Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 54
54 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 ✝ Jón SigurðurEiríksson fæddist 8. janúar 1929 á Grófargili í Skagafirði. Hann lést á hjúkr- unardeild Heil- brigðisstofnunar Norðurlands á Sauðárkróki 24. nóvember 2020. Foreldrar Jóns voru hjónin Krist- ján Eiríkur Sigmundsson, f. 10. júní 1897, d. 10. október 1964, og Birna Jónsdóttir, f. 18. nóv- ember 1905, d. 28. júlí 2008. Systkini Jóns eru Guðrún Ingi- björg, f. 28. apríl 1930, d. 13. nóvember 2013, Sigurlaug Bryn- hildur, f. 11. desember 1931, Sig- mundur Vigfús, f. 15. febrúar 1933, d. 25. september 1977, og Kristján Þórarinn, f. 19. nóv- ember 1945. Jón var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Ingibjörg Sigríð- ur Viggósdóttir, f. 16. mars 1940. Börn þeirra eru: 1) Eirík- ur, f. 3. janúar 1958, maki Birna Jónsdóttir, börn þeirra eru Guð- rún Kristín, Jón Marz og Jó- hanna Sigurlaug. 2) Sigurjón, f. 2. desember 1958, maki Ásrún Heiðdís og stjúpdóttir Alex- andra Ósk. 9) Brynjólfur Þór, f. 16. mars 1978, maki Auður Inga Ingimarsdóttir, börn þeirra eru Hafþór Ingi, Brynja Rósanna og Sólon Sigmundur. 10) Jón Kol- beinn, f. 20. maí 1986, maki Jó- hanna Ey Harðardóttir, börn þeirra eru Birkir Heiðberg, Hólmar Thor og Bergdís Birna. Jón flutti ungur að Reykjum á Reykjaströnd í Skagafirði og síðar í Fagranes þar sem hann bjó lengst af. Hann lauk námi við Héraðsskólann á Laugarvatni. Á Fagranesi rak Jón blandað bú, fór á vertíðir, starfaði í héraðs- lögreglunni ásamt því að gegna fjölmörgum trúnaðarstörfum. Jón var sigmaður í Drangey í rúm 50 ár. Hann byggði upp ferðaþjónustu á Reykjum og hóf Drangeyjarferðir um 1990. Frá- sagnarhæfileikar Jóns voru ein- stakir og Drangeyjarferðir með honum mörgum ógleymanlegar. Jón var stórhuga enda voru já- kvæðnin og drifkrafturinn alls- ráðandi í hans hugarfari. Hann gangsetti rafstöð á Fagranesi 1958. Jón steypti upp bryggju í Drangey ásamt því að byggja upp Grettislaug og Jarlslaug á Reykjum þar sem hann reisti einnig vatnsaflsvirkjun og kom upp hafnaraðstöðu. Jón var mik- ill hagyrðingur og til margar góðar vísur eftir hann. Hann var Drangeyjarjarlinn. Útförin fór fram 8. desember 2020. Traustadóttir, börn hans eru Kristín Rós, Árni Viggó og Signý Ósk. 3) Viggó, f. 13. októ- ber 1960, maki Rannveig Lilja Helgadóttir, börn þeirra eru Helgi Rafn, Sigríður Inga og Elfar Már. 4) Sigmundur, f. 8. janúar 1962, maki Guðrún Ólína Geirsdóttir, synir þeirra eru Eyþór og Hjalti. 5) Alda, f. 26. október 1964, maki Pétur Kolbeinsson, börn þeirra eru Sandra og Arnar. Seinni kona Jóns var Hólm- fríður Heiðbjört Agnarsdóttir, f. 6. september 1944, d. 13. októ- ber 1997. Börn þeirra eru: 6) Sigfús Agnar, f. 3. september 1966, maki Linda Heide Reyn- isdóttir, börn þeirra eru Heið- björt, Hjálmar Jón og Hlynur Jón. 7) Björn Sigurður, f. 15. febrúar 1969, maki Camilla Munk Sörensen, dætur þeirra eru Hólmfríður Sylvía og Vikt- oría Lind. 8) Ásta Birna, f. 31. maí 1973, maki Guðmundur Sig- urjón Guðlaugsson, dætur