Morgunblaðið - 21.12.2020, Side 27

Morgunblaðið - 21.12.2020, Side 27
HANDBOLTI Víðir Sigurðsson vs@mbl.is Þórir Hergeirsson er kominn með norska kvenna- landsliðið í handknattleik aftur á efsta þrep verð- launapallsins. Eftir tvö stórmót í röð þar sem Norðmenn urðu að sætta sig við fjórða og fimmta sæti er lið Þóris aftur orðið það besta í Evrópu. Noregur vann Frakkland, 22:20, í hörkuspenn- andi úrslitaleik í Herning í Danmörku í gær og nýtti sér reynsluna á lokakaflanum með því að skora fjögur mörk gegn einu eftir að Frakkar höfðu komist í 19:18. Nora Mörk hefur farið á kostum á mótinu og hún skoraði tvö af þessum mörkum undir lokin og fjögur mörk alls. Nora endaði sem lang- markahæsti leikmaður mótsins með 52 mörk. Stine Skogrand skoraði einnig fjögur mörk og Silje Solberg átti stórleik í markinu en hún varði 16 skot og var með 46 prósent markvörslu. Tví- burasystir hennar, Sanna Solberg-Isaksen, skor- aði 22. markið og gulltryggði sigurinn. Þar með hefur Þórir unnið sjö stóra titla frá því hann tók við þjálfun norska liðsins árið 2009. Þetta er fjórði Evrópumeistaratitillinn hans, tvisvar hefur norska liðið orðið heimsmeistari og einu sinni ólympíumeistari. Til viðbótar á Þórir tvo silfurpeninga og tvo bronspeninga frá þessum stórmótum og hefur því farið með lið sitt á verð- launapall í ellefu skipti af fjórtán. Alls hafa Norðmenn unnið Evrópumótið í átta skipti af þeim fjórtán sem það hefur farið fram frá árinu 1994. Í heildina var sigur Noregs á mótinu gríðarlega sannfærandi. Liðið vann alla átta leiki sína, að meðaltali með tæplega tólf marka mun. Frakkar áttu þó besta leikmann mótsins en þann titil hlaut skyttan Estelle Nze Minko.  Króatísku konurnar komu mest allra á óvart á mótinu en þær lögðu Dani að velli á sannfærandi hátt í leiknum um bronsverðlaunin í gær, 25:19. Þetta er besti árangur Króata á stórmóti kvenna frá upphafi. Sjö stórir titlar Þóris  Noregur Evrópumeistari í áttunda sinn eftir sigur á Frakklandi í úrslitaleik  Fjórði Evróputitill Þóris sem hefur 11 sinnum farið á verðlaunapall á stórmóti AFP Evrópumeistarar Þórir Hergeirsson fagnar í miðjum hópi norska liðsins eftir að það tók við verðlaunum sínum að loknum leiknum við Frakka í Herning. ÍÞRÓTTIR 27 MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 2020 Barcelona skýrði frá því á heima- síðu sinni í gær að Aron Pálm- arsson hefði meiðst á hné í sig- urleik liðsins gegn Bidasoa, 37:27, í spænsku 1. deildinni í handknatt- leik. Sagt var að sin í hné hefði tognað og þar með væri óvíst að Ar- on gæti tekið þátt í úrslitakeppni Meistaradeildar Evrópu í Köln á milli jóla og nýárs. Barcelona mæt- ir París SG þar í undanúrslitum 28. desember. Þá er stutt í leiki ís- lenska landsliðsins í undankeppni EM og á HM í Egyptalandi í jan- úarmánuði. Óvissa með Aron vegna meiðsla Barcelona Meiddur Aron Pálmarsson gæti misst af mikilvægum leikjum. Jón Dagur Þorsteinsson, fyrirliði 21-árs landsliðsins í knattspyrnu, var valinn maður leiksins í gær þegar lið hans AGF frá Árósum vann sannfærandi sigur á AaB frá Álaborg, 3:0, í dönsku úrvalsdeild- inni. Óhætt er að segja að Jón Dagur hafi gert út um leikinn á fyrstu 34 mínútunum. AGF komst yfir þegar Jón átti hörkuskot sem markvörður AaB varði en Gift Links fylgdi á eft- ir og skoraði. Jón gerði síðan tvö mörk á átta mínútna kafla, bæði eftir fyrirgjafir, og Árósaliðið var með leikinn í hendi sér eftir það. AGF var á toppi deildarinnar í nokkra klukkutíma en Hjörtur Her- mannsson og félagar í Bröndby náðu forystunni í deildinni á ný í gærkvöld með því að vinna Horsens 2:1 á útivelli. Þar skoraði Kjartan Henry Finnbogason mark Horsens í uppbótartíma. Bröndby er með 27 stig á toppn- um, AGF 24 og Midtjylland 24 en síðastnefnda liðið getur náð efsta sætinu á ný í kvöld þegar það mætir Nordsjælland í síðasta leik ársins í deildinni. Jón maður leiksins Morgunblaðið/Eggert Tvenna Jón Dagur Þorsteinsson átti mjög góðan leik með AGF í gær. Spánn Obradorio – Zaragoza ...................... 102:91  Tryggvi Snær Hlinason skoraði 4 stig fyrir Zaragoza, tók 5 fráköst og átti eina stoðsendingu á 23 mínútum. Valencia – Murcia................................ 