Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 18.12.2020, Blaðsíða 22
22 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 2020 ✝ Herdís Hólm-steinsdóttir geðhjúkrunarfræð- ingur fæddist 16. júní árið 1954. Hún lést í faðmi fjöl- skyldunnar á kvennadeild Land- spítalans 2. desem- ber sl. Foreldrar henn- ar eru Hólmsteinn Steingrímsson, f. 4. desember 1923 og Ása Sigríður Einarsdóttir, f. 12. maí 1925, d. 5. nóvember 2011. Systkini Herdísar eru Helga Hólmsteinsdóttir, f. 24. febrúar 1956 og Steingrímur Einar Hólmsteinsson, f. 18. september 1957. Barn Helgu og Sigurðar Jakobs Jónssonar er Guðný Lilja Sigurðardóttir, f. 29. júní 1982, d. 30. september 1982. Börn Steingríms og Margrétar Júlíu Rafnsdóttur eru: a) óskírður drengur, f. 25. september 1980, d. 30. september 1980. b) Harpa Steinunn Steingrímsdóttir, f. 1981, maki Unnar Örn Unn- arsson, f. 1979. Börn þeirra eru Selma Katrín, f. 2011, Viktor Már, f. 2014 og Sara Margrét, f. 2017. c. Rafn, f. 1987, maki Nic Bizub. d. Orri Steinar Stein- grímsson, f. 1992, maki Sandra lækninga, hagnýtt nám í klín- ískri dáleiðslu, framhaldsnám í dáleiðslu, nám í hópmeðferð o.fl. Á starfsferlinum kom hún víða við en Herdís var m.a. deildarstjóri geðdeildar Land- spítala 33C á árunum 1989-1997. Þá varð hún forstöðumaður sambýlis fyrir geðfatlaða á Hringbraut 8 og sinnti þeirri forstöðu í um áratug, ásamt því að sinna faglegum störfum hjá Geðhjálp. Árið 2008 tók hún að sér stöðu sem verkefnastjóri vegna yfirfærslu geðvængs SSR frá ríki til borgar. Á árunum 2003-2009 og 2011- 2015 rak hún stofuna Ráð & Dáð sf. í samstarfi við Halldór Kr. Júlíusson sálfræðing þar sem hún veitti handleiðslu, stuðn- ingsviðtöl og dáleiðslumeðferð. Síðustu tíu æviárin var Her- dís forstöðumaður og teym- isstjóri Vettvangsgeðteymis Reykjavíkur sem hlaut Hvatn- ingarverðlaun velferðarráðs Reykjavíkur árið 2014. Þar störfuðu sérfræðingar í þver- faglegu teymi undir stjórn Her- dísar. Herdís verður lögð til hinstu hvílu í dag, 18. desember 2020, frá Kópavogskirkju klukkan 15 að viðstöddum nánustu ætt- ingjum, vinum og samstarfs- félögum. Streymt verður frá at- höfninni á slóðinni: https://youtu.be/3fgC8K3AIXU/. Virkan hlekk á streymið má finna á: https://www.mbl.is/ andlat/. Blöndal. Barn þeirra er Apríl Orradóttir, f. 2016. Herdís hóf sam- búð snemma árs ár- ið 1980 með Baldri Garðarssyni, f. 13. nóvember 1950. Foreldrar Baldurs voru Garðar Lofts- son, f. 23. sept. 1920, d. 31. jan. 1999 og Erna Sig- urjónsdóttir, f. 8. mars 1928, d. 22. jan. 1998. Herdís eignaðist þar með stjúpsoninn Gest Bald- ursson sem fæddur er þann 18. ágúst 1974. Börn hans eru: a) El- ísabet Lilja, f. 2003, b) Maríana Mist, f. 2007 og c. Konráð Vikt- or, f. 2014. Árið 1981 eignuðust þau dótt- urina Ásu Baldursdóttur, f. 16. október 1981, maki Pétur Gunn- arsson, f. 1983. Börn þeirra eru Hólmsteinn, f. 2018 og Ada María, f. 2020. Nokkru síðar fæddist sonur þeirra Davíð Arn- ar Baldursson, f. 6. maí 1987. Herdís á yfirgripsmikinn feril að baki á sviði geðheilbrigð- ismála sem geðhjúkrunarfræð- ingur og hjúkrunarfræðingur frá Hjúkrunarskóla Íslands árið 1977. Hún stundaði fjölbreytt nám, m.a. um kenningar sál- Við Herdís