Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 73

Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 73
stjórnarskiptin 1927 þegar Jónas Jónsson frá Hriflu varð ráðherra. „Jónas hafði einlægan áhuga á bygg- ingarlist og þess vegna hafði hann áhuga á Guðjóni og þeir náðu mjög vel saman. En Jónas var líka mjög umdeildur stjórnmálamaður og hat- aður af andstæðingum sínum enda gekk hann stundum ansi harkalega fram. Andstæðingar Jónasar voru mjög gagnrýnir á öll verk Guðjóns,“ segir Pétur og bendir á að fyrir vikið hafi Guðjón ekki notið sannmælis fyrir öll sín bestu verk. „Við þetta bætist að um og upp úr 1930 fara fleiri arkitektar að koma til starfa á Íslandi og því var Guðjón ekki leng- ur eini maðurinn í faginu. Þeir fóru að starfa sjálfstætt og reka eigin teiknistofur og fengu sumir hverjir fá verkefni af því að teiknistofa rík- isins, sem Guðjón veitti forstöðu, sat sjálfkrafa að öllum verkefnum fyrir ríkið. Þetta vakti eðlilega vaxandi óánægju,“ segir Pétur og bendir á að deilurnar um Hallgrímskirkju eftir andlát Guðjóns hafi ekki síður skyggt á arfleifð hans um tíma. Var enginn draumóramaður „Eftir andlát hans má eiginlega segja að hann hafi gleymst í nokkra áratugi. Það er í raun ekki fyrr en með minni kynslóð arkitekta að menn fara að dusta af honum rykið,“ segir Pétur og leggur áherslu á að tíminn hafi hins vegar unnið með Guðjóni og byggingum hans. „Byggingar hans eru orðnar tákn fyrir stofnanir í íslensku samfélagi og kennileiti fyrir ákveðna staði. Þær eru þannig orðnar samgróinn hluti af myndmálsheimi okkar og umhverfi. Það hvernig hann lagði grunninn að okkar menningu í borg- arskipulagi og húsagerð er einstakt og ómetanlegt,“ segir Pétur og bendir á að byggingar Guðjóns hafi svo sannarlega náð að sanna sig meðal almennings. „Fólki finnst byggingar hans fal- legar. Þó ég sé alls ekki að hvetja til þess að menn fari að stæla bygginga- stíl hans má margt læra af form- hugsun hans. Hann náði að sam- ræma fagurfræði og mjög hagkvæmar og skilvirkar lausnir í byggingum sínum. Hann hefði aldrei byggt svona mikið ef hann hefði verið óraunsær eða draumóramaður. Hann var það ekki. Hann var mjög hagsýnn og lagði metnað sinn í að fara sem best með fé hins opinbera. Það kemur víða fram í hans skrif- um,“ segir Pétur og tekur fram að Guðjón hafi ávallt haft mann- eskjulegt umhverfi að leiðarljósi í sinni skipulagshugsun, enda leit hann svo á að ekki væri hægt að ala upp góðar manneskjur nema í fallegu umhverfi. „Hann var sem dæmi upp- tekinn af því að allar vistarverur nytu sólar og hafði fagurfræðina ávallt að leiðarljósi í allri skipulags- vinnunni,“ segir Pétur og tekur fram að samtímanum væri hollt að hafa þessi sjónarmið Guðjóns enn að leið- arljósi. Spurður um notkun Guðjóns á íslenskum jarðefnum í byggingum sínum segir Pétur það áhrif frá kreppuárunum þegar þjóðin átti engan gjaldeyri. „Það voru því ekki til peningar til að flytja inn bygging- arefni frá útlöndum. Hugmyndir hans áttu sér alltaf rætur í hag- kvæmum lausnum, en hann gerði stórmerkar tilraunir með innlent jarðefni,“ segir Pétur og bendir á að það að nota sérþjóðleg þemu úr sögu og menningu viðkomandi lands fyrir