Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 68
68 ÍÞRÓTTIR
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
England
Leicester – Everton................................. 0:2
Gylfi Þór Sigurðsson lék allan leikinn
með Everton.
Arsenal – Southampton .......................... 1:1
Rúnar Alex Rúnarsson var varamark-
vörður Arsenal.
Leeds – Newcastle ................................... 5:2
Liverpool – Tottenham ......................... (1:1)
Fulham – Brighton ................................ (0:0)
West Ham – Crystal Palace.................. (1:1)
Þremur síðasttöldu leikjunum var ekki
lokið þegar blaðið fór í prentun í gærkvöld.
Þýskaland
Arminia Bielefeld – Augsburg............... 0:1
Alfreð Finnbogason kom inn á hjá Augs-
burg á 59. mínútu.
Danmörk
Bikarkeppnin, 16-liða úrslit:
SönderjyskE – Lyngby ........................... 2:1
Ísak Óli Ólafsson var ekki í leikmanna-
hópi SönderjyskE.
Frederik Schram lék allan leikinn með
Lyngby.
AGF – Horsens......................................... 1:0
Jón Dagur Þorsteinsson kom inn á sem
varamaður hjá AGF á 80. mínútu.
Kjartan Henry Finnbogason lék allan
leikinn með Horsens og Ágúst Eðvald
Hlynsson lék fyrstu 75 mínúturnar.
Meistaradeild kvenna
32ja liða úrslit, seinni leikir:
Rosengård – Guria Lanchkhuti........... 10:0
Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leik-
inn með Rosengård.
Rosengård áfram, 17:0 samanlagt.
Chelsea – SL Benfica .............................. 3:0
María Þórisdóttir var varamaður hjá
Chelsea og Cloé Lacasse lék allan leikinn
með Benfica.
Chelsea áfram, 8:0 samanlagt.
Kazygurt – Kharkiv ................................. 1:0
Kazygurt áfram, 2:2 samanlagt.
Slavia Prag – Fiorentina.......................... 0:1
Fiorentina áfram, 3:2 samanlagt.
París SG – Górnik Leczna ....................... 6:1
PSG áfram, 8:1 samanlagt.
Manchester City – Gautaborg ................ 3:0
Manchester City áfram, 5:1 samanlagt.
Barcelona – PSV Eindhoven................... 4:1
Barcelona áfram, 8:2 samanlagt.
Bayern München – Ajax .......................... 3:0
Bayern áfram, 6:1 samanlagt.
Wolfsburg – Spartak Subotica................ 2:0
Wolfsburg áfram, 7:0 samanlagt.
Lilleström – Minsk................................... 0:1
Lilleström áfram, 2:1 samanlagt.
Fortuna – Pomurje................................... 3:2
Fortuna Hjörring áfram, 6:2 samanlagt.
Glasgow City – Sparta Prag.................... 0:1
Sparta áfram, 1:3 samanlagt.
Báðum viðureignum Vålerenga og
Bröndby var frestað fram í febrúar.
Grikkland
AEK Aþena – Olympiacos ...................... 1:1
Ögmundur Kristinsson var varamaður
hjá Olympiacos.
Evrópudeildin
Olympiacos – Valencia ....................... 85:96
Martin Hermannsson skoraði 7 stig fyrir
Valencia og gaf 2 stoðsendingar.
Evrópubikarinn
Lietkabelis – Andorra......................... 77:69
Haukur Helgi Pálsson skoraði 12 stig,
tók 3 fráköst og gaf 1 stoðsendingu fyrir
Andorra.
Meistaradeild Evrópu
Zaragoza – Szombathely.................... 85:76
Tryggvi Snær Hlinason skoraði 12 stig
og tók 2 fráköst fyrir Zaragoza.
Knattspyrnudeild Fram hefur
áfrýjað til dómstóls ÍSÍ þeim úr-
skurði áfrýjunardómstóls KSÍ að
vísa frá máli félagsins gegn stjórn
KSÍ. Framarar kærðu þá ákvörðun
stjórnar KSÍ að láta markatölu
skera úr um röð liða eftir að
keppni var hætt á Íslandsmótinu
2020 í lok október. Aga- og úr-
skurðarnefnd KSÍ vísaði máli
Fram frá 16. nóvember en áfrýj-
unardómstólinn vísaði því aftur til
nefndarinnar til efnislegrar með-
ferðar. Nefndin tók málið fyrir 25.
nóvember og hafnaði kröfum
Fram. Þá fór það aftur fyrir áfrýj-
unardómstólinn sem vísaði því frá
9. desember.
Yfirlýsingar frá Fram og KSÍ
vegna málsins má sjá á mbl.is.