vorum í sambúð í 40 ár. Þegar ég kynntist henni fékk ég í kaupbæti stóran hóp vinkvenna hennar og reyndar ennþá stærri hóp af frænkum úr föðurætt hennar. Allt mjög skemmtilegt og hjálplegt fólk. Við fyrstu kynni okkar bjó hún með Arnheiði hjúkrunarfræðingi vinkonu sinni og Heiðrúnu dóttur hennar á Bergstaðastræti. Þær voru fjölskylda. Arnheiður var jafnaldra mín og mikil sómakona, hún lést árið 2006 og olli fráfall hennar okkur Herdísi mikilli sorg. En sem betur fer hefur Heiðrún litla spjarað sig vel og á mörg mannvænleg börn. Sambúð okkar Herdísar reyndist almennt farsæl. Tvennt vil ég nefna sem einkenndi hana. Hið fyrra er hjálpsemi Herdísar við vinkonur og vini. Um tíma var t.d. íbúð okkar í Daltúni orðin að einhvers konar sjúkrahóteli, en Herdís var hjúkrunarfræðingur og tók það hlutverk mjög alvar- lega. Einhverju sinni glímdi barnung dóttir einnar vinkonu hennar við heilsubrest um tíma og þá var innréttað sérherbergi fyrir hana inni á heimili okkar og henni hjúkrað þar þangað til full- um bata var náð. Amma mín gömul fékk einnig athvarf og að- hlynningu þarna um tíma. Í ann- að skipti var vinkona Herdísar húsnæðislaus og þá var rokið í að aðstoða hana við að kaupa íbúð. Herdís þoldi ekki hangs og gekk einfaldlega í málið af fullri ein- urð. Mér er það minnisstætt að hún kom þá heim úr vinnu einn daginn og tilkynnti mér og krökkunum að við yrðum að bjarga okkur sjálf varðandi kvöldmat því hún þyrfti að hitta einhverja fasteignasala í hvelli og tala við þá með tveimur hrúts- hornum. Það gekk eftir og vin- konan býr enn í íbúðinni sem var keypt. Herdís var mjög áreiðan- leg í viðskiptum, vildi alltaf ljúka málum sem fyrst og að allir væru sáttir. Ég vil þakka Herdísi fyrir ánægjuleg 40 ár og vil nefna í annan stað uppruna okkar. Við erum bæði ættuð að norðan. Her- dís var ættuð úr Húnavatnssýsl- um og Skagafirði, ég úr Eyjafirði og Þingeyjarsýslum. Við fórum alltaf norður þegar við gátum í fríum, þá var í raun allt Norður- land undir. Dvöldum oft í sum- arhúsum á Blönduósi, á Sauðár- króki, á Hólum í Hjaltadal, á Hauganesi, á Akureyri, í Eyja- firði, í Fnjóskadal og víðar. Siglu- fjörður var reyndar uppáhalds- staður Herdísar, en þar hafði hún verið á sumrin sem barn hjá ömmu sinni og afa. Hún var mjög sátt við að fá jarðgöng til og frá Sigló, eftir að þau komu fórum við alltaf þar um á ferðum okkar nyrðra. Ég vil að lokum nefna Gunnfríðarstaði í Húnaþingi. Þar á föðurfjölskylda Herdísar erfða- land og er með skógrækt á bökk- um Blöndu. Þar var alltaf komið við, en af ýmsum orsökum auðn- aðist Herdísi ekki að reisa þar sumarhús, þó oft hafi verið rætt um slíkar hugmyndir. Vona ég að börn hennar eða barnabörn geri eitthvað í því í framtíðinni. Gunn- fríðarstaðir komast næst Paradís í minningunni, trjálundir, grænt gras, fuglasöngur og alltaf gott veður. En harmur er nú að oss kveð- inn. Ég lýk þessum fátæklegu orðum með tilvitnun í Ovid: Leika landmunir lýða sonum, hveim er fúss er fara, Römm er sú taug, er rekka dregur föður túna til. (Publius Ovidius (Ovid) (43 f.Kr. – 17 e.Kr.), þýðing: Sveinbjörn Egilsson (1791 – 1852)). Baldur Garðarsson. Elsku mamma mín. Alltaf svo góð og yndisleg, fyndin og skemmtileg. Fjölskyldan