skreytingar í opinberum byggingar hafi verið alþekkt á þessum tíma bæði austan hafs og vestan. „Guðjón byggði þannig á alþjóðlegu fordæmi þegar hann leitaði að sérþjóðlegri merkingu. Auðvitað var hann af þeirri kynslóð sem var að fagna sjálfstæði þjóðarinnar og endurreisn hennar, en ég held að menningar- pólitísk hugsun hafi ekki rist djúpt hjá honum, heldur fremur birst hjá þeim sem um verk hans skrifuðu,“ segir Pétur og bendir á að eitt af því sem Guðjón hafi unnið meðvitað með hafi verið sérstaða Íslands út frá jarðfræðilegu sjónarmiði. „Hann var mikill talsmaður þess að nýta hita- veitu og valdi staðsetningu opin- berra bygginga sem hann hannaði með tilliti til þess hvort hægt væri að kynda þær með heitu vatni,“ segir Pétur og bendir á héraðsskólana sem gott dæmi um þetta. Aðspurður segir Pétur ekkert launungarmál að nokkrar byggingar stóðu hjarta Guðjóns nær en aðrar. „Aðalbygging Háskóla Íslands var mikilvæg bygging fyrir hann, því með henni uppskar hann almenna virðingu og lof eftir að hafa setið undir mikilli gagnrýni andstæðinga Jónasar frá Hriflu. Akureyrarkirkja er sömuleiðis mikilvægur sigur fyrir hann. Einnig verður að nefna Þjóð- leikhúsið, sem hann rétt náði að klára fyrir andlát sitt. Þessar þrjár byggingar eiga það líka sameig- inlegt að þar tókst honum að fylgja þeim eftir niður í smæstu smáatriði á byggingartímanum, en hann var þeirrar skoðunar að starf arkitekts- ins fælist ekki bara í því að gera teikningarnar heldur að vera vak- andi fyrir öllum smáatriðum í út- færslunni sjálfri. Leiðin hefur nú verið rudd Sjálfur sagði Guðjón að Hallgrímskirkja hefði verið það verk sem var honum kærast. Kannski var það í og með af því að hann bjó stærstan hluta ævi sinnar á Skóla- vörðuholti og hefur því örugglega verið búinn að velta því lengi fyrir sér hvers konar bygging koma myndi fyrir endanum á Skólavörðu- stíg,“ segir Pétur og bendir á að Guðjón hafi aðeins náð að klára aðal- teikningar Hallgrímskirkju og eftir- menn hans í starfi húsameistara hannað kirkjuna að innan.“ Að lokum er ekki úr vegi að spyrja Pétur hvort hann sé með bók sinni búinn að skrifa allt sem hægt sé að skrifa um Guðjón. „Nei, því fer víðs- fjarri að svo sé. Þetta er bara inn- gangurinn. Ég er bara búinn að ryðja leiðina inn í skóginn. Þeir sem á eftir koma eiga eftir að kafa dýpra í hans list, greina byggingar hans og setja í víðara samhengi. Það er draumur minn að þessi bók verði hvatning fyrir unga og áhugasama fræðimenn til þess að taka þessa rannsókn á verkum hans einu skrefi lengra,“ segir Pétur að lokum og tekur fram að hann voni einnig að bókin eigi eftir að kveikja áhuga fólks víða um land á að huga betur að byggingararfinum og sýna bygg- ingum Guðjóns í öllum landsfjórð- ungum viðeigandi sóma og nægilega vernd í formi nauðsynlegs viðhalds. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson, Ímynd Laugarneskirkja Stuðlaskraut og kúbísk formhugsun sameinast. Kærasta verkið Til vinstri er ein margra skissuteikninga Guðjóns að Hall- grímskirkju í Reykjavík sem hafa varðveist og til hægri endanleg útgáfa. Ljósmynd/Guðmundur Ingólfsson, Ímynd MENNING 73 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.