Morgunblaðið - 23.12.2020, Síða 1

Morgunblaðið - 23.12.2020, Síða 1
M I Ð V I K U D A G U R 2 3. D E S E M B E R 2 0 2 0 Stofnað 1913  302. tölublað  108. árgangur  Kertasníkir kemur í kvöld 1dagurtil jóla jolamjolk.is NÝR ÞJÁLF- ARI LANDS- LIÐSINS BESTU KVIKMYNDIR ÁRSINS FÆRRI GESTA- KOMUR EN MEIRI VELTA LOGANDI STÚLKA 29 VIÐSKIPTAMOGGINNARNAR ÞÓR 26 Vísitala þorsks lækkar þriðja árið í röð samkvæmt haustmælingu Haf- rannsóknastofnunar Íslands. Hún leiðir í ljós að stofnvísitala þorsks hefur lækkað töluvert frá árinu 2017 þegar hún mældist sú hæsta frá upphafi haustmæling- arinnar. Nú er vísitalan svipuð því sem hún var árin 2008-2009. Lækkunina í ár má rekja til þess að fjöldavísitala 40-80 cm fisks var undir meðaltali rannsóknar- tímabilsins. Stofnvísitala ýsu hefur haldist svipuð frá árinu 2017. Árgangur þorsks frá 2019 mæld- ist vel yfir meðalstærð og fyrsta mæling á yngsta árgangi þorsksins er sú hæsta frá upphafi mælinga 1996. Árgangur ýsu frá 2019 mæld- ist yfir meðalstærð og fyrstu vís- bendingar um árganginn frá 2020 gefa til kynna að hann sé einn af þeim stærstu síðan mælingar hóf- ust 1996. Nýliðun gullkarfa, djúp- karfa og blálöngu hefur verið mjög léleg undanfarin ár. Vísitala nýlið- unar hjá grálúðu, sem hefur lækk- að hratt frá hámarkinu árin 2009- 2013, sýndi merki um jákvæða þró- un í ár. Magn flestra brjóskfiska jókst eða hélst í stað frá fyrra ári. Stofn geirnytar hefur ekki mælst jafn stór frá upphafi mælinga 1996. Morgunblaðið/Eggert Þorskur Árgangur þorsks frá 2019 mældist vel yfir meðalstærð. Vísitala þorsks lækkar Skipverji á Sigurði VE slasaðist talsvert á hendi þegar hann var bit- inn af hámeri á kolmunnamiðum suður af Færeyjum í lok nóvember. Siglt var með manninn til Þórs- hafnar í Færeyjum þar sem gert var að sárum hans á sjúkrahúsi. Að- gerðin gekk vel og er maðurinn á batavegi, en er enn óvinnufær. Samkvæmt upplýsingum frá Ís- félaginu, útgerð Sigurðar VE, kom hámerin upp með trollinu og var búið að losa hana úr veiðarfærinu. Ekki virtist lífsmark með fiskinum og hugðist skipverjinn koma hon- um fyrir borð. Hámerin reyndist hins vegar á lífi og beit skipverjann í vinstri hendi svo mikið blæddi og sinar og vöðvar sködduðust. Líklegt er að hámerin hafi verið hálfur annar metri á lengd, en há- meri er af ætt háfiska eins og há- karlar og háfar, sem tilheyra flokki brjóskfiska. „Hámerin telst ekki hættuleg fólki og eru sárafá þekkt tilvik þar sem hámeri hefur ráðist á menn. Þau tilvik sem þó eru þekkt hafa flest orðið um borð í bátum þegar fiskar voru komnir upp á þilfar og bitu frá sér,“ segir meðal annars á Vísindavefnum. aij@mbl.is Sjómaður bitinn af hámeri Háfiskar Hámeri er skyld hákarli og háfi, allt vel tenntir fiskar.  Voru á kolmunnaveiðum  Hélt að fiskurinn væri dauður  Allar umsagnir um nýja reglu- gerð heilbrigðisráðherra um lyfja- verð, sem gildi á að taka um ára- mót, vara við því að hún ógni lyfjaöryggi í landinu. Ný ákvæði um verðviðmið, andstæð nýjum lyfjalögum, muni óhjákvæmilega minnka lyfjaframboð og torvelda markaðssetningu nýrra lyfja. Þrjú norræn lyfjafyrirtæki sendu inn umsagnir á sömu leið og vara við því að þau kunni að hætta að selja lyf hingað. Rúna Hauksdóttir, forstjóri Lyfjastofnunar, vildi í samtali við Morgunblaðið ekki leggja mat á að- finnslurnar í umsögnunum, en sagði að þessi fyrirtæki þekktu markaðinn auðvitað best. »8, 10 Ný reglugerðardrög minnka lyfjaöryggi Viðar Guðjónsson Oddur Þórðarson Skriðan sem féll utan Búðarár á Seyðisfirði á föstudag er sú stærsta sem fallið hefur í þéttbýli hér á landi. Ríkisstjórnin ætlar að gera ráðstaf- anir til að verja íbúa Seyðisfjarðar „til framtíðar“, að sögn fjármála- og efnahagsráðherra. Aðstæður í Botnabrún voru skoð- aðar sérstaklega í gær og er það mat Veðurstofunnar að óverulegar líkur séu á skriðu sem skapað geti hættu neðan Múlavegar. Fólki er því heim- ilt að snúa aftur heim í þau hús. Enn er rýming í gildi á öðru svæði, að minnsta kosti til 27. desember. Harpa Grímsdóttir, hópstjóri ofanflóðavöktunar Veðurstofu Ís- lands, sagði í tilkynningu sem Veð- urstofan birti í gær að sérfræðingar hefðu ekki búist við skriðu af þessari stærðargráðu. Þeir hefðu vanmetið aðstæður utan Búðarár. Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinn- ar heimsóttu Seyðisfjörð í gær. Þeir voru slegnir yfir aðkomunni. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efna- hagsráðherra sagði að þeir væru komnir á staðinn til að sýna íbúum samstöðu. „Mér finnst það skipta máli, að við ætlum að standa með [Seyðfirðing- um] og gera ráðstafanir til að verja [þá] til framtíðar,“ sagði Bjarni. Sigurður Ingi sagði að enginn vafi væri á því að ríkisstjórnin ætlaði sér að taka þátt í uppbyggingarstarfi á Seyðisfirði en í það minnsta ellefu hús skemmdust vegna skriðnanna sem féllu í síðustu viku. Þóra Guðmundsdóttir, arkitekt og hótelhaldari á Seyðisfirði, sést hér í forgrunni myndarinnar en hún gaf ráðherrunum bók sem hún skrifaði um byggingarsögu Seyðisfjarðar. „Þessi bók var endurútgefin í sumar og mér þótti viðeigandi að ráðherrarnir fengju bókina, Húsa- sögu Seyðisfjarðarkaupstaðar. Þeir geta þá glöggvað sig á þeim húsum sem hér standa, hafa staðið og þeim sem nú eru nær horfin,“ sagði Þóra. Sú stærsta sem fallið hefur  Aðstæður utan Búðarár voru vanmetnar  Ríkisstjórnin ætlar að gera ráðstaf- anir til að verja íbúa Seyðisfjarðar „til framtíðar“, að sögn Bjarna Benediktssonar MAurskriður á Seyðisfirði »4 Morgunblaðið/Eggert Samræður Þóra ásamt Pétri Kristjánssyni, fyrrverandi forstöðumanni Tækniminjasafns Austurlands, og Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.