henn- ar eru Fríða Freydís og Hildur Nú kveð ég pabba minn. Við áttum stutt en gott samband. Ég ólst upp við það að pabbi vildi ekki eiga mig og sá ég hann fyrst eftir fermingu. Ég vatt mér hins vegar að honum á hestamannaárshátíð þegar ég var á unglingsaldri, sagði til nafns og að ég væri dóttir hans. Það þurfti svo sem ekkert að ræða það meira. Hann heim- sótti mig þegar nú þrítug dóttir mín var nýfædd og þá gerðum við upp öll okkar mál, grétum smá. Síðan bauð hann mér út í Drangey nokkru seinna. Ég á fjóra eldri albræður og með pabba fékk ég fimm hálf- systkini sem gerðu mig ríkari manneskju. Fyrir átti ég fjögur hálfsystkini mömmu megin sem voru mín systkini. Í mínum vinahópum var fólk löngu hætt að fylgjast með eða sofnað þeg- ar ég taldi upp alsystkinin, systkinin mömmu megin og systkinin pabba megin alls fjór- tán að mér meðtalinni. Pabbi átti okkur tvær dæturnar, en átta stráka. Oft var ég spurð að því hvort ég væri þessi sem sigi í Drangey, en nei, ég var hin. Eftir að pabbi missti seinni konuna sína urðu ferðirnar til hans fleiri og síðustu árin hans heima hafði ég þann starfa að koma vor og haust til að þvo stóran stafla af ullarpeysum fyrir hann. Stuttu eftir eina ull- arpeysuþvottaferðina fyrir um tíu árum þar sem Maja vinkona mín kom í heimsókn til okkar út í Fagranes, þá hittast hún og pabbi í kaupfélaginu og talið berst að því að Maja væri að reyna að fá mig með sér til Boston. Ég var búin að vera á einhverjum ferðalögum og sagði henni að þetta haustið væri ekki til peningar fyrir Bostonferð. Vorið eftir þegar ég kveð pabba með allar ull- arpeysurnar nýþvegnar réttir hann mér umslag með pening- um. Ég sagðist ekki taka við peningum frá honum gömlum manninum á ellilífeyri. Þá sagð- ist hann aldrei hafa gefið mér fermingagjöf og að þetta væri hún. Þannig að ég fór ferming- arferðina 45 ára gömul fyrir pening frá pabba. Mikið sem þetta gladdi hann ekki síður en okkur Maju. Pabbi byggði upp ferðaþjón- ustuna á Reykjum, hlóð upp laugarnar og byggði upp húsin þegar hann var um sjötugt. Hann fékk styrki til að gera bryggju í Drangey og á Reykj- um. Hann fór með ferðafólk út í Drangey og oft vildi fólk fá mynd af sér með honum. Hann var svo stór hluti af upplifun- inni. Pabbi var montinn af því þegar hann var fenginn til að segja Grettissögu í skólanum á Sauðárkróki fyrir börn fædd 1994, sem voru þá um ferm- ingu. Hann var karl um áttrætt, íklæddur nýþveginni ullarpeysu og hafði frá mörgu að segja. Einn strákurinn fór beint heim til sín og fann alltof litla ull- arpeysu sem hann fór að ganga í eftir þetta því hann vildi vera eins og Drangeyjarjarlinn. Þó að pabbi hafi átt erfiðar stundir síðustu tvö árin var hann stoltur af sínu, svo sem rafstöðunum, öllu sem hann áorkaði á Reykjum og í Drang- ey. Maður varð að minna hann á að hann gæti bara verið nokk- uð ánægður með þessi tíu börn sín líka. Hann rifjaði oft upp daginn sem elsti bróðir minn fæddist og hann setti fyrstu rafstöðina sína í gang. Það var mikill gleðidagur og þá var dansað á