Morgunblaðið - 18.12.2020, Page 4
4
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020
Íslensk hönnun í aldanna rás
Sjón er sögu ríkari
Gullkistan
Frakkastíg 10/ sími 551-3160
www.thjodbuningasilfur.is
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Skruðningar í fjallshlíðum gefa góða mynd af þeirri ógn
sem íbúum Seyðisfjarðar stafar af frekari skriðuföllum á
svæðinu. Ekki kom til frekari rýmingar á svæðinu í gær en
rigning var látlaus allan daginn. Úr hlíðum ofan við byggð
mátti sjá sístreymandi vatnsflauminn skríða niður fjallið
og voru vinnuvélar að störfum í allan gærdag til þess að
beina vatninu í nýja farvegi.
Á bilinu 120-130 manns hafa þurft að yfirgefa heimili
sín. Guðjón Már Jónsson, fulltrúi almannavarna hjá björg-
unarsveitinni Ísólfi, segir að fátt sé að gera annað en að
bíða og vona að rigningunni linni. „Það er ekki oft sem
maður vonast eftir því að það fari að snjóa. En það er
núna,“ segir Guðjón.
Dælt tíu sinnum úr kjallaranum
Nokkuð tjón hefur orðið á húseignum en þeir sem
Morgunblaðið ræddi við í gær létu engan bilbug á sér
finna. Sá sem varð fyrir hvað mesta tjóninu var Davíð
Kristinsson, björgunarsveitarmaður og hóteleigandi.
Skriða staðnæmdist við hús hans og fjölskyldunnar í hlíð-
inni og hefur hann þurft að dæla tíu sinnum úr kjallara
húsnæðisins. Spurður út í tjónið segist hann ekki vera
kominn með yfirsýn yfir það. „Ég er enginn bygginga-
verkfræðingur, ég er bara maður í stígvélum og geng um
og reyni að hjálpa. Veit ekkert um hvað er skemmt og
hvað er hægt að þurrka og redda.“
Spurður út í tjónið segist hann ekki vera kominn með yf-
irsýn yfir það. „Ég er enginn byggingaverkfræðingur, ég
er bara maður í stígvélum og geng um og reyni að hjálpa.
Veit ekkert um hvað er skemmt og hvað er hægt að þurrka
og redda,“ segir Davíð.
Bubbasafnið ónýtt
Hann nefnir þó vínilplöturnar sínar, sem hafi farið illa út
úr lekanum. „Þær virðast vera látnar. Þó að það væri búið
að gefa út að vínilplötur væru ennþá á lífi, þá eru þær orðn-
ar blautar og ógeðslegar. Þegar ég horfi á þær eru þær all-
ar ónýtar. Ég sé til dæmis Bubbasafnið mitt hérna. Það er
allt áritað frá vini mínum. Ég á eftir að gráta það lengi.“
Ógn stafar af frekari skriðuföllum
Á bilinu 120-130 manns hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín á Seyðisfirði Vonast eftir snjókomu
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Ástandið hefur haft gríðarleg áhrif á mannlífið á Seyðisfirði en nokkurt tjón hefur orðið á eignum vegna aurskriða.
Aurskriður á Seyðisfirði
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Jens Hilmarsson, varðstjóri hjá lög-
reglunni á Austurlandi, hefur
áhyggjur af því að upp komi kór-
ónuveirusmit á Seyðisfirði á sama
tíma og bæjarbúar takast á við
vandamál tengd aurskriðunum sem
hafa fallið í bænum.
Í tilkynningu í gær var fólk ein-
mitt beðið að gæta að sér.
„Við höfum verið rosalega heppin
hér á Austurlandi að vera smitlág,“
segir Jens og bætir við að íbúar hafi
passað sig mjög vel í faraldrinum.
Núna reyni aftur á móti enn frekar
á að fólk fari varlega þegar fólk er í
nánari samskiptum, fari inn á hjálp-
armiðstöðvar og snerti jafnvel sömu
kaffikönnurnar. „Einn smitaður í
svona umhverfi getur sett allt á
hliðina,“ segir hann.
Bæjarbragurinn hefur riðlast
Jens hvetur fólk sem býr ekki á
svæðinu og á ekki brýnt erindi
þangað að fresta því einhverja daga
að heimsækja bæinn „og gefa okkur
séns á að komast í gegnum þetta
erfiða verkefni og ná aftur áttum“.
Hann heldur áfram og segir bæj-
arbraginn hafa riðlast mikið. „Ég
veit að það er fullt af fólki sem á
hér húseignir sem ekki býr hérna,
sem hefur áhyggjur af sínum hús-
eignum, sem er mjög skiljanlegt.“
Lögreglan ætlar að bregðast við
þeim fyrirspurnum sem hafa komið
og kanna eignirnar. Eigendurnir
eru beðnir að vera í sambandi við
112 eða björgunarsveitina Ísólf og
láta vita af eignum sínum. „Við för-
um og skoðum þær fyrir viðkom-
andi einstaklinga miklu frekar en
að fá fólk austur ofan í erfiðar að-
stæður hérna á Seyðisfirði. Þær
verða erfiðar á meðan þetta rign-
ingartímabil stendur yfir,“ segir
varðstjórinn.
Fólk sem býr á rýmingarsvæðinu
í bænum hefur aftur á móti fengið
grænt ljós á að huga að húsum sín-
um og eigum.
Morgunblaðið/Eggert
Seyðisfjörður Jens Hilmarsson varðstjóri hefur áhyggjur af gestakomum í bænum og heimsóknum fjölmiðla.
Fólk fari ekki austur í erf-
iðar aðstæður á Seyðisfirði