Morgunblaðið - 18.12.2020, Qupperneq 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020
INXX II
Glæsilegasta lína okkar til þessa.
INXX II
BLÖNDUNARTÆKI
Brushed brass
Gæði, þjónusta, ábyrgð - það er Tengi
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • tengi@tengi.is
Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is
Kjartan Valgarðsson, fram-kvæmdastjóri Geðverndar-
félags Íslands og formaður fram-
kvæmdastjórnar Samfylkingar-
innar, segir á vef félagsins frá
könnun sem það
fékk Gallup til að
gera fyrir sig um af-
stöðu til fæðing-
arorlofs. Í frum-
varpi sem nú er
tekist á um á Al-
þingi er gert ráð
fyrir að fæðingar-
orlofið lengist úr
níu mánuðum í 12 og að foreldrar
skipti þessum mánuðum jafnt á
milli sín, hvort foreldri taki sex
mánuði.
Þó er gert ráð fyrir að annað for-eldri geti framselt hinu einn
mánuð þannig að skiptingin geti
orðið fimm og sjö mánuðir.
Geðverndarfélagið hefur, ásamtmörgum öðrum, gagnrýnt
þennan ósveigjanleika og lýst þeirri
skoðun sinni, eins og Kjartan ritar,
„að vegna hagsmuna barnsins eigi
foreldrar að ráða því sjálfir hvernig
þeir skipti þessum 12 mánuðum
milli sín, þannig að það sé ávallt
tryggt að barnið fái 12 mánuði.
Fleiri hafa gagnrýnt þennan þátt
frumvarpsins, nægir þar að nefna
Landlæknisembættið, Ljósmæðra-
félagið og Barnaheill.“
Könnun Gallups leiðir í ljós aðnær tveir af hverjum þremur
telja að heimild til framsals eins
mánaðar sé of skammur eða allt of
skammur tími. Athygli vekur að
nokkur munur er á afstöðu
kynjanna, 71% kvenna telur þetta
of ósveigjanlegt en 60% karla.
Þessi könnun er enn ein vísbend-ingin um að of langt er gengið
í fyrirliggjandi frumvarpi og hlýtur
þingið að taka tillit til þeirra
sjónarmiða.
Kjartan
Valgarðsson
Of langt gengið
STAKSTEINAR
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
Höskuldur Daði Magnússon
hdm@mbl.is
„Salan hefur verið kröftug frá fyrsta
degi en við finnum fyrir vaxandi hita
nú á lokametrunum. Á miðvikudag
seldust til að mynda um 1.000 mið-
ar,“ segir Ísleifur B. Þórhallsson,
framkvæmdastjóri Senu Live.
Jólagestir Björgvins verða sendir
út í beinni útsendingu frá Borgar-
leikhúsinu annað kvöld. Þetta er í
fyrsta sinn sem ráðist er í slíka út-
sendingu á tónleikum hér á landi en
fólk kaupir sér aðgang í gegnum
sjónvarpsveitur eða í streymi. Mikill
áhugi er á Jólagestum þetta árið og
hafa um níu þúsund miðar þegar
selst. Síðustu ár hefur Björgvin jafn-
an fyllt Laugardalshöll í tvígang en
það þýðir um það bil sex þúsund
gesti. Ljóst virðist að áhorfendur
verði margfalt fleiri í ár því gera má
ráð fyrir því að fleiri en einn verði að
baki hverjum miða. Ekki er ólíklegt
að tugir þúsunda verði við viðtækin.
Og þeir verða um allan heim því mið-
ar hafa selst í minnst 15 löndum.
„Á bak við hvern miða er heilt
heimili. Það er gríðarlegur fjöldi bú-
inn að ákveða að horfa á laugardag-
inn,“ segir Ísleifur. Hann lýsir þess-
ari beinu útsend-
ingu sem „risa-
tilraun“ og hún
virðist ætla að
ganga upp. Þann-
ig samþykktu all-
ir listamenn og
starfsfólk að það
fengi aðeins 50%
laun en bónusar
bættust við ef
fleiri en sex þús-
und miðar seldust.
Áhorfendur fá líka að taka þátt á
gagnvirkan hátt. Um 500 manns
geta verið með á Zoom og mun
Björgvin spjalla við einhverja
þeirra. Þá verður hægt að kjósa um
það hver af söngvurunum mun enda
kvöldið á að syngja lagið Ef ég
nenni.
Fleiri listamenn hafa ákveðið að
feta í fótspor Björgvins og senda
tónleika út með þessum hætti, til að
mynda Jóhanna Guðrún Jónsdóttir
og Bubbi Morthens. Hefur miðasala
á þá tónleika gengið vel að sögn Ís-
leifs.
Ísleifur segir að búast megi við því
að hér eftir verði alltaf boðið upp á
streymi frá stórum tónleikum sem
þessum.
Níu þúsund miðar
seldir á Jólagesti
Tugir þúsunda verða við viðtækin
Björgvin
Halldórsson
ÍL-sjóður, sem áður var Íbúðalánasjóður, var í
gær dæmdur til að greiða pari sem greiddi
uppgreiðslugjald á láni það til baka ásamt
dráttavöxtum og málskostnaði. Lánið var 40
ára húsnæðislán tekið hjá Íbúðalánasjóði árið
2008.
Í dómnum er fallist á þau sjónarmið að lána-
skilmálar Íbúðalánasjóðs hafi verið andstæðir
lögum um neytendalán. Að sú skylda hafi hvílt
á Íbúðalánasjóði eftir lagabreytingu árið 2008
að tiltaka með skýrum hætti í lánaskilmálum
hvernig uppgreiðslugjaldið skyldi reiknað út og
við hvaða aðstæður það yrði innheimt. Þeirri
skyldu hafi ekki verið fylgt eftir.
Í dómnum segir m.a.: „Stefndi hefur sem op-
inber lánastofnun ríkar skyldur til þess að
skuldarskjöl og upplýsingagjöf sé skýr og ótví-
ræð. [...] Strangar kröfur gilda því um starf-
semi hans og framgöngu gagnvart lántökum. Í
þessu sambandi vekur sérstaka athygli að af
því sem fram er komið í málinu verður ráðið að
nokkur losarabragur hafi verið í frágangi
skuldaskjala stefnda. Þannig er að sjá að til-
viljun hafi ráðið að nokkru ráðið hvaða texti
stóð inni í stöðluðum skuldabréfaskilmálum
stefnda.“
Ekki er vitað að svo stöddu hversu mörg
dæmi eru til um lántöku að þessu tagi.
Auk þess er einnig vísað til nýlegs dóms sem
féll í héraði í Reykjavík þar sem uppgreiðslu-
gjald lántakenda að lánum sem tekin voru hjá
Íbúðalánasjóði á árunum 2005-2013 voru dæmd
ólögleg.
Fá uppgreiðslugjald til baka
ÍL-sjóður tapaði dómsmáli gegn pari sem greiddi upp húsnæðislán árið 2008