Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 72
72 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020
FRÍ HEIMSENDING
ECCO ELAINE
22.995.- / ST. 36-42
S K Ó V E R S L U N
STEINAR WAAGE
KRINGLAN - SMÁRALIND
VIÐTAL
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Staða hans í menningarsögu lands-
ins er einstök. Hann tókst á hendur
að gefa helstu stofnunum samfélags-
ins form á mikilvægum mótunartíma
þjóðarinnar í aðdraganda lýðveldis-
stofnunarinnar. Það verður aldrei
neinn annar sem kemst í sömu
spor,“ segir Pétur H. Ármannsson
arkitekt um Guðjón Samúelsson sem
gegndi stöðu húsameistara ríkisins
frá 1920 til dauðadags árið 1950.
Pétur er höfundur veglegrar bókar
um líf og list Guðjóns sem Hið
íslenska bókmenntafélag gefur út.
Aðspurður segir Pétur röð atvika
hafa orðið til þess að hann réðst í að
skrifa bókina sem er rétt tæplega
450 blaðsíður í stóru broti og prýdd
fjölda teikninga eftir Guðjón og ljós-
mynda eftir ýmsa höfunda, en flest-
ar tók Guðmundur Ingólfsson.
„Þegar forsvarsmenn hjá Hinu
íslenska bókmenntafélagi viðruðu þá
hugmynd við mig fyrir um fimm
árum hvort ég væri fáanlegur til að
skrifa bók um Guðjón fannst mér
það eiginlega vera skylda mín af því
að ég hafði þá yfir langt tímabil öðl-
ast góða yfirsýn yfir verk hans,“
segir Pétur og bætir við að sér hafi
líka þótt bagalegt að ekki væri til
aðgengilegt alþýðlegt fræðirit um
þennan mikilvæga mann í íslenskri
menningar- og þjóðarsögu.
Pétur rifjar upp að áhugi hans á
Guðjóni hafi kviknað fyrir alvöru
árið 1987 í aðdraganda þess að Arki-
tektafélagið efndi til sýningar um
Guðjón í tilefni þess að öld var liðin
frá fæðingu hans. „Ég var í undir-
búningshópi fyrir þá sýningu,“ segir
Pétur og rifjar upp að í aðdraganda
hennar hafi skólaverkefni Guðjóns
fundist í kjallara hússins sem hann
bjó í við Skólavörðustíg. „Teikning-
arnar voru að vísu illa farnar, en
varðveita merkilega heimild um
handbragð hans og kveiktu fyrst
forvitni mína um verk þessa manns,“
segir Pétur og rifjar upp að þegar
embætti húsameistara ríkisins var
lagt niður 1997 hafi hann tekið þátt í
því að flokka teikningasafn embætt-
isins fyrir Þjóðskjalasafnið.
„Nokkrum árum seinna fékk ég
styrk til að vinna skrá yfir verk Guð-
jóns út frá þessum teikningunum,
sem var ekki áhlaupaverk,“ segir
Pétur, en aftast í nýju bókinni má
sjá yfirlit yfir 400 byggingar sem vit-
að er að hafi verið reistar eftir teikn-
ingum Guðjóns, en sjálfur sagðist
hann hafa gert uppdrætti að um 800-
900 húsum og má ætla að rúmur
helmingur þeirra hafi verið byggður.
Vildi verða myndhöggvari
Fram kemur í bók Péturs að Guð-
jón hafi lifað fyrir starf sitt. Fremur
lítið er vitað um persónulegt líf hans
þar sem heimildir eru þar af mjög
skornum skammti. „Þegar verið er
að fjalla um látna einstaklinga mót-
ast umfjöllunin eðlilega af þeim
heimildum sem til eru,“ segir Pétur
og bendir til samanburðar á að for-
veri Guðjóns í starfi, Rögnvaldur
Ólafsson sem kallaður hefur verið
fyrsti íslenski arkitektinn, skildi eft-
ir sig mjög mikið af persónulegum
bréfum. „Þegar maður les þau fær
maður mjög sterka tilfinningu fyrir
manninum. Engin slík bréf hafa hins
vegar varðveist frá Guðjóni og fyrir
vikið er hann fjarlægari. Ég hef hitt
fólk sem á minningar um hann. Það
lýsir honum sem barngóðum manni
með hlýlegt augnaráð sem gaf af sér
góða nærveru,“ segir Pétur og tekur
fram að það hefði verið fengur að því
að hafa aðgang að bréfum frá Guð-
jóni meðan hann var við nám í Kaup-
mannahöfn og á ferðalögum um
heiminn síðar á ferlinum. „Fólk sem
þekkti til hans hefur nefnt að hann
hafi lifað spennandi lífi og farið víða