Fagranesi. Hvíldu í friði, pabbi minn, þess óskar hin stelpan þín, Alda. Elsku pabbi minn! Ekki grunaði mig það að sím- talið okkar kvöldið áður en þú ákvaðst að yfirgefa þennan heim væri okkar hinsta kveðja. Eftir að dvalarheimilinu var lokað heyrðumst við bara í síma og ræddum um allt á milli him- ins og jarðar. Í þessu seinasta símtali okkar ræddum við um veiðiskap og sjóinn, ég hafði farið á svartfugl um daginn og sagði þér frá því. Þú varst ánægður að heyra það og spurðir um hvernig veiðin hefði gengið. Nú þegar ég hef kvatt þig í hinsta sinn þá koma margar minningar þig í huga minn. Þú varst stór karakter, hafð- ir gaman af félagsstörfum og að umgangast fólk, varst lestrar- hestur og hagyrðingur mikill. Þú varst bóndi, sjómaður og framsýnn frumkvöðull. Þér var hugleikið að nýta það sem jörð- in gaf okkur, hvort sem það var að nýta rekavið, sjóinn eða bæj- arlækinn. Talandi um bæjar- lækinn þá held ég að rafstöðin sem þú lést smíða 1958 sé eitt- hvað sem þú hefur verið hvað stoltastur af. Þú varst mikill áhugamaður um það hvernig mætti nýta vatnsaflið betur. Það eru ansi margar góðar sögur til af þér og væri í raun- inni efni í góða bók. Mér er minnisstætt þegar við fórum eitt sinn saman á grásleppu- veiðar. Það var bjartur vordag- ur og við höfðum veitt ágæt- lega. Þegar við erum á heimleið undir morgun í blankalogni og á sléttum sjó segist þú ætla að fara sundin milli Ingveldar- staðahólmans og lands en þú vissir nákvæmlega hvernig átti að fara þar um. Við sigldum þarna inn sundið en þú fórst svo að brasa í stýrishúsinu og beygðir þig niður og lagðir á stýrið um leið þannig að bát- urinn beygði örlítið. Ég kallaði á þig og sagði að þú hefðir beygt en því ansaðir þú ekki. Báturinn fór upp á skerið en þú komst í gluggann og sagðir ans- ans vesen! Við losuðum bátinn eftir smástund og héldum leið okkar áfram í land. Já, þú varst ekki mikið að stressa þig á hlutunum, elsku pabbi. Ég man ekki eftir því að þegar eitthvað kom upp á hafir þú verið að setja það eitthvað sérstaklega fyrir þig. Þú gekkst bara í verkið og lagaðir hlutina eða fékkst einhvern til að laga þá fyrir þig. Drangey var stór hluti af þínu lífi. Þangað fórstu fyrst til þess að sækja björg í bú. Seinna meir fannst þér réttast að ferðamenn fengju að sjá þessa náttúruperlu og hófst siglingar í Drangey. Ég er þakklátur fyrir þær stundir sem við höfum átt sam- an í Drangey. Pabbi minn, nú ertu farinn að sigla á öðrum miðum og verður eflaust nóg um að vera hjá þér þar. Þó svo við deildum og deild- um stundum hart þá vorum við sammála um að vera ósammála ef þess þurfti, en við vorum alltaf sammála um að vera vin- ir. Elsku pabbi, takk fyrir okkar vináttu og takk fyrir að láta engan reka fleyg okkar í milli. Hvíldu í friði, elsku pabbi minn. Þinn sonur, Viggó Jónsson Þegar ég frétti andlát Jóns frænda míns á Fagranesi kom mér í hug alkunn vísa úr Háva- málum: Deyr fé. Deyja frændur. Deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. Far þú sæll kæri Nonni frændi. Við Ingiríður sendum börn- um