Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 79

Morgunblaðið - 17.12.2020, Page 79
MENNING 79 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 2020 Þrátt fyrir óánægju með stöðu kvenna á þingi eftir kosningarnar 2017 settist kona í stól forsætisráð- herra í annað sinn á þeim rúmu hundrað árum sem íslenskar konur höfðu haft kosningarétt og kjörgengi. Það var Katrín Jakobsdóttir, formað- ur Vinstri grænna, sem leiddi ríkis- stjórn með Framsóknarflokki og Sjálfstæðisflokki. Af ellefu ráðherr- um voru fimm konur. #MeToo Þótt mörgum þætti lítið fara fyrir umræðum um ástæður stjórnarslit- anna í kosningabaráttunni haustið 2017 hafði sjaldan verið rætt jafn mikið um kynferðislegt ofbeldi og einmitt þennan vetur. Meðan kosn- ingabaráttan var í algleymingi á Ís- landi reis #MeToo- eða #églíka- hreyfingin í Bandaríkjunum. Bylgjan barst hratt til annarra landa, þar á meðal Íslands, þar sem konur úr ólík- um starfsstéttum mynduðu lokaða hópa á samfélagsmiðlum og söfnuðu saman reynslusögum af áreitni og of- beldi sem síðan voru birtar opin- berlega. Þannig greindu konur mynstur valdbeitingar og mismun- unar í persónulegri upplifun, ekki ósvipað og í vitundarvakningar- hópum nýju kvennahreyfingarinnar um 1970, þegar slagorðið „hið per- sónulega er pólitískt“ fæddist. Sög- urnar voru yfirleitt nafnlausar, sem undirstrikaði hið kerfislæga eðli vandans. Þótt kynbundið ofbeldi hefði verið til umræðu frá því á níunda áratugn- um var nú í fyrsta sinn farið að ræða opinskátt og kerfisbundið um þær margháttuðu birtingarmyndir hvunndagsmismununar og áreitni sem konur urðu fyrir í lífi og starfi. Hver femíníska herferðin fylgdi á fætur annarri, sumar alþjóðlegar en aðrar séríslenska. Þær voru að stórum hluta háðar á samfélags- miðlum og sneru að kynfrelsi kvenna og lausn undan hvers kyns kynferðis- ofbeldi. Í því samhengi hefur verið talað um líkamsbyltingar, sem vísar til þess hvernig konur endurheimta yfirráð yfir líkama sínum og birtingarmyndum hans. Fyrst ber að nefna druslugönguna sem varð til í Toronto í Kanada í apríl 2011. Fyrsta íslenska druslugangan fór fram í júlí sama ár þar sem konur og karlar flykktust út á götu til þess að mótmæla útbreiddum viðhorfum til kynferðisbrota. Með slagorðinu „Ég er drusla“ var niðrandi ummæl- um um konur sem kynverur snúið upp í yfirlýsingu um sjálfsákvörð- unarrétt kvenna og undirstrikað að hvernig sem konur væru klæddar lægi ábyrgðin á kynferðisofbeldi allt- af hjá gerandanum. Gangan stig- magnaðist ár frá ári og fjöldi þátttak- enda margfaldaðist í takt við samfélagsumræðuna. Í mars 2015 hófst brjóstabyltingin sem rædd var í upphafi kaflans. Í kjölfarið fylgdi Beauty tips- byltingin, þar sem þúsundir kvenna sögðu frá kyn- ferðislegu ofbeldi sem þær höfðu mátt þola undir myllumerkinu #þöggun og #konurtala. Til þess að myndgera gjörninginn voru skapaðar tvær prófílmyndir, appel- sínugul og qul, sem táknuðu ýmist að viðkomandi hefði orðið fyrir kyn- ferðislegu ofbeldi eða þekkti þolanda ofbeldis. Þessar myndir voru áber- andi á Facebook sumarið 2015 og sýndu umfang kynferðisofbeldis í ís- lensku samfélagi. Næst kom #höf- umhátt-bylgjan, sem sprengdi rík- isstjórnina haustið 2017, og loks #MeToo-byltingin. Hún byggðist á frásögnum kvenna af svo gott sem öllum sviðum samfélagsins og sýndi með afgerandi hætti að kynbundið of- beldi og áreitni var viðvarandi mein- semd í íslensku samfélagi sem flestar konur þekktu af eigin raun. Stjórnmálakonur riðu á vaðið í lok nóvember 2017 og birtu 136 sögur af kynbundinni mismunun sem þær höfðu upplifað í starfi.“ Sögurnar voru sláandi vitnisburður um þann kvenfjandsamlega veruleika sem konur mættu í stjórnmálum en höfðu fram að þessu aðeins talað um hver við aðra eða alls ekki. Konurnar sögðu frá athugasemdum um útlit þeirra, líkama og klæðaburð sem sýndu að litið var á þær sem kyn- ferðisleg viðföng fremur en hugsandi manneskjur. Dæmin sem þær nefndu höfðu átt sér stað í samkvæmislífinu, á ráðstefnum og fundum og jafnvel í þingsal. Ein kvennanna nefndi hversu óþægilegt það væri „þegar þingkonur stíga í pontu og karlráð- herrarnir á ráðherrabekknum horfa upp og niður eftir rassinum á kon- unum“. Margar konur höfðu upplifað að vera króaðar af og káfað á þeim. Þær sem svöruðu fyrir sig áttu á hættu að mæta fjandskap en ekki var hróflað við stöðu karla þótt þeir væru