var þér allt og þú varst svo ánægð með okkur og það góða og ástríka samband sem við eigum öll. Þú sagðir að áttatíu prósent af áhyggjum væru óþörf og að mað- ur ætti að reyna að njóta lífsins sem mest. Þú hvattir mig enda- laust til að fara mínar eigin leiðir, nýta hæfileika mína og fá sem mest út úr lífinu. Húmor þínum og fatastíl deili ég að einhverju leyti. Þú hafðir unun af metnað- arfullum hátíðlegum lögum, helst sungnum af karlakórum. Þú elsk- aðir að lesa bækur, þá sérstak- lega spennandi söguþræði. Þú varst kærleiksrík, hlý, for- ystumanneskja, hvort sem var í einkalífi eða á fagsviði. Þú varst alltaf hugulsöm og ástrík amma barnanna hans Gests og varðst himinlifandi þegar ég varð svo ólétt að honum Hólmsteini litla, þar sem þú naust þess að fylgjast með honum vaxa og dafna. Önnur dásemd bættist svo í líf þitt þegar Ada María dóttir okkar fæddist á þessu ári og alltaf þegar ég horfi á hana núna sé ég þig elsku mamma mín. Hún er líka með tærnar þínar, skuldlaust. Barnabörnin voru augasteinar þínir, líf þitt og yndi. Ó, hvað ég hefði viljað að þú hefðir getað far- ið á eftirlaun og notið lífsins með okkur og barnabörnunum. Þú hafðir lítinn áhuga á að ræða það sem leiðinlegt þykir, veikindi þín og allar þær hindranir sem þeim fylgdu í heimsfaraldri sem nú geisar. Á starfsvettvangi þínum varstu svo sannarlega frum- kvöðull, þar sem þú varst dáð af samstarfsfélögum og fagaðilum í stéttinni. Mannvinur sem breytti kerf- um í þágu fólksins. Ég er svo stolt af því að vera dóttir þín. Þú varst mín besta vinkona, fyrir- mynd og einstök manneskja. Ég mun alltaf sakna þín. Ása Baldursdóttir. Elsku mamma mín. Undan- farna daga hef ég heyrt svo margar sögur frá fólki sem þú hjálpaðir, frá samstarfsfólki, ætt- ingjum, vinum og skjólstæðing- um. Það fyllir mig gleði á þessum sorgartímum að heyra hvað þú hafðir áhrif á líf margra. Þú varst alltaf svo fljót að greina aðalatriðin frá aukaatrið- unum og hafðir einstakan hæfi- leika í því að leiða mann að lausn vandans í stað þess að mata hana ofan í mann. Þú vissir nákvæm- lega hvenær maður þurfti bara að láta hlusta á sig og hvenær maður þurfti að sitja og hlusta á þig. Einu sinni þegar ég var í menntaskóla kom ég til þín að kvöldi með svakalegar áhyggjur af prófi sem ég átti að fara í morguninn eftir. Ég man ekki hvað þú sagðir en ég man hvernig þér tókst að fá mig til þess að sjá aðstæðurnar í réttu ljósi, og áhyggjurnar hurfu. Svona var samband okkar, og ég á mjög erf- itt með að sætta mig við það að geta ekki leitað til þín aftur. Þú sagðir stundum: „Þetta grær áður en þú giftir þig!“ Nú er hjartað mitt brotið og söknuður- inn mikill. Þér fannst fátt skemmtilegra en að eyða tíma með börnunum þínum og barna- börnum. Veikindin voru þér erfið en þú lést þau aldrei stoppa þig í því að njóta lífsins með fjölskyld- unni. Nú þegar þú ert farin mun ég reyna að muna eftir þeim góðu stundum sem við fjölskyldan átt- um saman. Ég held að þú myndir segja mér að gefa þessu tíma, og ég er viss um að hjarta mitt grær áður en ég gifti mig. Davíð Arnar Baldursson. Það er með sorg í hjarta sem ég set á blað nokkrar línur um Herdísi frænku mína. Við vorum jafnaldra bræðradætur, aðeins