið að tala um að þú myndir ná, en þá sagðir þú mér „dagurinn minn er nú ekki kominn“. En hann kom daginn eftir. Ragna frænka mín var dóttir Branddísar Guðmundsdóttur og Árna Jónssonar, sem bjuggu fyrst að Njálsgötu 45 og lengi svo að Þverholti 3, Ragna var yngst fjögurra systra sinna. Elst var Anna sem lést 93 ára, Hlíf sem lést ung að árum, móðir mín Unn- ur sem lést 64 ára og svo Ragna sem lést 100 ára eins og fyrr seg- ir. Ragna vann ýmis störf í Reykjavík á sínum yngri árum, en hún hitti svo verðandi eiginmann sinn, Garðar Ólafsson, ung eða um tvítugt. Garðar ákvað að læra til tannlæknis og fór utan í nám til San Francisco og síðan til Port- lands í Kaliforníu. Ári seinna ákvað Ragna að fara til hans og flaug utan með herflugvél frá Reykjavík til New York. Man að hún talaði um að flugið hefði verið ansi langt eða um 15 tímar. Þetta var í lok stríðsins 1945. Síðan var annað eins eftir til Kaliforníu. Að námi loknu var ferðast um Bandaríkin og ekið um mörg ríki, en flogið svo heim til Íslands. Það varð úr að Garðar fékk úthlutun til að opna tannlæknastofu í Keflavík eftir heimkomuna. Þau voru mjög ánægð í Keflavík og kynntust fljótt mörgu fólki, þar á meðal tengdaforeldrum mínum, Elísabetu Ásberg og Birni Snæ- björnssyni. Einnig móður Elísa- betar, Guðnýju Ásberg, og Eyjólfi Ásberg, miklum athafnamanni í Keflavik. Oft fóru mínir foreldrar, Unnur Árnadóttir og Samúel Torfason, ásamt okkur systkinin- um í heimsókn til Keflavíkur og þar hitti ég fyrst í boði hjá Rögnu og Garðari Guðnýju Ásberg yngri sem varð svo konan mín seinna meir. En svona eiga hlutirnir að gerast. Ragna og Garðar áttu einn son, Odd Garðarsson, sem hefur aldeilis verið mömmu sinni mikill styrkur í gegnum árin og sérstaklega eftir að Garðar lést 17. febrúar 1978. Hann var boðinn og búinn að gera allt sem þurfti á heimilinu. Síðar kynntist Oddur sinni konu, Racel Eiríksson, sem hefur staðið eins og klettur við hlið hans. Racel var dóttir Ólafs Ei- ríkssonar sem einnig var á Hrafn- istu og lést 20 dögum á undan Rögnu. Við Guðný og okkar fjölskylda viljum að lokum þakka Rögnu alla samleiðina í gegnum öll árin en hún var mikið með okkur og sér- staklega með Guðnýju, bæði í Keflavik og erlendis, bæði á Spáni og Los Angeles. Við fjölskyldan viljum senda til Odds og Racelar okkar dýpstu samúðarkveðjur, Ragna „tanta“ var sérstök kona og mikill vinur vina sinna. Guð blessi þig, elsku Ragna mín. Árni og Guðný Ásberg. Í dag kveð ég elskulegu frænku mína, hana Töntu eins og við fjölskyldan kölluðum hana alltaf. Mörg tár hafa runnið niður kinnarnar seinustu daga en eftir sitja allar fallegu minningarnar sem mér þykir óendanlega vænt um. Daginn sem ég fæddist var Árni bróðir í pössun hjá Töntu frænku og var því fyrsta húsið sem ég fór nýfædd í húsið hennar Töntu. Við töluðum oft um að það var hennar hús sem ég fór allra fyrst í og eftir það urðu heimsókn- irnar margar til Töntu minnar á Barónsstígnum. Þegar ég var á barnsaldri fannst mér ekkert skemmtilegra en að fara til henn- ar Töntu minnar og tók hún alltaf á móti mér með bjartasta brosinu sínu og það var ekki sjaldan sem Tanta dansaði. Hún gaf mér Góu- kúlur og perubrjóstsykur sem ég vissi af í kommóðunni í herberg- inu hjá henni, hún var alltaf með nammi þar. Það er svo yndislegt að hugsa til baka þegar ég var í heimsóknum hjá henni og sér- staklega þegar við spiluðum á pí- anóið hennar og ekki má gleyma hennar heimsins bestu pönnukök- um. Tanta frænka var einstök og hef ég oft talað um frænku mína sem bjó ein á Barónsstíg ekki nema 98 ára gömul. Ég er mjög þakklát að hafa fengið að halda upp á 100 ára afmælið með henni í maí síðastliðnum. En nú er