Mál Fram til
dómstóls ÍSÍ
Sundkonan Snæfríður Sól Jórunn-
ardóttir tvíbætti í gær Íslandsmet
sitt í 200 metra skriðsundi á danska
meistaramótinu í 25 metra laug
sem fram fer í Helsingör í Dan-
mörku. Snæfríður synti á tímanum
1:57,47 mínúta í undanrásum og
bætti sitt gamla Íslandsmet um
tæpa sekúndu. Í úrslitasundinu
kom hún svo í mark á tímanum
1:56,51 mínúta og bætti metið aftur
um tæpa sekúndu. Snæfríður varð
önnur í 200 metra skriðsundi en
hún keppir í 100 metra skriðsundi
síðar í dag.
Tvíbætti
Íslandsmetið
Ljósmynd/Simone Castrovillari
Skriðsund Snæfríður Sól hefur
staðið sig frábærlega í Danmörku.
Ómar Ingi Magnússon var óstöðv-
andi hjá Magdeburg þegar liðið
fékk Erlangen í heimsókn í þýsku 1.
deildinni í handknattleik í gær.
Leiknum lauk með tíu marka sigri
Magdeburg, 36:26 og skoraði Ómar
Ingi ellefu mörk og var markahæsti
leikmaður vallarins. Var hann með
frábæra skotnýtingu en Ómar átti
þrettán skot og gaf auk þess fimm
stoðsendingar. Gísli Þorgeir Krist-
jánsson, liðsfélagi hans í Magde-
burg, skoraði eitt mark og gaf tvær
stoðsendingar í leiknum. Magde-
burg er með 14 stig í áttunda sæti.
Ómar Ingi var
óstöðvandi
Morgunblaðið/Kristinn Magnússon
Markahæstur Ómar Ingi átti bein-
an þátt í sextán mörkum.
KÖRFUBOLTI
Kristján Jónsson
kris@mbl.is
Kári Jónsson, landsliðsmaður í
körfuknattleik, gekk á dögunum í
raðir spænska félagsins Girona frá
uppeldisfélagi sínu Haukum. Dvölin
hjá Kára byrjar ekki skemmtilega
en kórónuveirunni tókst að skjóta
sér niður í leikmannahópi liðsins.
„Á mánudaginn fékk ég jákvæða
niðurstöðu úr kórónuveiruprófi. Síð-
asta laugardag kom í ljós að einn úr
liðinu var smitaður og við leikmenn-
irnir fórum þá allir í próf á sunnu-
daginn. Við vorum þrír sem reynd-
umst einnig smitaðir. Við erum því í
einangrun og aðrir í liðinu í sóttkví.
Þetta er því brösug byrjun en fyrir
utan hana líst mér vel á að vera kom-
inn aftur út,“ sagði Kári og hljóðið í
honum var ágætt þrátt fyrir þessi
tíðindi.
„Ég var með einkenni í gær og
fyrradag [mánudag og þriðjudag] en
er betri í dag [í gær]. Bara slappleiki
og ekkert alvarleiki. Ég vona að það
sé bara búið og mér fannst þetta
nokkuð svipað því að fá flensu eins
og þetta var í mínu tilfelli,“ útskýrði
Kári og næstu leikjum liðsins hefur
verið frestað. „Ég fer í annað próf í
næstu viku. Væntanlega fljótlega
eftir helgi. Ef við fáum allir nei-
kvæða niðurstöðu út úr því þá getur
liðið farið að æfa saman aftur. Við
áttum að spila þrjá leiki á liðlega
viku og þeim var öllum frestað.
Næsti leikur hjá okkur verður því
ekki fyrr en 3. janúar. En það er
væntanlega ágætt fyrir okkur því
við fáum þá smá tíma til að koma
okkur í gírinn.“
Kári er 23 ára gamall og hefur áð-
ur reynt fyrir sér í atvinnumennsku.
Eftir að Ísland komst í 8-liða úrslit á
EM U19 ára liða fékk Kári tækifæri
til að fara til Barcelona og leika með
varaliði félagsins. Erfið hásin-
armeiðsli gerðu það að verkum að
Kári fór í aðgerðir á báðum fótum og
lék lítið tímabilið 2018-2019. Hann
fékk samning haustið 2019 hjá
finnska liðinu Helsinki Seagulls en
kom heim þegar ljóst var að hann
væri ekki orðinn leikfær eftir að-
gerðirnar.
Tækifæri í allri óvissunni
Kári lék síðasta vetur með Hauk-
um og var samningsbundinn félag-
inu en samkomulag var á milli hans
og Hauka að Kári gæti rift samningi
ef tilboð bærist að utan. Nýtti hann
sér það og var tilkynnt um fé-
lagaskiptin 4. desember.
„Liðið er virkilega spennandi og
er staðsett í skemmtilegri borg. Mér
líst einnig vel á leikmannahópinn.
Áður en ég tók þessa ákvörðun þá
hafði maður ekki gert neitt með liði í
langan tíma enda hafði þá verið æf-
ingabann á Íslandi í tvo mánuði.