sex dagar á milli okkar. Feður okkar voru úr tólf systkina hópi sem ólst upp í litlu húsi á Blöndu- ósi þar sem nú er snoturt kaffi- hús, „Ömmukaffi“. Það má því segja að það hafi verið við hæfi að síðasta ættarmótið sem við frænkur skipulögðum var einmitt á Blönduósi, fyrir tveimur árum. Samskiptin voru ekki mikil í bernsku þar sem við systkinin bjuggum ellefu ár í Svíþjóð ásamt foreldrum okkar. Við höfðum þó kynnst í heimsóknum fjölskyld- unnar til Íslands. En sl. 30 ár höfum við nokkrar elstu frænkurnar komið reglu- lega saman. Herdís eða Dísa eins og hún var jafnan kölluð var drif- fjöðrin í þessum félagsskap og sú sem stofnaði til hans ásamt Helgu systur sinni með þeim orð- um að við gætum ekki bara hist í jarðarförum! Herdís var í eðli sínu félagslynd, létt í skapi, úr- ræðagóð og umhyggjusöm. Henni var það kappsmál að ættin stóra héldi saman. Við hittumst að jafnaði einu sinni til tvisvar á ári hver hjá annarri yfir góðri máltíð og ræddum saman um allt milli himins og jarðar og sögðum fréttir af fjölskyldunni stóru. Þar var mikið talað, eins og tíðkast í stórfjölskyldunni frá Blönduósi, og mikið hlegið. Við skipulögðum einnig all- mörg ættarmót þar sem vel á annað hundrað manns komu jafn- an saman, þrír til fjórir ættliðir, niðjar Steingríms Davíðssonar skólastjóra og Helgu Jónsdóttur. Af tólf börnum þeirra hjóna lifa nú þrír bræður. Blessuð sé minning Herdísar frænku minnar. Innilegar samúð- arkveðjur til Baldurs manns hennar og fjölskyldunnar allrar. Guðrún Helga Brynleifsdóttir. Við Dísa ólumst upp í Kópa- vogi og vorum saman í skóla, seinna kynntist ég henni betur í gegnum fjölskyldutengsl og átt- um við saman margar góðar stundir, ég man sérstaklega að henni þóttu listamenn skrítnar skrúfur. Jú það er óhætt að segja að við veldum okkur ólíkar leiðir í lífinu, en það segir manni alltaf mikið um fólk hvað það velur sér að starfa við og þeir sem vinna við að hjúkra samborgurum sín- um finnst mér sérstaklega virð- ingarverðir. Til gamans rifja ég hér upp að ég hitti Dísu einu sinni en hún hafði miklar áhyggjur af því að Ása dóttir hennar var byrj- uð í námi í háskólanum sem tengdist menningu! Mér tókst þó held ég að að róa hana með því að það væru margir að vinna í menningarstofnunum og ef hún líktist foreldrum sínum myndi hún örugglega fá vinnu. Ég sendi aðstandendum sam- úðarkveðjur á þessari sorgar- stundu. Daði Guðbjörnsson. „Yes!“ Ég sé þig fyrir mér elsku Herdís þar sem þú sýnir með hvetjandi handahreyfingum ánægju þína og segir þessi orð í sömu andrá. Þessa hvatningu tók ég upp og hef haldið áfram að nota í meðferðarvinnu þegar ég vil hvetja mitt fólk alveg sérstak- lega áfram. Ég sé líka fyrir mér glettnisleg augun og brosið sem umlykur allt andlitið og fyllir mig ánægju, gleði og öryggi. Þú varst minn klettur elsku vinkona og hafðir svo mikil áhrif á líf mitt að það er ekki hægt að hripa það niður í nokkur orð. Áhrifin eru óumdeild og áþreif- anleg. Þegar ég lít um öxl þá birt- ist þú mér eins og guðmóðir. Þú komst inn í líf mitt nokkrum ár- um eftir að móðir mín lést, tókst utan um mig og handleiddir mig áfram. Þeirri handleiðslu lauk aldrei og mun ekki ljúka í minni tíð. Þú varst fyrsta og