Morgunblaðið - 18.12.2020, Qupperneq 40

Morgunblaðið - 18.12.2020, Qupperneq 40
Múlakvintettinn kemur fram á tónleikum Jazzklúbbsins Múlans í Flóa í Hörpu í kvöld, föstudagskvöld, og hefjast tónleikarnir klukkan 20. Múlakvintettinn hefur starfað um árabil og eru forsprakkar hans saxófónleikararnir Haukur Gröndal og Ólafur Jónsson. Sam- starf þeirra nær aftur til ársins 1994 þegar þeir léku saman í Stór- sveit Reykjavíkur og síðan þá hafa þeir unn- ið saman í fjölbreyttum hljómsveitum. Ásamt þeim koma fram Ásgeir Ásgeirsson, Þorgrímur Jónsson og Erik Qvick. Á tónleikunum verður talið í nokkur uppá- haldslög í nýjum og ný- legum útsetningum hljómsveitarinnar. Múlakvintettinn telur í nokkur uppáhaldslög í Múlanum í kvöld FÖSTUDAGUR 18. DESEMBER 353. DAGUR ÁRSINS 2020 Sími: 569 1100 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is mbl.is: netfrett@mbl.is Í lausasölu 697 kr. Áskrift 7.530 kr. Helgaráskrift 4.700 kr. PDF á mbl.is 6.677 kr. iPad-áskrift 6.677 kr. Knattspyrnukonan Berglind Rós Ágústsdóttir skrifaði undir tveggja ára samning við sænska úrvalsdeild- arfélagið Örebro í vikunni. Berglind, sem er 25 ára gömul, hefur verið fyrirliði Fylkis í úrvalsdeild kvenna, Pepsi Max-deildinni, undanfarin tvö tímabil, en hún gekk til liðs við Árbæinga haustið 2017 frá uppeldis- félagi sínu Val. Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Skotlandi í Pinatar-bikarnum á Spáni í mars á þessu ári en það hefur lengi verið draumur hjá henni að reyna fyrir sér í atvinnumennsku. Langþráður draumur rættist þegar Berglind skrifaði undir í Svíþjóð ÍÞRÓTTIR MENNING lengi vel hafi þrenndartaugarverkur verið einn af þessum földu sjúkdóm- um. „Engin ráð voru til að kljást við hann, menn gáfust bara upp og því var hann ekki kallaður sjálfsvígs- sjúkdómurinn að ástæðulausu.“ Bárðarsaga Snæfellsáss er hug- leikin höfundi. Hann áréttar að sagan og umhverfið hafi haft djúp áhrif á sig þegar hann hafi verið í sveit á Arn- arstapa og fylgt sér síðan enda eigi fjölskyldan hús á Hellnum og hafi verið þar reglulega undanfarna tvo áratugi. „Maður verður fljótt hand- genginn þessu umhverfi, því það er svo yfirgengilega stórbrotið.“ Í bókinni vekur Ólafur Haukur at- hygli á því að Bárðarsaga njóti ekki sannmælis „enda hafa bókmennta- snobbarar landsins haldið því að fólki að sagan væri „veigalítil““. Þvert á móti segir hann hana vera merkilega og saga Helgu, dóttur Bárðar, og bróðurbarna sé mikil harmsaga. „Hún er öðruvísi en allar svokallaðar Íslendingasögur.“ Ólafur Haukur fékk meðferð, sem hafði góð áhrif, en hann segist enn búa við ýmsar aukaverkanir. Þær komi samt ekki enn í veg fyrir að hann haldi áfram að skrifa. Þriðja bókin um fólkið í blokkinni, Gleðiloft og glópalán, ber þess merki og í lið- inni viku var hann spurður í símtali frá Sviss hvenær bók númer fjögur kæmi út. „Þetta er allt annað líf og á meðan ég hef gaman af þessu held ég áfram.“ Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Ólafur Haukur Símonarson hefur ver- ið afkastamikill rithöfundur undan- farna áratugi og sendi nýlega frá sér tvær bækur sem Sögur útgáfa gefur út. Fyrir ríflega tveimur árum var Ólafur Haukur sárþjáður vegna þrenndartaugarverks í höfði. Varla mönnum sinnandi kom hann sér fyrir í hálfgerðri einangrun á Hellnum á Snæfellsnesi, skrifaði út frá verknum og úr varð Höfuðbók, bráðskemmti- leg, fyndin og fróðleg saga, þar sem höfundur fer um víðan völl og blandar saman staðreyndum og skáldskap af mikilli list. „Þetta er makalaust svæði,“ segir Ólafur Haukur um suðurhluta Snæ- fellsness og vísar til sögunnar frá landnámi og náttúrufegurðarinnar. Umhverfið hafi fyllt í eyðurnar og bókin orðið til jafnt og þétt. „Ég vildi skrifa mig frá þessum leiðindum sem voru í gangi í hausnum á mér.“ Margar persónur koma við sögu, en vinirnir Ólafur Haukur og Njáll Tóm- asson eru eðlilega í sviðsljósinu. „Ég hef skrifað aðra bók um þennan ágæta heimilislækni,“ minnir Ólafur Haukur á. Hann segist hafa kynnst fjölda lækna og þeir séu eins misjafnir og þeir séu margir. „Það er því vel hægt að gera grín að læknum.“ Upp- lýsir jafnframt að flestar persónurnar séu byggðar á einstaklingum sem hann hafi séð út undan sér og jafnvel kynnst. „Fólk er svolítið skemmtilegt, þegar maður leyfir því að vera það.“ Lengi falinn sjúkdómur Þrenndartaugarverkur er ekkert grín og „kveikja að verkjakasti getur verið snerting, rakstur, andlits- þvottur, förðun, tannburstun, tygging, tal eða vindblástur á andlit- ið“, eins og fram kemur í bókinni. Ólafur Haukur segir að verkirnir séu misjafnir hjá fólki, allt frá því að vera vægir og endrum og sinnum upp í óbærilega, stöðuga verki, sem geri viðkomandi óhæfa til allra verka. „Þannig var það orðið hjá mér þegar ástandið var sem verst.“ Örðugt getur reynst að finna orsök verkjarins, að sögn Ólafs Hauks. „Lyfjahringekjan virkaði ekki baun á mig,“ útskýrir hann og bætir við að Skrifaði sig frá leiðindum  Höfuðbók Ólafs Hauks út frá þrenndartaugaverk  Rithöfundurinn slær á létta strengi í tveimur nýjum bókum Öflugur Ólafur Haukur Símonarson lætur ekkert stöðva sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.