á ferðalögum sínum erlendis vinnu
sinnar vegna. Þar upplifði hann ýmis
ævintýri, lenti meðal annars í
sjávarháska og var með fyrstu Ís-
lendingunum sem fóru í farþega-
flugvél. Það hafa hins vegar engar
skriflegar heimildir varðveist um
þetta.“
Guðjón var fyrstur Íslendinga á
20. öld til að ljúka háskólaprófi í
byggingarlist. „Guðjón fluttist með
foreldrum sínum til Eyrarbakka
þriggja ára gamall þar sem hann bjó
fram yfir fermingu og hafði góða
möguleika á að þroska námshæfi-
leika sína í barnaskólanum á staðn-
um sem þótti mjög góður. Hann
komst ungur í kynni við listir og
lærði að spila á hljóðfæri,“ segir Pét-
ur og bendir á að faðir Guðjóns hafi
verið fjölhæfur smiður sem smíðaði
meðal annars hljóðfæri. „Í viðtali á
sextugsafmæli sínu talaði Guðjón
um að sig hefði dreymt um að verða
myndhöggvari, en foreldrar hans
töldu ekki mikla framtíð í því. En af
því að faðir hans var byggingar-
meistari fannst þeim koma til greina
að Guðjón lærði húsagerðarlist. Í
Reykjavík lærði hann bæði mynd-
skurð og húsasmíði hjá föður sín-
um,“ segir Pétur og rifjar upp að
Guðjón hafi lokið prófi frá gagn-
fræðadeild Menntaskólans í Reykja-
vík 1907 og ári síðar haldið til Kaup-
mannahafnar til náms í arkitektúr.
Settur í alþjóðlegt samhengi
„Sama haust og Guðjón fór utan
til náms var gerð breyting á skipu-
lagi arkitektanáms við Konunglega
listaháskólann í Kaupmannahöfn, en
fram að þeim tíma hafði verið skil-
yrði að nemendur hefðu lokið for-
námi við danskan tækniskóla. Þann-
ig opnaðist fyrir Guðjóni farvegur
sem var ekki fyrir hendi þegar
Rögnvaldur Ólafsson, forveri hans í
starfi, var í sínu námi nokkrum ár-
um fyrr. Í náminu fór Guðjón í gegn-
um stífa þjálfun í klassískri bygging-
arlist, sem enginn Íslendingur hafði
gert fyrir hans tíð,“ segir Pétur og
rifjar upp að Guðjón hafi staðið sig
mjög vel í námi og klárað stóran
áfanga vorið 1915. „Þá ákvað hann,
eins og alvanalegt var á þessum
tíma, að gera tímabundið hlé á
námi,“ segir Pétur og rifjar upp að
þegar Guðjón sneri heim til Íslands
hafi Reykjavíkurbruninn mikli verið
nýafstaðinn og Guðjón strax fengið
það verkefni að teikna fyrstu húsin
sem byggð voru á brunalóðum.
Pétur bendir á að Guðjón hafi haft
þá sérstöðu umfram aðra tækni-
menn, sem lært höfðu húsateikn-
ingar fram að þessu, að hann lærði í
námi sínu um borgarskipulag.
„Hann kynntist þannig nýjustu
straumum og stefnum í skipulagi
borga,“ segir Pétur og vísar þar til
garðbæjarhreyfingarinnar. „Hann
er þannig fyrsti fagmaðurinn sem
skrifar um borgarskipulag hér-
lendis,“ segir Pétur og vísar þar til
greinar Guðjóns sem birtist 1912.
Pétur bendir á að Guðjón hafi í
námi sínu kynnst ýmsum straumum
þó áherslan hafi alltaf verið á klass-
íska byggingarlist. „Kennarar hans
voru fulltrúar fyrir það sem kallað
er þjóðleg rómantík í danskri bygg-
ingarlist. Utan skólans kynnti hann
sér líka það sem var að gerast í evr-
ópsku samhengi þar sem Jugend-
stíllinn var áberandi. Þetta voru nýir
framsæknir straumar,“ segir Pétur
og bendir á að Guðjón hafi orðið fyr-
ir miklum áhrifum frá finnska arki-
tektinum Eliel Saarinen, sem var
bæði áhrifamikill og hæfileikaríkur
arkitekt. „Eitt af því sem ég er að
leitast við í bókinni er að setja Guð-
jón í alþjóðlegt samhengi og sýna
fram á að hann var ekki bara maður
þjóðlegra viðhorfa. Hann var ekki
síður maðurinn sem kom með nýjar
alþjóðlegar hugmyndir til landsins,“
segir Pétur og bendir á að Guðjón
hafi verið samtíðarmaður þeirra
arkitekta sem lögðu grunn að hinni
módernísku stefnu í sjónlistum,
byggingarlist og borgarskipulagi, en
þar vísar hann til þeirra Walters
Gropius, Ludwigs Mies van der
Rohe og Le Corbusier.
