Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 71

Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 71
MENNING 71 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Danska verðlaunakvikmyndinDrykkja hefst á tilvitnun í heim-spekinginn Søren Kierkegaard úrriti hans Annaðhvort – eða: „Hvad er ungdommen? En drøm … Hvad er kær- ligheden? Drømmens indhold.“ Við tekur ærslafullt atriði þar sem danskir táningar drekka sig fulla og fremja heimskupör undir taktföstu partípoppi. Norsku unglingaþætt- irnir Skömm koma upp í hugann, ef þeir væru Tuborg-auglýsing. Samspil háleitrar til- vitnunar og unglingsasa er nokkuð lýsandi fyrir frásögnina sem á eftir fylgir – en hún færir grunnhyggin viðhorf höfunda sinna eft- ir fremsta megni inn í menningarlega um- gjörð. Drykkja er svolítið eins og sjálfstætt fram- hald Hangover-myndanna, sett á svið í sögu- heimi sem á að heita félagslega raunsær. Fjórir grunnskólakennarar ákveða, í fertugs- afmæli eins þeirra, að framkvæma „félags- lega rannsókn“ sem felst í því að hafa ætíð hálft prómill af vínanda í blóðrásinni. Prinsippið er sem sé að vera alltaf „léttur“, drekka aldrei eftir átta á kvöldin og aldrei um helgar. Þetta byggist á forskrift norska geðlæknisins Finns Skårderuds og á að veita mönnum aukið sjálfstraust og næmni í mann- legum samskiptum. Framgangur tilraunar- innar er nokkuð augljós – prómillið hækkar úr hálfu í eitt allt þar til skorður verða loks engar og markið sett á algleymi. Gott og vel – ef Drykkja ætti bara að heita barnaleg gauramynd fyrir fólk sem hefur gaman af slíku – en verkið biður áhorfandann að taka sig og hlutskipti persóna sinna alvarlega og verður fyrir vikið einkar fráhrindandi. Varúð – spilliefni væntanleg! Reynt er að ljá kennurunum fjórum sál- fræðilega dýpt með svipmyndum úr einkalífi og starfi. Atburðarásin er þó afar ósannfær- andi og lýsir ekki nokkru sem gæti talist raunsæislegt og líkist fremur hugarórum miðaldra manna í forréttindastöðu. Einblínt er á sögukennarann Martin sem Mads Mikk- elsen leikur. Martin er ekta karlmaður í krísu og kunnuglegur úr mörgum íslenskum og norrænum kvikmyndum. Ungur að árum þótti hann efnilegur en á lífsleiðinni hefur hann glatað neistanum – hjónaband hans er ófarsælt og nemendum þykir hann leiðin- legur. Tilraunin hefst er hann staupar sig af Smirnoff-pela á salernisbás skólans, daginn eftir fertugsafmælið afdrifaríka. Kennslu- stundirnar upptendrast allar og Martin held- ur í gríð og erg gátleiki fyrir nemendurna sem ganga einatt út á þjóðarleiðtoga og drykkjuvenjur þeirra. „Lífið er ekki allt sem sýnist krakkar – Hitler var grænmetisæta og Churchill stútaði koníaksskáp daglega,“ og fleira gáfulegt í þeim dúr. Tónlistarkennarinn Peter fær nemendurna til að syngja ætt- jarðarlög af innlifun með því að láta þau leið- ast og slökkva ljósin. Íþróttakennarinn Tommy er með vodka í vatnsbrúsa þegar hann kennir litlum strákum fótbolta. Nýfeng- ið hugarástand íþróttakennarans gerir hon- um kleift að veita dreng sem er gjarnan út undan eftirtekt (en Tommy kallar hann gler- augnaglám). Á endanum fer drykkjan úr böndunum og jafnvel samstarfsfólk þeirra tekur eftir annarlegu ástandinu. Tilneyddir sýna handritshöfundar fram á skaðsemi áfengisneyslu með því kasta Tommy karlin- um fyrir guðina. Mads okkar Mikkelsen beygir þó á beinu brautina með viljastyrkinn að vopni, því hraustir menn