Morgunblaðið - 17.12.2020, Qupperneq 67
DÆGRADVÖL 67
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
og stofnandi Skólahreysti í Reykja-
vík, gift Andrési Guðmundssyni,
smið og stofnanda Skólahreysti. 4)
Guðmunda Valdís, f. 6.7. 1973, leik-
skólaleiðbeinandi í Mosfellsbæ, gift
Hreini Smára Sveinssyni rútubíl-
stjóra. 5) Helga, f. 23.1. 1978, kenn-
ari í Reykjavík, gift Gunnari Jarli
Jónssyni kennara. 6) Guðrún, f.
30.12. 1979, bókari í Mosfellsbæ, gift
Gunnari Má Gíslasyni prentsmið.
Barnabörn Helga eru orðin 21 og
barnabarnabörn eru sjö.
Systkini Helga eru Axel, f. 8.6.
1922, d. 31.8. 1985, alþingismaður og
framkvæmdastjóri í Kópavogi; Guð-
rún Helga, f. 14.5. 1921, d. 25.9.
1974, húsfreyja í Reykjavík; Sig-
urjón Marteinn, f. 4.12. 1922, d.
25.9. 1974, bílstjóri í Reykjavík;
Herdís, f. 29.5. 1937, húsfreyja á
Bíldudal og í Hveragerði; Björg, f.
18.9. 1938, d. 10.2. 2014, húsfreyja í
Bandaríkjunum og Þóra, f. 18.9.
1938, húsfreyja í Reykjanesbæ.
Foreldrar Helga eru hjónin Lára
Sigmunda Þórhannesdóttir, f. 30.10.
1897, d. 11.4. 1978, húsfreyja og Jón
Helgason, f. 29.11. 1896, d. 31.10.
1974, bóndi. Þau bjuggu í Blöndu-
holti í Kjós.
Helgi
Jónsson
Ingibjörg Rósinkranzdóttir
Jón Bjarnason
prestur, Skarðsþingum á Vogi á Fellsströnd
Þóra Benónía Jónsdóttir
húsfreyja, Folafæti við Skötufjörð í Ísafj.djúpi
Þórhannes Gíslason
bóndi, Folafæti við
Skötufjörð í Ísafj.djúpi
Lára Sigmunda
Þórhannesdóttir
húsfreyja,Blönduholti
Jóhanna Ólafsdóttir
húsfreyja, Kirkjuskógi í Miðdölum
Gísli Márusson
bóndi, Kirkjuskógi í Miðdölum
Guðrún Hannesdóttir
húsfreyja, Hóli
Jón Erlendsson
bóndi og vefari á Svarfhóli/ Hóli
Guðleif Jónsdóttir
húsfreyja, Þyrli og Litla-Sandi
Helgi Jónsson
bóndi, Þyrli og Litla-Sandi
Valgerður Árnadóttir
húsfreyja, Sviðsholti á Álftanesi
Jón „eldri“ Árnason
bóndi og smiður, Sviðsholti á Álftanesi
Úr frændgarði Helga Jónssonar
Jón Helgason
bóndi,Blönduholti
Hvítanes Helgi með barnabörnum
sínum Bríeti og Hrafni að skoða
æskuslóðirnar inná Hvítanesi 2016.
„ÉG SKIL… SVO ÞAU FÁ ALLT FLOTTA
DÓTIÐ EN ÞÚ FERÐ TÓMHENTUR HEIM.”
„ÁTTU HERBERGI MEÐ GÓÐU ÚTSÝNI YFIR
BORGINA?”
Ferdinand
Hrólfur hræðilegi
Grettir
... að venjast því að hafa
hann heima á daginn.
Í klípu eftir Mike Baldwin eftir Jim UngerHermann
LÍSA, ÉG SAMDI
LJÓÐ FYRIR ÞIG
„50 pund af beikoni ”? „þú ert súrefni lífs
míns”? þetta er ekki
innkaupalistinn minn
ÞÚ HEFUR EKKI GERT ANNAÐ EN
AÐ PRJÓNA Í HLJÓÐI SÍÐAN
ÉG KOM FRÁ FRAKKLANDI!
ERTU REIÐ?
EIGUM VIÐ
AÐ SPJALLA
SAMAN Í
NÆÐI?
HVERNIG
VAR
NÆTUR-
LÍFIÐ Í
PARÍS?
EN ÞAÐ MÁ SAMT EKKI
VANMETA FRIÐ OG RÓ!
Hallmundur Guðmundsson yrkirá Boðnarmiði og kallar „Inn-
viðsástandsgreiníngu“:
Nú rætt er með heift og hita
af helstu miðlafræðíngum.
Samkvæmt því vísast þeir vita;
er vegakerfið á blæðíngum.
Magnús Halldórsson bætti við:
Er það gleði allra síst,
illa verkuð hjólin.
Túrhillurnar tel ég víst,
að tæmist fyrir jólin.
Helgi Ingólfsson yrkir á Fésbók
um ástand hringvegarins:
Um landið má geysast á gæðingum,
en gerð voru mistök af fræðingum
Hér von rís um störf.
Já, viðgerða’ er þörf
því vegirnir hafa á blæðingum
Hallmundur Kristinsson veitti
andsvar eins og títt er í þingsölum:
„Ég legg það nú ekki í vana minn að
skipta mér mikið af annarra kveð-
skap, en ég kannast ekki við orða-
lagið að hafa á blæðingum. Ég legg
þess vegna fram fullfjármagnaða
breytingatillögu og vænti þess að
hún fái þinglega meðferð“:
Á sparnaði gjarnan við græðum,
og góða hluti við ræðum.
Hér von rís um störf.
Já, viðgerða’ er þörf
því vegirnir hafa á klæðum.
Helgi tók þessum athugasemdum
vel og kvað létt að breyta síðustu
hendingunni: „því vegirnir þjást nú
af blæðingum“ og birti vísuna þann-
ig á Boðnarmiði.
Ég er gamall orðhákur á Alþingi
og vanur andsvörum. Mér finnst
það vel standast að segja „að veg-
irnir hafi á blæðingum“. Í því er
viss skírskotun og léttleiki.
Hólmfríður Bjartmarsdóttir á
Sandi rifjar upp, að fyrir nokkrum
árum „var það atvinna okkar á
bænum að safna jurtum til sölu. Eft-
irfarandi er síðan“. – „Grös. 1991“:
Ef á er svona aðeins blautt
út mig gjarna langar
Að tína blóðberg bleikt og rautt
sem best í rekju angar.
Skíni sól á fjörð og fjall
ég finn mér gjarna lautu
Þá er valið vallhumall
sem vont er að tína í blautu.
Er gulvíðirinn gulna fer
og grös eru úr sér sprottin
Ég fer í heiði að finna mér
fjallagrös í pottinn
Um skilnað Símonar Dalaskálds
og Margrétar konu hans orti Jón
Jónsson á Gilsbakka:
Aldrei betur brugðið var
brandi laga skírum
en höggva í sundur hneykslunar
haft af villidýrum.
Halldór Blöndal
halldorblondal@simnet.is
Vísnahorn
Það blæðir úr hringveginum