eina mann- eskjan sem hjálpaðir mér með ýmis flókin úrlausnarefni sem sneru að mínu lífi og þér gat ég trúað fyrir öllu. Á þinn einstaka hátt veittirðu mikið traust og þéttan ramma. Ég gekk nokkuð hart eftir því að komast til þín í handleiðslu á sínum tíma og mikið er ég þakk- lát fyrir að hafa gert það. Án þín hefði líf mitt ekki orðið það sem það er í dag. Í dag er ég orðin sál- fræðingur og það var fyrir þitt tilstilli að ég fór í framhaldsnám þegar þú spurðir mig á þinn glettnislega hátt hvort ég hefði nú ekki ætlað mér að verða sál- fræðingur. Það hafði þau áhrif að ég sagði upp starfinu, dreif mig utan í framhaldsnám og lauk námi. Við ræddum einnig reglu- lega stjórnmálin og ýmsar flækj- ur varðandi þau. Þú studdir mig í því eins og öllu öðru. Ástamálin voru reglulega rædd enda voru þau stundum snúin hjá ungri konu sem vissi ekki alveg hverju hún væri að leita að. Þú vissir að mig langaði að eignast fjölskyldu og þú átt stóran þátt í því að ég eignaðist hana. Ég hlakkaði mik- ið til að fá þig í brúðkaupið og geta fagnað með þér. Mér þótti dýrmætt að geta sýnt þér Baldur minn og til stóð að sýna þér Eygló líka. Þegar ég rita þessi minning- arorð þá koma í huga mér orðin þakklæti og manneskja. Ég er svo þakklát fyrir að lífið skyldi leiða mig til þín. Þú varst ein fárra sem sáu mig í djúpum skiln- ingi þess orðs og ég gat opnað mig alveg fyrir. Það er mikill auð- ur. Þú varst einstök manneskja sem kunnir sérlega vel á lífið og hvað skipti máli í því. Ég mun taka þá visku með mér. Mikil- vægi þess að geta slakað á, bros- að og notið lífsins. Ég verð að viðurkenna að ég trúi því eiginlega ekki að ég sitji hér og skrifi minningarorð um þig elsku Herdís mín því í mínum huga ertu ódauðleg. Þú ert ein- hvern veginn þannig að það er bara ekki hægt að hugsa sér heiminn án þín. Ég ætla heldur ekkert að gera það því þú munt fylgja mér mína ævi á enda. Sam- bandið verður við þær minningar og þau skref sem þú markaðir í mitt líf. Elsku Herdís, nú eru ákveðin tímamót. Þakklæti og hreinn kærleikur eru mér efst í huga. Kæru Baldur, Ása, fjölskylda og vinir. Ég votta ykkur djúpa sam- úð á þessum erfiðu tímum. Kristbjörg Þórisdóttir. Vort líf sem svo stutt og stopult er, það stefnir á æðri leiðir, en upphiminn fegri en augað sér, mót öllum oss faðminn breiðir. (Einar Benediktsson) Þessi orð komu upp í huga okkar þegar við spurðum hið ótímabæra andlát okkar kæru Herdísar Hólmsteinsdóttur hinn 2. desember sl. Dísa, eins og hún ávallt var kölluð, var okkur kær. Margar samverustundir áttum við gegn- um tíðina, gestrisni hennar og góðrar nærveru minnumst við með miklu þakklæti. Dísa var hrókur alls fagnaðar í góðum félagsskap og skemmti- legur ferðafélagi þegar fólk brá sér af bæ. Hún talaði vel til barna og unglinga og hafði áhuga á þeim og þeirra viðfangsefnum. Þá var hún dugleg við að drífa hlutina áfram og ekki var logn- mollan á heimili þeirra Baldurs. Við skynjuðum hrakandi heilsu Dísu hin síðari ár, en hún gerði lítið úr alvarleikanum og var jafnan hress og bjartsýn þeg- ar slíkir hlutir bárust í tal. Sam- komutakmarkanir og fjarlægð settu síðan strik í reikninginn í seinni tíð, og undanfarna mánuði vildum við ekki íþyngja henni