Jóns Eiríkssonar, systkin- um hans og fjölskyldum þeirra samúðarkveðjur vegna fráfalls hans. Sigmundur Sigfússon, Akureyri. Við erum miklum gáfum gæddir getum sigrað hvað sem er. Þó munu allir feigir fæddir forðað getur enginn sér. Látinn er í hárri elli Jón Sig- urður Eiríksson, lengst af bóndi á Fagranesi á Reykjaströnd í Skagafirði. Síðustu mánuðina dvaldi hann á hjúkrunardeild HSN á Sauðárkróki og lést þar. Jóni var margt til lista lagt og meðal annars var hann hag- orður vel. Er því við hæfi að hefja þessi fáu orð á vísu, sem hann orti fyrir allmörgum ár- um. Jón á Fagranesi, „Drangeyj- arjarlinn“, eins og margir köll- uðu hann, var heljarmenni að burðum, handsterkur með af- brigðum, samanrekinn og vel byggður. Sem ungur maður var hann einnig liðugur og snarpur í öllum hreyfingum. Margar sögur hafa verið sagðar í Skagafirði af kröftum hans og þeirra bræðra. Einkum kemur þar við sögu Sigmundur bróðir hans, sem varð bráðkvaddur við vinnu sína langt um aldur fram. Þriðji bróðirinn er Kristján, cand. mag., langyngstur þeirra systkina og býr hann í Reykja- vík og systurnar voru Guðrún, sem er látin, og Sigurlaug, bóndi á Hólakoti á Reykja- strönd, sem lifir enn. Snemma fóru þeir bræður að sækja til Drangeyjar, fyrst með föður sínum og fleirum. Jón fór snemma að síga í bjargið og var þar bæði kappsamur og gætinn bjargmaður og farsæll í þeim verkum. Bjargnytjarnar skiptu lengi vel miklu máli í fæðuöflun þeirra sem nutu og raunar stórs hluta Skagfirðinga. Valt því á miklu að þeir sem höfðu kjark, þor og líkamlega burði til að sinna þeim, gerðu það af festu og fyrirhyggju. Jón sinnti þessu starfi í áratugi og síðar átti dóttir hans, Ásta Birna, eft- ir að taka við af honum í siginu. Er áreiðanlega leitun að því fólki, körlum eða konum, sem fer í hennar spor í þeim efnum. Jón var tvíkvæntur og átti fimm börn með hvorri konu. Fyrri kona hans var Sigríður Viggósdóttir og er hún enn á lífi. Síðari kona hans, Hólmfríður Heiðbjört Agnarsdóttir, lést um aldur fram 1997. Börn Jóns af báðum hjóna- böndum eru glæsilegt fólk og bera vitni kynfestu og góðum eiginleikum, bæði líkamlegum og andlegum. Þegar ellin á mig kallar inn ég henni tæpast býð, en vona, þegar hausti hallar, hitti ég á góða tíð. Svo kvað Jón um það leyti sem hann varð sextugur. Lýsir vísan vel viðhorfi hans til lífsins og tilverunnar. Skagafjörður er ekki samur að Jóni Drangeyjarjarli gengn- um. Hann setti svip á samtíð sína og verður þeim minnis- stæður, sem urðu honum sam- ferða á lífsgöngunni. Sá sem þetta ritar vill þakka honum og öllu hans fólki vin- áttu og félagsskap liðinna ára og vottar fjölskyldu Jóns allri samúð sína. Hvíli hann í friði að loknum farsælum vinnudegi. Guðbrandur Þ. Guðbrandsson. Jón Sigurður Eiríksson Sterk verkalýðs- hetja, ekki sú sem hrópar á torgum heldur þessi sem vinnur að góðum verkum á bak við tjöldin, lætur ekki mikið fara fyrir sér, hljóðlát, fylgin sér, ötul og sannfærandi. Þannig var Halldór Grönvold, kær vinur og félagi sem nú er fallinn frá. Halldór var minn