„Þeir lögðu grunninn að fúnksjón-
alismanum, en Guðjón var alla tíð að
reyna að sætta nýja strauma við
eldri hugmyndir. Öfugt við þá leit
hann alla tíð á skreyti sem eðlilegan
hluta af byggingarlist og fyrir vikið
fékk hann á sig ákveðinn íhalds-
stimpil,“ segir Pétur og tekur fram
að þó Guðjón hafi verið mótaður af
klassísku hefðinni hafi hann engu að
síður þróast á mjög skemmtilegan
hátt innan hennar og ávallt reynt að
sætta ólík sjónarmið. „Hann leit svo
á að hið endanlega markmið bygg-
ingarlistar væri listrænt. Þó hann
hefði fullkomið vald á tækninni og
væri mjög hagsýnn og gjarn á að
finna nýjar leiðir og aðferðir sem
falla undir byggingartækni, var list-
in alltaf markmiðið hjá honum.
Hann einskorðaði sýn sína ekki við
einstaka byggingar heldur sá þær
alltaf í samhengi við umhverfi sitt og
sem leiðarljós um það hvernig hægt
væri að halda áfram og skipuleggja
borgina til framtíðar,“ segir Pétur
og bendir sem dæmi á að staðarval
bygginga hafi ávallt verið mikilvægt
í huga Guðjóns. „Hann vildi setja
byggingar sínar þannig að þær yrðu
kennileiti í borginni og að þær væru
á þannig stöðum að þær nytu sín og
fegruðu borgina. Þegar hann fékk
tækifæri til þess varð það mjög
áhrifamikið,“ segir Pétur og bendir í
því samhengi á staðsetningu Krists-
kirkju á Landakoti fyrir endanum á
Ægisgötu, Hallgrímskirkju fyrir
endanum á Skólavörðustíg og Akur-
eyrarkirkju fyrir ofan kirkjutröpp-
urnar sem tengi saman gamla og
nýja bæinn.
Naut ekki alltaf sannmælis
„Guðjón var ekki 19. aldar maður í
skipulagsfræðum. Hann er 20. aldar
maður að því leyti að hann kynntist í
námi sínu þessum framsæknu hug-
myndum garðbæjarhreyfingarinnar
sem einmitt var andsvarið við hinni
óhóflegu þéttbýlismyndun iðnaðar-
borganna á 19. öld.“
Aðspurður segist Pétur ekki
þekkja dæmi þess frá nágrannalönd-
um okkar að einn og sami maður
hafi haft jafn afgerandi áhrif á upp-
byggingu heils samfélags, en að það
eigi sér auðvitað sögulegar skýr-
ingar. „Flestar þjóðir eiga sér op-
inberar, sögulegar byggingar frá
fyrri öldum. Því var ekki til að dreifa
á Íslandi og fyrir því eru margar
ástæður, þeirra á meðal efna-
hagsþróun samfélagsins og erfið-
leikar með byggingarefni. Þjóðin
hafði ekki burði eða fagþekkingu til
að reisa varanlegar byggingar fyrr
en um og upp úr aldamótunum
1900,“ segir Pétur og bendir á að
það hafi ekki verið fyrr en með til-
komu steinsteypunnar sem Íslend-
ingar hafi getað byggt varanlegar
byggingar á sæmilega hagkvæman
hátt. „Að því leyti var Guðjón ein-
staklega heppinn,“ segir Pétur og
bætir við að þó Guðjón hafi verið
heppinn um margt í lífinu hafi það
verið ógæfa hans sem listamanns að
verk hans hafi verið dregin inn í póli-
tíska flokkadrætti.
„Guðjóni var mjög vel tekið þegar
hann kom heim úr námi. Á hápunkti
ferilsins birtist við hann viðtal þar
sem farið er um hann mjög lofsam-
legum orðum. Menn fögnuðu til-
lögum hans að Landspítalanum og
teikningar hans voru á sýningum
með málverkum Kjarvals og Ás-
gríms,“ segir Pétur og rifjar upp að
breyting hafi orðið þar á við ríkis-
Einstakt og
ómetanlegt
framlag
Guðjón Samúelsson húsameistari
mikilvægur maður í íslenskri sögu
Morgunblaðið/Eggert
Einstakur „Staða hans í menningarsögu landsins er einstök,“ segir Pétur H.
Ármannsson um Guðjón Samúelsson, sem hann hefur ritað veglega bók um.
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson, Ímynd
Hátindur Guðjón fann upp hrafntinnu- og silfurbergssteininguna sem notuð
var utan á Þjóðleikhúsinu. Hann lést fimm dögum eftir vígslu hússins 1950.
Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson, Ímynd
Akureyrarkirkja Þótti full-framúr-
stefnuleg á sinni tíð. Var vígð 1940.
Ljósmynd/Jón Kaldal
Klassískur Guðjón Samúelsson var,
að sögn Péturs, mótaður af klass-
ísku hefðinni, en þróaðist á mjög
skemmtilegan hátt innan hennar.