hlýða hreystikall- inu enn. Enn á ný: miðaldra karlmenn bregðast við erfiðleikum og/eða leiðindum í lífi sínu með því að vera fullir. Vera fullir í vinnunni. Vera fullir með börnum. Peter hvetur kvíðinn nem- anda til að drekka og útvegar honum vín fyrir próf – og nemandinn útskrifast. Litli gler- augnaglámurinn setur rós á kistu Tommys og fótboltadrengirnir syngja honum ættjarðar- lag til heiðurs. Þetta var þá ekki svo galið hjá strákunum eftir allt saman? Að minnsta kosti voru þeir ekki leiðinlegir. Í raunheimum fara áfengi og uppeldi ekki saman en handritshöf- undar Drykkju vilja mála grátt það sem er svart. Mads fær svo gelluna aftur að lokum og allir eru glaðir. Brenglaða orðræðu persónanna um stór- menni sögunnar og sköpunarkraft vímunnar er að finna í ranghugmyndum alkóhólistans 101 en hið fáránlega er að höfundarafstaða Drykkju er samdauna vitleysunni. Með vísun- um í I Denmark er jeg født og Kierkegaard telur myndin sér hins vegar trú um að hún sé margslungin hugleiðing um drykkjumenn- ingu og þjóðarsál Dana. Þetta gerir hún m.a. með natúralískri frammistöðu leikaraliðs sem vinnur að því að vekja samlíðun áhorfenda. Í raun er líklegt að kveikjan að myndinni hafi verið leiklistarleg áskorun – áhugi leikstjór- ans á að sýna leikarana ölvaða á sannfærandi máta – og sem slík tækniæfing gengur hún upp. Önnur tæknileg atriði myndarinnar eru vel útfærð og er unnt að hrósa hljóðblöndun og notkun grunnrar skerpu í kvikmyndatöku Grøvlens sem gefur sterka tilfinningu fyrir sjónarhorni og einangrun persónanna. Verk- um sem hafa tæknilega burði en eru siðferði- lega rotin getur verið verst að sitja undir. Á leikstjóraferli Thomas Vinterbergs hefur honum farnast best þegar hann velur stuð- andi umfjöllunarefni, en himinn og haf eru á milli hinnar sígildu Veislu og umræddrar kvikmyndar. Stuðið er innantómt – og er írónískt (og svo danskt) að svolítið hetjuleg frásögn um strákana „að fá sér“ komi úr þessu fjárhúsi. Það stingur óneitanlega að Drykkja er framleidd af Zentropa, stærsta framleiðslufyrirtæki Norðurlanda, en hneykslismál varðandi drykkju og kynferðis- lega áreitni innan vinnustaðarins eru á allra vitorði. Því þykir mér skortur aðstandenda á sjálfsvitund yfirþyrmandi en það undraverða er að umheimurinn gleypir við görótta seiðn- um. Það hlýtur þó umfram allt að vera til marks um stjörnukrafta Mikkelsens – að nokkur danspor nægi til að leiða alþjóðlega áhorfendur í halarófu niður að Carlsberg- verksmiðjunni. Eitthvað er rotið innan Danaveldis Drykkja Skorturinn á sjálfsvitund er yfirþyrmandi en það „undraverða er að umheimurinn gleypir við þessu,“ skrifar gagnrýnandi meðal annars um dönsku kvikmyndina Druk sem hreppti Evrópsku kvikmyndaverðlaunin á laugardaginn var sem besta evrópska kvikmyndin. Bíó Paradís og Laugarásbíó Drykkja/Druk bmnnn Leikstjórn: Thomas Vinterberg. Handrit: Thomas Vinterberg, Tobias Lindholm. Kvikmyndataka: Sturla Brandth Grøvlen. Aðalleikarar: Mads Mikk- elsen, Thomas Bo Larsen, Lars Ranthe, Magnus Millang, Maria Bonnevie, Susse Wold. Danmörk, Holland, Svíþjóð, 2020. GUNNAR RAGNARSSON KVIKMYNDIR Nánari upplýsingar um sýningartíma á sambio.is SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI. TRYGGÐU ÞÉR MIÐA INNÁ SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI FRÁBÆR NÝ JÓLA TEIKNIMYND JÓLAMYNDIN 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.