mentor og helsti hvatningar- og stuðningsaðili í baráttunni gegn fé- lagslegum undirboðum, launa- þjófnaði og vinnumansali. Fyrir tæpum þremur árum bauð Halldór mér að koma til ASÍ og vinna með sér að þeim málaflokki. Eldmóður hans hafði hrifið mig á námskeiði sem ég sótti á vegum verkalýðs- hreyfingarinnar. Hann hafði þá um skeið unnið að verkefni sem fól í sér samkomulag milli Samtaka at- vinnulífsins og Alþýðusambands Íslands, ásamt aðildarsamtökum þess, að standa saman gegn und- irboðum á vinnumarkaði og svartri atvinnustarfsemi með yfirskrift- inni Einn réttur – Ekkert svindl! Verkefnið kenndi mér um það myrkur og óréttlæti sem viðgengst á íslenskum vinnumarkaði en ekki síður um mikilvægi þess að standa vörð um réttindi fólks, að vinna að heilbrigðum vinnumarkaði. Það voru forréttindi að vinna með Hall- dóri. Hans dyr stóðu ætíð opnar. Alltaf gat ég leitað í hans visku- brunn í þeim baráttumálum sem upp komu og við unnum saman að. Hans sjónarhorn og innlegg voru traust og yfirveguð enda byggt á áratuga reynslu og baráttu fyrir betra lífi launafólks. Halldór hafði góða nærveru, djúp og hlý augu hans endurspegluðu mannúð og góðmennsku en urðu glettin þegar stríðnispúkinn kom upp í honum, þá gat hann laumað sögu eða brandara að samstarfsfólki sínu. Halldór var fylginn sér, þegar hann talaði var hlustað enda skarp- greindur, einstaklega góður grein- andi, var rökviss og hafði betri yf- irsýn en margur annar. Hann kenndi eftirlitsfulltrúum verkefn- isins á námskeiðum okkar, gaf okkur kraft og klappaði á öxl fyrir elju og dugnað í vinnustaðaeftirlit- inu. Með hugsjónina að leiðarljósi, ósérhlífni og þrotlausri vinnu vann þessi fallna verkalýðshetja marga sigra, hans speki er okkur leiðar- ljós. Hnípin stöndum við eftir, sam- starfsfélagarnir, syrgjum góðan vin og félaga. Ég votta fjölskyldu hans og öðr- um aðstandendum innilega samúð. Hafðu þökk kæri vinur, ég kveð þig með djúpri virðingu og sökn- uði. María Lóa Friðjónsdóttir. Það var bjartur dagur í nóvem- ber þegar síminn hringdi og mér voru færð sorgartíðindi. Það var eins og dregið hefði fyrir sólu og mig setti hljóða. Dóri var horfinn á vit feðra sinna. Þrátt fyrir alvar- leika veikindanna hafði ég þá ein- lægu trú að tækifæri myndi gefast á að hitta Dóra aftur við skötu- borðið nú um jólin þar sem hann myndi maula rúgbrauð og rófus- töppu, fá sér einstaka snafs og halda utan um Gretu sína. Hugur minn reikaði þrjátíu ár aftur í tím- ann og ég minntist þess með hlýju þegar Dóri bjargaði okkur krökk- unum frá því að þurfa að sitja yfir miskæstu skötuborði matar- klúbbsins, því okkur til happs borðaði Dóri ekki skötu. Enn þann dag í dag er ég þó ekki viss um hvert okkar var glaðara yfir að sleppa frá kæstri skötunni, við Halldór Þór Grönvold ✝ Halldór ÞórGrönvold fæddist 8. mars 1954. Hann lést 18. nóvember 2020. Útför Halldórs fór fram 7. desem- ber 2020. krakkarnir eða Dóri. Það sem ein- kenndi Dóra alla tíð var einstök ró og góð nærvera. Þá skein úr brúnu augunum hans öll heimsins hlýja og mann- gæska. Það