um of með áhyggjum okkar af heilsu hennar. Við leiðarlok erum við sorgmædd vegna þessa en velj- um að muna Dísu okkar eins og hún var á meðan heilsa hennar var góð. Dísa var heilsteypt og sjálfri sér samkvæm, fylgin sér og lá ekki á skoðunum sínum. Umönn- un hennar fyrir þeim sem höllum fæti standa í samfélaginu átti hug hennar allan, hún ól önn fyrir skjólstæðingum sínum í orðanna eiginlegri merkingu. Sem geðhjúkrunarfræðingur tók Dísa þátt í starfi sem sjaldn- ast hefur notið sannmælis, vegna fordóma og vankunnáttu margra varðandi geðheilbrigðismál og af- stöðu til þeirra bræðra okkar og systra sem erfitt eiga með að fóta sig á hálum brautum lífsgöng- unnar. Dísa sá börn sín vaxa úr grasi og barnabörnin urðu henni kærir gimsteinar, sem hún þó svo sann- arlega hefði átt skilið að fá að fylgjast með lengur, en þau yngstu eru enn barnung. Dísa kvaddi okkur í aðdrag- anda jólanna, aðventan nýgengin í garð. Í stað jarðneskrar jólahá- tíðar mun Dísa nú taka þátt í hinni himnesku hátíð, fyrirheit er gefið: „Sjá, ég gjöri alla hluti nýja.“ Hinstu kveðjur frá okkur og fjölskyldum okkar, bæði hér heima og í Noregi, og við þökkum öll fyrir samfylgdina og góðu stundirnar sem við áttum saman. Að hryggjast og gleðjast, hér um fáa daga, að heilsast og kveðjast, það er lífsins saga. (Páll J. Árdal) Baldri bróður og mági, börn- um þeirra Dísu og afkomendum, svo og fjölskyldu Dísu allri, vott- um við innilega samúð okkar og biðjum þeim Guðsblessunar. Skírnir Garðarsson og Sigrún Davíðs. Skarð er fyrir skildi. Fallin er frá langt um aldur fram Herdís Hólmsteinsdóttir, svilkona mín og besta vinkona. Herdís var einstök. Það var ekki vegna þess að hún væri sí- fellt að veita manni hrós eða segja hvað henni þætti vænt um mann, heldur vegna þess að hún sagði alltaf það sem hún meinti og ekki annað. Að þykjast vera einhver önnur var ekki til í henn- ar ranni. „Ef þú vilt ekki fá hrein- skilið svar þá skaltu ekki spyrja“ sagði hún stundum. Við vorum ekkert alltaf sammála. Tókum stundum rökræður sem viðstadd- ir voru ekki alveg rólegir með, en á okkar vináttu bar aldrei skugga. Það var alltaf hægt að leita til hennar með hvaðeina sem maður velktist í vafa um. Alltaf hreinskilið svar. Ekki endilega að koma með lausnir, heldur réttu spurningarnar til að manni fynd- ist sem lausn væri fram undan. Að sakna er fallegt. Því það sem maður saknar er eitthvað sem maður elskar. Við náðum að bralla margt saman, ávallt farið alla leið í þeim dellum sem voru teknar fyrir. Fyrir nokkrum ár- um voru það fjallgöngur sem áttu hug okkar allan. Ég náði ekki að fara á öll þau fjöll sem hún gekk á, t.d. Móskarðshnjúka sem henni fannst einstakir – ég vona að ég nái að ganga á þá einn dag- inn í hennar minningu. Við fórum eitt sinn á Ingólfsfjall frá Alviðru, sem er frekar erfið leið – mjög brött, en útsýnið maður minn. Eitt sinn þegar við vorum á leið heim að norðan tókum við viðr- ingarpásu á leiðinni út Norður- árdalinn og gengum inn Kotagil – sem ein fallegasta gönguleið sem ég hef séð. Nú síðast var það golf sem átti hug hennar allan, það besta sem hún vissi var að fara út á golfvöll Herdís Hólmsteinsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.