Maður vissi heldur ekkert hvað væri
framundan á Íslandsmótinu. Svo
komu tveir landsleikir um daginn og
það verkefni gekk vel. Eftir það fékk
ég tilboð og get verið ánægður með
það. Þetta var fínt tilboð og ákvað að
stökkva á það enda mikil óvissa
heima um hvenær deildin hefst á
nýjan leik. Ég samdi bara út þetta
tímabil en er virkilega spenntur að
fá að sýna mig og sanna,“ sagði Kári
og hann kannast við leikmenn í lið-
inu hjá Girona. Bandaríkjamaðurinn
Antonio Hester, sem skoraði 23 stig
að meðaltali fyrir Tindastól veturinn
2016-2017, hefur spilað með liðinu.
„Í liðinu er leikmaður sem ég spil-
aði með hjá Barcelona. Annar sem
var hjá Barcelona spilaði með Gi-
rona á síðasta tímabili og þá var Ant-
onio Hester líka í liðinu. Vel er hald-
ið utan um liðið og ég sá ekkert
nema jákvætt við þetta. Þegar ég
kom út þá sá ég líka að þetta er góð-
ur kostur.“
Nafntogaður forseti
Forseti félagsins Marc Gasol er
einn frægasti íþróttamaður Spánar.
Hann lék með Girona á árunum
2006-2008 en hefur allar götur síðan
verið í NBA-deildinni. Varð hann
meistari með Toronto Raptors 2019
og samdi á dögunum við meist-
araliðið Los Angeles Lakers. Marc
er bróðir Pau Gasol og þeir bræður
hafa orðið heims- og Evrópumeist-
arar með spænska landsliðinu.
Félagið var endurreist af Marc
Gasol og fleirum árið 2014 en eldra
félagið hafði verið stofnað árið 1962.
Hét það CB Girona en félagið heitir
nú Basquet Girona. Mikil hefð er því
fyrir íþróttinni í borginni en eldra
félagið dró verulega úr starfssem-
inni eftir að hafa lent í fjárhagserf-
iðleikum árið 2008.
„Liðið er ekki nýtt þannig séð og
var á sínum tíma alltaf í efstu deild.
Marc Gasol kom fyrst hingað sem
unglingur og liðið var mjög gott á
þeim tíma. Síðustu ár hefur liðið ver-
ið að vinna sig upp og vann c-
deildina á síðasta tímabili. Hann hef-
ur verið að leggja svolítið í þetta og
menn eru að gera spennandi hluti
hérna. Liðið spilar í 5 þúsund manna
höll og vonandi verður hægt að
hleypa fólki á leiki á ný þegar líður á
veturinn.“
Ferðabann um helgar
Kári reiknar með að spila ýmist
sem skotbakvörður eða leikstjórn-
andi hjá liðinu. „Ég náði bara þrem-
ur til fjórum æfingum áður en ég fór
í einangrun og á því eftir að komast
betur inn í hlutina. Miðað við sam-
tökin við þjálfarann þá mun ég spila
sem ás eða tvistur. Leikstjórnandinn
er hörkugóður og hefur mikla
reynslu úr efstu deild á Spáni. Hann
er að eldast og ég gæti þá mögulega
verið í þeirri stöðu þegar hann er
hvíldur. Ég gæti því kannski átt eftir
að spila báðar stöðurnar í vetur.“
Spurður um hvort möguleikar
Kára í atvinnumennskunni aukist
við það að að hann sé skotbakvörður
sem geti komið fram með boltann
þegar á þarf að halda segir hann að
það geti hjálpað mönnum þegar þeir
geta spiilað fleiri en eina stöðu.
„Já í rauninni og ég er farinn að
sjá það fyrir mér en svo er auðvitað
spurning um hvað vantar hverju
sinni. Fyrir mér er gott vopn í
vopnabúrinu að vera ekki of einhæf-
ur leikmaður og geta tekið að sér
mismunandi hlutverk. Ég held að
það muni bara hjálpa mér.“
Girona er 100 þúsund manna borg
í norðurhluta Katalóníu. Kári segir
ástandið vegna veirunnar vera nokk-
uð erfitt á svæðinu en þó ekki eins
og verst gerist á Spáni. „Menn passa
sig hérna og allir eru með grímur.
Útgöngubann gildir eftir klukkan 22
og ekki er heldur leyfilegt að fara á
milli borga um helgar. Þetta hefur
ekki mikil áhrif á mig enda fer mað-
ur bara í búðina og íþróttahúsið.
Leikmenn í liðinu eru skimaðir í
hverri viku og stundum oftar,“ sagði
Kári Jónsson þegar Morgunblaðið
hafði samband við hann í gær.
Brösug byrjun en líst vel
á aðstæður hjá Girona
Kári Jónsson er í einangrun á Spáni Smitaðist af kórónuveirunni
Ljósmynd/FIBA
Landsleikur Leikirnir í Slóvakíu um daginn reyndust fín auglýsing fyrir Kára sem fékk tilboð í kjölfarið.