Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 84

Morgunblaðið - 17.12.2020, Blaðsíða 84
go crazy Fimmtudag - mánudags 17.-21. desember aföllumvörum* 25% Sparadu- *20% afsláttur af sérpöntunum. Gildir ekki um vörur á áður niðursettu verði. ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is Breyttur afgreiðslutími í desember. Virkir dagar 11-20, Helgar 12-20 40% af jólavörum til jóla Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Raufarhöfn á Melrakkasléttu er nyrsta kauptún landsins, var annar helsti síldveiðibærinn á eftir Siglu- firði fyrir miðja 20. öld og einn mik- ilvægasti söltunarstaðurinn á sjö- unda áratugnum. Þar á Hólmsteinn Björnsson rætur, sem hann vill hlúa að. „Við höfum tekið að okkur nokk- ur samfélagsverkefni í skjóli þess að okkur hefur gengið vel,“ segir hann lítillátur. Hólmsteinn Helgason, heiðurs- borgari Raufarhafnar og afi nafna síns, stofnaði samnefnt útgerðar- og fiskvinnslufyrirtæki á sjötta ára- tugnum og er það grunnur rekstrar afabarnanna fimm og tveggja dætra látinnar systur. „Við erum með þokkalegar aflaheimildir og gerum út tvær trillur, vorum líka í fisk- verkun um tíma en seljum nú fiskinn að mestu leyti slægðan og flokkaðan frá okkur,“ segir Hólmsteinn, fram- kvæmdastjóri HH ehf. og stýrimað- ur. Hann rak frystihús útgerðar- félagsins Jökuls í sjö ár og í 20 ár var hann framkvæmdastjóri Ísfells, sem er eitt stærsta fyrirtæki í sölu veið- arfæra á Íslandi, en bræðurnir stofnuðu það 1992. Hólmsteinn lét af störfum sem framkvæmdastjóri Ís- fells í lok árs 2011 og seldi jafnframt Pétri, bróður sínum, sinn hlut, en hefur sinnt málefnum fjölskyldu- fyrirtækisins Hólmsteins Helgason- ar ehf. frá þeim tíma. Uppbygging Eina fjölbýlishúsið á Raufarhöfn var illa farið þegar eigendur HH keyptu það 2016 og byrjuðu að gera það upp. „Allar 11 íbúðirnar eru til- búnar og sumar hafa reyndar verið í leigu á þriðja ár, en ætli við ljúkum ekki lóðarframkvæmdum í vor.“ Hótel Norðurljós við höfnina er jafn- framt í eigu fyrirtækisins, en það var byggt sem verbúð fyrir stúlkur í síldarsöltun hjá stöðinni Óðni á Óðinsplani fyrir yfir 60 árum. „Við urðum meðeigendur fyrir um fjórum árum og eigum það nú alfarið.“ Lítið líf hafi verið þar í ár vegna kórónu- veirufaraldursins, en tíminn hafi verið nýttur til þess að laga og bæta innviðina. Jafnframt hafi verið boðið upp á heimsendingarþjónustu á mat og skotið skjólshúsi yfir menn sem þjónusta ýmis rekstrarfyrirtæki í bænum. „Í raun er lokað enda engir ferðamenn, en við sinnum heima- fólkinu eftir þörfum.“ Raufarhöfn hefur verið í hópi „brothættra“ byggða, en Hólm- steinn vill snúa vörn í sókn og með það í huga hafi þau keypt blokkina og hótelið. Útgerð hefur verið und- irstaða atvinnu á staðnum og hann segir mikilvægt að halda í horfinu í sjávarútveginum en annað þurfi að koma til. Sjávarútvegsfyrirtækið GPG Seafood sé stærsta fyrirtækið í bænum og með myndarlegan rekst- ur, en vöxturinn í plássinu verði að byggjast á ferðamennsku. „Heim- skautsgerðið er algjör galdur og með hótelinu og blokkinni viljum við tryggja ákveðið framboð á íbúðum og gistimöguleikum.“ Hólmsteinn segist hafa trú á því að ferðamenn sæki í auknum mæli á afskekktari staði. „Þetta er mitt líf og yndi ásamt fjölskyldunni og ég held að ónumin lönd í þessu samhengi séu framtíðin fyrir okkar stað.“ Raufarhöfn á kortinu Ljósmyndir/Gunnar Páll Baldursson Veiðar Hólmsteinn Björnsson er á heimavelli í sjávarútvegi.  Hólmsteinn Björnsson telur að ferðamenn sæki í auknum mæli á afskekktari staði og vöxtur byggist á ferðamennsku Uppbygging Eigendur HH hafa gert upp eina fjölbýlishúsið á Raufarhöfn. Jólaævintýri Þorra og Þuru nefnist jólasýning fyrir fjölskyldur sem sýnd verður í Tjarnarbíói um komandi helgi kl. 13 og 15 bæði laugardag og sunnudag. Í sýningunni eru Þorra og Þura beð- in að passa mikil- vægan jólakristal, sem er uppspretta allrar jólagleði í öllum heiminum. Þau lenda í ákveðnum hremmingum, en allt fer þó vel að lokum. Sýningin er um 45 mínútur að lengd. Vegna samkomutakmarkana er aðeins rúm fyrir 50 fullorðna áhorfendur og 100 börn í salnum. Jólaþætti Þorra og Þuru frá 2018 og 2019 má sjá í Sarpi RÚV, en von er á nýjum þáttum á RÚV í vor. Þorri og Þura sýna í Tjarnarbíói FIMMTUDAGUR 17. DESEMBER 352. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. „Á mánudaginn fékk ég jákvæða niðurstöðu úr kór- ónuveiruprófi. Síðasta laugardag kom í ljós að einn úr liðinu var smitaður og við leikmennirnir fórum þá allir í próf á sunnudaginn. Við vorum þrír sem reyndumst einnig smitaðir. Við erum því í einangrun og aðrir í lið- inu í sóttkví. Þetta er því brösug byrjun en fyrir utan hana líst mér vel á að vera kominn aftur út,“ segir Kári Jónsson, landsliðsmaður í körfuknattleik, meðal ann- ars í samtali við Morgunblaðið í dag. Í byrjun desember samdi hann við spænska liðið Girona. »69 Kórónuveiran setur strik í reikning- inn hjá Kára Jónssyni á Spáni ÍÞRÓTTIR MENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.