Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 Jónína Benedikts- dóttir íþróttafræð- ingur og frumkvöðull varð bráðkvödd á heimili sínu í Hvera- gerði sl. miðvikudag, 63 ára að aldri. Jónína fæddist á Akureyri 26. mars 1957. Foreldrar henn- ar voru Ásta Þorkels- dóttir Ottesen sjúkra- liði og Benedikt Ingvar Helgason tón- menntakennari. Jónína lauk prófi í íþróttafræði frá McGill-háskóla í Kanada og þegar heim var komið stofnaði hún eina fyrstu líkamsræktarstöðina á Ís- landi. Jónína var auk þess búsett í Svíþjóð til margra ára. Þar rak hún líkamsræktarstöðvar og hlaut fjöl- margar viðurkenningar fyrir frum- kvöðulsstarfsemi sína í líkamsrækt. Þá rak hún um nokkurra ára skeið líkamsræktarstöðina Planet Pulse. Jónína var áhuga- söm að kynna lands- mönnum mikilvægi líkamsræktar og stóð meðal annars fyrir morgunleikfimi á Rás 1. Síðustu ár hefur hún staðið fyrir lífs- bætandi heilsu- meðferðum í Póllandi og nú síðast á Hótel Örk í Hveragerði. Jónína var þekkt fyr- ir brautryðjandastarf á sviði heilsuræktar og flutti fyrirlestra um heilsutengd málefni víða um heim. Jónína lætur eftir sig þrjú upp- komin börn, Jóhönnu Klöru, Tómas Helga og Matthías, sem eru öll börn Stefáns Einars Matthíassonar. Barnabörnin eru fjögur, Stefán Kári, Kristín Embla, Ásdís Þóra og Matthías Þór. Andlát Jónína Benediktsdóttir Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Starfsemi hefst á nýjan leik í minkahúsunum í Héraðsdal II í Skagafirði í vetur. Urðarköttur ehf. á Syðra-Skörðugili hefur tekið húsin á leigu og hefur þar rekstur með baktryggingu reyndra danskra minkabænda. Minkabú hefur verið rekið í Hér- aðsdal II með hléum í allmörg ár og þar eru stór minkahús og íbúð- arhús. Síðast var þar minkabú í eigu danskrar fjölskyldu sem hætti rekstri í lok árs 2018 og íslenskt félag hennar varð gjaldþrota. Ar- ion-banki leysti til sín eignirnar og seldi Kaupfélagi Skagfirðinga. Selja skinnin fyrir fram „Við rekum fóðurstöð og mikið hráefni fellur til við matvælafram- leiðslu hjá okkur. Við vorum að skoða möguleika á að koma þessu í gang aftur og ræddum möguleika á samstarfi við Einar á Skörðugili. Þá var kreppan að skella á og hann treysti sér ekki í þetta. Hann kom nú að máli við okkur um að taka eignirnar á leigu, sér tækifæri í þessu,“ segir Ágúst Andrésson, forstöðumaður kjötafurðastöðvar KS. Kaupfélagið hefur áður haft til skoðunar að hefja rekstur á stóru loðdýrabúi til að nýta betur fóð- urstöð og hráefni en ekki orðið úr. Einar Eðvald Einarsson, loð- dýrabóndi á Syðra-Skörðugili, seg- ist vinna að þessu verkefni í sam- starfi við danska minkabændur. Þeir muni kaupa lífdýr af honum og sunnlenskum loðdýrabændum, alls um 1.500 dýr, og fjármagna kostnað við fóðrun og umhirðu dýranna. Segir Einar að í raun kaupi Danirnir skinnin fyrir fram fyrir ákveðið verð sem dugi fyrir kostnaði. Hann þurfi því ekki að leita eftir fjármögnun annars stað- ar. Ef skinnin seljast við hærra verði skiptist umframverðið á milli þeirra. Samningurinn er til þriggja ára. Einar mun ráða tvo starfsmenn til að sjá um minkana. Danirnir hafa rekið stórt minkabú í tugi ára en urðu fyrir því eins og allir danskir minkabændur að þeir urðu að farga dýrunum samkvæmt