frekar skrítin tilhugsun að geta ekki kíkt í heimsókn til hennar, fengið að knúsa hana og sjá mögulega nokkur dansspor. Mér finnst erf- itt og sárt að kveðja þig, elsku Tanta mín, en ég er þakklát fyrir þann tíma sem við fengum saman og allar minningarnar. Allar skemmtilegu og dásamlegu minn- ingarnar munu lifa í hjarta mínu alltaf. Þín frænka, Guðný Ásberg Alfreðsdóttir. Í dag kveðjum við elsku Töntu okkar. Ég man eftir jólaboðunum hjá Töntu og Garðari. Þau voru nokk- ur og það var sungið við píanóið og arineldurinn í stofunni er sterkur í minningunni. Tanta gekk mér í ömmustað en ég var of ungur þegar ömmur mínar kvöddu til að muna eftir þeim. Tanta var alltaf hress og skemmtileg og sendi frá sér já- kvæða strauma með lífsgleði sinni. Tanta passaði alltaf upp á að ég fengi minn part af lagtertunni frá tengdamóður sinni Hólmfríði sem sá um baksturinn á þeim tíma. Hún bakaði líka alltaf pönnu- kökur fyrir Árna son okkar og eft- ir að Árni kvaddi okkur hélt hún hefðinni áfram og bakaði fyrir okkur á afmælisdegi hans og þótti okkur alltaf mjög vænt um það. Tanta kom með í margar Spán- arferðir með okkur fjölskyldunni. Hún hjálpaði mér að læra þeg- ar ég var strákur og kenndi mér mikið. Í seinni tíð var Tanta alltaf stór partur af okkar lífi og var langamma barna okkar. Hún Tanta passaði Árna son okkar á meðan Guðný dóttir okkar fædd- ist og var fyrsta stoppið með ný- fædda Guðnýju auðvitað hjá Töntu. Hún var alltaf stór hluti af okk- ar fjölskyldu og kom í mörg boðin. Tanta hélt góðum tengslum við fólk og þótti almennt vænt um fólk. Það er mér minnisstætt þegar við kíktum í eitt skipti í heimsókn til hennar á Barónsstíginn að stofuborðið var uppdekkað með fínasta matarstellinu þar sem börn vinafólks Töntu og Garðars voru væntanleg í matarboð frá Ameríku. Þrátt fyrir háan aldur var koll- urinn ávallt í toppstandi og var hún mjög minnisgóð. Ég held að það hafi verið vegna þess að hún ræktaði hugann með krossgátum en ég á ófáar minningar af henni vera að ráða krossgátur. Jesús góði Guð var orðatiltæki sem hún notaði þegar hún var hissa og gerðist það oft. Elsku Tanta, við munum sakna þín og við biðjum algóðan Guð að geyma þig. Alfreð Ásberg og Magnea. Ragnhildur Árnadóttir Innilegar þakkir fyrir ómetanlegan stuðning og hlýju við andlát og útför ástkærs eiginmanns, föður, tengdaföður og afa, HALLDÓRS ÞÓRS GRÖNVOLD, aðstoðarframkvæmdastjóra ASÍ Greta Baldursdóttir Eva Halldórsdóttir Björgvin Ingi Ólafsson Arnar Halldórsson og barnabörn Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HELENA BJARGEY SIGTRYGGSDÓTTIR, Hull, Englandi, lést 26. október á Hull Royal Infirmary Hospital. Útförin fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 18. desember klukkan 13. Í ljósi aðstæðna geta aðeins nánustu aðstandendur verið viðstaddir. Athöfninni verður streymt á slóðinni https://www.youtube.com/ watch?v=FEaUDuHNKKM&feature;=youtu.be Hlekkinn má einnig nálgast á https://www.mbl.is/andlat/minningar/ utfarastreymi/ Baldvin Gíslason Gísli Baldvinsson Ragnheiður Ævarsdóttir Helena Líndal Baldvinsdóttir Björn Guðmundsson Hlynur Baldvinsson barnabörn og langömmubarn Hugheilar þakkir til allra sem sýndu fjölskyldunni hlýhug og samkennd við andlát okkar ástkæra PÁLMARS VÍGMUNDSSONAR verkstjóra, Hlaðhömrum 2, Mosfellsbæ, áður Árholti. Sérstakar þakkir til þeirra sem önnuðust Pálmar í veikindum hans. Guð blessi ykkur öll. Ragnheiður Jónasdóttir Ingi Ragnar Pálmarsson Guðrún Ólafsdóttir Vígmundur Pálmarsson Anna Hansdóttir Sigrún Pálmarsdóttir Þröstur Þorgeirsson og barnabörn Minningarkort á hjartaheill.is eða í síma 552 5744
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.