89:78  Martin Hermannsson skoraði 5 stig fyrir Valencia, átti 4 stoðsendingar og tók eitt frákast á 13 mínútum. Andorra – Estudiantes ....................... 81:73  Haukur Helgi Pálsson skoraði eitt stig og tók 3 fráköst fyrir Andorra á 14 mín- útum. Þýskaland Fraport Skyliners – Bayreuth ......... 104:86  Jón Axel Guðmundsson skoraði 25 stig fyrir Fraport, átti 8 stoðsendingar og tók 2 fráköst á 31 mínútu. Bretland Nottingham – Leicester Riders ......... 64:69  Sara Rún Hinriksdóttir skoraði 12 stig fyrir Leicester, tók 8 fráköst og átti eina stoðsendingu á 32 mínútum.   Þýskaland RN Löwen – Bergischer ..................... 24:23  Alexander Petersson skoraði 3 mörk fyr- ir Löwen en Ýmir Örn Gíslason ekkert.  Arnór Þór Gunnarsson skoraði eitt mark fyrir Bergischer en Ragnar Jóhannsson ekkert. Magdeburg – Nordhorn ..................... 28:20  Ómar Ingi Magnússon skoraði 3mörk fyrir Magdeburg og Gísli Þorgeir Krist- jánsson 3. Göppingen – Melsungen ..................... 23:30  Janus Daði Smárason skoraði eitt mark fyrir Göppingen.  Arnar Freyr Arnarsson skoraði ekki fyr- ir Melsungen. Guðmundur Þ. Guðmunds- son er þjálfari liðsins. Balingen – Füchse Berlín ................... 19:28  Oddur Gretarsson skoraði 2 mörk fyrir Balingen. Stuttgart – Kiel.................................... 27:34  Viggó Kristjánsson skoraði 6 mörk fyrir Stuttgart en Elvar Ásgeirsson ekkert. Efstu lið: Flensburg 21, Rhein-Neckar Löwen 21, Kiel 20, Füchse Berlín 19, Leipzig 17, Magdeburg 16, Göppingen 15, Lemgo 15, Stuttgart 15, Wetzlar 14, Melsungen 13. B-deild: Gummersbach – Bietigheim .............. 31:17  Elliði Snær Viðarsson skoraði 3 mörk fyrir Gummersbach. Guðjón Valur Sigurðs- son þjálfar liðið.  Aron Rafn Eðvarðsson varði 5 skot í marki Bietigheim, 20%. Hannes Jón Jóns- son þjálfar liðið. Lübeck-Schwartau – Aue................... 34:25  Arnar Birkir Hálfdánsson skoraði eitt mark fyrir Aue. Sveinbjörn Pétursson varði 4 skot, 21%, í marki liðsins. Rúnar Sigtryggsson þjálfar Aue. Spánn Bidasoa – Barcelona ........................... 27:37  Aron Pálmarsson skoraði 2 mörk fyrir Barcelona. Danmörk GOG – Skjern ....................................... 30:25 Viktor Gísli Hallgrímsson varði 11 skot í marki GOG, 34%, og skoraði eitt mark.  Elvar Örn Jónsson skoraði 5 mörk fyrir Skjern. SönderjyskE – Kolding....................... 29:26  Sveinn Jóhannsson skoraði ekki fyrir SönderjyskE en Ágúst Elí Björgvinsson varði eitt skot, 25%, í marki Kolding. Frakkland Aix – Tremblay .................................... 32:27  Kristján Örn Kristjánsson skoraði 8 mörk fyrir Aix. Sviss Kadetten – Bern .................................. 25:24  Aðalsteinn Eyjólfsson þjálfar Kadetten.   „Þetta er mögnuð upplifun og eitthvað sem okkur dreym- ir um alla daga. Að vinna gull er það besta sem hægt er að gera í handbolta,“ sagði kampakátur Þórir Hergeirsson landsliðsþjálfari Noregs í samtali við TV3 í Noregi eftir að hann stýrði liðinu til sigurs á Evrópumóti kvenna í hand- bolta í fjórða skipti í gær. „Ég er mjög stoltur af þessu liði sem hefur unnið vel saman síðustu ár,“ sagði Þórir. Hann var sérstaklega sátt- ur með mótshaldarana, en allt mótið fór fram í Danmörku eftir að Noregur hætti við mótshald vegna kórónuveir- unnar. „Ég vil þakka skipuleggjendum mótsins fyrir þá vinnu sem þeir lögðu á sig.“ Selfyssingurinn hrósaði Noru Mørk sérstaklega en hún lék frábærlega fyr- ir Noreg á mótinu eftir að hafa hrist af sér mikið mótlæti síðustu ár. „Þetta hefur verið erfitt ferðalag fyrir hana og ég er kátur með hennar framlag. Hún er okkur gríðarlega mikilvæg og algjör sigurvegari,“ sagði Þórir. Mjög stoltur af þessu liði Þórir Hergeirsson Landsliðsmiðvörðurinn Sverrir Ingi Ingason skoraði sigurmark PAOK frá Þessalóníku gegn Panathinaikos frá Aþenu í stórleik helgarinnar í gríska fótboltanum. Markið gerði hann með skalla um miðjan síðari hálfleik og lokatölur urðu 2:1. PAOK lýkur þar með árinu í þriðja sæti eftir tólf umferðir með 27 stig en Olympiacos er með 32 stig og Aris 29 í tveimur efstu sætunum. Þetta var fyrsta mark Sverris á tímabilinu en hann hefur spilað tíu af tólf leikjum liðsins. Sverrir skor- aði sigurmark AFP Mark Sverrir Ingi Ingason tryggði PAOK sigur á Panathinaikos.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.