fyrir- mælum yfirvalda sem voru hrædd við stökkbreytt afbrigði kórónu- veirunnar. „Þeir hafa trú á minka- rækt til framtíðar, eru sannfærðir um að það verði markaður fyrir skinn á komandi árum, og vilja taka þátt í þessari atvinnugrein áfram,“ segir Einar. Hann getur þess að danskir minkabændur séu að leita að tækifærum til minka- ræktar víða um Evrópu og Kan- ada, meðal annars á Nýfundna- landi, Úkraínu og Litháen. Vísbendingar um betri tíð Minkaskinnamarkaðurinn hefur verið í lægð síðustu árin og kór- ónuveirufaraldurinn dýpkað lægð- ina mjög. Framboð af skinnum er hins vegar að minnka, vegna lágs verðs og niðurskurðar í Danmörku og fleiri löndum. Einar telur allar líkur á því að verðið fari að hækka og segir að vísbendingar um það hafi komið fram á litlu netuppboði í Finnlandi í þessari viku. Skinn frá Íslandi verða seld á uppboði í Kaupmanna- höfn í febrúar á næsta ári. Minkar aftur aldir í Héraðsdalsbúinu  Skagfirskur bóndi tekur húsin á leigu af Kaupfélagi Skagfirðinga og hefur framleiðslu í samvinnu við danska minkabændur  Selur skinnin fyrir fram  Kaupfélagið framleiðir minkafóðrið Morgunblaðið/Helgi Bjarnason Minkaskáli Nýjasta minkahúsið í Héraðsdal II var byggt 2006, alls liðlega 3.300 fermetrar að gólfflatarmáli. Á jörðinni eru þrjú eldri minkahús, auk íbúðarhúss. Búið hefur verið í rekstri með hléum í allmörg ár. Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Klæðing á Bíldudalsvegi á Mikladal og í botni Tálknafjarðar er illa farin á löngum köflum. Vegurinn liggur á milli Patreksfjarðar, Tálknafjarðar og Bíldudals og mátu sérfræðingar Vegagerðarinnar hann ónýtan í skýrslu sem gerð var fyrir tveimur árum. Verstu skemmdirnar nú eru á 6-8 km kafla á Mikladal, skammt ofan Patreksfjarðar. Klæðingin er mikið sprungin og alveg farin á köflum. Styttri kafli er líka illa farinn í botni Tálknafjarðar. Gert við til bráðabirgða Vegagerðarfólk frá Patreksfirði er að gera við klæðinguna á Mikladal til bráðabirgða, að sögn Bríetar Arn- ardóttur yfirverkstjóra, en varan- legri viðgerðir standa yfir í Tálkna- firði. Bríet segir að viðgerðirnar á Mikladal komi ekki í veg fyrir frek- ari skemmdir. Hún hvetur vegfar- endur til að gæta varúðar. Vegagerðin lét kanna ástand klæðinga á Bíldudalsvegi og víðar á Vestfjörðum sumarið 2019. Niður- staða skýrslu sérfræðinganna var að fimmtán kílómetra kafli á Bíldudals- vegi væri ónýtur en það er um helm- ingur vegalengdarinnar á milli þorp- anna Patreksfjarðar og Bíldudals. Ástæðan var talin sú að klæðingar voru lagðar á illa farinn veg. Töldu þeir að vegurinn þarfnaðist endur- byggingar í heild og styrkingar. Flutningar hafa vaxið mjög á þessari leið, meðal annars með laxa- afurðir. Bríet segir að vegurinn hafi ekki verið byggður fyrir þá flutninga sem fara um hann. „Við gerum það sem í okkar valdi stendur en það þarf meira til að koma. Fjárveitingar- valdið þarf að koma að úrbótum,“ segir Bríet. Göt komin í klæðingu  Skemmdir á veginum á Mikladal  Bíldudalsvegur úr- skurðaður ónýtur á köflum þar sem lagt var á lélegan veg Morgunblaðið/Guðlaugur J. Albertsson Á Mikladal Slitlagið er illa sprungið og jafnvel horfið á nokkrum stöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.