var mögulega þessi blanda sem gerði það að verkum að öll börn drógust að Dóra, óháð aldri. Mér er minnis- stæð ferðin þegar ég fékk far með Evu og Björgvin í páskabústaðinn til matarklúbbsins með dóttur mína þá rétt tveggja mánaða. Hún var eitthvað ergileg þann daginn og ég efins um að það hefði verið góð hugmynd að fara í þessa ferð. Við komuna var Dóri þó ekki lengi að vinna hana á sitt band en við fyrsta gól vippaði Dóri þeirri litlu í fangið og hóf að raula og ræða við hana um heimsins gagn og nauð- synjar. Það hefur líklega verið blíð- ur rómur Dóra og hin stóíska ró sem einkenndi hann, að það fékk enginn að taka við. Sú stutta svaf því í Dórafangi nánast þar til kom að heimferð. Ég hef oft hugsað til þess, hvílík lukka það var fyrir foreldra mína og okkur systur að „matarklúbb- urinn“ varð til og með fráfalli Dóra er stórt skarð hoggið í þann hóp. Það er erfitt að hugsa til þess að Dóri verði ekki með okkur um komandi hátíðir og verður nær- veru hans sárt saknað. Elsku Greta, Eva, Arnar og fjölskylda, ég votta ykkur mína dýpstu samúð. Elva Benediktsdóttir og fjölsk. Hverju fær einstaklingur áork- að á æviskeiði sínu? Hvað situr eft- ir sem reiknað verður hverjum og einum til tekna? Hvert er hlutverk eða mikilvægi einnar manneskju í framrás sögunnar, áhrif hvers og eins á framvinduna og það sem verður? Slíkar vangaveltur leita á hug- ann við ótímabært andlát félaga míns, Halldórs Grönvold. Í mínum huga lék hann lykilhlutverk sem fulltrúi launafólks í uppbyggingu fræðslukerfis í anda ævináms- stefnunnar á Íslandi. Á fyrsta ára- tugi 21. aldarinnar óx fram og varð til framhaldsfræðsla með drif- kraftinn í Fræðslumiðstöð at- vinnulífsins og með neti fræðslu- miðstöðva um land allt. Þetta kerfi öðlaðist síðan formlegan sess með lögum um framhaldsfræðslu 2010. Tilurð þessa kerfis má að miklu leyti þakka skeleggri baráttu aðila vinnumarkaðarins. Með menn eins og Halldór Grönvold í broddi fylk- ingar var leitað allra leiða til þess að tryggja fólki á vinnumarkaði með minnstu menntunina endur- komu til náms. Hin farsæla veg- ferð skilaði þeim árangri að hlutfall fólks án formlegra námsloka á framhaldsskólastigi fór úr 40% í 20% á einum áratug eða svo. Halldóri var mjög hugleikið að skapa launafólki aukin tækifæri til náms og festa ný námstilboð í sessi. Í sama anda var barátta hans fyrir fagháskólanámi, sem felur í sér aukna möguleika fyrir iðn- lærða til náms á háskólastigi. Halldór gekk fram af málsnilld og myndugleik í glímunni við okk- ur í stjórnsýslunni. Manni hitnaði óneitanlega stundum um eyrun í verstu orðasennunum, en aldrei mikið og aldrei þannig að undan sviði. Oftast fór það svo að allt var gleymt þegar mesti móðurinn var runninn af Dóra og menn tóku upp léttara hjal í mesta bróðerni. Ég minnist Halldórs með hlýju og þakklæti. Íslensk verkalýðs- hreyfing hefur misst mikið, áhrifa- valdar í hans númeri eru ekki á hverju strái. Blessuð sé minning Halldórs Grönvold. Ólafur Grétar Kristjánsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.