al- ræmdir fyrir áreitni. Stundum var konum hótað, allt frá því að þær kæmust ekki áfram í pólitík til lík- amsmeiðinga og ofbeldis. Alvarleg- ustu frásagnirnar sögðu frá nauðg- unum. Í gegnum frásagnir kvennanna skinu þau áhrif sem áreitnin hafði á þær. Sumar hættu einfaldlega afskiptum af stjórn- málum. Aðrar gripu til þeirra ráða að forðast tiltekna karla og aðstæður eða heilsuðu samstarfsmönnum sín- um alltaf með handabandi, jafnvel með báðum höndum, til að koma í veg fyrir óvelkomin faðmlög og þukl. Yngri konur sögðu frá upplifun sinni af því að vera ekki teknar alvar- lega og aðeins álitnar puntudúkkur í pólitíkinni. „Mér var sagt að ég þyrfti að brosa meira, ég ætti ekki að hylja mig svona mikið ef ég vildi ná lengra og vera sæt“, sagði Jóhanna María Sigmundsdóttir, sem var yngsti al- þingismaður sögunnar þegar hún settist á þing fyrir Framsóknarflokk- inn 21 árs gömul árið 2013. Hún sagð- ist hafa haldið að þetta myndi hætta þegar hún yrði eldri og reyndari en það hefði alls ekki verið raunin.“ „Glæsilegasta konan er varafor- maður og sætasti krakkinn ritari“, sagði karlmaður sem gegnt hafði ábyrgðarstöðu í samfélaginu um þær Þórdísi Kolbrúnu Reykfjörð Gylfa- dóttur og Áslaugu Örnu Sigurbjörns- dóttur þegar þær voru kjörnar í stjórn Sjálfstæðisflokksins. Þær urðu báðar ráðherrar í ríkisstjórn Katr- ínar Jakobsdóttur og voru yngstu konurnar sem gegnt höfðu ráðherra- embætti. „Mig langar lítið að vita af því sem sagt er um mig að mér fjarstaddri í ljósi þess sem ég heyri að mér við- staddri“, sagði ein stjórnmála- kvennanna í #MeToohópnum. Svo kaldhæðnislega vildi til að ári síðar fengu þær einmitt að heyra það. Í lok nóvember 2018 barst fjölmiðlum hljóðupptaka af samræðum sex þing- manna sem höfðu setið á barnum Klaustri steinsnar frá Alþingishúsinu og viðhaft gróf og ofbeldisfull um- mæli um samstarfskonur sinar á þingi. Um var að ræða tvo karla úr Flokki fólksins og þrjá karla og eina konu úr Miðflokknum, þar á meðal fyrrverandi forsætisráðherra og fyrrverandi utanríkisráðherra, en sá síðarnefndi hafði getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir störf sín í þágu jafnréttis kynjanna. Klaustursmálið varð uppspretta gríðarlegrar um- ræðu og reiði, bæði úti í samfélaginu og innan þingsins. Karlarnir tveir í Flokki fólksins voru reknir úr flokkn- um og gengu í kjölfarið í Miðflokkinn. Sérstaka athygli vakti hversu margir valdaminni hópar samfélags- ins höfðu verið skotspónn niðrandi ummæla Klaustursmanna. Þeir höfðu ekki aðeins viðhaft niðurlægj- andi kynferðisleg orð um ýmsar stjórnmálakonur heldur sýnt af sér fyrirlitningu í garð fólks með fötlun og hinsegin fólks. Það vakti því ekki síður athygli þegar í ljós kom að sú sem hafði tekið samræðurnar upp var fötluð hinsegin kona, Bára Hall- dórsdóttir, sem fyrir algjöra tilviljun hafði ákveðið að fara á Klausturbar- inn þetta kvöld. „Ég hugsaði með mér: Er þetta í alvörunni eðlileg hegðun af hálfu þjóðkjörinna fulltrúa, þingmannanna okkar?“, sagði Bára um þá ákvörðun að ýta á upp- tökutakkann á símanum sínum. „Er þetta ekki akkúrat sú orðræða sem við erum nýbúin að vera að berjast gegn með MeToo og svo framvegis, og er bara í lagi að valdamiklir menn sitji og tali svona, hátt og skyri á kaffihúsi eins og ekkert sé?“ Klaust- ursmálið vakti ekki aðeins spurn- ingar um viðhorf þingmanna til valdalitilla samfélagshópa og það sem fram færi bak við luktar dyr í stjórnmálunum heldur sýndi fram á hvernig kvenfyrirlitning fléttaðist saman við fordóma gagnvart öðrum hópum sem ekki féllu inn í þröngan ramma gagnkynhneigðrar karl- mennsku. (Tilvísunum er sleppt.) Birtingar- myndir hvunn- dagsmismun- unar og áreitni Bókarkafli | Konur sem kjósa: Aldarsaga fjallar um um íslenska kvenkjósendur í eina öld. Sjónum er beint að einu kosningaári á hverjum áratug og þannig teknar ellefu sneiðmyndir af sögu kvenna undanfarin hundrað ár. Höfundarnir eru Kristín Svava Tómasdóttir, Ragnheiður Kristjánsdóttir, Erla Hulda Halldórsdóttir og Þorgerður H. Þor- valdsdóttir, fræðimenn á sviði kvenna- og kynja- sögu, stjórnmála- og menningarsögu. Morgunblaðið/Ernir Drusluganga Fyrsta íslenska druslugangan fór fram í júlí 2011. Með slagorðinu „Ég er drusla“ var niðrandi um- mælum um konur sem kynverur snúið upp í yfirlýsingu um sjálfsákvörðunarrétt kvenna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.